Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 9

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 9 Hugheilar þakkir fceri ég öllum þeim jjöl- mörgu, sem sýndu mér vináttu og hlýhug meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum á afmœli mínu, 3. júní sl., og gerðu mér daginn ógley- manlegan. GuÖ blessi ykkur öll. Olga Sigurðardóttir. Glæsileg margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.395,-, 1.595,-, 1.795,- og 1.995,- Teryl./ull/strech. Gallabuxur kr. 975,- og sandþvegnar kr. 875,- Nýkomnar sumarbuxur, bíljakkar, bolir margar gerðir, köflóttar skyrtur, peysuro.fi. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. - Heyrðu, ég varð að skilja bílinn eftir! Það komst vatn í blöndunginn! - Nú, hvar er bíllinn? - í Elliðaánum! KÓKomJÓLK FJáFJK 6LATT FÓLK / | MJÓLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK | Gengið ekki of hátt Blaðamaður DV spyr Geir Hallgrímsson fyrst hvort hann te\ji að geng- ið sé of hátt. Geir svarar á þessa leið: „Ég tel að gengið sé ekki of hátt. Eins og kunnugt er gerði Seðlabankinn fyrir síðustu gengisf eilingu til- lögu um 10% gengis- breytingu. Það var sam- þykkt. Seðlabankanum er heimilt að víkja 3 pró- sent frá þessu. Ég hef talið að slíkt sé ekki á dagskrá. Sp: En staða útflutn- ingsatvúm u veganna er slæm? Geir: Nú hafa ýmsir forystumenn atvinnuveg- anna sagt að bæri að hafa gengið fijálst og láta framboð og eftir- spum ráða gengisskrán- ingu. Markaðshyggjan hefur vissulega gefið bestu raun. En þjóðir hafa engu að síður lagt áherslu á að halda geng- inu föstu til þess að ráða við verðbólgu, einkum í opnu kerfi eins og við búum við. Ég tel að með stöðugu gengi fáist eðli- legur mælikvarði á getu þjóðarbúsins í heild. Það er í raun og veru það mat, sem aðrar þjóðir leggja á verðmæti fram- leiðslu okkar. Auðvitað eiga sér stað verðsveiflur i útflutningsatvinnuveg- unum, alveg eins til hækkunar og til lækkun- ar. Þá mætti koma við sveiflujöfnun, sem hefur skort hér. í góðum árum hefur ekki verið safnað hér. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins hefur ekki náð tilgangi sinum. En best væri, að eðlileg sjóðsmyndun yrði í fyrir- tækjunum sjálfum á góð- um árum, sem er í sjálfu sér forsenda þess, að ábyrgðin sé á herðum fyrirtækjanna sjálfra. Ég býst við því, að út- flutningsatvinnuvegimir Viðtal DV við Geir Hallgrímsson seðlabankastjóra rikisstjómarinnar emekki nógu markvissar - andvígur gengis- lækkun nú Geir og ríkisstjórnin Um síðustu helgi birtist í DV viðtal við Geir Hallgrímsson, seðlabankastjóra, þar sem hann lætur í Ijós álit sitt á síðustu ráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar, gengismálum og fleiri atriðum. Staksteinar glugga í þetta viðtal í dag. geti lent í einhveijum vanda. En útflutningsat- vinnuvegimir, sem aðrar atvinnugreinar verða að hafa aðhald, sem Ieiði til hagkvæmni og endur- skipulagningar í fyrir- tækjunum." Ummæli ábyrgra stjómmála- manna Síðar er Geir Hallgr- ímsson spurður hvort að hann telji að það hafi verið ríkisbankamir sem felldu gengið með því að taka út gjaldeyri með „spákaupmennsku“ i byrjun mai. Geir svarar: „Útstreymi gjaldeyris var vegna almennrar eft- irspumar eftir gjaldeyri, sem meðal annars stafaði af ummælum ábyrgra stjómmálamanna um, að fella ætti gengið, og kröfum forystumanna atvinnuveganna. Mat okkar er, að við- brögð bankanna hafi ver- ið eðlileg þessa dagana. Þegar rætt er um gróða bankanna verður að hafa í huga að gjaldeyrisjöfn- uður þeirra var nær 100 milljón krónum slakari 17. maí en í lok aprfl. Sp: En eiga bankamir ekki að afhenda ríkinu til baka sinn gróða? Geir: Það er erfitt að draga ályktanir um gróða og tap viðskipta- msm banka með þvi að taka þijá daga út úr. Viðskipt- in eiga sér lengri aðdrag- anda og slóða. Gjaldeyr- isdeild Seðlabankans áskflur sér tveggja daga frest til að afgreiða beiðnir um gjaldeyri. Frjáls gjaldeyrisverslun gerir kröfu tfl, að bank- amir eigi til nægan gjaldeyri. Sp: Á að setja löggjöf til að hindra slíka spá- kaupmennsku? Geir: Við teljum ekki að um spákaupmennsku hafi verið að ræða, en Seðlabankinn hefur til athugunar, hvort ástæða sé til að breyta reglum um kaup og sölu gjald- eyris í samráði við við- skiptaráðuneytið. Seðlabankinn hefur fylgt þeirri venju sem ríkir almennt í gjaldeyr- isverslun meðal vest- rænna ríkja.“ Omarkvissar aðgerðir Blaðamaður spyr síðan hvort Geir telji að rikis- sríómin hafi gert ein- hveijar skyssur. Geir svarar: „Ég hef álitið að síðustu ráðstaf- anir ríkisstjómarinnar séu þvi miður ekki nægi- lega markvissar, að því leyti að gengislækkun og ráðgerðar lántökur er- lendis valda aukinni þenslu og um leið vax- andi verðbólgu þegar skortur er á vinnuafli. Þvi er brýn nauðsyn, að aðhaldi sé beitt og rikissjóður sé rekinn með greiðsluafgangi. í peningamálum verð- ur einnig að vera strangt aðhald og draga verður úr fjármagni í umferð og eftirspum eftir vöm og þjónustu og bæta þar með viðskiptajöfnuð við útlönd. í þvi skyni lagði Seðlabanki tfl hækkun bindiskyldu, en ríkis- stjómin féllst ekki á það.“ Hvað geri ég? „Ég á 400 þúsund krónur ogget ávaxtað 200 þúsund í 4 ár en þarf að hafa 200 þúsund lausar eftir 6 mánuði ...“ Með skuldabréfum Glitnis er unnt að tryggja fasta 11,1% ávöxtun yfir verð- bólgu allt til gjalddaga bréfanna. Til sex mánaða er hentugast að fá sér Sjóðsbréf 3 en ávöxtun á þeim er um 9- 1 1% yfír verðbólgu. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.