Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 67

Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. Hraðakstur mesta vandamálið Ökumaður hringdi: „Afleiðingar hraðaksturs eru oft hinar skelfilegustu. Eignatjó- nið er gífurlegt en verra er það tjón sem fólkið verður fyrir. Þess sjást þó lítil merki að dragi úr ökuhraða þrátt fyrir vel skipu- lagðar aðgerðir lögreglu. Allir eru sammála um að slysatíðni sé of mikil í umferðinni og hraðakstur sé eitt aðal vandamálið. Því er spumingin hvort ekki eigi að hækka sektir við hraðakstri og ölvunarakstri til að auka öryggið í umferðinni." Kettlingar gefins Fallegir kettlingar fást gefins á gott heimili. Þeir sem áhuga 23556 eða síma 19060. Taska Taska með reikningum og fleiru tapaðist við Þórsgötu 13 laugardaginn 28. maí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í sfma 41761 eða 604143. Fundar- laun. Við verðum að kunna að meta landið okkar Til Velvakanda. Á mínum uppvaxtarárum á Eski- firði var af kennurum og skóla- stjóra lögð mikil rækt við að kenna okkur ættjarðarljóð gömlu skáld- anna, sem höfðu lifað bæði súrt og sætt um sína daga og fundum þá kannske aldrei betur hversu mikinn Qársjóð við eigum í okkar góða landi. Við sungum þessa söngva og okkur var gerð grein fyrir hvað í þeim fælist. Landið góða, landið kæra/ langt um betra en nokkur veit. Um leið og við lærðum landa- fræði og kynntumst erlendri grund var samanburðurinn auðsær. Hér var friðsælt land, laust við stríð og áþján þess í öllum þessum myndum. Þá voru hugsjónir hátt á lofti. Ung- mennahreyfingin hafði sitt kjörorð: íslandi allt! og það þýddi um leið fólkinu fyrir béstu. Menn hjálpuðu hver öðrum án þess að fara í tíma- vinnu og svona má lengi telja. Það þótti óveijandi að henda rusli á al- faraleið og maður tali nú ekki um glerbrot sem blessaðar skepnumar voru óvarðar fyrir. Allt þetta var barið inn í okkur og um leið að standa við orð og eiða. í nútímanum finnst manni að ættjarðarsöngvar séu í óra fjar- lægð, það er ekki oft sem maður heyrir ísland sem veittir frægð og heill til foma og fleira af því tagi. Þessu verður að breyta. Við verðum að kunna að meta landið okkar. Og þó að blási stundum á móti, þá skulum við rifja upp hvatningu skáldsins: Flýjum ekki þetta land. Þvf um leið erum við að flýja okkur sjálf. íslandi allt! þarf að hefjast að húni aftur og með fullum krafti. Við verðum að skilja að best hlúum við að sjálfum okkur er við greiðum skuld okkar við landið. Skógræktin er í sókn og þarf mikið meiri byr. Klæðum landið. Það er í mörg hom að lfta. Og svo má ekki gleyma kjörorðunum hreint land, fagurt land sem á að hljóma f hverri manns sál, glerbrotunum og öllu mslinu þarf að ryðja af landinu og gera það skaðlaust allri skepnu. Þá mun- um við fá bæði yndis- og verðbóta- auka frá blessaðri náttúmnni. Og svo síðast en ekki sfst. Við þurfum að hlúa vel að hinum and- lega reit hvers manns. Gæta þess að hann verði ekki eyðimörk. Meta manngildið ofar allri auðshyggju. Við vitum að þetta líf er skóli að annarri veröld og með því að hlúa að því besta sem við eigum, og vinna að framtíðarverðmætufft; er- um við að afla okkur gjaldeyris til þeirrar ferðar sem við eigum vissa en vitum ekki hvenær við fáum far. Það er sá gjaldeyrir sem ekki bliknar. Munum það. Og þá birtir og vegferðin verður léttari og auð- veldari. Þetta er málið og að því skal unnið. Arni Helgason TJÖRNIN LIFIR Kæri Velvakandi. Enn er til fólk sem er að fjarg- viðrast út af ráðhúsinu við Tjömina þó þeim sem lýsa sig mótfallna því hafi farið ört fækkandi. Þetta fólk verður auðvitað að hafa sína skoðun en ég get ekki kennt það við annað en svartasta afturhald. Tjömin í Reykjavík hefur óneitanlega orðið illa úti lengi vegna þess að þar hefur ekki mátt hrófla við neinu. Hið sama má reyndar segja um Miðbæinn. En svo ég haldi mig við Tjömina þá hefur ekkert verið gert fyrir hana í áratugi og voru t.d. bakkar hennar orðnir illa famir. En það mátti ekki gera við þá því þama má víst engu breyta. Nú er Tjömin hins vegar öll að lifna við eins og fólkið í samtökunum Tjöm- in lifir hlýtur að óska sér. Unnið er að lagningu glæsilegra gang- stétta með Tjamarbökkunum og er miklu skemmtilegra en áður að ganga eftir bökkum hennar. Þetta eru þarfar framkvæmdir og hljóta allir unnendur Tjamarinnar í Reykjavík að kunna að meta þær. Vesturbæingur „ er greinilegk Oub f>ú hefuir ekb' Komic5 a. Hindinn » morgunn." Auðvitað segir hún já. — Þetta er hennar hug- mynd ... Hvað erum við að gera hér? HÖGNI HREKKVÍSI * SN E.R.TOR F7 SKMaRKAE?S FKystl - FLE’NSt// "

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.