Morgunblaðið - 07.06.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 07.06.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÓ1, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 NÝTT OG GLÆSILEGT HÚTEL ( KEFLAVÍK OPNAR í JÚNÍ SÍMI 92-15222 Skemmtilegir Vindhanar á sumarbústaðinn * HURÐIRHF Skeifan 13 • 108 Reykjavík -Sími 681655 AUSTURBÆR Stórholt Meðalholt Laufásvegur 58-79 Síðumúli o.fl. Blaðbmr ósbst 3K«T0t r/////j CCfftt OJEEN Nýlagað kaffi 12-20 bollar tilbúnir á abeins 5 minútum. Gædi, Þekking, Þjónusta A. KARLSSOh HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444 fttsifatttilrtiifttfr Metsölublad á hverjum degi! fmmm Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki 3J3 með góðum afslætti. áraábyrgð GÓÐIR SKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA jFOnix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91J-24420 Bindiskyldan á Islandi og í Japan eftir Jóhannes Nordal í Morgunblaðinu 20. þ.m. er birt grein eftir Eyjólf Konráð Jónsson, alþingismann, þar sem hann leggur fyrir mig nokkrar spumingar varð- andi bindiskyldu, sem ærin ástæða er til að svara. Tilefni fyrirspumar Eyjólfs Kon- ráðs eru einkum þau ummæli mín við blaðamann Morgunblaðsins, að lækkun bindiskyldu hefði líklega í för með sér samsvarandi lækkun gjaldeyrisforðans. Jafnframt bendir hann á, að ráðstöfunarfé Seðla- bankans sé ekki allt notað til að Qármagna gjaldeyrisvarasjóðinn, heldur hafi útlán til ríkissjóðs og annarra Qármálastofnana numið meira en 11 milljörðum króna um sfðustu áramót, en innlánsbindingin 9,5 milljörðum. Honum erþví spum, hvort ekki gætu aðrir tekið að sér þessa lánastarfsemi, þá mundi auð- sjáanlega minni þörf fyrir innláns- bindingu. Þessu er reyndar fljótsvarað. Að öðru jöfnu væri vissulega hægt að lækka innlánsbindingu frekar, ef það kæmi á móti, að innlánsstofn- anir eða aðrir tækju við þeim útlán- um, sem innlánsbindingin fjár- magnar. En þetta er einmitt sú þróun.sem hefur átt sér stað undan- farin ár og bankastjóm Seðlabank- ans hefur verið eindregið fylgjandi. Á það er rétt að minna, að innláns- bindingin komst hæst upp í 35% af innlánsfé bankakerfisins á árinu 1982, en síðan hefur hún verið lækkuð í nokkmm áföngum, unz hún var komin niður í 13%, í marz á sl. ári. Var þetta fyrst og fremst gert með því að draga úr þeirri útlánastarfsemi, sem bindingin hafði áður staðið undir, en þar vom afurðalánin langfyrirferðarmest. Þrátt fyrir þetta er, eins og Eyj- ólfur Konráð bendir á, enn veraleg útlánastarfsemi á vegum Seðla- bankans. Er þar annars vegar um að ræða útlán til fjármálastofnana, en Seðlabankinn er, eins og það er oft orðað, banki bakanna. Vegna sveiflna í lausafjárstöðu og ýmissa annarra ástæðna, sem ekki er unnt að fara út í hér, verður Seðlabank- inn ætíð að hafa möguleika til þess að veita innlánsstofnunum fyrir- greiðslu, þegar þörf krefur, þótt full ástæða sé til að halda slíkri starfsemi mjög í skeflum. Hins vegar er Seðlabankinn við- skiptabanki ríkissjóðs, en skuldir ríkissjóðs við bankann námu 5,6 milljörðum um sl. áramót. Sú tala vanmetur þó mjög þá fyrirgreiðslu, sem Seðlabankinn veitir ríkissjóði, þar sem skuldir ríkissjóðs em í lág- marki um áramót. Innan ársins veitir Seðlabankinn ríkissjóði mjög mikla fyrirgreiðslu, sem sjá má af því, að skuldir ríkissjóðs við Seðla- bankann em nú um þessar mundir nálægt 10 milljörðum króna. Ég er mjög eindregið þeirrar skoðunar, að það sé mikilvægt efnahagslegt markmið að draga úr skuldum ríkis- sjóðs við Seðlabankann, en það mundi vissulega gera kleift að draga úr innlánsbindingu enn frek- ar. I stað fyrirgreiðslu Seðlabank- ans mundi þá fyrst og fremst koma útgáfa ríkisvíxla og annarra verð- bréfa ríkissjóðs, sem seld væm á innlendum markaði til innlánsstofn- ana, fyrirtækja og einstaklinga. Inn á þessa braut hefur verið reynt að fara í vaxandi mæli að undanfömu, og er nokkur vísir að ríkisvíxla- markaði þegar fyrir hendi. Hefur Seðlabankinn verið þess mjög hvetj- andi, að þessi starfsemi sé aukin, Hver er staða sjúkraíiða í heflbrigðisþjónustumii? Þorbjörg Ingvadóttir og Jóhanna Júlíusdóttir eftir Jóhönnu Júlíus- dóttur og Þorbjörgu Ingvadóttur Tilefni þess að við tökum okkur penna í hönd, er efni greinar sem birtist í Morgunblaðinu 19. maí sl. og bar yfirskriftina „Hjúkranar- skorturinn, eðli hans og úrlausnir", skrifuðu af Rúnari Vilhjálmssyni, félagsfræðingi og Guðrúnu Krist- jánsdóttur, hjúkranarfræðingi. Greinin virðist m.a. skrifuð vegna orða Péturs Jónssonar, aðstoðarfor- stjóra Ríkisspítala, sem segir að hjúkranarskorturinn sé m.a. til kominn vegna þess að hjúkranar- nám sé nú orðið lengra og strang- ara en áður, og nú útskrifist færri hjúkranarfræðingar. Bendir hann á þá leið að opna gamla Hjúkranar- skólann og reyna þannig að fjölga hjúkranarfræðingum. Þetta virðist hafa hlaupið óskap- , lega fyrir bijóstið á greinarhöfund- um og það sama á við um marga hjúkranarfræðinga. í greininni er bent á ýmsar leiðir til að bæta úr hjúkrunarfræðingaskortinum, leiðir sem ætla mættu að væra að sjá dagsins ljós fyrst nú, en svo er þó alls ekki, og er skemmst frá því að segja að þetta er í einu orði sagt broslegt. Margt af því sem nefnt er í áðumefndri grein hefur átt sér stað í langan tíma, eins og t.d. „að fastráðinn starfsmaður sem lokið hefur vakt á einni deild eða stofnun, geti tekið eina og eina aukavakt á annarri". Ýmsar aðrar leiðir tala þau um sem lausn á vand- anum, sem við ætlum ekkert að tiunda hér frekar, enda flestar þeirra kunnar. Greinarhöfundar tala einnig um stjómunarúrræði. Það nefna þeir að stór hluti af starfi hjúkranar- fræðinga á sjúkrahúsum fari í það að „sjá til þess að aðrar heilbrigðis- stéttir geri það sem þær eigi að gera“. Þetta geri þeir á þeim for- sendum að þeir séu einu aðilamir sem geti samhæft þá margháttuðu þjónustu sem sjúklingurinn fær. Einnig segir orðrétt „ef mikil brögð eru að því að aðrar heilbrigðisstétt- ir ræki illa störf sín bitnar það iðu- lega á hjúkranarfræðingnum sem þá lendir í alls konar reddinga- „Það er ekki lítið sem á hjúkrunarfræðingana er lagt. Ef þetta er svona slæmt eins og lýst er, þá f innst okkur mesta furðu að nokkur skuli yfirleitt leggja út í þetta starf “ vinnu". Þvílíkur hroki sem felst í þessum orðum. Það er ekki lítið sem á hjúkranarfræðingana er lagt. Ef þetta er svona slæmt eins og lýst er, þá fínnst okkur mesta furðu að nokkur skuli yfirleitt leggja út í þetta starf. En hver á að fylgjast með því að hjúkranarfræðingar ræki störf sín vel? Því er nú einu sinni þannig farið að þar fínnast misjaftiir sauðir líkt og í öðram stéttum. í greininni er sagt frá því að hjúkrunarfræðingar standi í þvi að hlaupa með sjúkraskýrslur og koma skilaboðum milli sérfræðinga (lækna) sem hafi ófullnægjandi samskipti sín á milli og ennfremur að hjúkranarfræðingar þurfí að veija dýrmætum tíma sínum í að svara í síma fyrir hinn og þennan og hafa uppá læknum og öðram starfsmönnum sem mæta ekki skipulega og á áreiðanlegum tímum til viðtals á deildum. Okkur er nú spum, hvemig er þessu öllu saman stjómað? Þetta virðist eitt stjóm- leysi frá upphafi til enda. Ef þessu er rétt lýst, er tillaga okkar sú að taka verði þetta allt til rækilegrar endurskoðunar. Skipuleggja þarf störf hjúkranarfræðinga betur. Til þess era hjúkranarforstjórar, hjúkr- unarframkvæmdastjórar og deild- arstjórar að okkar mati, því fátt af því sem að framan er talið krefst 4 ára háskólanáms í hjúkranar- fræðum. T.d. gætu deildarritarar innt af hendi margt af því sem upp var talið. Ekki vilja greinarhöfundar segja skilið við stjómunarúrræðin án þess að minnast örlítið á sjúkraliða. Þeir tala um að sjúkraliðar vinni störf sín yfirleitt vel, en benda á að á sumum deildum sé helst til stór hluti af tíma sjúkraliðanna svokall- aður óvirkur tími og að hjúkranar- fræðingar gætu I sumum tilfellum nýtt starfskrafta sjúkraliða betur. Þvílíkt og annað eins. í hvers þágu vinna sjúkraliðar? Þeir eru opin- berir starfsmenn og vinna i þágu heilbrigðisþjónustunnar, en ekki í þágu hjúkrunarfræðinga. En hvort nýta megi starfskrafta sjúkraliða betur er alveg ljóst að svo er. Enda er það gert víða. Þar sem við þekkjum best til, en það er á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri hafa sjúkraliðar tekið fullan þátt í að bjarga því, að hægt sé að halda ýmsum deildum spítalans opnum, m.a. vegna skorts á hjúk- ranarfræðingum. í vetur hafa t.d. eingöngu verið sjúkraliðar á nætur-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.