Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 69

Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 69
Hjónin Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir fyrir framan veggmyndina á Húsi Fiskmarkaðarins. Morgunblaðið/KGA Hátíðahöldin á Thorsplani voru fjölsótt og skemmtu börnin sér hið besta þrátt fyrir óhagstætt veður. Dagur barnanna á Thorsplani BÖRNIN fjölmenntu á Thorsplan í miðbæ Hafnarfjarðar á föstu- dag þegar barnahátíð fór þar fram. Hátíðin hófst kl. 10.30 og bauð Margrét Pálmadóttir frá æskulýðsráði börnin velkomin. Þá skemmtu Óskar og Emma börnunum við góðar undirtektir. Mikið var um glens og gaman og allir í hátiðarskapi þrátt fyrir kalsa og vætu. Margrét Pálmadóttir stjómaði fjöldasöng og krakkamir fóm í leiki. Um ellefuleytið var bömunum boðið upp á pylsur og ávaxtadrykk enda mannskapurinn orðinn svang- ur eftir allt sprellið. Dagskránni lauk svo um kl. 12 en hún var end- urtekin kl. 15 á Thorsplani. Hafnarfjarðarbær er áttræður en drengurinn eitthvað yngri. Hér kemur hann áriðandi skilaboðum á milli. Nýgrillaðar og gómsætar pylsur voru vinsælar þjá yngstu kynslóð- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.