Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 41

Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 41
f <voo* TT/trr »r rci t-» » (Tia«5 <JT1¥ftl^0Wt9M rTGTWJ1 MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKlPll/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 14. JÖNÍ 1988 41 + Of f setfj ölritun Hraðvirk- ari leið í útlits- teiknun FJÖLRITUNARSTOFAN Stens- ill hefur fyrir nokkru tekið í notkun nýtt tölvukerfi, Intelli- press, sem gerir það kleift að tölvusetja og útlitsteikna fyrir offsetfjölritun á miklu hraðvirk- ari hátt en áður. Þetta kerfi á að henta vel þeim, sem vinna texta með ritvinnslu- kerfi. Stensill tekur við texta frá ýmsum kerfum, ásamt töflum og teikningum úr fjölda forrita. — Þegar einu sinni er búið að setja upp fréttabréf eða eitthvað, sem á að koma út reglulega, þá er uppsetningin til staðar og þó að komið sé þá með alveg nýtt efni, þá er unnt að setja það inn í þá uppsetningu, sem fyrir var, sagði Þór Sveinsson, kerfisfræðingur hjá Stensli. - Þá leggjum við áherzlu á, að fólk skili textanum sem hrein- ustum. Það skiptir ekki máli, þótt textinn líti ekki sem bezt út á skján- um hjá viðkomandi. Textinn á hvort sem er eftir að breytast í umbrotinu. Nú starfa 8 manns hjá Stensli. Fyrirtækið hefur verið til húsa í Nóatúni 17, en flytur bráðlega að Suðurlandsbraut 4, þar sem fyrir- tækið er að kaupa sérhannað hús- næði fyrir starfsemi sína. Tölvumennt dBase III + á íslenzku TÖLVUFRÆÐSLAN hefur fyrir skömmu gefið út tvær nýjar tölvubækur. Er önnur þeirra kennslubók í gagnasafninu dBase III Plus, en hin kennslubók í notk- un töflureiknisins Multiplan. Mikill fjöldi erlendra bóka er til um þetta kerfi, en skort hefur að- gengilegt efni um það á íslenzku. Bókinni er ætlað að bæta úr þessari þörf, því hún á einnig að vera að- gengileg sem uppsláttarrit. Bókin er rúml. 250 bls. og þar er kennd notkun kerfisins. Fjalla fyrstu sex kaflarnir um almenna notkun en sjöundi kaflinn er um forritun. Höfundar eru aðallega þeir Óskar B. Hauksson verkfr. og Eyþór Ólafs- son verkfr., en einnig hafa þeir Gunnar Jacobsen iðntæknir, Björn Jónsson verkfr. og Guðni B. Guðna- son tölvunarfr. lagt sitt af mörkum við samningu bókarinnar. Aður vai- komin út bókin um Multiplan. Hún er nær 330 bls. og er samin af Ellert Ólafssyni. Bókinni fylgir disklingur með 42 æfingum og verkefnum, sem leyst eru í bók- inni. TOLVUBÆKUR — Tvær nýjar bækur frá Tölvufræðslunni. Önnur er um gagnasafnskerfið dBase III+, en hin um töfjureikninn Multiplan. Verðbréf A vöxtun sumra verðbréfa- sjóða gæti lækkað — vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar EFNAHAGSRÁÐSTAFANIR ríkissljórnarinnar gagnvart verðbréfa- sjóðum felast sem kunnugt er í því, að eftir 1. júlí verður þeim skylt að kaupa ríkisskuldabréf fyrir a.m.k. 20% af ráðstöfunarfé sjóðanna. Aðgerðirnar munu hafa þau áhrif að ávöxtun sumra verðbréfasjóða gæti lækkað, þ.e. þeirra sem ekki hafa haft á stefnuskrá sinni að kaupa ríkisskuldabréf. Þetta eru almennt sjóðir sem fela í sér meiri áhættu en gefa jafnframt hærri ávöxtun. Áhrifin verða aftur á móti minni eða engin hjá sjóðum sem hingað til hafa keypt rikisskuldabréf. Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lagsins sagði að aðgerðirnar hefðu lítil áhrif á flesta verðbréfasjóði. „Þetta mun hafa hverfandi lítil áhrif á verðbréfasjóði framan af. Það er spurning um þá sjóði sem hafa ekki á stefnuskrá sinni að fjárfesta í ríkis- skuldabréfum. Eitthvað mun draga úr ávöxtun þeirra en jafnframt verða þeir traustari," sagði Gunnar. Davíð Björhsson, deildarstjóri verðbréfadeildar Kaupþings, sagði aðgerðírnar hafa þau áhrif að ávöxt- un á Einingabréfum 3 myndi lækka til lengri tíma litið. Áhrifin yrðu aft- ur á móti engin á ávöxtun Skammtímabréfa eða Einingabréfa 2. Taldi Davíð að með aðgerðunum væri ríkisvaldið að neyða minni áhættu inn á sparifjáreigendur sem vildu taka áhættu. Að sögn Vilborgar Lofts, hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankáns, er stefnt að því að lögin hafi ekki áhrif á ávöxtun Sjóðsbréfa 1 og 2. Sagði Vilborg að tiltölulega mikið af ríkisskuldabréfum væri í sjóðun- um. Packard gefur til góðgerðarmála DAVID Packard, stjómarform- aður Hewlett-Packard-fyrirtæk- isins, hefur ákveðið að gefa tvo milljarða dollara, rúmlega 80 milljarða ísl. kr., til góðgerðar- mála. Er það í samræmi við gam- alt lieit hans, konunnar hans heitinnar og barnanna þeirra fjögurra. A næstu árum munu öll hluta- bréf Packards í Hewlett-Packard Co. ganga til Davids og Lucile Pack- ard-sjóðsins, sem verður þá einn af fimm eða sex stærstu sjóðum sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Auðugastur þeirra er Ford-sjóður- inn, en hann ræður yfir 4,7 milljörð- um dollara. “Við ákváðum snemma, að það væri þetta, sem við vildum, og unn- um að því í 25 ár að geta hrint því í framkvæmd," sagði Packard, en hann er nú hálfáttræður að aldri. “Ef við gerum ráð fyrir, að markað- urinn verði áfram sterkur verða hlutabréfin jafnvel enn meira virði og sjóðurinn mun þá geta ráðstafað 100 milljónum dollara árlega." Sjóðurinn, sem var stofnaður og skráður árið 1964, ræður nú yfir 145 milljónum dollara og ráðstafar til ýmissa framfaramála um 10 milljónum dollara á ári. Skrifstofa sjóðsins er skammt frá Stanford- háskóla þar sem fundum þeirra verkfræðistúdentanna, Packards og Williams Hewletts, bar fyrst saman fyrir 49 árum, en samstarfið hófu þeir í litlum bílskúr. Packard, sem eins og fyrr segir er stjórnarformaður Hewlett-Pack- ards, var aðstoðarvarnarmálaráð- herra á árunum 1969-71 og nýlega gegndi hann formennsku í nefnd, sem Ronald Reagan forseti skipaði til að leggja á ráðin um breytingar á stjómun Pentagons, bandaríska hermálaráðuneytisins. Lucile Packard, sem lést í maí fyrir ári, hafði mikinn áhuga á vel- ferðarmálum bama og mun drjúgur David Packard hluti af ráðstöfunarfé sjóðsins renna til þeirra mála. Þá mun á ári hveiju verða varið 10 milljónum dollara til hjálparstarfs og fjöl- skylduáætlana í þriðja heiminum. Sérstök áhugamál Packards end- urspeglast einnig í framlögum sjóðsins og því verður 10 milljónum dollara varið í námsstyrki til ungra prófessora í verkfræði og vísindum. Eiga þeir að auðvelda þeim að halda áfram rannsóknar- og kennslustörf- um. Tuttugu milljónum dollara verður ráðstafað til menntunarmála og til að aðstoða fjölskyldur og unglinga, sem eiga í einhveijum erfiðleikum. Hefur þetta starf ekki verið fullmót- að enn, en til þess má meðal ann- ars telja umönnun ungra barna, starfsþjálfun, framlög til mennta- stofnana blökkumanna og áætlanir um að vinna gegn eiturlyfjanotkun og ótímabærum barneignum ungl- ingsstúlkna. KENWOOD ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEO KENWOOD HEIMILISTÆKIN TAUÞURRKARAR 2 STÆRÐIR 3 KG. VERÐ KR. 20.660 4 KG. VERÐ KR. 21.950 Viðgerda- og varahlutaþjónus ta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.