Morgunblaðið - 07.06.1988, Síða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
Allir að mynda alla við rútuna á Húsavík í sól og snjó.
Morgunblaðið/Hulda
fclk í
fréttum
F ifljk In- V 1
u é nl u§SL'>*$^- Kjm L 1
Ægk UbK' Av.
W jK”, Jjm | iiSf. p
tMj H m k Bíh fi Jj mm
: ■ ■ iti 1 Jll Ipgyw 11 HT «||
• mmá gt h Mm m mm ÍWM
fc. É B wmm v m { 1
AKUREYRARFERÐ
Fiðlarinn á þakinu
með flensu
Glaðbeittar kvinnur í sinni fyrstu Vonarferð.
Þingeyri
febrúar í vetur ákváðu kvenfé-
lagskonur í Von á Þingeyri að
bregða undir sig betri fætinum,
fljúga til Akureyrar á sumardaginn
fyrsta, sjá Fiðlarann á þakinu á
laugardaginn 23 apríl og fljúga
vestur aftur á sunnudag. Allt lofaði
góðu, samið var um leiguflug, leik-
sýninguna gistingu á Hótel KEA,
sælkeramáltíð og í Sjallann skyldi
farið.
Sjaldan er ein báran stök. Tíu
dögum fyrir brottför var frumsýn-
ingu á Fiðlaranum aflýst og frestað
um viku. Verkfall var í sjónmáli og
engu var hægt að breyta með gist-
ingu jafnvel þótt verkfall skylli ekki
á og óvíst var orðið um flug til
baka. Nú voru góð ráð dýr, því
Vonarkonur voru ekki á þeim bux-
unum að hætta við ferðina þótt blik-
ur væru á lofti.
Karlpeningurinn á Þingeyri hafði
á orði, að greinilega ætti að fara
þótt ekkert yrði á boðstólunum
nema Sjallinn! Ekki voru konur af
baki dottnar, ef í harðbakkann
slægi, mundi Landhelgisgæslan
bjarga þeim heim. Talað var við
forstjóra Amaró og eigendur brugð-
ust vel við bón kvenna um búðar-
ferð 2-3 tíma á föstudegi. Þá var
Afmælisbamið í ferðinni, Jó-
hanna Jónsdóttir.
bara að skella sér í bíl til Húsa-
víkur til að sjá sýningu leikfélagsins
þar á leikritinu Gísl.
Vonarkonur voru horskar á
hundaþúfunni þegar séð var að
breytt áætlun mundi standast. Tutt-
ugu og átta manna hópur komst
með Flugfélagi Norðurlands en 5
Aldursforsetinn, Erla Sveins-
dóttir heiðruð með gleraugna-
gjöf, gefandinn, Sigmundur
Þórðarson, ánægður með útkom-
una.
manns úr hópnum komu að sunn
an. Ekki brást norðlensk gestrisni,
öðru nær. Amarómenn stóðu við
sinn þátt með prýði, Húsvíkingar
sýndu fyrir troðfullu húsi við mikinn
fögnuð og buðu síðan hópnum að
vestan í kaffi að sýnigu lokinni.
Þeir höfðu aldrei áður fengið svo
stóran hóp Vestfirðinga í sitt hús
og okkur gafst tækifæri til að þakka
fyrir góða sýningu að ógleymdu
kaffinu.
Veðrið lék við Vonarliðið, vart
sást skýhnoðri á lofti er flogið var
heim. Allt stóðst áætlun, enda var
heitið á Þingeyrarkirkju í upphafi
ferðar að venju. Laumufarþegi
flæktist með vestur, sá hafði ætlað
suður á sama tíma með annari flug-
vél en skildi ekki orðin þegar brott-
för var tilkynnt, enda útlendingur
en hann komst á réttan áfangastað
síðar um kvöldið.
Osannað er, hvort mögnuð hafi
verið sending á flökkulýðinn, a.m.k.
hljóp flensa í þó nokkra er heim
kom, svo sumir komust ekki í vinnu
á mánudegi vegna hita, hósta og
beinverkja. Aðrir féllu í sömu viku
en helgina á eftir voru allir búnir
að ná sér á strik, þótt röddin bæri
keim af ofnotkun og rangri radd-
beitingu. Almenn ánægja ríkti með
norðurförina svo ekki sé meira sagt.
Hulda
Hér er erfitt að sjá hvort það er Michael eða Stefanía sem situr
f jrrir. Þetta er Michael og í þessu gervi er hann ótrúlega líkur prins-
essunni.
Michael Lienherr, 23ja ára.
Svona er hann ómálaður.
sparikjól, eins og Stefanía hef-
ur notað. Þessi mynd var tekin
f hæðum Mónakó, nálægt höll
Grimaldi-fjölskyldunnar.
Brooke
Shields
Leikkonan og ljósmyndafyrir-
sætan Brooke Shields heldur
hér á risastórum demanti, sem
að vísu er ekki ekta, en hún er
um þessar mundir að leika í kvik-
mynd sem heitir „Demantaránið
mikla“. Samstarfsfólk hennar
kom henni á óvart fyrsta daginn
sem tökur á kvikmyndinni fóru
fram, en þá var henni færð kaka
í tilefni 23 ára afmælis leikkon-
unnar, sem einmitt bar upp á
þennan sama dag. Þetta er fyrsta
stóra hlutverk Brooke Shields í
kvikmyndum síðan hún lauk
námi við Princeton háskólann.
COSPER
- Ég
vona að þú komir endurnærður til starfa eftir sumarfríið.
n I