Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 32
32
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
S^ómarandstaðan krefst af-
sagnar dómsmálaráðherrans
Lundi, frá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Svíþjóð.
RANNSÓKNIN á morði Olofs Palme er enn efst á baugi í
Svíþjóð. Komið hefur í ljós að dómsmálaráðherrann Anna Greta
Leijon Ieyfði bókaútgefandanum Ebbe Carlsson að hefja einkar-
annsókn á morðinu en Carlsson viðurkenndi í síðustu viku að
hafa reynt að flytja ólöglegan hlerunarbúnað inn I landið. Stjórn-
arandstaðan hefur krafist þess að dómsmálaráðherrann segi
af sér eða verði ella settur af I ljósi þess að hún hafi lagt bless-
un sina yfir einkarannsókn Carlssons með þvi að gefa honum
meðmælabréf.
Mál þetta hefur komið sér
mjög illa fyrir ríkisstjómina og
ekki eru nema fáir mánuðir til
kosninga. Leijon hefur viður-
kennt að hafa ekki sýnt nægilega
dómgreind með því að gefa Ebbe
Carlsson umrætt meðmælabréf
en hún virðist ekki hafa haft
samráð við aðra ráðherra áður
en það var skrifað. Þegar ijöl-
miðlar og stjómarandstaða hófu
gagnrýni sína flokkaði hún bréf-
ið sem leyniskjal og neitaði að
sýna það á þeim forsendum að
slíkt gæti skaðað rannsókn
morðmálsins. Ríkisstjómin
breytti þessu og hafa fjölmiðlar
fengið að sjá bréfíð.
Náinn vinur Holmérs
Ebbe Carlsson er náinn vinur
Hans Holmérs, lögreglustjórans
fyrrverandi sem stjómaði rann-
sókn á morði Palme. Holmér var
sem kunnugt er látinn víkja þar
sem rannsókn hans bar ekki ár-
angur. Getum hefur verið að því
leitt að Holmér hafí enn afskipti
af rannsókn morðsins í gegnum
Ebbe Carlsson. Carlsson styðst
við sömu kenningu og Holmér
gerði um að Kúrdar hefðu staðið
að morðinu á Palme. Hann hefur
yfírheyrt ýmsa aðila í því aug-
namiði að tengja íran og Kúrda
við málið, þeirra á meðal Ban-
iSadr, fyrrverandi forseta Irans.
Hann telur sig hafa upplýsingar
sem styðja þá kenningu að Olof
Palme hafí haft upplýsingar um
ólöglega vopnasölu til írans og
hótað að stöðva hana. Því hafí
sterk öfl í íran haft hag af því
að lyðja honum úr vegi og PIÖC,
samtökum Kúrda, verið falið að
myrða Palme. Við rannsókn
málsins hefur Carlsson haft að-
stoðarmenn og margar milljónir
sænskra króna til umráða. Hann
hefur einnig haft lífvörð sem
áður var lífvörður Hans Hol-
mers. í síðustu viku var lífvörð-
urinn stöðvaður í tollinum í Hels-
ingborg er hann reyndi að
smygla ólöglegum hlerunarbún-
aði inn í landið. Carlsson hefur
viðurkennt að hann hafí verið á
sínum vegum.
Dómsmálaráðherrann
skrifaði meðmælabréf
Athygli hefur vakið að Anna
Greta Leijon, dómsmálaráðherra
Svíþjóðar, virðist hafa lagt bless-
un sína yfír einkarannsókn
Carlssons þar sem hún skrifaði
meðmælabréf honum til handa.
Hún sagði fyrir helgi að hún
stjómaði engri rannsókn og gæti
þess vegna ekki tekið á sig neina
ábyrgð þótt Carlsson hefði verið
staðinn að ólöglegu athæfí.
Carlsson hefði að hluta til starf-
að á eigin vegum en yfírstjóm
lögreglunnar hefði vitað um
starfsemi hans. Ekki væri óvið-
eigandi að lögreglan styddist við
aðila utan sinna raða við rann-
sókn mikilvægra mála og að
henni væri skylt að nýta alla þá
aðstoð sem að gagni gæti komið.
Ebbe Carlsson hefði haft áhuga-
verðar upplýsingar og mikilvæg
sambönd sem óforsvaranlegt
hefði verið að nýta ekki, sagði
Leijon. Lögreglan hefur fengið
ýmsar upplýsingar frá Carlsson
en flestir stóðu í þeirri trú að
hann gæfí þær sem einstaklingur
en stæði ekki sjálfur að sjálf-
stæðri rannsókn málsins. Sér-
stakur réttarumboðsmaður hefur
verið fenginn til að rannsaka
málið og geta niðurstöður hans
ráðið miklu um pólitíska framtíð
dómsmálaráðherrans. Anna
Greta Leijon hefur áður gegnt
mikilvægum ráðherraembættum
fyrir flokk sinn. Komi til afsagn-
ar hennar verður það mikið áfall
fyrir jafnaðarmenn en vonast var
til að henni tækist sem dóms-
málaráðherra að endurheimta
traust almennings á lögreglu og
réttarkerfínu.
Áhugi Ebbe Carlsson á að
rannsaka málið vaknaði við grun
hans um að ágreiningur innan
öryggislögreglunnar ylli því að
Kúrdakenningin væri ekki rann-
sökuð til hlítar. Pullyrt hefur
verið að aðvörun hafí komið á
sínum tíma frá bresku öryggis-
lögreglunni um að forsætisráð-
herranum væri hætta búin en
Ebbe Carlsson telur að öryggis-
lögreglan vilji þagga þetta niður
af ótta við álitshnekki og því
væri lítið gert úr þætti írana í
morðinu. Enn er of snemmt að
segja til um hvort þessar getsak-
ir eigi við rök að styðjast en víst
Anna Greta Leijon, dómsmála- ,
ráðherra Svíþjóðar.
er að Ebbe Carlsson hefur notið
stuðnings úr ýmsum áttum við
að koma á fót einkarannsókn
sinni þótt lögreglan hafí haft
takmarkaða vitneskju um hana.
Þekktur jafnaðarmaður, Thomas
Fischer, sem er auðugur bókaút-
gefandi hefur upplýst að hann
hafí persónulega veitt Carlsson
tvær milljónir sænskra króna (15
mllj. ísl.) til að nota við rannsókn
málsins. Með því vildi hann
styrkja mann sem sýnt hefði
virðingarvert framtak og tæki
áhættu við þjóðþrifaverk. Fisc-
her er tengdur ýmsum valda-
mestu aðilum jafnaðarmanna-
flokksins og var vinur Qölskyldu
Palme.
takmmaagrnkaðI MF8SB
^ SsAMBANDSINS
'.. " '—■■■■■ .——
ÁRMÚLA3 slml-68791
■ . ■'•i.tr . 't-t.
^LÞOWATT ÖÖ1Í
Heimilístækí
sem bíða ekki!
-T tfy .-
isskápnr
þurrkari
eltlavól
irvslikisia
Nú er ekki eftir neinu aö bíöa, þú verslar í Rafbúö
Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt
öll heimilistækin í einu, valiö sjálfur hvert tæki af
ótal geröum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki
eða hrærivél viö og skipt greiðslum jafnt niður á ,
24 mánuöi. Engin útborgun og fyrstagreiðsla eftir
einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur
boðiö slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam-
band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki
eftir neinu að bíða.
\ \ \ \\NT