Morgunblaðið - 07.06.1988, Side 52

Morgunblaðið - 07.06.1988, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Stjörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson þriðjudag 7. júní Ég byrjaði aftur í líkamsraekt- inni í síðustu viku. Ég hafði æft reglulega í 4 ár en datt niður síðastliðinn vetur, svona eins og gengur. (Of mikil vanabinding getur leitt til þreytu, eða hvað?) Mér fannst það að hætta ekkert vanda- mál, eða þar til ég sat einn daginn og horfði á tölvuna og gat ekki einbeitt mér. Það er einmitt aðalatriði við það að æfa að maður verður hress og duglegur án þess að telja það nokkurt tiltökumál. Líkamsrœkt Gústi í Líkamsræktinni ( Kjör- garði tók mér vel þegar ég mætti aftur. Gústaf Agnars- son er gangandi íslenskt dæmi um rannsókn franska tölfræð- ingsins Michel Gauquelin. Gauquelin komst að því að afreksmenn í íþróttum höfðu Mars gjaman á Miðhimni. Gústi hefur Mars á Miðhimni, enda varð hann þrisvar Norð- urlandameistari i lyftingum og fslandsmeistari ótal sinnum. Sterkur Fyrir utan það að hafa Mars á Miðhimni hefur Gústi Mars i andstöðu við Júpíter í Nauti. Júpiter er þensla og í þessu tilviki þenur hann út fram- kvæmdaorkuna (Mars) á jarð- bundnu sviði, vöðvar (Naut). Þess vegna átti Gústi mögu- leika á því að verða sterkur. Dansogmatur Ég er í Nautsmerkinu. Þegar taiað er um Nautið er oft talað um nautnir og það er fétt, það er gaman að fara út að borða og láta sér líða vel. Það er líka gaman að skemmta sér, t.d. að dansa (Tungl í Fiskum). Það er gaman að lifa sig inn í tónlistina. Heilbrigöi er nautn Síðan ég uppgötvaði líkams- ræktina hef ég komist að því að heilbrigði er nautn og kannski ein besta skemmtunin Bem er til. Enda btð ég eftir því að Ólafur Laufdal opni heilsudiskó. Fallegt bak Góð æfing er ólýsanleg. Ég byrja á því að hjóla i fimm mínútur. Síðan hleyp ég nokkrum sinnum yfir gólfíð og geri teygjuæfingar, þ.e.a.s. strekki á vöðvum, ekki sist á bakinu, enda er ég þrátt fyrir almenna fegurð (Ljón Risandi) helst til boginn í baki. SkíÖi og lóÖacefmgar Síðan fer ég einn hring í gegn- um lóðaæfingar. Af þvi að ég hef ekki æft lengi byija ég hægt. Þó það hafi verið gott að stunda gönguskíði i vetur tekur sú hreyfing (aðra vöðva. (Skíðaíþróttin er góð, ekki síst vegna hreina loftsins og nátt- úrunnar). Eftir lóðahringinn og lokateygjur fer ég síðan í gufubað og heitan vatnspott. Gleöiöskur vöövanna Það var í gufunni og heita pottinum sem ég uppgötvaði að heilbrigði er nautn. Þegar ég stend upp úr hitanum, lítil- lega slappur, og fer í sturtu, fyrst heita og siðan kalda eða þangað til ég stend í iskaldri sturtu (og kalda vatnið er kalt), þá æpir líkaminn af vell- íðan. Hann vaknar upp og lifti- ar við. Vöðvamir öskra af gleði. Síðan geng ég fjaður- magnaður út í sólskinið, hvort sem rignir eða ekki. Ég mæli með þvi að atvinnurekendur geri samning við líkamsrækt- aratöðvamar, við Gústa í Kjör- garði, World Class, Jónínu og Agústu, Finn í Borgatúni, Grim f Garðabæ og alla hina, og bjóði starfsfólki sinu að æfa reglulega á góðum af- slætti, þvf æfíng er orkubót og skilar sér flórfalt í gleði og afköstum. lTT?T?7T?r???Tr !::::!:: :::: TUMMI Uti JcNNI !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!??!???TTT?!!!!!S!!!!!!T!!!!!!!!!!!!!8f!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?i?!?!!!!!!!!?!!!?!!!!!!!!!!!!!!!??!!!!!!!!!!!!!!:!!!!!!!!!!! SMÁFÓLK Hver, ég? NO, MA'AM, I WA5N T 61VIN6 THE AN5UIER5... Nei, fröken, ég var ekki Ég var bara að láta upplýs- að láta hann fá svörin ... ingar leka ... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spilið í dag kom upp í boðs- móti Cavendish-klúbbsins í New York, sem fram fór í byrjun maí og lyktaði með sænskum sigri, eins og áður hefur verið rakið í þessum þætti. Austur gefúr; enginn á hættu. Vestur ♦ KD872 V4 ♦ 74 + G10963 Norður ♦ 96 ♦ KD ♦ K1052 ♦ KD874 Austur inm ^^5 V10987653 ♦ D96 ♦ 5 Suður ♦ Á1043 ¥ÁG2 ♦ ÁG83 ♦ Á2 Pörin í NS spiluðu allt frá þremur gröndum upp í sex grönd. Nokkur reyndu sex tigla, sem er besta slemman. Hún tap- aðist þó viða með spaðakóng út. Margir reyndu að henda spaða niður í hjartað áður en þeir hreyfðu trömpið. Vestur gat þá trompað og tekið slag á spaða- drottningu. Besta spilamennsk- an í sex tíglum er líklega sú að hausa tígulinn og spila svo hjart- anu. Þá vinnst slemman í þess- ari legu. Eitt par lenti í sex gröndum. Með þvl að finna tíguldrottning- una vinnst sú slemma með spaðakóng út. Sagnhafi verður að dúkka og nær þá kastþröng á vestur í svörtu litunum. En með öðru útspili er eðlilegt að fara í laufíð og þá slitnar sam- gangurinn fyrir þröngina. Vöm- in verður þó að vera vel á verði í þessari stöðu: Norður ♦ 96 ¥- ♦ 10 ♦ K8 Vestur Austur ♦ KD8 ♦ G5 II ♦ 1098 ♦ - ♦ - ' ♦ G10 1 001 sf (Þ. co ♦ - Sagnhafí spilar tigli og vestur verður að henda HÁUM spaða — ella er spaði dúkkaður og sagnhafí fær þijá slagi á litinn. En það er ekki nóg að vestur sé vel vakandi, austur þarf að stinga gosanum upp þegar sagn- hafí spilar spaða úr blindum. Þung vöm, en hún var ekki lögð á Bandaríkjamennina Manfíeld og Woolsey, sem voru f AV, því sagnhafi henti spaða úr borðinu, en ekki laufí, i þriðja hjartað. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu i Munchen um daginn kom þessi staða upp í skák v-þýsku alþjóðameistar- anna Klaus Bischoffs, sem hafði hvítt og átti leik, og Geralds Hertnecks. 27. Bxh7! og svartur gafst upp, því eftir 27. — Kxh7 er einfald- asti vinningsleikurinn 28. Dbl+.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.