Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1988 Þing norrænna barnalækna: Islensk böm í hópi þeiira stærstu og þyngstu Kynþroski hefst fyrr hér en á Norðurlöndunum Á þing’i norrænna barna- lækna sem nú stendur yfir, kynna fjórir íslenskir bama- læknar niðurstöður rannsókna sem þeir gerðu á hæð, þyngd og kynþroska rúmlega 5.500 bama á aldrinum 6-16 ára. I ljós kom að islensk börn em nokkm stærri og þyngri en jafnaldrar þeirra annars stað- ar; t.d. Svíþjóð og að kynþroski íslenskra unglinga hefst nokkm fyrr en hjá jafnöldmm þeirra á hinum Norðurlöndun- um. Könnunin fór fram á tímabilinu nóvember 1985 til apríl 1987. Skoðuð voru 5554 börn; 4.173 börn af Stór-Reykjavíkursvæðinu og 1.381 af landsbyggðinni. Mæld var hæð og þyngd barnanna, kyn- þroski auk fleiri athugana, sem ekki verða kynntar á þinginu. Voru niðurstöðumar bornar sam- an við athuganir Svía og Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar í ýms- um löndum. Kynþroski íslenskra unglinga hefst að nokkrum mánuðum fyrr en jafnaldra þeirra á Norðurlönd- um. Fyrstu einkenni kynþroska íslenskra stúlkna em að jafnaði um IOV2 ára aldur og drengja um 12 ára og tíðablæðingar stúlkna heijast um 13 ára aldur, að sögn Áma Þórssonar, bamalæknir en hann er einn læknanna úögurra sem að könnunni standa. „Við kynnum hér íslenskan stalal á hæð og þyngd bama en slíkt er afar hjálplegt þegar vaxta- rörðugleikar barna em til rann- sóknar. Þá gefur slíkur staðall okkur mikilvægar upplýsingar um mataræði og félagslegt ástand bamanna," sagði Ámi. Ami sagði muninn á íslenskum bömum og t.d. sænskum, marktækan. Sé tekið dæmi af hæð 12 ára íslenskra barna, er meðalhæð drengja 151,6 sm og meðalhæð stúlkna 152,9 sm. Aðspurður sagðist Ámi ekki viss um að íslensk böm væm stærst allra VEÐURHORFUR í DAG, 13. JÚNÍ 1988 YFIRLITIGÆR: Yfir austurströnd Grænlands vestur af Vestfjörðum er 1.000 mb lægð, sem þokast norðaustur og önnur álíka vestur við Nýfundnaland og mun hún einnig hreyfast norðaustur. Áfram verður hlýtt um norðaustan- og austanvert landið en mun svalara sunnan- og vestanlands. SPÁ: Suðlæg eða suðvestlæg átt. Allhvasst og rigning á Suðvest- ur- og Vesturlandi, og þegar líður á daginn fer einungis að rigna suðaustanlands og á vestanverðu Norðurlandi. Þurrt norðaustan- lands og jafnvel bjart veöur fram eftir degi. Hiti á bilinu 10—20 stig, hæstur á Noröausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðsuðvestan átt, rigning og siðar skúr- ir á Suður- og Vesturlandi en úrkomulítið annars staðar. Hiti 8—15 stig, hlýjast norðaustanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestan átt og smáskúrir vestan- lands, en þurrt og bjart veður austanlands. Hiti verður 8—12 stig á Suðvestur- og Vesturlandi en 12—18 stiga hiti i öðrum lands- hlutum. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjökoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma híti veóur Akureyri 13 skýjað Reykjavtk 7 skúr Bergen 10 skýjað Hetsinki 12 rígning Jan Mayen +1 þoka Kaupmannah. 18 léttskýjað Narssarssuaq 5 rigning Nuuk 2 rigning Osló 19 skýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 16 heiðskirt Aþena vantar Barcelona 17 þokumóða Chicago vantar Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 14 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Las Palmas vantar London 12 léttskýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 13 þokumóða Madríd 13 skýjað Malaga 20 skýjað Mallorca vantar Montreal vantar New York vantar París 14 þokumóða Róm 19 þokuruðningur San Diego vantar Winnipeg vantar Moprgunblaðið 'KGA Árni Þórsson kynnir niðurstöður rannsókna á 5.500 íslenskum böm- um. bama á Norðurlöndum. „Þessar niðumtöður em í sam- ræmi við bættan aðbúnað bama, enda teljum við að hér á landi sé hann með því besta sem gerist." Að könnuninni stóðu Atli Dag- bjartsson, Árni Þórsson, Víkingur Amórsson og Gestur Pálsson. SigurðurS. Gíslason hótelstjóri látínn SIGURÐUR S. Gíslason, hótel- stjóri á hótel Borg, lést í Borg- arspítalanum aðfaranótt 12. júní, 67 ára að aldri. Sigurður var fæddur í Reykjavík 31. ágúst 1920 sonur hjónanna Gísla Þorkelssonar og Rannveigar Jónsdóttur. Hann hóf ungur nám við framreiðslustörf á hótel íslandi og starfaði þar þang- að til það brann árið 1944. Þá hóf hann störf á hótel Borg, þar sem hann starfaði til dauðadags, fyrst sem framreiðslumaður og síðan sem hótelstjóri hátt á annan ára- tug. Auk þessa hafði hann í árar- aðir veg og vanda af opinberum veislum í Ráðherrabústaðnum fyr- ir stjómvöld. Sigurður kvæntist árið 1940 Jónu Salvöru Eyjólfsdóttur, en hún lést 1980. Þeim varð sex bama auðið. Síðustu æviárin bjó Sigurð- ur með Ólöfu Runólfsdóttur. Sigurður S. Gíslason. Monika frá Merkigili lá tin MONIKA S. Helgadóttir frá Merkigili í Skagafirði lést á sjúkrahúsi Sauðárkróks föstu- daginn 10. júní á áttugasta og sjöunda aldursári. Monika var fædd 25. nóvember árið 1901 að Ánastöðum í Skaga- firði dóttir hjónanna Helga Bjöms- sonar og Margrétar Sigurðardótt- ur. Hún fluttist að Merkigili árið 1924 og giftist Jóhannesi Bjarna- syni bónda þar árið 1926. Þau eignuðust átta böm, sem öll kom- ust upp. Monika missti mann sinn árið 1944 og bjó eftir það með börnum sínum á Merkigili allt til dauðadags, en alls bjó hún 62 ár á Merkigili. Monika varð landsfræg eftir að Dagskráin í dag 20.00 Iðnó Théatre de l’Arbre „S.O.S." - látbragðsleikur Yves Lebreton Monika S. Helgadóttir. Guðmundur G. Hagalín skrifaði bók um hana, sem nefndist Konan í dalnum og dæturnar sjö. Bókin kom út árið 1952.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.