Morgunblaðið - 07.06.1988, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Koddaslagur í Grímseyjarhöfn
ÍA • H. • i ■
BHHíÍP tP*' • ■'rm
Grímseyingar grilluðu í Básavíkinni
Landmenn léku „þúfnabolta“ gegn sjómönnum
BLÍÐVIÐRI var i Grímsey er sjó-
mannadagurinn rann upp og
tóku eyjarskeggjar virkan þátt í
hátíðahöldunum, sem hófust með
skemmtisiglingu kl. 10.00. Ekki
er hægt að segja að dagskráin
hafi veríð í föstum skorðum,
enda eru Grímseyingar vanarí
því að spila eftir eyrum veður-
guðanna.
Að siglingunni lokinni var ekki
haldið til hafnar, heldur út í
Básavík, sem er norðvestantil á
eynni. Þar var kveikt bál, grillað,
krakkarnir fengu að spreyta sig á
gúmbjörgunarbát björgunarsveitar-
innar og farið var í leiki. Um kl.
15.00 var haldið heim úr Básavík-
inni og sáu tveir bátar úr flota
Grímseyinga um selflutningana.
Konur sáu um kaffíveitingar í
„Féló“, eins og þeir Grímseyingar
kalla félagsheimili sitt og niður við
höfn var aftur safnast saman að
því loknu þar sem fram fór kodda-
slagur. Síðan var farið í fótbolta,
eða þúfnabolta, eins og sumir vildu
kalla það, landmenn gegn sjómönn-
um, og lágu úrslit ekki fýrir þegar
leiknum lauk. Um kvöldið var hald-
inn dansleikur í félagsheimilinu, þar
sem akureysku piltamir úr Rokk-
bandinu léku.
Síðuhverfi:
Ibúarnir
stofna
samtök
Stofnfundur ibúasamtaka í
Síðuhverfi á Akureyri verður
haldinn í Glerárkirkju fimmtu-
daginn 9. júní nk. og hefst hann
kl. 21.00. Helsti tilgangur sam-
takanna gæti veríð að efla skoð-
anaskipti og samvinnu við ráða-
menn bæjarins og virkja íbúa
til athafna í þágu bæjarfélags-
ins, segpr I fréttatilkynningu
frá undirbúningsnefnd. Félagið
er hið fyrsta sinnar tegundar á
Akureyri.
Síðuhverfíð er tiltölulega ungt
að árum og enn í uppbyggingu á
meðan önnur hverfí eru uppbyggð
og gróin. Það ætti þó ekki að
hindra gott samstarf milli hverf-
anna því mörg áhugamál eru þeim
sameiginleg. Flest mál varða öll
hverfi en áhugi Síðubúa sérstak-
lega gæti ef til vill beinst að skipu-
lags- og umferðaröryggismálum,
frágangi gatna og gangstíga,
samgöngumálum, varðveislu nátt-
úruverðmæta og sérkenna, að-
stöðu til útivistar og íþróttaiðkun-
ar, segir ennfremur.
Þá þarf að koma á bættri þjón-
ustu við hverfið svo sem hvað
varðar póstafgreiðslu, lyfsölu,
bókasafn og heilsugæslu og auk
samskipta íbúasamtaka við bæjar-
yfírvöld, er áhugi fyrir eflingu
samstöðu og samveru íbúanna.
Amtsbókasaf n:
25 tillögur bárust um
hönnun viðbyg’gingar
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Þrír sjómenn voru heiðraðir á Akureyri, frá vinstrí á myndinni eru: Grétar Gíslason, fulltrúi Sjómanna-
félagsins, Sigurður Jóhannesson, fulltrúi Skipstjórafélagsins og Hans Karl Þórarinsson, fulltrúi Vél-
stjórafélagsins.
Þrír sjómenn heiðraðir
ALLS bárust 25 tillögur í sam-
keppni um hönnun nýbyggingar
við Amtsbókasafnið sem bæjar-
stjórn Akureyrar stendur fyrir.
Samkeppninni er ætlað að laða
fram bestu lausn hvað varðar
Dag’ur hætt-
ir útgáfu á
mánudögum
Mánudagsútgáfa Dags á Akur-
eyri verður felld niður frá og
með 20. júni nk., en þess í stað
verður gefið út blað á laugardög-
um sem ekki hefur tíðkast til
þessa hjá fyrírtækinu.
Jóhann Karl Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Dags, vildi ekki tjá
sig um ástæður þessa breytta fyrir-
komulags í samtali við Morgun-
blaðið, en segir í Degi í gær að
með þessari breytingu sé tekið mið
af vaxandi vinsældum helgarútgáfu
dagblaða auk þess sem um er að
ræða ákveðna hagræðingu í rekstri.
„Mánudagsblað Dags hefur ekki
notið þeirra vinsælda auglýsenda
sem við var búist og hvorki náð að
þjóna viðskiptalífínu né almenningi
að því leyti,“ segir hann jafnframt.
fyrirkomulag og notagildi ný-
byggingar og núverandi húss
sameiginlega.
Dómnefnd er þessa dagana að
hefla störf, en frestur til að skila
inn tillögum rann út 18. maí sl. í
dómnefnd eru, fyrir hönd Akur-
eyrarbæjar, Gunnar Ragnars for-
maður, Sigríður Stefánsdóttir og
Agúst G. Berg. Fyrir hönd Arki-
tektafélags íslands sitja Björn
Hallsson og Ormar Þór Guðmunds-
son.
Agúst G. Berg, húsameistari
Akureyrarbæjar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að vissulega hefði
fy'öldi tillagna farið fram úr björt-
ustu vonum manna og mætti búast
við því að við þessar 25 tillögur
hefðu unnið á bilinu 70 til 100
manns. Ágúst átti von á því að
dómnefnd yrði meira og minna að
störfum út júnímánuð, en að því
loknu yrði haldin sýning á tillögun-
um og þær kynntar. Verðlaunafé
nemur samtals 1,3 milljónum króna,
þar af eru fyrstu verðlaun ekki
lægri en 650.000 krónur. Dómnefnd
er auk þess heimilt að kaupa þrjár
tillögur.
Gert er ráð fyrir um 1.500 fer-
metra stórri byggingu, en núver-
andi Amtsbókasafn telur 1.200 fer-
metra. Því er um rúmlega tvöföldun
húsnæðisins að ræða.
Sjómannahelgin á Akureyrí
var haldin hátíðleg samkvæmt
hefðinni. Hátíðarhöldin hófust
við Torfunesbryggju kl. 15.00 á
laugardag með kappróðri. Guðs-
þjónustur fóru fram kl. 11.00 á
sunnudag. Þrír sjómenn aðstoð-
uðu séra Þórhall Höskuldsson við
guðsþjónustuna í Akureyrar-
kirkju og Þorsteinn Vilhelmsson
skipstjóri og útgerðarmaður
flutti hátíðarræðuna i Glerár-
kirkju, en þar messaði séra Pálmi
Matthíasson.
Dagskrá hófst síðan kl. 13.30 við
sundlaugina. Lúðrasveit lék, ræður
voru fluttar fyrir hönd útgerðar-
manna og sjómanna og þrír sjó-
menn voru heiðraðir. Þá fór fram
stakkasund, reiptog, koddaslagur
og björgunarsund. Slysavamadeild
kvenna sá um kaffisölu á Hótel
KEA.
_kóteí_
STEFANÍA
96-26366 AKUREYRI 96-2G366