Morgunblaðið - 07.06.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
35.
Bretland:
Verður samið við
írönsk stjórnvöld?
St Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttarit&ra Morgunblaðsins.
Reuter
SENDINEFND frá íran kemur
til viðræðna við stjómvöld í
Lundúnum í þessari viku. Ráð-
herrar neita því, að verið sé að
semja um gislana í Líbanon.
Síðastliðinn sunnudag birtist
forsíðufrétt í sunnudagsblaðinu
The Observer þess efnis, að við-
ræður mundu eiga sér stað við
írani í þessari viku. Gefíð var í
skyn, að þær stæðu í sambandi
við lausn breskra gísla í Líbanon.
Bæði Sir Geoffrey Howe utanríkis-
ráðherra og David Mellor aðstoð-
arutanríkisráðherra vísuðu þess-
um fregnum á bug.
Viðræðumar munu, að þeirra
sögn, snúast um skaðabætur, sem
íranir krefjast vegna skemmda á
sendiráði þeirra í Lundúnum árið
1980, en þá réðust víkingasveitir
Námamennimir sex sem björguðust úr kolanámu i Borken i Vestur-Þýskalandi. Lcngst til vinstri er
leiðtogi verkalýðsfélags námumanna. Thomas Geppert, foringi mannanna er lengst til vinstri.
Sex menn bjargast úr hruninni kolanámu:
Náðu sambandi við leitarmenn
skömmu eftir spreng’inguna
Borken, Bíld am Sonntag, Reuter.
ENN er leitað að fómarlömbum námuslyssins i Borken i Vestur-
Þýskalandi. 57 manns voru við störf i námunni þegar sprenging
varð, op námunnar lokaðist og hún fyUtist af eitruðum kolsýrl- ingi.
Fyrir mikla mildi björguðust sex menn úr námunni á aðfaramótt
laugardags.
Þegar sprenging varð í námunni
klukkan 12:30 á miðvikudag voru
mennimir sex, sem lifðu af, í aust-
urhluta námunnar ásamt fleirum.
Sprengingin heyrðist í margra kfló-
metra íjarlægð og átta manns sem
voru á yfírborði jarðar slösuðust.
En mennimir sex heyrðu ekki
sprenginguna. Skyndilega urðu þeir
óþyrmilega varir við mikla högg-
bylgju. „Það var lfld og risastór
ósýnilegur bómullarhnoðrí svipti
okkur til jarðar," sagði einn mann-
anna. „Ég heyrði ekki neitt en fann
gífurlegan þiýsting fyrir eyrunum.
Eg sá félaga mína falla um koll og
verkfærin þeyttust úr höndum okk-
ar.“ Egon Dehn bætir við: „Nokkr-
ir félagar okkar hlupu til baka út
ganginn sem við höfðum komið eft-
ERLENT
ir. Þeir vildu fínna útganginn." Það
voru eðlileg viðbrögð en leiddu
mennina 9 í opinn dauðann. Þeir
köfnuðu af völdum kolsýrlings.
Hinir geta þakkað Thomasi
Geppert, flokksforingja sínum, líf
sitt. Hann gerði sér grein fyrir því
að nauðsynlegt væri að halda lengra
inn í námugöngin, helst inn I afkima
þar sem oft myndast lofthólf við
slíkar aðstæður. Á móti þeim kom
maður sem augljóslega var að nið-
urlotum kominn. Geppert hrópaði:
„Til baka, til baka, frammi er gas,“
en það var of seint maðurinn hneig
til jarðar. Mennimir sex tóku félag-
ann með sér inn í blindgöng. En
eftir 100 m sáu þeir að hann var
látinn og létu hann liggja. Geppert
leiddi félaga sína inn í botn blind-
gangnanna.
Mennimir bjuggust nú til að haf-
ast við í botni gangsins, eins konar
helli, sem var 2,5 x 3 m að innan-
máli. Meðferðis höfðu þeir nokkrar
smurðar brauðsneiðar og vatns-
brúsa. Þeir skiptust á að beija sam-
an tveimur hömmm til að hjálpa
leitarmönnum.
Þeir höfðu einnig talstöð með-
ferðis og nokkmm stundum eftir
sprenginguna komust þeir í fjar-
skiptasamband við leitarmenn. En
hinir síðamefndu héldu að um ann-
an leitarflokk væri að ræða og
gerðu ekkert í málinu.
Aðalop námunnar hafði lokast
við sprenginguna. Björgunarmenn
notuðu þvi loftræstigöng til að síga
niður um. Göngin vora 1700 m frá
mönnunum sex. Upp um þau hafa
komið lík 45 manna.
Einnig vora borað loftop víðsveg-
ar til að hleypa hinum eitraða kol-
sýrlingi út úr námunni. Mennimir
sex segjast hafa heyrt hvar slfld
op var borað rétt hjá þeim. Það
glæddi vonir þeirra um að þeim
yrði bjargað eftir allt saman.
Um klukkan tvö á aðfaramótt
laugardags þykist einn bormanna
heyra hljóð undir fótum sér. Hljóð-
nemi er látinn síga niður um opið
en ekkert heyrist. Þegar hætta átti
frekari hlustun við opið bar þar að
menn frá sjónvarpsstöð Hessens.
Þeir höfðu mjög fullkomna hljóð-
nema meðferðis og fengu að reyna
þá. Og viti menn, í viðtækinu heyrð-
uᣠmannsraddir.
Björgunarmenn vora nú sendir
niður um loftræstiopið sem fyrr er
getið búnir súrefnistækjum og á
tveimur klukkustundum tókst þeim
að leggja 1700 m að baki og bjarga
mönnunum sex sem þá höfðu hafst
við f 65 klukkustundir í námunni.
breska hersins inn í sendiráðið til
að frelsa gísla, sem íranskir öfga-
menn höfðu í haldi þar. Bretar
kreíjast á móti bóta vegna
skemmda, sem urðu á sendiráði
þeirra í Teheran og ýmsum öðram
eigum breska ríkisins í íran, þegar
bylting var gerð þar 1978-79.
Bretar sendu írönum tillögur
þessa efnis fyrir ári síðan, en ekki
var talið ráðlegt þá að efna til
fundar milli ríkjanna. Samkvæmt
tillögunum skulda Bretar írönum
tæpar tvær milljónir punda, en
íranir Bretum um 900 þúsund
pund. Bretar munu því greiða
Irönum eina milljón punda.
Bresk stjómvöld hafa verið
mjög gagnrýnin á samninga ann-
arra þjóða við írani, sem leitt hafa
til lausnar gísla í Líbanon. David
Mellor sagði það hreinan tilbúning,
að breska ríkisstjómin færi að
fordæmi Frakka með þessum
samningum.
Opinbert stjómmálasamband
hefur verið mjög stirt milli Bret-
lands og írans síðastliðið ár og
hvort ríki um sig einungis haft
einn opinberan sendifulltrúa starf-
andi í landi hins. Talið er, að íran-
ir vilji nú bæta samskipti sín við
Vesturlönd eftir hrakfarir í
stríðinu við írak og þessar samn-
ingaviðræður séu liður í því.
Áuglýsing
frástuðningsmönnum
Yigdísar Finnbogadóttur,
forseta íslands
Erum í Garðastræti 17,3. hæð. Verðum til aðstoð-
ar um kjörskráratriði og aðrar
upplýsingar varðandi forsetakosningarnar.
Opið frá kl. 10 til 19 alla daga.
Símar: 17765 - 17823 - 17985 - 18829 - 18874
-11651
Vegna fjölda fyrirspurna frá fólki, sem leggja vill
fé af mörkum til að standa straum af auglýsinga-
kostnaði o.fl., höfum við opnað gíró-reikning í
Búnaðarbankanum nr. 301 -26-66000.
Ef þið verðið að heiman á kjördag, 25. júní,
þá munið að greiða atkvæði utankjörfundar.
Skóverksmiðjan Iðunn:
LOKAÚTSALA
í Iðnaðarmannahúsinu,
Hallveigarstíg 1.
Stórfelld verðlækkun.
Opið virka daga frá
^ I kl. 12 til 18.