Morgunblaðið - 07.06.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
19
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
Hríngskyrfi á kú. Lárus Ágústsson i Indriðakoti bendir á litla ljósa
bletti.
kálfa, sem hann hefði haft verulegar
telq'ur af, en fram til þessa hefðu
aðeins verið boðin kálfasláturverð-
laun 2 til 3 þúsund krónur á hvem
kálf. Lárus taldi að tjónið, sem sér
virtist nú að hann væri neyddur til
að bera, næmi hundruðum þúsunda
króna og það gæti bú hans ekki borið.
„Meinlaust og ekki smitandi
Lárus Ágústsson í Indriðakoti
sagði að hann hefði fyrst orðið var
við hringskyrfíð um miðjan mars í
kvígu. Þau hjónin hefðu ákveðið að
þvo blettina upp úr joðblöndu og
öðrum sótthreinsiefnum. Sér virtist
að veikin væri mjög litið smitandi
milli nautgripa. Þannig hefði aðeins
kýr næst stíu með kvígunum smitast
og aðeins á þeirri hlið sem sneri að
stíunni og eitt annað geldneyti. Þetta
væri að ganga yfir, önnur kýrin
væri heil að sjá og hin væri að sigr-
ast á húðsjúkdóminum. Hann hefði
aldrei tekið eftir að kýmar hefðu
baga af þessu.
Sömu sögu sögðu bændumir á
Efstu-Grand og Yzta-Skála. Húð-
sjúkdómurinn væri að ganga yfír í
fjósinu og vonandi væri þessi sjúk-
dómur þar með allur. Einar Svein-
bjamarson á Yzta-Skála sagði að
hann hefði orðið að hlíta þeim afar-
kostum að láta skera allt sitt sauðfé
niður en ekkert hefði komið fram
um að húðsjúkdómurinn hefði verið
í einni einustu kind. Tjónabætur sem
fengjust væra aðeins brot af því flár-
hagslega tjóni sem hann og sonur
hans, sem búa félagsbúi, hefðu orðið
fyrir. Af fenginni reynslu eins og
Eyfirðinga fyrir 20 áram, taldi hann
að engar líkur væra á að hringskyrf-
ið bærist i annan búfénað, nema um
væri að ræða að smitaður nautgripur
væri hafðu í lokaðri stíu með öðra
búfé. Slíkt hefði ekki átt sér stað
hjá honum og því taldi hann að
óþarfí hefði verið að neyða hann til
að drepa niður féð. Reynsla hans
væri að hringskyrfíð væri meinlaust
og alls ekki smitandi.
Aðalsteinn Sveinsson héraðsdýra-
læknir í Skógum staðfesti við frétta-
ritara að húðsjúkdómsins hefði að-
eins orðið vart í nautgripum á áður-
nefndum bæjum og að sér virtist að
sjúkdómurinn væri f rénun og von-
andi væri þessu þar með lokið.
- Fréttaritari
Lára V. Júlíusdóttir, aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra. Hefur nefndin
unnið að ýmsum úrbótum í þessum
efnum m.a. unnið að tollamálum,
vegna innflutnings myndbanda fyrir
heymarlausa, niðurgreiðslu á síma
og sérstakri dagskrárgerð sjónvarps
fyrir þennan hóp. Einnig hefíir
nefndin leitað leiða til þess að fjár-
magna tölvukaup og koma upp neyð-
arþjónustu hjá Pósti og síma, f núm-
eri Landssfmans. Mun vera gerð til-
raun nú í júnf með slfka þjónustu.
A fundi með félagsmálaráðherra
og nefndaraðilum, kom í ljós að
nefndin hefur einnig gert ýmsar til-
lögur að sérstakri túlkunarþjónustu
til aðstoðar við nám heymarlausra.
Líklegt er að Tryggingarstofnun
Rfkisins muni greiða almenna túlk-
unarþjónustu að hluta.
Nefndin leggur m.a. til að túlka-
nám verði komið á í sérkennsludeild
Kennaraháskóla Islands, og mun
fulltrúi menntamálaráðuneytisins, er
sat fundinn, athuga þann þátt. A
næsta ári verður sérstakt túlkanám
við Þroskaþjálfaskóla Islands undir
stjóm dansks leiðbeinanda. Gefst þá
tækifæri til þess að skipuleggja
túlkanám hér á landi.
Að lokum má geta þess að bráð-
nauðsynlegt er að mati heymar-
lausra að fá félagsráðgjöf fyrir sinn
hóp, þar sem tjáskipti geta farið fram
á þeirra eigin máli. Ýmis vandkvæði
f daglegum samskiptum heyrðu þá
sögunni til. Margir myndu eflaust
nýta sér þá þjónustu, sé tekið mið
af þeirri einangran er heymarlausir
hafa búið við til þessa.
Ingibjörg Haraldsdóttir þjóðfé-
lagsfræðingur annaðist könnunina.
Náði könnunin til 120 félagsmanna
í félagi heymarlausra, 16 ára og
eldri. Sjötíu manns svöraðu, eða um
60% aðspurðra.
Fréttabréf úr Árneshreppi:
Grásleppuvertíðin ætlar
að bregðast gjörsamlega
Árnesi, Ströndum.
HÉR HEFUR veður verið með
nokkuð hefðbundnum snemmsum-
arhætti, fremur kalt og þoku-
samt. En blessuð sólin hefur þó
náð að skína dag og dag, og kom-
in er græn slikja á sveitina, þó svo
úthagar séu enn líflitlir.
Sauðburður hófst um 20. maí,
erida hleypa bændur hér víða seint
til. Grásleppuvertíðin virðist ætla að
bregðast algjörlega að þessu sinni.
Sáralftið hefur verið um hrognasölt-
un og hljóðið dauft f mönnum. Þau
ætla að verða fleiri, árin sem ekkert
veiðist, hvort sem það er við sjávar-
kulda að sakast, eða netagirðingar
stórra aðkomubáta, um árabil, nema
hvort tveggja sé. Stóra bátamir hafa
nú dregið upp og haldið á brott, en
heimamenn þijóskast enn við, í von
um betri feng.
Þjóðvegurinn suður var opnaður
þann 6. maí og vora víða erfiðir skafl-
ar á leiðinni, auk vegaskemmda.
Vegurinn er nú harla óburðugur, en
má teljast jeppafær, þótt einstaka
fullhugar láti sig hafa það að svamla
yfír á fólksbílum. En stefnt er að
því að laga ræsi og vegaskemmdir
næstu daga, og vonandi mætir veg-
hefíllinn til leiks. Hótel Djúpavík
hefur hafíð sín umsvif, og bíður þar
vegmóðra ferðalanga góður máls-
verður og notalegheit í sérstæðu
umhverfi.
Krían kom hingað á fomar slóðir
7. maí, og farfuglaþjóðin sýslar nú
við hreiðurgerð, okkur til yndisauka.
En fleiri „farfuglar" era einnig þessa
dagana að flykkjast hingað norður.
Era þar á ferð brottfluttir Ámes-
hreppsbúar, sem hin ramma taug
dregur heim til föðurtúnanna á
hveiju sumri og verða þá fagnaðar-
fundir. Og Kristni bónda á Seljanesi
og Dröngum héldu engin bönd, því
jafnskjótt og færð leyfði branaði
hann hingað norður á jeppa sínum,
Gulgrana.
Vorskemmtun Finnbogastaða-
skóla var haldin 13. maí, og var þar
ýmislegt sér til gamans gert, leik-
þættir og söngur. Að þessu sinni var
einnig flutt vegleg dagskrá, helguð
minningu Steins Steinar skálds á
áttatíu ára ártíð hans, skáldið kynnt
og úrval ljóða hans flutt. Auðheyrt
var að nemendur höfðu lagt mikla
vinnu og alúð i efnið, og hef ég ekki
heyrt skáldsins minnst annars staðar
á þessum tímamótum.
Skólaslit fóra síðan fram í
blíðskaparveðri þann 15. maí, jafn-
hliða handavinnusýningu nemenda.
Gunnar Finnsson skólastjóri kom
víða við í skólaslitaræðu sinni, minnti
á það sem vel hefði verið að staðið,
og gat hins sem brýnust væri þörfín
á. Nemendur skólans vora 21, mæt-
ingar góðar svo og heilsufar fram
að vordögum, en þá stakk sér hér
niður inflúensa, sem annars staðar.
Mikilsverður áfangi hafði náðst á
síðasta hausti er samfelld kennsla
var tekin upp, og víxlkennsla afnum-
in. Þar með væra árlegar undanþág-
ur úr sögunni, og huga þyrfti einnig
að kennslu 8. bekkjar í framtíðinni.
Það sló þó talsvert á áriægju fólks
á þessum góðviðrisdegi, þegar sú
staðreynd varð heyrinkunn að skóla-
stjóri hefði sagt starfi sínu lausu, og
flytti nú á brott ásamt fjölskyldu
sinni. Ferðinni er heitið til skóla-
starfa við bakka Lagarfljóts á Aust-
urlandi, þar sem Lagarfljótsormurinn
frægi skýtur stundum kryppunni upp
af lygnu yfirborðinu, að kunnugra
sögn.
Það dylst engum, að það er mikil
blóðtaka fámennu sveitarfélagi að
missa sex manna ijölskyldu á -brott,
en þó er fleira að sakna. Gunnar
skólastjóri hefur komið sér rrgög vel
þau sex ár sem hann hefur stýrt
Finnbogastaðaskóla. Hann hefur
innleitt ýmis nýmæli í starfí, verið í
senn fræðari og leikbróðir nemenda,
unnið merkilegt starf að skákmálum,
og verið félagsmálamaður góður. Það
er því góðs að sakna, og skal fjöl-
skyldunni óskað alls velfamaðar á
nýjum vettvangi.
Þá sagði einnig starfí sínu lausu
Petrína Eyjólfsdóttir, skólaráðskona
frá Krossnesi, en hún hefur einnig
kennt hússtjórn og handavinnu
lengst af. Hún hefur sinnt sínum
störfum af dugnaði og trúmennsku.
Hátíðarmessa var í Ámeskirkju
þann 2. í hvítasunnu. Sólskin var og
hitafar, svo að handan sálmasöngsins
mátti nærri heyra grösin úti fyrir
spretta á þessari hátíð andans helga.
En skjótt skipast veður I lofti og
nokkram dögum síðar skall á norðan-
él, svo land gránaði í sjó fram.
- Einar
Bæjarhrauni 4 - Sími 652220.
giðSlklBM
Ármúla 23 Sími 688650
ISUZU
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Það er engin spurningaðIsuzuTrooper
- 3ja dyra - er rúmgóður og þœgilegur
ferðabíll.
'Á' Mjög stórt og rúmgott farangursrými.
'Á' Þcegileg og vel hönnuð innrétting.
'Ár Léttur og lipur í akstri.
'Ár Sparneytin og kraftmikil vél.
'ér Ríkulega búinn aukahlutum.