Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 40

Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKIPn/AIVlNNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Tölvur Afgreiðslutími farmskrár hjá Eimskip styttist - með tengingu við tölvu SKÝRR URVINNSLUTIMI á farmskrám frá Eimskip hefur styst úr rúmum sólarhring niður i örfáar mínútur, frá því að fyrstu t.ilraunir voru gerðar með skil á þeim í tölvutæku formi, þ.e.a.s. ef farmskráin var villulaus, að sögn Skúla Kjartanssonar, rekstrarhagfræðings i tölvu- deild Eimskipafélags Islands. „Samkvæmt toilalögum má ekki tollafgreiða vöru fyrr en búið er að leggja fram farmskrá til tolIyfirvalda,“ segir Karl Garðarsson, yfirmaður rekstrarsviðs tollstjóra, „en til að auðvelda tölvuvædda tollafgreiðslu var farið að gera tilraunir með móttöku farmskráa á disklingum fyrir tveimur árum. Stærstu flutningafyrirtækin tóku þátt í þeim tilraunum." Skrifstofa tollstjóra er í samband við tölvu SKÝRR og var farið þang að með disklingana og unnið úr þein í tölvunni en með aukinni tækn hefur afgreiðslunni verið flýtt og húi einfölduð. „Farmskrárnar eru í raun unna á skrifstofum okkar erlendis," segi Skúli Kjartansson, „en vinnsla reikn inga fer fram hér heima, svo o| skrásetning komudags skipanna, er útreikningar á gengi eru miðaðir vic komudaginn. Þessar breytingar höf- '^im við fært í tölvum um árabil en nú eru þessar færslur hluti af farm- skránni á tölvutæka forminu. Hugbúnaður í tölvu Eimskipafé- lagsins og tölvu SKÝRR sér um villu- leit í sendingu farmskránna þannig að ekki eiga að koma til tafir á toll- afgreiðslu vegna villna í farmskrá." Hægt er að taka dæmi af upp- skiptingu farmskírteina. Til að spara pappírsvinnu í erlendum bönkum og umtalsverða peninga setja innflytj- endur mikið magn vöru á eitt og sama farmbréfið. Bílainnflytjandi flytur ef til vill inn 200 bíla sem hann selur síðan á nokkrum vikum eða mánuðum. Það er hins vegar dýrt fyrir hann að leysa alla bílana úr tolli í einu og skiptir hann því bréfinu upp í eitt farmbréf fyrir hvern bíl. Uppskiptingin þarf sam- þykki tollstjóra og þegar farm- skrárnar eru sendar til tölvu SKÝRR lætur hugbúnaðurinn vita ef ekki er komið leyfi fyrir uppskiptingunni. Fleiri atriði eru athuguð og þeim farmbréfum sem eitthvað er athuga- vert við er hafnað, þau athuguð, leiðrétt og síðan send aftur til tölvu SKÝRR. Hjá SKÝRR er annars konar villu- leit sem tekur til upplýsinga um komudag skipá og hvort skipið er á skrá. Þar er einnig athugað hvort gefin er upp rétt þyngd á hlutunum, hvort stykkjafjöldinn er réttur og fleira í þá veruna. „Tenging okkar tölvu við tölvu SKÝRR sparar mikinn tíma, svo og villuleitarbúnaðurinn," segir Skúli Kjartansson. „Meðan við vorum með farmskrárnar á disklingum gat villa í farmskránni tafið tollafgreiðslu um tvo til þijá daga. Ef farmskráin var villulaus var unnt að afgreiða hana degi eftir að hún var send til SKÝRR en nú tekur afgreiðslan ekki nema örfáar mínútur." Karl Garðarsson sagði að Eim- skipafélagið væri eini aðilinn sem ennþá nýtti sér þessa aðferð við skil á farmskrám en hann bjóst við að fleiri stórir farmflytjendur bættut í hópinn innan skamms, því tíma- spamaðurinn væri mikill. Að sögn Karls er von á fleiri nýj- ungum varðandi tollafgreiðsluna og í því sambandi benti hann á hraðari tollafgreiðslu fyrir innflytjendur. „í framtíðinni geta þeir skilað toll- skýrslum í tölvutæku formi, til dæm- is á disklingi úr PC-tölvu fyrirtækis- ins.“ Sjávarútvegur 40 milljón króna hagnaður hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum VINNSLUSTÖÐIN í Vestmanna- eyjum skilaði tæplega 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Fisk- vinnsla fyrirtækisins var rekin með tæplega 34 milljóna króna hagnaði og hlutdeild Vinnslu- stöðvarinnar í hagnaði útgerðar- fyrirtækisins Samtogs var tæpar 6 milljónir. Samtals tók Vinnslustöðin á móti liðlega 11 þúsund tonnum af fiski á síðasta ári og fór mest af honum í frystingu en einnig voru flutt út tæp þúsund tonn af saltfiski og síld fyrir um 10 milljónir króna að því er kem- ur fram í Vestmannaeyjablaðinu Fréttum. A aðalfundi fyrirtækisins var stjóm þess endurkjörin en hana skipa Bjami Sighvatsson, stjómar- formaður, Haraldur Gíslason, vara- formaður og Leifur Ársælsson, Ric- hard Sighvatsson og Guðmundur I. Guðmundsson meðstjórnendur. í varastjórn vom kjömir Guðmundur Sveinbjörnsson og Matthías Oskars- son. Erlent Yfirvöldí A-Þýskalandi vilja auka einkaframtakið Vestur-Berlín, frá Ketilbirni Trygjfvasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AF YFIRLÝSINGUM viðskiptaráðuneytisins í Austur-Berlín má ráða að yfirvöld þar í landi séu að breyta eitthvað afstöðu sinni gagn- vart einkaframtaki í landinu. í viðtali við einn af yfirmönnum ráðu- neytisins, sem birtist i vestur-þýskum fjölmiðlum, kemur fram að á næstu árum sé ætlunin að styrkja meira einkarekstur í smávöruversl- og veitingahúsarekstri í landinu og þá sérstaklega fjölskyldu- rekstri. Til að koma þessu til leiðar er ætlunin að breyta skattalöggjöfinni einkarekstri í vil og einfalda kerfi það sem notað hefur verið fyrir veitingu atvinnurekstrarleyfa. Með þessum aðgerðum og með beinum fjárhagslegum stuðningi vonast yfirvöld til þess að einkarekstur veiti aðlaðandi atvinnutækifæri og borgarar landsins leiti meir út í þannig rekstrarform. ur, að einkareksturí Austur-Þýska- landi er langt frá því að vera eitt- hvað í líkingu við einkarekstur eins og hann þekkist á Vesturlöndum og er því einungis um smáleiðrétt- ingu á viðskiptaháttum sósíalism- ans að ræða. EINKAREKSTUR — Stjómvöld í A-Þýskalandi virðast ætla að styrkja meira einkarekstur í smávöruverslun og veitingahúsa- rekstri í landinu á næstu árum en verið hefur, og þá sérstaklega fjöl- skyldurekstri. Mikill skortur á vörutegundum hefur verið m.a. í veitinga- húsarekstri. NIB opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn NORRÆNI fjárfestingarbankinn (NIB) hefur ákveðið að opna fyrstu skrifstofu sína utan Finn- lands og verður hún í Kaup- mannahöfn. Áætlað er að starf- semin hefjist í lok ársins, að því er kemur fram í frétt frá bank- anum. Aðalstöðvar NIB eru í Helsinki. Starfsemi bankans fer sífellt vax- andi og í fyrra jukust heildarútlán um rúmlega 30% og nema nú um 118 milljörðum íslenskra króna. Um fjórðungur lánanna hefur farið til Danmerkur og hafa rúmlega 75% af þeim lánum farið til umfangs- mikilla orkuverkefna í Danmörku. Hefur NIB t.d. veitt lán til bygging- ar danska gasveitukerfisins og nema þau samtals um 1,9 milljörð- um danskra króna. Hagstæð efnahagsþróun íPortúgal - eftir inngöngu í Efnahagsbandalagið fréttaritara Morgunblaðsins. Nauðsynleg leiðrétting á viðskiptaháttum sósíalismans Í sambapdi við þessar yfirlýsing- ar frá Austur-Berlín hafa ýmsir vestrænir sérfræðingar um málefni Austur-Þýskalands látið hafa það eftir sér að þessi þróun sé nauðsyn- leg leiðrétting á viðskiptaháttum þar í landi. Hin stóru ríkisfyrirtæki ná ekki lengur og hafa reyndar aldr- ei náð að svara aliri eftirspurn í landinu. Ein af mörgum orsökum er lélegt upplýsingastreymi innan þunglamalegra ríkisfyrirtækja sem verður til þess að það er alltaf skort- ur á einhvejum vörutegundum ein- hvers staðar í landinu. Mest hefur þetta verið áberandi í smávöruversl- un við sölu á vörutegundum sem ekki flokkast undir nauðsynjavöru og í veitingahúsarekstri. Þessi ákvörðun stjórnvalda miðast að því að létta á ríkisbákninu til að auka ög bæta framboð í landinu. Hitt er annað mál, segir ennfrem- Vestur-Berlín, frá Ketilbirni Trygg^vasyni, EFNAHAGUR Portúgals hefur frá inngöngu landsins í Efna- hagsbandalag Evrópu í árs- byijun 1986 þróast í hagstæða átt eftir því sem fram kemur í nýútkominni skýrslu OECD um Portúgal. Samkvæmt skýrslunni hefur vöxtur á þjóðarframleiðslu lands- ins þróast úr 3,3% frá árinu 1985 uppí 5% fyrir árið 1987 og er þar með orðin einn sá mesti innan aðildarlanda OECD. Atvinnuleysi hefur einnig þróast í hagstæða átt og mælist hlutfall milli atvinnu- lausra og atvinnufærra manna í dag vera um 7,3% en var 8,7% árið 1985. Verðbólga í landinu þróaðist úr 18,9% ársins 1985 í 9,5% fyrir árið 1987 og fer lækk- andi. Viðskiptajöfnuður varð hag- stæður á seinasta ári og náðist með því móti að minnka erlendar skuldir og knýja fram hagstæðari lán. OECD ráðleggur hertar ef nahagsaðgerðir Samkvæmt sérfræðingum OECD er ekki hægt að heimfæra þessa hagstæðu þróun alfarið til inngöngu í EB og þeirra bættu markaðsskilyrða sem við það unn- ust. Ýmsir aðrir áhrifavaldar hafa þar haft hönd í bagga svo sem lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og gengissig bandaríkjadollara. Annar veigamikill áhrifavaldur sem bent er á í skýrslunni er halla- og þenslupólitík portúgölsku ríkisstjórnarinnar. Þessar efna- hagsaðgerðir gagnrýna sérfræð- ingar OECD mikið, segja þær hafa falsað efnahagsástand seinustu ára og séu ekki raunhæfar til lengri tíma litið. Helstu aðgerðir sem OECD ráð- leggur stjórnvöldum er sparnaður og betra eftirlit með ríkisútgjöld- um sem vaxið hafa gífurlega á seinustu tveimur árum, skatta- hækkun til að mínnka skuld hins opinbera og aukið eftirlit með pen- ingaþenslu í landinu. I skýrslunni kemur fram að það er álit sérfræðinga OECD að ef tryggja eigi markaðsstöðu Portú- gals innan Evrópubandalagsins verði áfram að lækka verðbólguna í landinu þar til hún er komin nið- ur að meðalverðbólgu annarra EB landa. Sömuleiðis sé nauðsynlegt að lækka áfram gengi portúgalska gjaldmiðilsins (Escudo) ef tryggja eigi samkeppnisgrundvöll útflutn- ings. Að síðustu benda sérfræðing- ar OECD á það að á seinustu árum hafi fjárfestingar í Portúgal ekki verið markvissar og þeim ekki allt- af verið stýrt til þeirra atvinnu- vega sem eru arðbærastir. Til að tryggja arðvænar fjárfestingar í framtíðinni sé nauðsynlegt að ríkið dragi sig útúr atvinnulífinu og styrki einkavæðingu í Iandinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.