Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1988 Fasteignaviðskipti — breyttir tímar Nýjar starfsreglur Félags fasteignasala eftirlngvar Guðmundsson Á síðasta ári voru samþykkt ný lög frá Alþingi um fasteignavið- skipti og fasteignasölur. Aðal atrið- in í þeim lögum eru, að nú skulu fasteignasalar kaupa tryggingu sem tryggir skjólstæðinga þeirra fyrir mistökum og sviksamlegum uppákomum sem stundum hafa gerst í þessum viðskiptum. í öðru lagi verður í dag mun harðara eftir- lit með því að svokallað „leppafyrir- komulag" geti ekki verið til staðar, þ.e. að löggiltur aðili skrifi aðeins nafn sitt á skjölin en komi að öðru leyti ekkert nálægt starfsemi. Nú verður löggiltur fasteignasali að hafa starfsstöð á þeim stað sem fasteignasalan er rekin, ellegar verður hann sviptur löggiltum rétt- indum sínum. Í þriðja lagi eru gerð- ar miklu meiri kröfur um að allar upplýsingar sem snúa að eigninni liggi fyrir, svo sem opinber möt, teikningar, afrit áhvílandi veð- skuldabréfa og svo framvegis. Fleira mætti nefna en þetta eru aðalatriðin. Starfshættir fasteignasala eru svo sem ekki nýtt umfjöllunarefni í opinberri umræðu. í flestum tilfell- um hafa fjölmiðlar sjaldnast fjallað um það sem vel hefur gengið held- ur hitt sem illa hefur farið og þær ástæður sem þar hafa legið til grundvallar. Það er svo sem heldur ekkert nýtt að fjölmiðlar beini sjón- um sínum að slysunum, það er jú þeirra eðli að segja frá einhveiju krassandi og hvað er meira krass- andi en þegar einhver stelur aleigu fólks með því að svíkja það í fast- eignaviðskiptum? Viðhorf fólks til fasteignasala hefur auðvitað mótast af þessu og í skoðanakönnun sem gerð var á síðasta ári kom það fram að sú starfsstétt sem almenningur treystir hvað minnst eru einmitt fasteignasalar. En hvers vegna? Af hveiju í ósköpunum er þessi stétt manna svona slæm í vitund almenn- ings, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að í mjög mörgum tilvikum er verið að fjalla um aleigu fólks? Hvað er það í þessum viðskiptum sem gerir það að verkum að þeir sem við þau starfa eru álitnir bölv- aðir braskarar og þaðan af verri? Þama tel ég einkum vera þrennt sem skiptir máli. í fyrsta lagi er það nú svo að í ölium starfsstéttum finnast óvan- daðir einstaklingar sem nýta sér aðstæður fólks og reyna að hafa af því fé. Þetta hefur einnig gilt um fasteignasala og þar sem við- fangsefni þeirra er í svo mörgum tilvikum aleiga fólks hljóta slík mál að fara hærra en önnur. í þessu sambandi skiptir líka máli reynsluleysi almennings í fast- eignaviðskiptum og lítil þekking á hvemig þau fara fram, hvaða hluti þarf sérstaklega að hafa í huga og framvegis. Þetta er í flestum slíkum málum aðalástæða þess að þessir óprúttnu aðilar geta yfír höfuð unn- ið ódæðið. í öðru lagi, og undir það vil ég taka, hafa fasteignaviðskipti oft á tíðum einkennst af óöryggi og óvissu. Stöðugleiki í verði fasteigna er lítill, eignir rjúka upp í verði, eða niður, vextir Eif eftirstöðvabréfum eru annaðhvort allt of lágir eða óþarflega háir, skuldabréf voru og eru reyndar enn óverðtryggð, þann- ig að þegar vaxtaákvæðin voru háð opinberum tilskipunum, bmnnu þessi bréf upp í verðbólgubálinu. Það má til gamans geta þess að á síðastliðnum 20 ámm hafa raun- vextir á fasteignamarkaði verið á bilinu mínus 28% og plús 9,5%, og vissulega hefur þetta haft sitt að segja varðandi stöðugleika þessara viðskipta. Héma er ekki síst við opinera aðila að sakast, því stöðug- leikinn á þeim bænum er eins og menn þekkja mjög lítill. I þriðja lagi er það atriði sem ég vil gera að sérstöku umfjöllunarefni hér með tilliti til þessarar nýju laga- setningar sem áður var getið. Þ.e.a.s. sá kostnaður sem almenn- ingur verður fyrir vegna fasteigna- viðskipta. Almenna reglan hefur lengst af verið og er enn að sölu- þóknun til fasteignasala sé 2% af söluverði eignar, þó hafa fasteigna- salar yfírleitt gefíð afslátt ef eignin hefur verið í einkasölu, þ.e. að að- eins ein fasteignasala hefur haft eignina á söluskrá. Þc-tta hefur fólki oft á tíðum þótt glæpsamlega hátt verð fyrir ekki meiri þjónustu. Eins og starfsháttum fasteignasala var háttað með gamla fyrirkomulaginu má að sumu leyti taka undir þetta atriði. Sumir aðilar, sem stundað hafa fasteignasölu í gegn um tíðina, hafa veitt mjög litla og lélega þjón- ustu og þar af leiðandi hefur gjald- ið sem tekið hefur verið fyrir hana raunverulega verið glæpsamlega hátt. Hjá hinum sem tekið hafa starf sitt alvarlega og veitt þá þjón- ustu sem þeir fá greitt fyrir hefur þessu þó verið öfugt farið. Seljend- Skriplað á skinninu Hvalarannsóknir nauðsynlegar eftirAlfreð Árnason Þegar ég fletti Morgunblaðinu mínu föstudagsmorguninn 27. maí 1988 gat að líta fyrirsögn, sem mér þótti athyglisverð. Þar sem ég óttað- ist að fleirum hafí þótt hún athyglis- verð, þó e.t.v. af öðrum ástaeðum, þá ætla ég að fjalla um frétt þessa nokkrum orðum. Umrædd fréttafyrirsögn var svo- hljóðandi: „Ný aðferð til að meta stofnstærð hvala" og undirfyrirsögn: „Gerir vísindaveiðar ónauðsynleg- ar“. Gott, ef satt væri. Til að reyna o.ð gera málið skiljanlegra, ætla ég að fara yfír greinina lið fyrir lið, þar sem mér fínnst rangt með farið eða villandi. Það eru Cambridge-menn- imir Rus Hoetzel og William Amos sem í er vitnað og tekið úr Nature (vol. 333. 26. May 1988, bls. 305), sem The Times vitnar í fímmtudag- inn 26. maí 1988 og Morgunblaðið hefur svo eftir fréttaritara sínum, Guðmundi Heiðari Frímarinssyni, í St. Andrews í Skotlandi. I Morgun- blaðinu stendur: „að með erfðagrein- ingu á fáeinum milligrömmum af skinni hvala sé unnt að afla sömu upplýsinga og með vísindaveiðunum. Á grundvelli hennar sé hægt að átta sig á aldurssamsetningu og stofn- stærð ólíkra tegunda." Þessar fuil- vrðingar eru rangar. Erfðaefnis- ,ýni (DNA), hvort sem það er úr ■ cinni eða annars staðar getur ?kkl sagt til um aldur dýrs. Til ■líkra hluta hafa verið notaðir eyma- tappar, hlustarbein og tennur. Erfðamarkarannsóknir, hvort sem um er að ræða prótín eða kjamasýru (DNA, erfðaeftii) gefa litlar eða engar upplýsingar um stofnstærð. Þó að höfundur þessa greinarkoms viti þó nokkuð um erfðamörk hjá íslendingum (mönnum) þá getur hann ekki með nokkm móti sagt hve margir þeir em út frá þeirri þekk- ingu. Sama á við um hvali. Þar em beinar talningar besta leiðin. Erfða- mörk em hins vegar gagnleg til að fínna út hvaða dýr tilheyri sama hópi og stofni — það er aðalmark- miðið með slíkum rannsóknum. Þær geta líka gefíð upplýsingar um blöndun frá öðmm hópum. Það er gefíð í skyn, að þeir Cam- bridge-menn séu frumkvöðlar í töku húðsýna til erfðaefnisrannsókna. Þessi aðferð er ekki ný, og hefur henni verið beitt við hvalarannsóknir hér við land. Það gerði dr. Úlfur Ámason með góðum árangri, enda er hann brautryðjandi í slfkum að- ferðum í heiminum og einna þekkt- asti vísindamaður heims hvað varðar erfðaefnisrannsóknir í hvölum, með sérstakri áherslu á þróunarsamhengi tegunda. í greininni má lesa: „Þessi nýja aðferð, sem nefnd er erfðafarsaðferð (genetic fíngerprinting) er í rauninni ekki ný. Það sem er nýtt við hana er að beita henni við hvali." Við skulum aðeins líta á þetta betur. Ofangreind aðferð er mjög nytsam- leg til að þekkja einstaklinga og skyldleika innan fjölskyldu. Það mynstur sem aðferðin gefur í dag er flókið og tengt mörgum litning- um. Þó að aðferðin sé góð til að þekkja einstök dýr, þá er hún léleg til stofnákvarðana sökum marg- breytileika. Þama er um sama vandamá! að ræða og þegar við not- um fjölbreytileg prótínkerfi. Nauð- synlegt er að vita hvaða erfðamörk tilheyra hvaða seti, svo að þetta megi nota við stofnathuganir. Til að gera slíkt þarf að einangra teg- undasérhæfð gen eða þreifara, sem nema breytileika af heppilegri stærðargráðu. I Erfðarannsókna- deild Blóðbankans er verið að fram- leiða hvala-þreifara (DNA). Fleiri fást við svipaðar rannsóknir. Með öðrum orðum, þá vantar heppilega aðferð til stoftigreiningar og það er sú aðferð, sem allir heiðarlegir rann- sóknarmenn eru að leita að. Það er rangt að gefa í skyn, að eitthvað sé til, sem ekki er til. Það er líka góð regla að prófa aðferðir og birta síðan niðurstöður, sem sýna ágæti aðferðarinnar. Þetta hefur Cam- bridge-mönnum láðst. Síðar stendun „Einnig megi þannig sjá erfðafræði- legan breytileika stofnsins. Hann segir til um, hve lítill stofninn megi vera til að tegundin lifí.“ Það hlýtur að þurfa miklar athuganir og marg- ar sýnatökur til að komast að þessu. í áðumefndri grein er talað um „Erfðagreiningu á höfrungum“, þar á að standa grindhvölum (pilot whales). Þar er minnst á, að erfða- breytileiki sé minni meðal þeirra en annarra hvala. Hjá hvölum er al- mennt minni breytileiki en í land- spendýrum. UtiU erfðabreytileiki þarf ekki að tákna lítinn fjölda teg- undar, en breytileikinn getur líka verið meiri en sýnist af tæknilegum ástæðum. Það kemur fram, að þeir Cam- bridge-menn lögðu fram gögn úr rannsóknum sínum á fundi vísinda- lngvar Guðmundsson „Þessar nýju vinnuregl- ur er verið að kynna fyrir almenningi og eru þær nú komnar til framkvæmda. Almennt leiða þessar nýju reglur til þess að fasteignavið- skipti taka á sig nýjan blæ. Þ.e. að þessi brask- arabragur muni fara af og að þau fái þann þess sem þeim ber.“ ur hafa greitt þessa reikninga með glöðu geði enda er fólk almennt tilbúið að greiða sanngjamt verð fyrir góða þjónustu. Hér má aftur benda á þá staðreynd að þau mál sem slæm þykja fara alltaf hærra í umræðum meðal manna en hin sem góð eru. Þessi þijú atriði koma öll til með að taka á sig nýja mynd. f framhaldi af þessum nýju lög- um sem áður var vikið að hóf Félag Alfreð Árnason „Það er gefið í skyn, að þeir Cambridge- menn séu frumkvöðlar í töku húðsýna til erfða efnisrannsókna. Þessi aðferð er ekki ný, og hefur henni verið beitt við hvalarannsóknir hér við land.“ nefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins í San Diego í Bandaríkjunum. Um þetta getur höfundur vitnað og um leið, að hann legði fram fímm rit- gerðir í sömu nefnd og var einn af fulltrúum íslands þar. Ef vikið er að bréfí þeirra félaga í Nature, þá mætti benda á að langreiðar- og sandreiðarsýnin, sem um er rætt eru úr hvölum veiddum við ísland og löggiltra fasteignasla, FF, að setja nýjar starfsreglur sem öllum með- limum félagsins er skylt að vinna eftir. Þar er fyrst til að taka að allar upplýsingar um eignir sem eru í sölu skulu liggja fyrir og skulu vera mun ítarlegri en áður var. Einnig er gert ráð fyrir því að tengsl seljanda og fasteignasalans verði meiri en áður, og að þjónusta við seljandann verði mun meiri. Þessar nýju vinnureglur er verið að kynna fyrir almenningi og eru þær nú komnar til framkvæmda. Almennt leiða þessar nýju reglur til þess að fasteignaviðskipti taka á sig nýjan blæ. Þ.e. að þessi brask- arabragur muni fara af og að þau fái þann þess sem þeim ber. Sá þáttur í þessum nýju reglum, sem ég vil gera að umtalsefni hér, er sá sem ég tel að verði mest gagn- lýndur af almenningi, einmitt á þeim rökum sem ég minntist á áð- an, um kostnað almennings vegna fasteignaviðskipta. Þ.e. skoðunar- gjaldið, auglýsingakostnaður og sá kostnaður sem fólk verður fyrir vegna útvegunar allra þeirra gagna sem nú verða að fylgja áður en eign er boðin til sölu. Skoðunargjald verður nú lagt á fyrir hveija skoðun fasteignasala. Þannig að þegar selj- andi hugsar sér að fá eign sína metna, þá þarf hann að greiða gjald (5.600 kr. með söluskatti) hveijum fasteignasala sem hann felur að annast sólu eignarinnar. Ef síðan eignin er seld dregst þetta gjald frá sölulaunum. Einnig er gert ráð fyr- ir því að seljendur fasteigna taki meiri þátt í auglýsingakostnaði en hingað til hefur tíðkast og um það verður gerður sérstakur samningur milli seljanda og fasteignasalans. Ef litið er á fasteignamarkaðinn í heild sinni og reynt að fínna út hvað þjónusta fasteignasala hefur kostað með því kerfí sem nú er að líða undir lok, og það borið saman við þann kostnað sem fylgir hinu nýja kerfí, kemur í ljós að nýja kerfið mun þrátt fyrir allt reynast ódýrara. Skoðunargjaldið mun gera það að verkum að fólk mun í æ ríkari mæli setja eignir sínar í einkasölu. Því þá þarf það ekki að greiða þetta grindhvalasýnin úr dýrum veiddum við Færeyjar, það ég best veit. Þess er ekki getið í bréfínu. Bréfíð í Nat- ure skal ekki rætt hér frekar, en það er höfundum sínum til lítils sóma sem vísindamönnum og gætir furðu, að Nature skuli hafa birt það. „Ger- ir vísindaveiðar ónauðsynlegar", segir Moigunblaðið í undirfyrirsögn. Vísindaveiðar hafa það hlutverk að afla líffræðilegra upplýsinga um þau dýr sem veidd eru, þ. á m. hvali. Það eru neftiilega ótal þættir, sem nauðsynlegt er að vita, sem aðeins veiður aflað á þennan hátt, t.d. ald- ur, lífeðlisfræðilegt ástand eins og þungun o.s.frv. Efniviður til erfða- markarannsókna er aðeins einn þátt- ur af mörgum, sem þannig fæst. Án veiða töpuðust mikilsverðar upp- lýsingar, sem nauðsynlegt er að afla frá ári til árs, því að sennilega eru meiri sveiflur í ýmsum þáttum en áður var haldið. Nægir þar að nefna þungunartíðni. Hver sér, hvort hval- kýr er þunguð eða ekki úr flugvél eða skipi? Það er mitt álit, að þegar tilfínningamoldviðrið lægir, komi í ljós, að þessar rannsóknir hafi skilað okkur mikilsverðum upplýsingum án þess að hafa útrýmt nokkrum hvala- stofni. Að hvölum hafí heldur fíölgað á tímabilinu er líklegra. Undirritaður starfaði í vinnuhópi á vegum vísindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins um erfðafræði hvala. Þessi hópur lagði m.a. til, að Alþjóðahvalveiðiráðið boðaði til sérs- taks fundar um erfðarannsóknir hvala og þar yrðu rædd tæknilega atriði varðandi töku sýna til rann- sókna og ekki síður auðveldari skipti á hvalasýnum milli landa. í skýrslu vinnuhópsins er listi yfír þær ritgerð- ir sem lagðar voru fram og fylgir hann hér með. Að lokum þetta: Það eru óvönduð vinnubrögð að birta slíka grein, sem hér hefur verið rætt um. Fyrirsögnin gefur tilefni til ranghugmynda og slík blaðamennska, sem þessi, er útbreiddasta blaði landsins til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.