Morgunblaðið - 07.06.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.06.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 23 Nú skundum við á skátamót eftir Guðmund Fertram Sigurjónsson Hvað er það sem fær fjöldann allan af skátum til að taka sig upp um helgar og halda á skátamót? Er það félagsskapurinn, náttúran, dagskráin, spennan, varðeldur- inn ...? Líklega sitt lítið af hverju. Vormót Hraunbúa helgina 27.-29. maí fimmtíu orðum eftir að hafa horft á hann í hálfa mínútu o.s.frv. Tækniöldin bauð upp á kynningu á ýmsum tegundum farstöðva; svo sem SSB, VHF og farsíma, kynn- ingu á björgunarbúnaði, blaða- mennsku og blaðaumbroti. Hjálp- arsveit skáta, Hafnarfirði, sá um farstöðva- og björgunarbíla, sex hjóla torfærutröll sem kallast Pinz- gauerar, á staðinn og fengu þeir flokkar sem völdu björgunarbúnað- arkynninguna leiðsögn í meðferð Frá Hafravatnsmótinu á síðastliðnu ári. §H Frá kvöldvöku á Krísuvikurmótinu. Þegar vora tekur beinast augu sunnlenskra skáta að Krísuvík, tjöldin og gönguskómir eru dregnir fram, súrringar eru æfðar o.s.frv. Spennan eykst sífellt þegar nær dregur mótsdögunum. Loksins er haldið af stað á vit ævintýranna. Síðastliðið föstudagskvöld var 48. vormót Hraunbúa sett, áætlað hafði verið að halda mótið um hvítasunn- una eins og vant er en þá var því frestað vegna veðurs. Einkunnarorð mótsins, „í nýjum búningi", gengu eins og rauður þráður í gegnum alla dagskrá mótsins, alls staðar var eitthvað nýtt og spennandi sem enginn hafði áður prófað. Astæðan fyrir þessum einkunnarorðum var sú að ný skátadagskrá hefur tekið gildi ásamt nýjum skátabúningi. Horfið hefur verið frá áfanga- og skátaprófunum og þeirra í stað tek- in upp sk. starfs- og grunnnáms- vérkefni. Einnig hefur skátahreyf- ingin skipt um andlit; skyrturnar eru orðnar ljósbláar á lit og nýr skátaklútur hefur verið tekinn í notkun. Fyrsti dagskrárliður mótsins var svokallaður kynningarleikur sem fór þannig fram að allir þátttakend- ur mótsins, sem voru tæplega 200, fengu úthlutað bókstaf úr orðinu búningur og áttu síðan að fá með sér í flokk skáta með aðra bókstafi úr orðinu, í hveijum flokki mátti hver stafur aðeins koma fyrir einu sinni (í þessu tilviki n tvisvar). Um tuttugu flokkar voru myndaðir. Flokkamir áttu síðan eftir að starfa mikið saman á mótinu og kynnast. vel._ Á mínútunni 7.55 var lúðrabást- ur, kynningarleiksflokkamir borð- uðu saman morgunverð og bjuggu sig undir störf dagsins. Að lokinni tjaldskoðun hófst iþróttakeppni kynningarleiksflokkanna. íþrótta- keppnin var á engan hátt venjuleg keppni því allar keppnisgreinar hennar voru nýstárlegar svo sem drumbakast, kínverskt boðhlaup, söngvakeppni og síðast en ekki síst hand-fótboltinn, sem var æsispenn- andi og naut mikilla vinsælda. Regl- ur hand-fótboltans voru svipaðar leikreglum venjulegrar knattspymu að því undanskildu að aðeins mátti koma við boltann með krepptum hnefa og að sjálfsögðu var ekki leyft að halda á honum. Eftir hádegi á öðrum og þriðja degi mótsins fóm Aldarleikamir fram. Aldarleikjunum var skipt í fjögur tímabil: víkingaöld, tækniöld, geimöld og fomöld. Þátt tóku í leiknum flokkar innan hvers félags, ekki kynningarleiksflokkamir. Ald- arleikamir vom ekki skipulagðir sem keppni heldur að hluta til sem þrautir og að hluta til sem nám eins og kynning á fjarskiptatækj- um, búnaðar og björgunarbifreiða og blaðamennsku. Flokkamir skráðu sig í þá dagskrárliði sem þeir höfðu áhuga á. Víkingaöldin skiptist í ratleik, burðarstólasúrringu, skátaspilið og að reyra útsýnisturn. Mestra vin- sælda naut ratleikurinn og skáta- spilið. Ratleikurinn var nokkurs konar áttavitakennsla og var loka- þáttur kennslunnar í að finna gull- ið. Til þess að finna gullið varð að leita uppi nokkur skilaboð sem að lokum bentu á fjársjóðinn. Skáta- spilinu svipaði nokkuð til „Mata- dors“, notaðir vom teningar og þurftu spilaramir að þreyta ýmsar þrautir t.d. binda áttu-hnút, sýna krossbindingu, lýsa hlut með björgunartækja ásamt stuttri tor- fæmferð með öðmm bflnum á mel rétt við mótssvæðið. Á mótinu var gefíð út mótsblaðið Labbi sem inni- hélt safaríkar frásagnir af tjald- búðarlífínu ásamt sögum og brönd- umm. Blaðið var skrifað af þátttak- endum í blaðamennsku og sett upp af blaðaumbrotsflokkunum. Nokkm fyrir mótið settu dróttskát- ar Hraunbúa upp þrautabraut við mótssvæðið og var jjessi þrauta- braut Geimöldin. I henni háði margur skátinn harða baráttu við þyngdarlögmálið. í síðasta hluta aldarleikanna, fornöldinni, vom dagskrárliðimir úr mörgum áttum. Fyrsti liðurinn var björgun, síðan hellisganga og líflínukast og síðasti liðurinn nefndist Eggjandi-kartafla. Eggjandi-kartaflan var eini liðurinn á dagskrá mótsins þar sem æfð var útieldun og fylgir hér á eftir upp- skriftin af þessum einfalda rétt: Kartafla tekin, skorinn hattur af henni og grafín hola í hana sem síðan er fyllt með eggi. Hatturinn settur á, álpappír vafíð utan um og eggfyllta kartaflan grilluð í nokk- um tíma og ... eggjandi-kartafla. Óp, öskur og læti! Hvað var að gerast? Baráttan um Móra og Skottu stóð yfír. Dagskrárstjóri mótsins, Pétur Sigurðsson, faldi tvær dúkkur á mótssvæðinu og gaf yfirlýsingu um það að það félag sem fyndi Móra eða Skottu og héldi fram að fánaathöfn laugardagskvöldsins fengi sérstaka viðurkenningu. Allar aðferðir til að ná dúkkunum vom löglegar. Skáti sem ekki hefur tekið þátt í næturleik getur varla talist alvöm skáti. Á laugardagskvöld, eftir kvöldvöku, var einn slíkur. Skipt var í tvö lið, lið Gullgrafara og Ræningja. „Gullgrafaramir" duttu í lukkupottinn og fundu geysimikið gull í hlíðum Amarfells, þeir vom varkárir og vildu flytja gullið sem fyrst í bankann, sem stóð handan ræningjahóls. Gullið var sett í tunnu og ákváðu þeir að reyna að koma gullinu í banka í skjóli nætur. Að sjálfsögðu komust ræningjamir á snoðir um þessa áætlun. „Ræningj- amir“ sátu fyrir gullgröfumnum miðja vegu milli Amarfells, bæki- stöðva gullgrafaranna og bankans, með þá fyrirætlun að ræna gull- tunnunni og koma því sjálfir í bank- ann. Leikurinn var æsispennandi og lögðu margir mikið á sig til að missa ekki líf sitt sem var í formi grisjuspotta sem bundinn var á vinstri upphandlegg hjá gullgröfur- unum en á þann hægri hjá ræningj- unum. Úrslitin vom ekki auðséð því ekki var hægt að sjá hvort liðið hafði komið tunnunni inn í bank- ann. Við talningu eftirlifandi manna kom í ljós að Ræningjamir vom mun fleiri, og sigmðu því... Fyrri helmingur sunnudagsins, lokadags mótsins, fór í að keppa til úrslita í íþróttakeppninni og sá síðari í Aldarleikana og tiltekt á mótssvæði. Um fimmleytið var mótsfáninn dreginn niður og mótinu slitið. Það vom þreyttir en ánægðir skátar, uppfullir af minningum um ævintýri helgarinnar, með síma- númer nýrra vina í vösunum, sem snem heim eftir ævintýraleg helgi, staðráðnir í að koma aftur að ári. Úrslit í íþróttaleikjakeppni Stígvélakast Fálkar Pílukast Pálína Hand-fótbolti KogKÍK Blindingjaboðhlaup Skunkar Pokahlaup Dúllur Söngvakeppnin „Krisu- R8 vision“ Kinverskt boðhlaup Skonsurmeð osti Reiptog Skúnkar Drumbakast Dropar Sagan um Steina súperskáta (Úr Labba, mótsblaði vormótsins.) „Steini súperskáti, þekkið þið hann? Ef ekki þá skal ég segja ykkur frá honum. Þegar hann var ungur strákur fór hann á sitt fyrsta skátamót. Þar var hann svo heppinn að kynnast Siggu sætu. Er leið á mótið urðu kynnin nánari og nán- ari og mótið betra og betra. Síðasta dag mótsins ætlaði Steini að hitta Siggu sætu við kamrana. Þegar hann gekk upp hlíðina að kömmn- um blasti við honum ófögur sjón, stærðarinnar jarðýta — sem minnti hann á verk djöfulsins — sem stefndi á kamrana. Siggi hljóp í æðiskasti upp að kömmnum til að bjarga Siggu sætu sem sá ekki jarð- ýtuna vegna þess að hún var bak- við og uppi á þaki. En þegar ýtan var alveg að ýta kamrinum upp þá datt Sigga en hann Steini bjargaði henni á seinustu stundu og þama lágu þau í sjöunda himni, á milli skýjanna. Eftir þessa björgun var Steini svo kallaður Steini súper- skáti.“ Þessa sögu skrifaði flokkurinn Beljur í skátafélaginu Vífli í Labba, blað mótsins. Fleiri skátamót! Fjöldinn allur af skátamótum verður haldinn í sumar út um allt land og munu skátar því vanda- laust geta fengið útrás fyrir „móts- fíkn“ sína á komandi sumri. Næsta mót er hið árlega stórmót Árbúa við Hafravatn og má búast við mikl- um mannijölda þangað dagana 9. til 12. júní. Mótið heppnaðist mjög vel í fyrra og komu þátttakendur þess af öllu Islandi og víðar. Mikið hefur verið lagt í dagskrá mótsins og það er víst að enginn þátttak- andi þess mun koma óánægður heim að móti loknu eftir að hafa reynt alla þá dagskrárliði sem upp á er boðið. Sem dæmi má nefna kanóa-siglingar, vatnasafarí, fleka- reyringar, margskonar hike (langar gönguferðir) ásamt stórgóðum kvöldvökum. Upplýsingar um mótið er að fá hjá Bandalagi íslenskra skáta í Skátahúsinu, Snorrabraut 60, og í síma 23190. Ljósmyndir: Þórarinn Pálsson og GFS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.