Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 20

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 20
20 ipa r ÍMÖlJit fflWft.WWTJÍlgCWIt MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1988 (I málning* FYR,R GLUGGA, huboir 0ftR, QBINDVEPK. TtMBURHU** w Kjörvari og Þekjukjörvari veija viðinn vel og lengi Góð viðarvöm fyrir okkar aðstæður er vandfundin. Kjörvari og Þekjukjörvari er fádæma góð íslensk viðarvörn, sem þróuð er fyrir hin verstu veðurskilyrði hérlendis. Kjörvari verndar viðinn án þess að hann tapi einkennum sínum. Þekjukjörvari gefur hyljandi áferð án þess að viðarmynstrið tapist. Kjörvari og Þekjukjön/ari fæst í miklu litavali. Vandaðu valið ef þú vilt vernda viðinn vel og lengi. málning'f AUMA - Auglýs & markaösmál hf. JMfógmtMafrlfr Áskríftarsíminn er 83033 Mál Pólarpijóns í Bandaríkjunum: Fallist á vaxta- kröfur að fullu Óvenjulegt að dæmdir séu vextir í bandarísk- um rétti RÍKISDÓMSTÓLL Kaliforníu dæmdi nýlega vaxtakröfu Pól- arprjóns á Blönduósi gegn Ice- lander Inc. í Bandaríkjunum verksmiðjunni að fullu i hag. Mjög óvanalegt er að dæmdir séu vextir í bandarískum rétti og því síður að fallist sé á vax- takröfu að fullu. Með þessu er dómur endanlega fallinn í einu umfangsmestu málaferlum sem íslenskir aðilar hafa átt í erlend- is, en þau hafa staðið yfir allt frá miðju ári 1984. í lok maí var kveðinn upp dóm- ur í málinu þar sem allar efniskröf- ur voru dæmdar Pólarpijóni í hag, en úrskurði um vaxtakröfu fre- stað. Sá úrskurður lá loks fyrir í þessari viku og þá var ljóst að fallist hafði verið á allar kröfur verksmiðjunnar. Nemur heildar- krafan tæpum 11 milljónum króna. Hins vegar er kostnaður við málarekstur orðinn svo mikill að ekki er endanlega ljóst hver fjárhagslegur ávinningur af mál- inu verður að lokum. Mál þetta átti upphaflega að vera einfalt innheimtumál að hálfu Pólarpijóns en varð áður en yfir lauk að afar flóknum og kostnað- arsömum málarekstri, sem átti þátt í því að verksmiðjan varð að leggja upp laupana í desember síðast liðnum. Málferlin hafa stað- ið í fjögur ár en eðlilegur afgreiðsl- utími innheimtumála í Banda- ríkjunum er að jafnaði innan við hálft ár. Forsaga málsins er á þá lund að um mitt ár 1984 sendi Pólar- prjón utan ullarvörur að verðmæti um 200 þúsund dollara til Iceland- er Inc. í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þetta, sem er í eigu hjónanna Dorette og Áma Egilssonar, rekur verslanir víða í Bandaríkjunum og hefur selt meðal annars íslenskar ullarvörur. Pólarpijón krafðist ekki tryggingar fyrir sendingunni og svo fór að hún fékkst aldrei greidd. Er vanskil urðu ákváðu forráða- menn Pólarpijóns að leita til Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins um milligöngu við reksturs inn- heimtumáls í Bandaríkjunum. Út- flutningmiðstöðin fól ræðismann íslands í Chicago að sjá um málið en svo óhönduglega vildi til að því var blandað saman við annað óskylt mál, þar sem Icelander fyr- irtækinu var stefnt fyrir ólömæta viðskiptahætti. Þetta var gert án þess að Pólarpijón vissi hve flókinn málarekstur verið var að leggja út í. í kjölfar málhöfðunarinnar í Chicago stefndi Icelander Inc. fjölda íslenskra fyrirtækja fyrir hringamyndun. Þeirra á meðal voru öll stærstu ullarvörufyrirtæk- in , Álafoss, Hilda og Sambandið. Hér var um margra milljóna doll- ara kröfu að ræða. Eftir að mistekist hafði að leita sátta seint á árinu 1985 réði Pólar- pijón þekkta bandaríska lögfræði- stofu til þess að annast málarekst- ur fyrir sig. Málið var orðið óhemju flókið og vandasamt og störfuðu 10 til 20 lögfræðingar að jafnaði við það, bæði í Chicago og Los Angeles. Eftir að Álafoss og Sambandið höfðu verið sýknuð af samsæris- ákærunni varð að samkomulagi að sameina bæði málin í eitt fyrir fylkisdómsstóli Kaliforníu. Þá stóðu fyrirtækin Pólarpijón og Hilda^ein enn í málafelunum. í byijun þessa árs kvað dómar- inn í Kalifomíu upp þann úrskurð að kviðdómur skyldi dæma í sam- særismálinu og þegar það væri til lykta leitt yrði innheimtumál Pól- arpijóns tekið fyrir. Þetta þýddi tveggja ára málarekstur í viðbót við þau þijú og hálft ár sem málið hafði þegar tekið. Ljóst var að þetta hefði mikinn aukakostnað í för með sér og ólíklegt að málsaðil- ar réðu við þann málarekstur. Þá hafði bússtjóri þrotabús Pólar- pijóns tekið við málinu eftir að stjórn þess sá sig tilneydda að lýsa fyrirtækið gjaldþrota í desember síðast liðnum. Það varð því að samkomulagi á milli málsaðila að afgreiða sam- særismálið með samkomulagi og var þá loksins hægt að taka inn- heimtumál Pólarpijóns til dóms. Það var því stuttu fyrir páska að hið upphaflega innheimtumál Pólarpijóns kom fyrir rétt. Eins og áður sagði var í lok síðasta mánaðar kveðinn upp dómur í málinu þar sem fallist var á allar efniskröfur Pólarpijóns. Með tilliti til íslenskra lagavenja var jafn- framt fallist á sanngimi vaxtakr- öfu. Úrskurður um að fallist hefði verið á vaxtakröfu Pólarpijóns að fullu var svo kveðinn upp í vik- unni. Nema vextir á kröfuna 7% á ári frá afhendingu vörusending- arinnar til uppkvaðningar dóms en 10% frá dómskvaðningu til greiðsludags. Fjöldi manna hafa farið héðan utan til að bera vitni auk þess sem skjalagerð í málinu nemur þúsund- um blaðsíðna. Heimir Hannesson hdl hefur farið með þessi mál á íslandi fyrir Álafoss frá upphafi og einnig mál Pólarpijóns eftir að það kom fyrir dóm í Kalifomíu. Hann hefur jafnframt séð um sam- vinnu við bandarísku lögmennina sem farið hafa með mál þessara fyrirtækja þar í landi. FATASKÁPAR FRÁOKKUR ERU LAUSNIN Smiðjuvegi 9, Kópavogi, sími (91)43500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.