Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
59
mót í útgáfu námsbóka handa nem-
endum í skyldunámi og er óhætt að
fullyrða að ráðning Jóns Emils til
að fylgja þeim þáttaskilum eftir hafi
skipt sköpum um framkvæmd lag-
anna. Kom þar margt til. Samvisku-
semi hans og heiðarleika var við
brugðið, þannig að hann vann hús-
bændum sínum betur en sjálfum sér.
Hann var málafylgjumaður, en lipur
og sanngjam og kom það sér vel
þegar semja þurfti við aðra útgefend-
ur um útgáfurétt á námsbókum sem
þeir höfðu áður gefið út eða við
prentsmiðjur um útlit og frágang
þeirra bóka sem Ríkisútgáfan sendi
frá sér. Þar skyldi allt vandað sem
best, málfar, prófarkalestur og útlit.
Þeir sem störfuðu við kennslu á
skyldunámsstigi á þessum árum
muna breytinguna sem varð í allri
gerð námsefnis og þjónustu við skól-
ana á þessum árum. Lítill og fremur
einhæfur bókakostur að efni og út-
liti vék fyrir nýjum og fjölbreyttari
kosti bæði varðandi útlit og innihald.
Fyrirmyndir sínar sótti Jón Emil til
þeirra sem best gerðu erlendis og
kostaði enda kapps um að fylgjast
vel með á sínu sviði. Þjónusta sem
nú þykir sjálfsögð og eðlileg var sett
á laggirnar á þessum árum af van-
efnum en framsýnum metnaði.
Skólavörubúðin hóf starfsemi sína
þegar árið 1957 og opnaði kennurum
nýja möguleika til að útvega sér og
nemendum sínum gögn frá innlend-
um og erlendum aðilum. Jafnframt
tók Jón Emil og samstarfsfólk hans
að gefa út í nafni Skólavörubúðarinn-
ar og á kostnað hennar margs konar
hjálparbækur og viðbótamámsefni,
þannig að allur hagnaður sem varð
af þjónustu hennar var notaður til
útgáfu og aukinnar þjónustu.
Fyrstu árin var Ríkisútgáfa náms-
bóka leiguliði og á hálfgerðum hrak-
hólum með starfsemi sína. Einnig á
því sviði sýndi Jón Emil stórhug og
framsýni, þannig að útgáfan eignað-
ist smám saman myndarlegt hús-
næði fyrir starfsemi sína, fyrst í
Tjarnargötu 10, þar sem skrifstofur
og Skólavörubúð voru til húsa og
síðar í Brautarholti 6, þar sem enn
eru birgðageymslur fyrir námsgögn
og námsbækur.
Þáttaski! urðu í námsefnisgerð á
síðustu árunum fyrir 1970 er frum-
kvæði að námsefnisgerð var flutt til
skólarannsóknadeildar menntamála-
ráðuneytisins. Sá flutningur stafaði
ekki af slælegri frammistöðu
Ríkisútgáfunnar heldur þótti þetta
vænleg leið til að koma skjótum
breytingum og æskilegri þróun til
leiðar í skólakerfinu sem full þörf
var á eftir setningu grunnskólalaga
1974. Jón Emil tók þátt í þessum
breytingum af sömu festu, einlægni
og heiðarleika og öðru sem hann kom
nærri, þannig að allir máttu við una.
Jón Emil lét af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Ríkisútgáfu námsbóka
á árinu 1978. Ári síðar voru sett lög
um Námsgagnastofnun, sem samein-
aði starfsemi ríkisútgáfunnar og
Fræðslumyndasafns ríkisins auk
þess sem stofnuninni voru fengin ný
verkefni.
Segja má að Námsgagnastofnun
búi enn að þeim störfum sem Jón
Emil vann Ríkisútgáfu námsbóka á
mörgum sviðum. Og enn eru þar
starfsmenn sem hann réði og skólaði
til starfa og vita engir betur en þeir
sjálfir hvers virði sá skóli var. Það
er því ekki aðeins Námsgagnastofn-
un sem á honum þökk og heiður að
gjalda heldur einnig einstaklingar
sem sjá á bak mætum manni með
þakklæti og virðingu.
Kanntu
ajð búa tíl
gomsæta
grillsósu?
Þú þarft ekkert að kunna í matar- < v-
gerð til þess.
Þú opnar dós af sýrðum rjóma,
kíkir inn í eldhússkápana, notar
hugmyndaflugið og velur eitthvað
girnilegt, td. grænmeti eða krydd,
sem þú blandar út í sýrða rjómann.
Arangurinn kemur bæði þér og
þínum þægilega á óvart!
Auðveld, fín sósa með kjötinu.
Taktu mælieiningarnar ekki of alvarlega.
1 dós sýrður rjómi
Vi msk saxaður laukur
'h msk söxuð græn paprika
'h msk söxuð rauð paprika
2 msk Heinz eða Libby’s tómatsósa
örlítill sítrónupipar.
Blandaðu öllu saman og berðu sósuna
fram með glóðarsteiktu kjöti eða pylsum.
Fleiri tillögur birtast á naestunni