Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Minning: Gunnbjörn Jónsson í Ysta- Gerði Fæddur 3. febrúar 1931 Dáinn 31. maí 1988 Lífið er fljótt líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (MatthJoch.) í dag verður til moldar borinn frá Glerárkirkju á Akureyri Gunnbjöm Jónsson, fyrrverandi bóndi í Ysta- Gerði, Saurbæjarhreppi í Eyjafírði. Bjössi, en svo var hann nefndur af þeim sem hann þekktu, var fæddur á Eyvindarstöðum í Eyjafirði þann 3. febrúar 1931. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson og Kristín Sigurð- ardóttir sem þar bjuggu. Bjössi ólst upp i foreldrahúsum í faðmi blárra fjalla kominn af Eyfírðingum langt fram í ættir. Hann var yngstur fímm systkina, en tveir bræður eru látnir á undan honum. Eftir lifa Ragn- heiður og Valdimar, bæði búsett á Akureyri. í febrúar 1957 kvæntist Bjössi unnustu sinni, Svanhildi Friðriks- dóttur frá Selá við Eyjafjörð og hófu þau búskap í Ysta-Gerði í fyrstu í sambýli við foreldra hans. Árið 1956 var flutt í nýtt íbúðarhús og bústofn- inn aukinn jafnt og þétt. Byggt var stórt flós, hlaða o.fl. I Ysta-Gerði var svo til eingöngu rekið kúabú og var þar oft allt að 40 mjólkandi kýr auk geldneyta. Geta má nærri að ein- hvem tíma hefur þurft að taka til hendinni. Þegar ég lít til baka verður mér hugsað til þess hvílíkur lánsmað- ur Bjössi var að hafa Svönu sér við hlið öll þessi ár. Dugnaður hennar og ósérplægni áttu sér lítil takmörk. Auk þess sem hún vann úti sem inni, eignuðust þau sex böm á þessum árum og kom það sér þá vel að hafa Kristínu ömmu innanbæjar sem var sérlega bamelsk kona og náði þvi að annast þijár kynslóðir. Böm þeirra Bjössa og Svönu eru: Kristín, sambýlismaður hennar er Stefán Jónsson framkvæmdastjóri Ryðvam- arstöðvarinnar sf. á Akureyri og eiga þau eina dóttur, Anna fóstra, gift Katli Helgasyni bónda, Finnastöðum í Eyjafírði, og eiga þau 3 böm, Ragn- heiður, kennari, gift Einari Thorlac- ius trésmíðameistara, Hrafnagili í Eyjafírði og eiga þau 2 böm, Jenny kennari, hennar sambýlismaður er Bjami Sigurðsson verslunarmaður og eiga þau ema dóttur, Jónheiður, sambýlismaður hennar er Pétur Ingason sölumaður. Yngstur var Björgvin Rúnar, sem lést á fyrsta ári. Það veit ég að lát hans var þeim hjónum þung raun, en Bjössi var að því leyti dulur að hann ræddi ógjam- an um það sem innst bjó. Eina dóttur átti Bjössi áður en hann kvæntist, með Lilju Árelíus- dóttur, það er Hafdís hjúkrunar- fræðingur, sem gift er Aðalsteini Arinbjamarsyni tæknifræðingi. Búa þau í Mosfellsbæ og eiga tvö böm. Mikill kærleikur ríkti milli Bjössa og allra dætra hans og sérstakrar ástúðar nutu öll hans bamaböm sem hændust mjög að afa sínum. Síðustu mánuði ævi hans stytti honum stund- ir lítil dótturdóttir sem dvaldi á heim- ili hans. Meðfram búskapnum hafði Bjössi hrossarækt sér til yndis og ánægju. Margur var þar gæðingurinn og hrein unun fýrir þá sem vom að „flækjast" fyrir norðan að virða fyr- ir sér þessi fallegu dýr. Þau virtust kunna að meta eiganda sinn, enda var Bjössi sérlega natinn við búpen- ing sinn. Flest sumur sem þau Svana og Bjössi bjuggu í Ysta-Gerði komum við hjónin og synir okkar til þeirra og dvöldum þar lengri eða skemmri tíma. Alltaf var nóg rými í Ysta- Gerði á hvaða tíma sem komið var og hversu margir sem vom fyrir. Gestrisni þeirra og foreldra hans var byggð á gömlum grunni sem fátíð er orðin nú til dags. Árið 1983 hættu Bjössi og Svana búskap og fluttu í Bakkahlíð 27 á Akureyri og tóku gestrisnina og risnuna með sér þang- að: Þangað var jafngott að koma og í Ysta-Gerði. Bjössi hóf vinnu hjá Kaupfélagi Eyfírðinga. Umskiptin vom mikil fyrir rótgróinn bónda og kunni hann ekki of vel við sig á mölinni. Keypti hann iðnaðarhúsnæði á Fjölnisgötu 6 E á Akureyri, þar sem Stefán tengdasonur hans stofnaði ryðvam- arverkstæði. Þar vann Bjössi síðan þar til í janúar sl. en þá fór hann að kenna lasleika, sem læknar greindu að fullu nokkru síðar. Hann fékk að vita að hann gengi með ban- vænan sjúkdóm. Þessi úrskurður kom að sjálfsögðu eins og reiðarslag yfír konu hans og dætur. Reynt var að tefja fyrir framvindu mála en allt kom fyrir ekki. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. maí sl. Helgina áður vomm við hjónin stödd á Akureyri og náðum að kveðja hann sæmilega hressan. Þott við vissum að hann væri alvarlega veik- ur og við myndum líklega ekki sjá hann aftur, gmnaði okkur ekki að svona stutt væri eftir. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum Bjössa fyrir áratuga vináttu, þökkum við einnig Svönu sem enn gengur sömu brautina og við. Við samhryggjumst henni og allri hennar stóm fjölskyldu á saknaðar- og kveðjustund. Gott er góðs að minnast. Sveinn Jónsson MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHJÓL OG STANGIR Fást f nœstu sportvöruverslun. ÞAÐ ERU GÆÐIN SEM SKIPTA MÁLI! tegund: GENUA 3+2+1 ...fyrir þá sem vilja gæði. REYKJAVlK Það er... virðulegt, klassískt, þægilegt, hlýlegt og það sem mestu skiptir, það er leður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.