Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Seinni umferð frönsku þingkosninganna: Allt útlit fyrir minni- hlutastióm sósíalista París, Reuter. 1988' □ Sóslalistarog Kommúnlstar stufinlngsflokkar Bandalag mlö- ÞJóöernls- oghægrlmanna fylklngin Tölurnar sýna þingsætafjölda 1986 ' Tveimur þingsætum er enn óráöstafaö Morgunblaðió / AM SVO VIRÐIST sem Frakkar verði að gera sér minnihluta- stjórn sósíalista að góðu eftir að sósíalistum mistókst að fá meirihluta þingmanna í seinni umferð þingkosninga, sem fram fóru á sunnudag. Úrslit kosning- anna hafa aukið mjög á ringul- reið í frönskum stjórnmálum og þótti hún þó talsverð fyrir. Leið- togar sósíalista gáfu í skyn að þeir vildu halda um stjórnar- taumana enn um sinn þó þeir séu i minnihluta, að minnsta kosti fyrst um sinn. Talið er að þeir muni leita eftir óopinberum stuðningi kommúnista eða miðjumanna þegar mikið liggur við. Menntamálaráðherra sósíalista, Lionel Jospin, sagði í sjónvarpsvið- tali að eini meirihlutinn sem unnt væri að mynda yrði myndaður hverju sinni af sósíalistum um hin mikilvægari frumvörp sem stjórnin legði fyrir þingið. „Það verður ekkert leynimakk á bak við tjöldin og það þurfa allir að sinna þingstörfum af ábyrgð — menn á vinstri kantinum sem og þeir sem segjast vera með opið hugarfar." Sósíalistar fjölguðu þingmönn- Reuter Litríkur náungi, sem kýs að kalla sig „forseta lýðveldisins Montmatre" sést hér kjósa á sunnudag. um sínum um 62 í 276 á sunnudag og sviptu hægrimenn þannig þing- meirihluta. A hinn bóginn tókst þeim ekki að fá hreinan meirihluta og í raun virðist ómögulegt að mynda starfhæfa meirihlutastjóm. Mitterrand þegjandalegnr sem sfinx á ný Mitterrand, sem var endurkjör- inn forseti til sjö ára í maí síðast- liðnum, virðist ekki vera neitt að flýta sér við að tilkynna hvað hann hyggist fyrir vegna kosningaúrsli- tanna. Frakklandsforseti gaf ekki út neina yfirlýsingu um úrslitin eins og margir höfðu búist við og við Elysee-höll var engin umsvif að sjá. Höfðu menn á orði að hann héldi uppteknum hætti og væri þögull sem sfinx — en Mitterrand fékk viðurnefnið sfínxinn áður en hann tilkynnti um forsetaframboð sitt nú í vor — þar sem hann vildi ekkert láta uppi og var þögull sem hin egypska vættur. Jean-Pierre Chevenement, varn- armálaráðherra, sagðist telja að stjórnin myndi afla frumvörpum sínum stuðnings jafnóðum og þau yrðu lögð fram, en slík vinnubrögð virðast reyndar fara saman við hugmyndir kommúnista um hugs- anlegt samstarf við minnihluta- stjóm sósíalista. George Marchais, leiðtogi kommúnista, segir að formlegt stjómarsamstarf við sósíalista sé hreint öldungis fráleitt nema Mitt- errand skipti um stefnu í mörgum grundvallarmálum, en á hinn bóg- inn sé ekkert því til fyrirstöðu að kommúnistar gefí hveiju frum- varpi gaum fyrir sig og meti það þannig að verðleikum. Miðjumenn, sem fengu 50 sæti, lýstu sumir hveijir yfir áhuga á að vinna með sósíalistum, en á sama tíma var ekkert útlit fyrir að þeir hygðust slíta samfloti sínu og hægrimanna til þess að taka upp formitgt samstarf við sósía- lista. Samkvæmt skoðanakönnunun, sem gerð var eftir kosningarnar, sögðust 65% aðspurðra kjósa sam- starf sósíalista og miðjumanna. Mitterrand verður að láta sér nýja þingið lynda í að minnsta kosti eitt ár, því samkvæmt stjómar- skránni má hann ekki ijúfa það og boða til kosninga fyrr. Le Pen missir allan þing- flokkinn utan einn mann Marseille, Reuter. HARÐLÍNUMAÐURINN Jean-Marie Le Pen og flokksbræður hans í Þjóðernisfylkingunni guldu afhroð í seinni umferð frönsku þing- kosninganna, sem fram fóru á sunnudag. Voru lyktir þær að flokk- urinn þurrkaðist nær út á þingi — hélt aðeins einu sæti og formað- urinn sjálfur fór af þingi. Telja stjóramálaskýrendur að þetta muni skaða flokkinn mjög mikið. Fyrir aðeisn sjö vikum fékk JeanMarie Le Pen 4,4 milljón at- kvæði í fyrri umferð frönsku .for- setakosninganna og komu hrak- farir flokks hans því allnokkuð á óvart — ekki síst fall Le Pens út af þingi en hann bauð sig fram í Marseilles, þar sem flokkur hans hefur löngum notið mests fylgis. Þjóðemisfylkingin fékk reynd- ar litlu færri atkvæði en í síðustu kosningum þegar talið er af landinu öllu, en það sem muninum olli er breytt kosningatilhögun. Áður var kosið hlutfallskosningu, en nú var kosið í tveimur um- ferðum, þannig að í seinni um- ferðinni var kosið milli þeirra sem fengu a.m.k. 12% atkvæða í fyrri umferðinni. Le Pen sagði að úrslitin mætti rekja til „óréttlátra og ólýðræðis- legra" kosninga, sem hefðu fælt atkvæðisbæra frá kjörborðinu. Kosníngaúrslitin munu hafa mikil áhrif á Þjóðemisfylkinguna, því fyrir utan að tapa 31 manni af þingi missir flokkurinn öll þau forréttindi, sem þingflokkar hafa, að ógleymdu Qárhagstapi, en í Frakklandi njóta þingflokkar mik- illa ríkisstyrkja. Le Pen harkaði þó af sér og sagði flokkinn síst vera að leggj- ast í dvala. „Þjóðemisfylkingin er og verður mikilvægt afl í þjóð- félaginu líkt og í Marsaille og við árósa Rhone. Fylkingin mun bjóða fram í komandi kosningum — í kantónunum, sveitarfélögum, til Evrópuþingsins og öldungadeild- arinnar," sagði Le Pen. Hann lagði ennfremur áherslu á að ákvörðun flokksins um að leggja bandalagi mið- og hægri- manna lið til þess að fella vinstri- menn í seinni umferðinni hefði orðið til þess að koma í veg fyrir að Sósíalistaflokkur Mitterrands fengi meirihluta. Þjóðemisfylking Le Pens komst fyrst á þing 1986, en þá var hlut- fallskosning í gildi, sem fyrr sagði. Að þessu sinni komu kosn- ingareglur stóm flokkununum til góða, en smærri flokkar eins og Þjóðemisfylkingin guldu fyrir enda er fylgi þeirra yfírleitt næsta dreift. „Við fengum einn þingmann kjörinn, sem er fulltrúi 2,2 millj- óna manna,“ sagði Le Pen þungur Heutcr Jean-Maríe Le Pen faðmar Pierre Stirbois, flokksbróður sinn, að sér eftir að úrslitin í þingkosningunum vora ljós. Le Pen var býsna brattur þó svo báðir hefðu þeir fallið út af þingi, en Stirbo- is greinilega síður hlátur í huga. á brún. Hann kvað flokk sinn eigi að takast á við atvinnuleysi, inn- að síður eiga afturkvæmt „þegar flutning útlendinga, skattpíningu rétta stundin rynni upp,“ til þess og glæpi. Evrópubandalagið gagurýnt fyrir lítinn áhuga á EFTA Tampere, Finnlandi, Reuter. VIÐRÆÐUR hófust í gær milli fulltrúa Fríverslunarsmtakanna, EFTA, og Evrópubandalagsins (EB) um nánari samvinnu. Taka fjár- málamenn, verkalýðsleiðtogar og aðrir hagsmunaaðilar frá banda- lögunum tveim þátt í fundinum. Fulltrúi norska atvinnurekendasam- bandsins, Gaute Egeberg, sagði að EB virtist á stundum sýna auk- inni samvinnu við EFTA-löndin næsta lítinn áhuga. „Við skiljum vel að EB verði að einbeita sér að því að koma á lagg- imar sameiginlegum innri markaði en sá markaður gæti einmitt orðið mun víðtækari með þátttöku EFTA-landanna. Okkur EFTA- mönnum fínnst stundum að við verðum að falla á kné fyrir ykkur til að fá að taka þátt í innri mark- aðnum og þróun mála í Evrópu," sagði Egeberg. Fyrir fjórum ámm gerðu banda- lögin með sér samkomulag um að tengjast nánar efnahagslega og bijóta niður ýmsa múra sem hindra ármagnsflæði milli bandalaganna. amanlagt fara 44 % heimsverslun- arinnar nú fram í löndum bandalag- anna beggja. Tæpur fjórðungur útflutnings EB fer til EFTA-land- anna og meira en helmingur út- flutnings EFTA fer til EB. Talsmaður EFTA sagiði í gær að skoðanir væru skiptar innan sam- takanna um gagnrýni Egebergs og ýmsir ræðumenn töldu að hann hefði verið of harðorður. Fyrir utan aukna samvinnu verða ýmis önnur mál til umræðu á fund- inum m. a. alþjóðlegar viðræður um verslun og tollamál (GATT-viðræð- ur) í Uruguay og innri markaður EB, sem koma á til framkvæmda árið 1992 og á að gera viðskipti milli einstakra rikja bandalagsins jafn auðveld og innanlandsvið- skipti. Einnig verður rætt um niður- greiðslur, aukin útboð opinberra framkvæmda og þátttöku EFTA í sameiginlegum rannsóknum á sviði vísinda og tækni. Að sögn talsmanna EB vonar Willy de Clercq, sem annast sam- skipti EB við ríki utan bandalags- ins, að samkomulag náist um að skipst verði á upplýsingum varðandi reglugerðir og staðla í tæknilegum efnum og sömuleiðis verði innflutn- ingshömlur á iðnvaming afnumdar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.