Morgunblaðið - 07.06.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 07.06.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 + Bróðir minn, ÁSMUNDUR STEINGRÍMSSON, andaðist 3. júní í Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Þórveig Steingrfmsdóttir. Þórður Sigurðs- son — Minning + Frænka mín, ÁSLAUG JENSDÓTTIR, Stýrimannastfg 4, lést föstudaginn 3. júní á hjúkrunardeild Hrafnistu, Reykjavík. Guðlaug Jónsdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkár, GUNNARJ. MÖLLER hæstaréttarlögmaður, lóst mánudaginn 6. júní. Ágústa S. Möller, Jakob Þ. Möller, Jóhanna G. Möller, Þóra G. Möller, Helga Möller. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, LIUA GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Hétúni 10b, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 5. júní. Hulda Friðriksdóttir, Jón Óskar Karlsson, börn og barnabörn. Fæddur 13. ágúst 1917 Dáinn 21. maí 1988 í dag verður kvaddur hinstu kveðju í Bústaðakirkju Þórður Sig- urðsson, síðast til heimilis í Stigahlíð 22, Reykjavík. Þórður eða Doddi, eins og hann var alltaf kallaður á mínu heimili, fæddist 13. ágúst 1917. Hann var því aðeins rúmlega 70 ára gamall er hann féll frá. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu Erlendsdóttur, 31. maí 1941. Voru þau hjón mjög sam- taka í þvi sem þau tóku sér fyrir hendur. Til merkis um þetta vil ég segja frá því að í mínum uppvexti minnist ég þess varla að talað væri um annað þeirra hjóna án þess að nafn hins fylgdi með. Þannig var alltaf talað um Dodda og Löllu sem eina heild. Doddi og Lalla voru að koma í heimsókn, eða fara þetta eða hitt. Þessi tvö nöfn voru tengd saman eins og persónumar sem nöfnin báru. Doddi starfaði mestan hluta starf- sævi sinnar hjá Olíufélaginu hf. Hann hafði gaman af að ferðast um landið. Hann var félagi í Jöklarann- sóknafélaginu og fór margar ferðir um óbyggðir íslands með þeim fé- lagsskap. Honum leið vel á fjöllum og naut sín þar. Hann var einnig virkur félagi í Flugbjörgunarsveit- inni á sínum tíma. Doddi var fjarskalega bamgóður. Eg fór ekki varhluta af þeirri góð- mennsku hans. Á mínum uppvaxt- arárum var hann ólatur við að bjóða mér með sér í bíltúra, eins og það hét þá. Þessir bílstúrar voru oft lang- ir og skemmtilegir fyrir lítinn dreng. Mér er sérstaklega minnisstæð ein ferð okkar í Laugardalinn þegar ég var sex ára gamall, því þá leyfði Doddi mér að keyra bílinn sinn á túninu. Eftir þessa ökuferð_ komst Doddi í guðatölu hjá mér. Á þeirri stundu var hann tilbúinn að skilja þá geysilegu löngun ungra drengja að fá að keyra bíl, þó svo að aldurs- munurinn væri töluverður á milli okkar. Mér er ekki unnt í þessum fáu línum að tíunda allar þær ánægju- stundir sem ég átti með Dodda sem bam og unglingur. Ég vil með þessum orðum tjá þakklæti mitt fyrir liðnar samveru- stundir og votta aðstandendum Dodda samúð mína. Magnús Haukur Magnússon Þórður Sigurðsson var fæddur 13. ágúst 1917 í Reykjavík. Foreldrar hans vom Sigurður íshólm og kona hans, Kristjana Erlendsdóttir. Á þessum árum var erfitt um atvinnu í Reykjavík og fluttust foreldrar Þórðar til Siglufjarðar þegar hann var ungur drengur. Hann varð eftir hjá móðurömmu sinni og afa og óist þar upp. Það var vor í lofti þegar Þórður, þá nýfermdur, kom til sumardvalar að Laugarvatni fyrir 57 árum. Fullur eftirvæntingar og eflaust kvíða hef- ur hann verið þegar hann yfirgaf rólega og trygga veru hjá afa og ömmu til að dveljast í sveit hjá ókunnugum. Þá var margmenni á Laugarvatni og ungar heimasætur litu þennan nýja heimilismann gagn- rýnum og forvitnum augum. En áður en langur tími leið var hann boðinn velkominn í hópinn og varð þá strax okkar góði vinur og félagi. Sú vinátta hefur haldist öll þessi ár. Þórður var strax sem ungur mað- ur mjög vel gerður, léttur í skapi, góðlyndur og skemmtilegur; góður drengur í orðsins fyllstu merkingu. Enda kom það seinna í ljós hve gott var að geta leitað til hans. Dvöl Þórðar á Laugarvatni lengd- ist um mörg ár og þegar unglingsár- unum sleppti keyrði hann hjá Ólafi Ketilssyni í nokkur ár. Upp úr því fluttist hann til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf uns hann réðst til Olíufélagsins hf. árið 1954, en hjá því fyrirtæki starfaði hann síðan í 33 ár eða þar til hann varð 70 ára í fyrra. Þórður Sigurðsson var mikill nátt- úruunnandi, átti alltaf góða bfla sem hann notaði til að ferðast í um landið vítt og breitt. Hann gekk snemma í Jöklafélagið og fór með þeim fé- lagsskap marga hálendisferðina og hafði mikla ánægju af. Þann 31. maí 1941 giftist Þórður Guðlaugu Erlendsdóttur, Pálmason- ar, skipstjóra, og konu hans, Hrefnu Ólafsdóttur frá Fjalli á Skeiðum. Hann bauð okkur systrunum heim ' til að kynna konu sína fyrir okkur; Tvær góðar þvottavélar frá SIEMENS Góð og hagkvæm þvottavél • 18 þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og sn./mín. • íslenskir leiðarvísar. • Þurrkari fáanlegur með • sama útliti. • WV 2760 800 Kjörgripur handa hinum vandlátu • Fjöldi þvottakerfa. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Áfangaþeytivinding. Mesti vinduhraði sn./mín. Hagkvæmnihnappur. íslenskir leiðarvísar. WV 5830 Verð 63.600,- 1200 Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.