Morgunblaðið - 07.06.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 07.06.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 21 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Halldór Jonsson læknir, sem hlaut Syntex styrkinn á norræna gigt- læknaþinginu. ísland er kjörið til far- aldsfræðirannsókna —segir Halldór Jónsson læknir sem hlaut Syntex rannsóknastyrkinn Lukkutríó björgunarsveitanna: Nýr skrapmiði á markaðinn ríkislottóið. Aðstandendur happ- ust með prentuninni og segja að drættisins fóru til írlands og fylgd- fyllsta öryggis hafi verið gætt. Fulltrúar björgunarsveitanna með eintök af nýju skrapmiðunum. Meðal vinninga verða fjögur sumarhús og standa þeri hjá einu sliku. Verslunarráð íslands: Viðbrögð fyrirtækja á samdráttartíma VIÐ opnunarathöfn norræna gigtlæknaþingsins í Reykjavík var tilkynnt hveijir hefðu hlotið styrk sem lyfjafyrirtækið Syntex veitir til rannsókna á sviði gigt- lækninga. Einn þeirra þriggja sem hlutu styrkinn, samtals 730 þúsund krónur, ^ var ísienskur læknir, Halldór Jonsson, en hann starfar nú í Lundi í Sviþjóð. Styrkinn hlaut hann til að vinna að rannsóknunm á gigtsjúkdómi sem nefnist rauðir úlfar (lupus eryhematosus). Halldór Jónsson lærði gigtlækn- ingar f Lundi í Svíþjóð og hlaut sérfræðiréttindi 1985. Hann hefur síðan stundað rannsóknir á gigtar- sjúkdómum þar ytra. Sá sjúkdómur sem Halldór hefur fyrrst og fremst rannsakað nefnist rauðir úlfar. „Þessi sjúkómur er frekar sjaldgæfur" sagði Halldór þegar hann var spurður hvers kon- ar sjúkdómur þetta væri sem hann væri að rannsaka. „Her á landi eru um 80 tilfelli. Sjúkdómurinn leggst fyrst og fremst á konur og einkenn- ist af brenglun á ónæmiskerfinu'. Algengustu einkenni eru frá húð og liðum en alvarlegust frá nýrum og miðtaugakerfínu. Fyrir ekki mörgum árum var þessi sjúkdómur talinn mjög alvar- legur og oftast banvænn en nú hafa menn lært að meðhöndla hann og nýjar greiningaraðferðir hafa gert það að verkum að fleiri tilfelli hafa fundist en áður. Með réttri meðferð geta flestir sjúklingar með rauða úlfa nú lifað eðlilegu lífí.“ Halldór hefur unnið að þessum rannsóknum í tæp §ögur ár og hafa þær einkum beinst að gangi sjúkdómsins og faraldsfræði. „Ég lít fyrst og fremst á þennan styrk sem mikinn heiður en að sjálf- sögðu mun hann flýta eitthvað fyr- ir rannsóknum og gera mér kleift að einbeita mér að þeim í einhvem tíma. Ég mun halda áfram rann- sóknum úti í Lundi I a.m.k. ár í viðbót en ég hlakka til að koma heim og vonast til að geta haldið áfram sambærilegum rannsóknum hér heima. „ísland er að mfnum dómi alger gullnáma að því er varðar faralds- fræðilegar rannsóknir þar sem nauðsynlegt er að geta fylgst með hæfilega stórum hópi fólks í langan tíma. Hér eru menn þegar byijaðir að rannsaka hegðun og útbreiðslu gigtarsjúkdóma og er það afar mik- ilvægt að hægt verði að fylgja þeim vel eftir með samstarfi gigtar- lækna, erfðafræðinga og ónæmis- fræðinga“ sagði Halldór. LUKKUTRÍÓ björgunarsveitanna hefur sett á markaðinn nýjan skrapmiða. Með þessum miða er algjörlega skipt um vinningaskrá og gamlar birgðir teknar til baka. Stærstu vinningarnir eru 4 fullbú- in sumarhús, sem komið verður fyrir hvar sem er á landinu eftir ósk vinningshaf a þeim að kostnað- arlausu. 50 % söluandvirðis fer i vinninga og lætur nærri að vinn- ingur komi á fimmta hvern miða, að sögn forsvarsmanna Lukkut- ríósins. Milljón miðar verða settir á markaðinn í fjórum 250 þúsunda hollum, og verður vinningshlutfall í hveiju holli það sama. Lukku—Tríóið er sameiginlegt fyáröflunarátak björgunarsamtak- anna í landinu, það er Landssam- bands flugbjörgunarsveita, Lands- sambands hjálparsveita skáta og Slysavamafélags íslands. Að sögn forsvarsmanna samtakanna var búið að gefa þeim vilyrði fyrir að þeir fengju að sitja nánast einir að skrap- miðahappdrætti hérlendis og þeir eru óánægðir með að þeim sé ýtt út í samkeppni, þar sem hagnaðurinn komi augljóslega til með að minnka. „Við höfum reynt margar fjáröflun- arleiðir, en það er hvergi friður. Við reynum þó að standa okkur í sam- keppninni," sögðu þeir. 80—90% af kostnaði við rekstur og uppbyggingu björgunarsveitanna er aflað með fjáröflun þar sem leitað er á náðir almennings, en styrkir frá ríki nema 8—9 milljónum, sem dreif- ist á um 125 sveitir. Vonast forráða- menn sveitanna að Lukku—Tríóið verði snar þáttur í fjáröflun þeirra. Ágóðaskiptingin er þannig, að SVFÍ fær 53%, LHS 31,5% ogLFBS 15,5%. Miðamir eru prentaðir á írlandi, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á sínu sviði I Evrópu og prentar meðal annars skrapmiða fyrrir írska HVERNIG eiga islensk fyrirtæki að bregðast við samdrættí eftir bullandi góðæri? Er svarið aukið samstarf eða jafnvel samruni? Þessum og fleiri spurningum verður velt upp á fundi sem Verslunarráðið gengst fyrir næsta fimmtudagsmorgun, 9. júní, á Hótel Sögu. Raunar em deildar meiningar um góðæri síðustu misseri og þá ekki síður hvort þessi tími hafí verið rétt notaður. Nú em blikur á lofti, miklir erfíðleikar blasa við ýmsum atvinnugreinum og mörgum fyrir- tækjum, og horfur em á enn versn- andi stöðu atvinnulífsins. Verslun- arráðið hefur því fengið þijá menn sem standa beint og óbeint í eldlín- unni til þess að fjalla um hugsanleg viðbrögð. Þetta em Þorsteinn Guðnason framkvæmdastjóri JL-Völundar hf., Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntækni- stofnunar íslands og Steinþór Páls- son forstöðumaður lánasviðs Versl- unarbanka íslands hf. Umræður verða eftir framsögu þeirra, en fundarstjóri verður Vilhjálmur Eg- ilsson framkvæmdastjóri VÍ. Fundurinn verður í Skálanum í Hótel Sögu fímmtudaginn 9. júní og hefst með morgunverði klukkan 8. Óskað er eftir því að þátttakend- ur skrái sig hjá Verslunarráðinu fyrir fundinn. (Fréttatilkynning) ÚBORGAR EKKI ÓF MÍKIÐ ÞEGAR ÞÚ KAUPIR VOLVO ÞÚBORGAR ÞAÐ SEM KOSTAR AÐ SMlÐA GÓÐAN BlL - VOLVO Þaö eru einkum fimm atriöi sem undir- strika gœöi Volvo-bílanna: Öryggi, styrkur, áreiöanleiki, þœgindi og ending. Þetta er greipt í huga flestra. öryggi og styrkur einkenna Volvo. Sœnska stáliö, hertíeldi kunnáttumanna, metnaöarfyllstu bílasmiöa sem um getur. Þessi trausti efniviöur er uppistaöan t ör- yggisbúrinu sem umlykur bílstjóra og far- þega, verndar þá þegar á reynir. Volvo hefur haft forystu í aö skapa ör- yggi í akstri. Þaö vita allir. Um áreiöanleika Volvo efast enginn. Og sem betur fer þarf Volvo-eigandinn ekki aö velja á milli áreiöanleika og þœginda. Þaö er síöast en ekki síst gott til þess aö hugsa að góöir hlutir endast. Mittir (20\ IfHWHíHMt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.