Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 LISTAHÁTÍÐ Frá Shakespeare til Maós Tse Tung Dagur ljóðsins á Kjarvalsstöðum DAGUR ljóðsins var haldinn á Kjarvalsstöðum sl. sunnudag. Að þessu sinni var dagurinn helgað- ur Ijóðaþýðingum á íslensku og voru fluttar þýðingar ellefu nú- lifandi þýðenda á ljóðum eftir skáld víða að úr heiminum. Það voru skáld frá nánast öllum menningarsvæðum sem áttu ljóð á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn. Amar Jónsson, leikari, las þýðingar Daníels A. Daníelssonar á sonnett- um eftir Shakespeare, og þýðingar Geirs Kristjánssonar á ljóðum fjög- urra rússneskra skálda. Jóhann Hjálmarsson las m.a. þýðingar sínar á ljóðum eftir Czeslaw Milosz, Erl- ingur Gíslason, leikari las þýðingar Ingibjargar Haraldsdóttur á Er- nesto Cardenal og César Vallejo og Þórarinn Eldjám las eigin þýðingar á ljóðum eftir Charles Baudelaire og Maó Tse Tung. Einnig lásu Sigf- ús Daðason og Jón Oskar eigin ljóðaþýðingar úr frönsku, Helgi Hálfdanarson las eigin þýðingar m.a. á ljóði eftir rússneska skáldið Önnu Akhmatovu, Arni Ibsen las eigin þýðingar úr ensku, Erlingur Símar 35408 og 83033 Morgunblaðið/KGA Frá Degi ljóðsins á Kjarvalsstöðum. Erlingur Gíslason les þýðingar Ingibjargar Haraldsdóttur. Gíslason las þýðingar Þorsteins þ.á.m. á tveimur ljóðum eftir Bert- las eigin þýðingar á þremur af Tat- Þorsteinssonar úr grísku og þýsku hold Brecht og Þorgeir Þorgeirsson arakviðum Fredericos García Lorca. Saga dansíns 1200 ár Black Ballet Jazz BLACK Ballet Jazz er danshópur sem ásamt söngkonunni Trinu Parks, sýnir sögu dansins í Ameríku sl. 200 ár. Allt frá afrískum trommu-ritúölum til „break“-dansins og þeirra dansa sem dansaðir eru í dag. Sýningar hópsins á Listahátíð verða í Þjóð- leikhúsinu og er fyrsta sýning á miðvikudagskvöld. Sýning Black Ballet Jazz hefst með dansinum „Congo Square" þar sem minnst er þeirra tímamóta í þróun svertingjadansa er borgar- stjómin í New Orleans ákvað árið 1817 að úthluta svertingjum sér- stökum svæðum undir samkomur sínar. Síðan er stiklað á stóru í sögu dansins og bera atriðin yfir- skriftir eins og „Cake Walk“, Ne- grasálmar, Cotton Club-tímabilið, Steppið, Delludansar og Götudans- ar. Markmið hópsins er að varð- veita sögu dansins og sýna fram á hve mikil áhrif menning svertingja hefur haft á þróun dansa í Ameríku. Þau rösklega þrjú ár sem flokkurinn hefur starfað hefur hann ferðast um Bandaríkin, Evrópu og Mið- Austurlönd og m.a. sýnt á listahát- íðum í Edinborg, Aþenu, Sofíu og Belgrad. Stjómandi hópsins og aðal dans- höfundur er stepp-dansarinn Chest- er Whitmore. Hann lærði ballett, stepp-dans, dansstjóm og nútíma- dans og hefur fengið verðlaun Danssambands Los Angeles fyrir dansstjóm. Hann hefur einnig hald- ið fyrirlestra um danshefðir svert- ingja við ýmsa háskóla í Banda- ríkjunum. Aðal söngkona Black Ballet Jazz er Trina Parks. Hún hóf feril sinn Úr sýningu Black Ballet Jazz hópsins ung að árum og hefur komið fram sem söngkona, dansari, dansstjóri og leikkona, á tónleikum, í kvik- myndum og í sjónvarpi. Þekktust er hún þó fyrir neðansjávar karate- einvígi við Sean Connery í James Bond myndinni „Demantar eyðast aldrei". Yves Lebreton í Iðnó UTHVERFI Hraunbær, raðhús I_—--------------------- Mörgblöð með einni áskrift! THÉATRE de l’Arbre, leikhús franska látbragðsleikarans Yves Lebreton, sýnir S.O.S. í Iðnó í kvöld og annað kvöld. Þetta er i annað sinn, sem Lebreton heim- sækir Listahátíð og meðan hann dvelur hér heldur hann námskeið i látbragðsleik á vegum Leiklist- arskóla íslands. Sýningin S.O.S. fjallar um lífið eftir að atómsprengja hefur fallið og eru túlkendur Yves Lebreton og brúðan Lili. Lebreton stofnaði Théatre de l’Arbre árið 1976 og sama ár heimsótti hann Listahátíð í Reykjavík. Sýningar Théatre de PArbre hafa farið víða um Evrópu, Skandinavíu og Bandaríkin og nú síðast Suður-Ameríku að tilstuðlan franska utanríkisráðuneytisins. Yves Lebreton er fæddur í París árið 1946. Á árunum 1962—1966 Morgunblaðið/BAR nam hann tónlist og myndlist, en látbragðsleik lærði hann í Etienne Decroux skólanum í París 1964—68. Hann dvaldi í Danmörku 1969—75 og stofnaði þá og stjórn- aði Studio 2, leiksmiðju sem var hluti af leikhúsi Eugenio Barba. Auk þess að ferðast um með Théa- tre de l’Arbre hefur Lebreton stund- að kennslu, sem hann byggir í grundvallaratriðum á „tungumáli líkamans” og hefur hann m.a. hald- ið námskeið við leiklistarskóla í Kaupmannahöfn, Strassbourg, Genúa, Vín og Mílanó. Yves Lebreton ásamt brúðunni Lili á æfingu í Iðnó í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.