Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Opinn fund- ur um neyslu- kannanir MANNELDISRÁÐ og Manneldis- félag íslands efna til fundar um ueyslukannanir þriðjudag 14. júni ki. 20.30 í Odda, hugvísinda- húsi Háskóla íslands. Fundur þessi er öllum opinn. Jóhanna Haraldsdóttir og Anders Meller næringarfræðingar munu ljalla almennt um neyslukannanir. Sérstök áhersla verður lögð á þann árangur sem náðst hefur í Dan- mörku við könnun á neysluvenjum þar og hvemig nýta megi reynslu þeirra á þessu sviði. Anders og Jó- hanna hafa unnið að neyslukönnun við Dönsku matvælastofnunina og munu veita ráðgjöf við samskonar könnun á neysluvenjum íslendinga sem er í undirbúningi. Guðmundur Bjamason, heil- brigðisráðherra hefur skipað nefnd til að móta opinbera manneldis- stefnu, en víðtæk neyslukönnun er talin nauðsynleg til að hefja slíkt starf. Prentiðnaðurinn nýtur góðs af fj ölmiðlabyltingunni - segir Örn Jóhannsson ÖRN Jóhannsson er formaður Félags islenska prentiðnaðarins. Hann setti fundinn og sagði þá meðal annars: „Prentlistinni eig- uitt við íslendingar trúlega það að þakka, að við tölum enn í dag islensku því biblía kom út á íslensku strax árið 1584, en þá var kominn á Hóla lútherskur biskup, Guðbrandur Þorláksson, sem lét prenta fjölda bóka. Fræðimenn eru sammála um að útgáfa Guðbrandsbibliu og mikil útbreiðsla hennar tryggði íslenskuna svo vel í sessi sem raun ber vitni.“ Öm var spurður um stöðu prentiðnaðarins á íslandi i dag. „Miklar breytingar hafa átt sér stað hér á landi eins og annars staðar. Þar má nefna alla þá prentun sem á sér stað vegna tölvuvæðingarinnar í þjóðfélag- inu. Þá hafa neysluvenjur með tilliti til bóka og blaða breyst veru- lega á undanfömum árum. í heild má þó gera ráð fyrir, að prentun eigi enn eftir að vaxa mikið frá því sem nú er, en prentiðnaðurinn hefur vaxið um 3—6% árlega síðustu 8 ár. Horfurnar í íslensk- um prentiðnaði eru því almennt bjartar. Litlar líkur eru t.d. á því, að prentun færist til útlanda í umtalsverðum mæli, íslenskar prentsmiðjur eru fyllilega sam- keppnisfærar í gæðum og verði,“ sagði Öm. En hvemig líst honum á sam- keppnina hér innanlands eftir að einokun ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri var aflétt? „Það áhugaverða við tilkomu þessara stöðva var að blaða- og tímarita- útgáfa jókst og hlutur litaauglýs- inga í þeim jókst verulega. Aður gátu auglýsendur treyst á áhrifa- mátt ríkissjónvarpsins, en skyndi- lega, þegar áhorfendur gátu valið milli stöðva, missti sjónvarpið þá fótfestu sem það hafði haft á auglýsingamarkaðnum og hlutur blaða og tímarita stækkaði. Þá aukningu, sem orðið hefur undan- farin ár í prentverki á íslandi, má einnig skýra út í framhaldi af þessu. Fjölmiðlar hér, blöð, tímarit og sjónvarp, hafa verið að þenjast út og farið að hagnýta sér lit í æ meira mæli með þeim afleiðingum, að útlit þeirra og yfirbragð er stöðugt að verða litríkara og glæsilegra. Af þessum sökum verða þeir, sem þurfa að kynna vöru sína og þjónustu, að gera það á æ meira áberandi hátt. Þess vegna hefur litprentun auk- ist hér afar mikið. Prentiðnaður- inn hefur þannig notið góðs af fjölmiðlabyltingunni svonefndu og á eftir að njóta góðs af henni í enn ríkari mæli í framtíðinni." Um menntun bókagerðar- manna sagði Örn: „Á undanförn- Örn Jóhanns- son, formaður Félags íslenska prentiðnaðar- ins, var forseti þings stjórna félaga prent- iðnaðarins á Norðurlöndum og flytur hér setningarræð- Morgunblaðið/Þorkell um árum hefur verið unnið að endurskipulagningu fagnáms í bókagerðargreinum. Meginbreyt- ingin felst í því, að löggiltar iðn- greinar verða þijár í stað átta áður, prentsmíð prentun og bók- band. Þessi breyting þýðir að fag- menn í prentiðnaði verða fjöl- hæfari og geta gengið á milli verkefna án árekstra. Þetta gerir vinnuna bæði skemmtilegri og fjölbreyttari og auðveldar prent- smiðjum að hagræða í fram- leiðslu. Námsskrárgerð á vegum Iðnfræðsluráðs hefur miðað vel áfram og í framhaldi af þeirri vinnu breytist námsferill nemenda þannig, að þeir fá starfsþjálfun í sjö til átta mánuði að fyrsta skóla- árinu loknu í stað þess að vera samfellt í tvö ár í skóla áður en farið var út í fyrirtækin. Markmið- ið með þessari breytingu er að nemendur geri sér ljósa grein fyr- ir þýðingu námsins með því að kynnast vinnustöðum sem fyrst.“ Hröð tækniþróun ar. í raun og veru sér tæknin um það. Fyrir nokkrum árum voru miklir árekstrar vegna nýrrar tækni, en menn hafa séð, að það er ekki hægt að standa á móti tækniþróuninni." Hefur tekist að fylgja tækninni Stjórnir félaga norræna prentiðnaðarins funda í Reykjavík Stjórnir félaga norræna prentiðnaðarins hafa fundað saman í Reykjavík 9,—14. júní á Hótel Sögu. Þar ræddu forystumenn prent- iðnaðarins í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi um sameiginleg hagsmunamál og upplýstu hveijir aðra um stöðu greinar- innar í hveiju landi fyrir sig. Hér á eftir fer samtal, sem blaðamað- ur Morgunblaðsins átti við nokkra fulltrúa hinna Norðurlandanna á ráðstefnunni. Þetta eru þeir E. Kjær Poulsen frá Danmörku, Ivar Stavik frá Noregi, Claes Nisell og Per Gálmark frá Svíþjóð og Matti Sutinen frá Finnlandi. Tækniþróun hefur verið mjög hröð í prentiðnaði á síðustu árum. Á hvaða sviðum eru framfarimar mestar? Nisell: „Það er rétt að þróunin er hröð og ég tel að næsta skref verði aukin sjálfvirkni við prentun og bókband. Auk þess sem fleiri og fleiri störf verða innt af hendi með tölvum." Gálmark:„Litprentun hefur einn- ig aukist gífurlega og verður ódýr- ari og einfaldari. Tæknilega séð er líka hægt fyrir blaðamenn að sjá um umbrot blaðanna í gegnum tölv- ur sínar og það á eftir að gerast í náinni framtíð." Fækkar þá ekki störfum? Og hvað segir verkalýðshreyfíngin við því? Gálmark: „Störfum fækkar og hefur fækkað í hefðbundnum grein- um prentiðnaðarins, en á móti koma ný fyrirtæki með nýrri tækni, sem skapa atvinnu á móti. í Svíþjóð samþykkir verkalýðshreyfíngin tæknibreytingamar, en auðvitað erum við undir þrýstingi frá henni." í sama streng tóku þeir Sutinen og Stavik og sögðu samkomulag vera um þessa hluti. Poulsen: „Verkalýðshreyfingin verður að sætta sig við breytingam- Ó1.K.M. Formenn félaga prentiðnaðarins á Norðurlöndum. Frá vinstri, Örn Jóhannsson, Leif Kristiansen, Danmörku, Jaakko Rauramo, Finn- landi, Olli Reenpáá, Finnlandi, Per Erlander, Svíþjóð og Thor Röss- um, Noregi. eftir í menntuninni? Poulsen: „í Danmörku er hefð fyrir því að veita allmiklum fjár- munum í menntun og á það bæði við um opinbera aðila og svo fyrir- tækin sjálf ... “ Stavik: „ ... og þetta er ekki að- eins spuming um bóknám. Þjálfun inni í fýrirtækjunum sjálfum er mjög mikilvægt atriði." Nisell: „Eins og hér á íslandi er á hinum Norðurlöndunum náminu skipt á milli hefðbundinnar skóla- göngu og svo starfsnáms inni í fyr- irtækjunum og það er ljóst að hlut- verk fyrirtækjanna á þessu sviði mun aukast verulega í framtíðinni." Sutinen: „Nýjasti tæknibúnaður er það dýr, að skólamir ráða ekki við að kauopa hann og þar verða fyrirtækin að koma til skjalanna.“ Óttist þið ekki enn aukna sam- keppni frá ljósvakamiðlum? Poulsen: „Nei, eftirspumin eftir prentuðu efni eykst sífellt þar sem þörfin fýrir upplýsingar í prentuðu formi hefur aldrei verið meiri." Nisell: „Svo þversagnakennt sem það kann að virðast þá leiða nýir fjölmiðlar og ný tækni til aukins prentmáls, sem er afleiðing af auk- inni upplýsingaþörf." Sutinen: „I Finnlandi eru þtjár sjónvarpsrásir og þar af tvær sem sýna auglýsingar. Auglýsendur hafa því séð að auðveldara er að ná til fólks í gegnum dagblöð og Menntamála- ráðherra í opinbera heimsókn til Svíþjóðar BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra er í opin- berri heimsókn í Sviþjóð dagana 14.—15 júní í boði Lennart Bodström menntamálaráðherra Svíþjóðar, sem kom hingað til lands í opinbera heimsókn s.l. sumar. í fylgdarliði ráðherra eru kona hans, Sonja Backman, Knútur Halisson ráðuneytisstjóri og kona hans Erna Hjaltalín. Birgir ísleifur fór til fundar menntamálaráðherra Norðurlanda í Visby á Gotlandi dagana 12.—13. júní þar sem m.a. var rætt um nor- rænt og evrópskt samstarf um vísindaleg málefni. Menntamálaráðherra fer svo til Kaupmannahafnar 16. júní þar sem hann situr fund evrópskra ráðherra, er fara með málefni Evreka-áætlun- arinnar. íslendingar eru þátttak- endur í svonefndu Halios-verkefni, er íjallar um fískiskip framtíðarinn- ar. Auk ráðherra situr Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins, fundinn. Menntamálaráðherra er væntan- legur heim laugardaginn 18. júní segir í fréttatilkynningu mennta- málaráðuneytisins Morgunblaðíð/Ól.K.M. Framkvæmdastjórar félaga prentiðnaðarins á Norðurlöndum ásamt Guðbrandi Magnússyni frá F.Í.P., sem er lengst til vinstri og Erni Jóhannssyni formanni F.Í.P. Aðrir eru frá vinstri Ivar Stavik frá Noregi, Claes Nisell frá Sviþjóð, Matti Sutinen frá Finnlandi, Per Gálmark frá Svíþjóð, E. Kjær Poulsen frá Danmörku og Harry Skánning—Hansen frá Danmörku. í prentiðnaðinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.