Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Blessun vex með barni hveiju Keaton, og arfurinn frá Englandi dinglar i vigtinni. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: BABY BOOM ★ ★ ★ Leikstjóri Charles Shyer. Framleiðandi og handrits- höfundur Nancy Meyers. Tón- list Bill Conti. Kvikmynda- tökusfjóri William A. Fraker. Aðalleikendur Diane Keaton, Sam Shepard, Harold Ramis, Sam Wanamaker, Pat Hingle. Bandarísk. United Artists 1987. Dolby Stereo. Sú var tíðin að kvenfólk, böm og gamalmenni þóttu ekki gróða- vænlegt umfjöllunarefni í augum kvikmjmdaframleiðenda Holly- wood-borgar. í dag eru það gamlingjamir einir sem em af- skiptir (þó er samt verið að filma framhald Cocoon), konumar famar að vera mun meira áber- andi í aðalhlutverkum og nú eru meira að segja blessuð bömin farin að skjóta upp kollinum á tjaldinu og er það vel. Kveikjan var franska metaðsóknarmyndin Þrír menn og karfa. í Baby Boom fer Keaton með hlutverk framasækins fram- kvæmdastjóra í ayglýsinga- bransanum. Vinnan og metnað- urinn er númer eitt, tvö og þrjú, sömu lögmál ráða hjá sambýlis- manninum (Ramis). Heimurinn líka að því kominn að farast er hún fær heldur óvenjulegan arf frá lítt kunnugri frænku í gamla heiminum; obbolítið stúlkubam. Það kemur samstundis í ljós að lítið pláss er fyrir hvítvoðung í miskunnarlausum og hörðum heimi fólks sem hefur ofurselt sig framagiminni. Enda gerist það snögglega að Ramis gefst upp á sambúðinni og stjama Keaton, sem var boðin æðsta virðingin — að gerast hluthafí, rétt áður en bamunginn kom til sögunnar, fer. hraðlækkandi á auglýsingastofunni. Jafnframt þessum áföllum vex ást hennar á „arfinum" dag frá degi en ein- beitingin minnkar í starfí. Svo fer að Keaton fær hressilegt spark niður á við og lætur hún þá gamlan draum sinn rætast um að eignast býli upp í sveit og setjast þar að. En athafna- konan er ekki búin að segja sitt síðasta, það er ekki hægt að halda góðum manni niðri, segja þeir fyrir vestan. Og ekki sakar að gjörvulegur dýralæknir, (Shepard), kemur til sögunnar þegar sveitasælan er orðin held- ur hversdagsleg. Þetta er að ýmsu leyti hin ágætasta mynd. Boðskapur hennar er einkar jákvæður og skýr: fólk á að varast að grafa mannlega þáttinn í blindæði pen- ingakapphlaups og framagimi. Keaton og Ramis eru vægast sagt ógeðfelldar persónur í upp- hafí. Forhertir uppar sem ekkert annað sjá en auðsöfnun og framapot. Vinna og aftur vinna. Varla tími til jafn óhijálegra at- hafna og samfara! Bamið vekur smámsaman manneslquna — sem alltaf hefur blundað undir niðri — í Keaton og gjörbreytir Iífí hennar til hins betra. Og Shepard ýtir við kynhvötinni! Til vansa er afturámóti hið sífellda daður Amerikana við bandaríska drauminn, hann fer ekki framhjá söguhetjunni í Baby Boom. Þar birtist hann í glerkmkkum, fullum af hvers- kyns gúmilaði fyrir anganórum- ar, og soðmeistarinn auðvitað enginn annar en hið brott- hlaupna auglýsingaséní. Það er svosem í góðu lagi, útaf fyrir sig, að fjalla um velgengni manna í myndum, hinsvegar er hinn makalausi gullmokstur fjáranum vemmilegri og óraun- særri og margtíundaðar dollara- summur einkar hvimleiðar. Þá eru árekstraatriðin vegna til- komu bamsins full vandræðaleg, flest. En það sem er meira um vert er að þetta eru aukaatriði, meg- inmálið er gamansöm lýsing á jákvæðum breytingum í fari Keaton og hin manneskjulega þróun á samskiptum hennar við hnátuna. Þessir þættir eru vel úr garði gerðir frá hendi leik- stjóra, handritaskálds og ekki síst stórleikkonunnar Keaton sem ekki hefur fengið hlutverk fyrr en nú við hennar hæfi, allar götur frá því Allen gaf henni langt nef og fór að sænga hjá Miu Farrow. Það er unun að fylgjast með svipbrigðum hennar og ótrúlegri innlifun í talsvert erfíðri persónusköpun. Þetta hlutverk kemur henni vonandi á toppinn á nýjan leik. Þar á hún heima og má vel nappa einu og einu hlutverki frá Streep og Co. Shepard er fleira til lista lagt en skrifa góð leikrit og kvikmynda- handrit. Leikur hans er einkar eðlilegur og fijáls og honum tekst manna best að túlka mann vestursins í henni Ameríku í dag. Onnur hlutverk eru mun veigaminni ef undan er skilinn bamunginn sem að sjálfsögðu er hreint ómótstæðilega sjarmer- andi, en eldist furðu hægt! Baby Boom er vandvirknisleg að allri gerð. Tónlist Conti óað- fínnanleg að venju og sá eini og sanni Willam Fraker fer létt með að fanga haustliti Vermont sem móskuna á Madison Avenue. Besta skemmtun. Charlie Sheen og D.B. Sweeney í hlutverkum sínum í „Einskis manns landi“ sem sýnd er í Há- skólabíói. „Einskis manns land“ sýnd í Há- skólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Einskis manns land“ með Charlie Sheen, D.B. Sweeney, Lara Harris, Bill Duke og Randy Quaid í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Peter Wemer. Benjy Taylor er ungur lögreglu- maður í Los Angeles og mikill áhugamaður um Porsche-bifreiðir. Yfírmaður hans í lögreglunni felur honum því að látast vera bifvéla- virki og ráða sig í vinnu á bílasölu Malcolms þar sem grunur leikur á að eigandinn, Ted Warrick, sé við- riðinn glæpahring sem stundar bíla- þjófnaði auk þess að hafa orðið lög- reglumanni að bana. En ekki er allt sem sýnist... (Fréttatilkynning) 50ára afmælismót G.V. verður haldið á velli Golfklúbbs Vestmaiuiaeyja dagana 11. og 12. júní nk. Mótið er 36 holu, opin flokkakeppni. Auk þess verður öldungakeppni fyrir 55 ára og eldri. Glæsileg verðlaun eru í boði auk 14 aukaverð- launa. Skráning þátttakenda er í síma 98-12363 fyr- ir föstudagskvöld, lO.júní. Golfklúbbur Vestmaiuiaejja. Ný læknastofa Hef opnað læknastofu mína í Hafnarstræti 7,3. hæð. Viðtalsbeiðnir í síma 621777 frá kl. 9.00-18.00 mánudaga til fóstudaga. Vilhjálmur Kr. Andrésson, sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. SPIL Tegund Hegglund HDH 6185 með 2ja hraða gírvindu og borðabremsu. Dragkraftur 17 tonn - 30 m á mín eða 8 tonn - 60 m á mín. VÖKVAKRANI Tegund TICO K500H. Lenging - vökvadælukraftur Lyftikraftur 3 tonn við 1,7 m - 800 kg við 6 m. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar veitir Arnþór Einarsson í síma 9046 - 40937355 R brúð- kaup f nánd ? PANTAÐU TÍMANN SEM HENTAR ÞÉR v/ffkiwn *■j6s “ vn d*st ILll/ViVI I III gudmundur kr jóhannesson lirewjftlllllllf LAUGAVEGI 1 7B Sf Ml 689220 Vönduð vinna og góð þjónusta skiptir máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.