Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
17
(2). Væntanlega er stöðugleiki
gengis meðal þeirra skilyrða sem
uppfylla þarf ef reyna á að beita
slíkum aðferðum.
Úr reikningnm
Seðlabankans
Fróðlegt er að líta á tölur úr
reikningum Seðlabankans síðustu
ár með hliðsjón af því sem að fram-
an segir um lækkun bindingar og .
útlána bankans. Tafla 3 sýnir
stærðir úr efnahag bankans bornar
saman við peningamagn og sparifé
í umferð. Sést t.d. að niðurstöðu-
tala efnahags er í árslok 1987 tæp-
ur helmingur þess sem hún var í
lok árs 1984. Mjög hefur dregið
úr bindingu og enn meir úr innlend-
um lánum. Aftur á móti hefur gjald-
eyrisstaða meir en tvöfaldast. Sýnir
þetta að unnt er að varðveita gjald-
eyrisstöðu þótt binding sé lækkuð,
enda sé þess þá gætt að dregið sé
úr lánum Seðlabankans. Hafa ber
í huga að staðan i loks árs 1987
mótast talsvert af undangengnu
hagvaxtarskeiði. Má ætla að verr
hefði gengið að draga úr Seðla-
bankalánum ef árferði hefði verið
lakara.
ment) var fyrst beitt með heildar-
innlán sem reiknigrunn. Bindihlut-
fall var ekki notað sem stjórntæki
í þeningamálum fyrr en árið 1973
þegar framkvæmd bindingar var
breytt þannig að bæði staða innlána
og breyting þeirra voru lögð til
grundvallar bindingunni." (Bls.
204.)
„í fyrstu náði binding til venju-
Iegra banka, fjárfestingarlána-
banka, fjárvörslubanka (trust
banks), sérhæfðra gjaldeyrisvið-
skiptabanka og erlendra banka.
Árið 1963 var reglum breytt þann-
ig að þær náðu einnig til sparisjóða
(mutual banks) og lánastofnana.
Árið 1969 bættist Norinchukin-
banki í hópinn og tryggingarfélög
árið 1982, en bindihlutfall líftrygg-
ingarfélaga hefur þó verið 0 fram
til þessa.“ (Bls. 204.)
„Bindiskyldu er aðeins hægt að
uppfylla með innstæðum í Seðla-
baka. Þær eru vaxtalausar." (Bls.
211.)
„Nú myndast grunnur bindi-
skyldu af eftirtöldum liðum ráðstöf-
unarfjár: innstæður í yenum, gjald-
eyrisinnstæður þeirra sem búsettir
T'afla 3
Ur reikningum Seðlabankans 1984 og 1987
í m. kr.
31.12.84 31.12.87
Hlutföll af peninga-
magni og sparifé
31.12.84 31.12.87
1. Gjaldeyrisstaða 1.555 10.329 5,9 14,4
2. Innlend lán og kröfur 6.911 5.171 26,0 7,2
3. Samtals (=grunnfé) 8.466 15.000 31,8 21,6
4. Seðlarogmynt 945 2.187 3,6 3,0
5. Bundið fé 7.142 11.159 26,9 15,5
6. Aðrar innst. innlst. 379 2.154 1.4 3,0
Til samanburðar
7. Niðurstöðutala efnahags-
reiknings Seðlab. 21.467 27.162 80,8 37,8
8. Peningamagn og sparifé 26.581 71.814 100,0 100,0
gætu t.d. falið í sér þá stefnubreyt-
ingu að Seðlabanki leyfi ekki skuld-
færslu ávísana á innstæðulausa
reikninga í bankanum eins og nú
gerist í ávísanaskiptakerfínu.
Seðlabankinn þarf þó ætíð að vera
viðbúinn því að þurfa að veita inn-
lánsstofnunum lán í neyð. Það er
helsta tryggingin fyrir því að í landi
sé lipurt peningakerfL
Þá hefur verið unnið að upp-
byggingu ríkisvíxlamarkaðar, en á
því sviði má að líkindum gera mun
betur þannig að ríkissjóður mæti
greiðsluþörf innan hvers árs með
sölu víxla á markaði fremur en að
taka lán í Seðlabankanum. Hefur
Seðlabankinn lengi haft þá stefnu
að ríkissjóður leggi aukna áherslu
á slíka öflun lánsfjár. í skýrslu
bankans til ríkisstjómar í desember
1987 var þessa m.a. getið:
„Sett verði ákveðin markmið um
sölu ríkisvíxla og spariskírteina inn-
an ársins sem taki mið af lánsþörf
ríkisins á hveijum tíma. Vaxtakjör
verði sveigjanleg og tryggi að sett-
um markmiðum verði náð. Dregið
verði mjög úr notkun yfírdráttar-
heimilda, en að því stefnt að láns-
fjárþörf ríkissjóðs verði sett á mark-
að.“
Hætt er við að slík ásókn ríkis-
sjóðs í lán af markaðnum þrýsti
vöxtum upp á við þegar lánsfjár-
þörfín er mikil. Á þetta yrði líklega
bent sem orsök hárra vaxta og óvíst
er að ætíð sé pólitískur vilji til að
veija það mál. Hér er því komið
að einum mikilvægasta kjarna
málsins, þ.e. spurningunni um það
hvemig valið er milli þess að binda
fé og beina því í ákveðinn farveg
til að afla ódýrra lána í ákveðnum
tilgangi og hins að afla lánsfjár á
markaðnum með þeim vöxtum sem
það kostar. Fyrri leiðin getur falið
í sér lægri vaxtakostnað þeirra sem
njóta góðs af, en hún eykur að
líkindum vaxtakostnað annarra lán-
þega (eða lækkar vexti innlána) því
innlánsstofnanir verða að hafa
vaxtamun sinn af útlánum og inn-
lánum meiri en ella ef hluti af ráð-
stöfunarfé þeirra er tekinn inn á
vaxtalága reikninga.
Sala ríkisvíxla hentar einkum í
stað stuttra lána sem ríkissjóður
tekur gjaman með yfirdrætti við-
skiptatareiknings í Seðlabankan-
um. En dæmi em einnig um löng
lán bankans til ríkissjóðs og má því
spyija hvort hægt sé að draga úr
slíkri lánanotkun, eða jafnvel að
snúa dæminu við svo að ríkissjóður
eigi innstæður í bankanum. Löng
lán Seðlabanka til ríkis verða ekki
veitt nema ríkissjóður hafí til þess
heimild Alþingis. Hinsvegar hefur
sjaldan eða aldrei staðið á slíkri
heimild ef hennar hefur verið leit-
að. Ætla mátti að hér yrði breyting
á til góðs en ný lög um Seðlabanka
vom sett árið 1986 því þar kemur
fram eftirfarandi stefna í 10. grein:
„Seðlabankanum er heimilt að veita
ríkissjóði lán til skamms tíma.
Skulu slík lán greiðast upp innan
þriggja mánaða frá lokum hvers
ij'árhagsárs með lántöku eða ann-
arri fjáröflun utan Seðlabankans.“
Með þessu má ætla að löggjafinn
ætlist ekki til að skuldir ríkis við
Seðlabanka safnist þar fyrir heldur
sé leitað út fyrir Seðlabanka ef á
þarf að halda. Þegar fyrst reyndi á
þetta ákvæði, í byijun yfírstandandi
árs, kom í ljós að ekki var mikil
alvara á bak við þessa stefnubreyt-
ingu heldur hefur hún verið gerð
með hálfum huga því Alþingi heim-
ilaði ríkissjóði að endurgreiða
Seðlabankanum Seðlabankalán
með nýju Seðlabankaláni að hluta
til! Þetta var gert með setningu
lánsljárlaga fyrir árið 1988 hinn
14. janúar 1988, en þar segir í 34.
grein: „Fjármálaráðherra er heimilt
fyrir hönd ríkissjóðs að taka lán
hjá Seðlabanka íslands allt að
100.000 þús. kr. á árinu 1987."
Út af fyrir sig er það kúnstugt að
hægt skuli vera að setja lög árið
1988 um eitthvað sem gera skal
1987. En það er ekki mergurinn
málsins heldur hitt að svo skömmu
eftir merkilega stefnuyfirlýsingu
Alþingis varðandi lánsfjáröflun
ríkisins og viðskipti Seðlabankans
skuli hún vera hundsuð. Bendir það
vart til að búast megi við hóflegri
lánanotkun ríkis hjá Seðlabanka á
næstunni, nema sem afleiðingu af
betri jöfnuði tekna og gjalda ríkis-
sjóðs.
Þá má nefna að verðbréfavið-
skipti Seðlabankans á markaði geta
komið í stað bindingar að einhveiju
eða öllu leyti. Ef bankinn gefur
sjálfur út verðbréf eða á nógu mik-
ið af markaðshæfum verðbréfum,
t.d. útgefnum af ríkissjóði, getur
hann haft áhrif á peningaframboð
með því að kaupa og selja slík bréf.
Til að svona aðferð komi að gagni
þurfa markaðsskilyrði að vera til
staðar. Markaðsstarfsemi hér á
landi er hvergi nærri komin á það
stig að hér sé um raunhæfan mögu-
leika að ræða enn sem komið er.
Það þekkist einnig að seðlabank-
ar leitist við að hafa tiltekin áhrif
á peningaframboð með gjaldeyris-
viðskiptum sínum. í Sviss eru fram-
virk gjaldeyrisviðskipti eitt áhrifa-
mesta stjórntækið í peningamálum
Um bindireglur í Japan
I grein sinni minnist Eyjólfur
Konráð Jónsson sérstaklega á bindi-
skyldu í Japan og spyr hvort hún
þekkist þar. Samkvæmt heimildum
sem ég hef er bindiskylda vel þekkt
í Japan. Hafa ýmsar breytingar
verið gerðar varðandi bindingu þar
undanfarin ár eins og fram kemur
hér á eftir. Bindiskylduhlutföll eru
hinsvegar lág. Árið 1983 voru þau
mismunandi eftir tegundum ráð-
stöfunarfjár allt að 2,5% (3). Eftir-
farandi punktar úr bæklingi OECD
útgefnum 1985, Banking and
Monetary Policy, fjalla um bindi-
skyldu í Japan (4).
„Bindiskyldu (reserve require-
eru í Japan, skuldir við útlönd,
framseljanleg innlánsskírteini
(síðan 1979), skuldabréf og vörslufé
(trust rnonies)." (Bls. 221.)
1. Pech, Helmut og Praschak, Gerhard.
1986. Grein um peningamál í Aust-
urríki, bls. 7. Changes in money-
market instruments and procedures.
BIS. Basle.
2. Bridel, Pascal. 1986. Grein um pen-
ingamál i Sviss, bls. 195. Changes in
money-market instruments and
procedures. BIS. Basle.
3. Fukui, Toshihiko. 1986. Grein um
peningamál í Japan, bls. 118. Chang-
es in money-market instruments and
procedures. BIS. Basle.
4. Bingham, TRG 1985. Banking and
monetury policy. OECD. Paris.
Höfundur er aðstoðarbankasijóri
í Seðlabankanum.
FJOLBREYTT URVAL
VEGGSKiLDIR
VASAR
STELL
NYTJAMUNIR
KLUKKUR
• LAMPAR
MINNIST TIMAM0TA \
MEÐ SERMERKTUM '
KJÖRGRIP! Viö merkjum
hvers kyns gripi til aö
minnast hatiölegra tækifæra
og timamota.
Höfðaba
S. 685411
matai
tUbúinn
Spariðykkurbæöi
tíma og peninga.
KJÖTBOLLUR
m/kartöflum, grænmeti og
salati
KJÚKLINGUR
m/kokteilsósu, frönskum og
salati
440.-
Karrý pottréttur
m/hrísgrjonum, grænmeti og
brauöi
NAUTABUFF
m/kartöflum, grænmeti og
salati
290.-
DJÚPSTEIKT ÝSA
m/kartöflum, sósu og salati
310.-
ISAMLOKA :
80.-stk.
IHAMBORGARAR
"7 O ■ stk.
|
Heitir réttir
framreiddirfrá
kl. 11.30-13.30
og frákl. 16.00
Auk þess bjóðum við daglega
þjóðlegan mat s.s. svið, lifrar-
pylsu, blóðmör, rófustöppu
o.fl. eftir hádegi.
Á salatbarnum er alltaf til
rækju-, túnfisk-, laxa-, epla-,
kartöflusalat o.fl. o.fl.
Garðabæ,
sjmi; 656400