Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 39 Frá þingi Stórstúkunnar í Keflavík í síðustu viku. Fyrir miðju er Hilmar Jónsson stórtemplar. Þing stórstúkunnar í Keflavík: Valdamenn sjá ekki önnur ráð en að dæla áfengi og eitri í þjóðina - sagði Hilmar Jónsson stórtemplar Keflavík. HILMAR Jónsson stórtemplar lét þung orð falla í garð valdamanna þjóðarinnar á stórstúkuþingi sem fram fór í Keflavík í síðustu viku. Hann sagði að valdamenn þjóðar- innar sæju nú ekki önnur ráð fyrir þjóðina en að dæla í hana áfengi og eitri. Ósigur í bjórmál- inu þýddi aukna áfengisneyslu og íslenska bindindishreyfingin stæði nú andspænis erfiðum vandamálum. í lokaorðum sínum sagði Hilmar Jónsson m.a.: „Hingað til hafa bind- indismenn átt vinsamleg samskipti við ráðamenn þjóðarinnar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Á síðustu árum hafa þar á orðið um- skipti til hins verra. Auður stóll borgarstjórans í Reykjavík í veislu á aldarafmæli Stórstúkunnar er talandi dæmi um það álit og virð- ingu, sem sá embættismaður telur að sýna beri þessum félagsskap. Áhrifamiklir fjölmiðlamenn með Jón Óttar í broddi fylkingar telja bindindismenn þjóðhættulega og ekki umræðuhæfa og yfirleitt eru fréttir frá okkur hundsaðar af líkum legátum. Það sem mér finnst alvar- legast er að þessi hugsunarháttur — blint hatur — hefur náð eyrum sumra félagsmanna okkar. Jafnvel eru gefin út blöð innan okkar raða þar sem einstakir Reglumenn og forystumenn hreyfingarinnar eru lagðir í einelti með rógburði og ósannindum." í lokaorðum sínum sagði Hilmar ennfremur: „Bindind- ishreyfingin verður að leita nýrra ráða. Liðsmenn hennar verða að tala jafnt á þökum uppi sem í húsa- sundum. Valdamenn þjóðarinnar sjá ekki önnur ráð fyrir þjóðina en dæla í hana áfengi og eitri. Nú verður að reyna á hvort aðrir fyrir- finnast ekki, sem vilja taka upp merki heilbrigðis og frelsis. Danir beittu áfengi óspart á kúgunar- og nýlendutímabilinu. Við bindindis- menn verðum að láta flokksbönd lönd og leið og styðja þá eina, sem styðja okkur en fella hina. Fram- Undan er nú frelsisbarátta þjóðar- innar." Hilmar Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þingið hefði Þing Stórstúkunnar sóttu um 45 fulltrúar víðsvegar að af landinu og stóð þingið í tvo daga. verið tvískipt, fyrst hefði verið hald- ið unglingaregluþing og hefði það verið ákaflega vel sótt. Hefðu á milli 60-70 unglingar ásamt gæslu- mönnum setið þingið sem fulltrúar þeirra 30 barnastúkna sem nú væru starfandi á landinu. Þingið hefði staðið einn dag og hefðu ungling- amir heimsótt forseta íslands að Bessastöðum, farið í skoðunarferð í Viðey og í lokin hefði verið hald- inn dansleikur í Holtaskóla. Stórstúkuþingið sátu 45 fulltrúar en nú eru starfandi 17 fullorðins- stúkur i landinu og eru félagar þeirra um 1.000 talsins. Fram kom að fjárhagurinn hefur batnað veru- lega, upplag barnablaðsins Æsk- unnar hefur aukist um 2.000 eintök á tveim síðustu árum og er blaðið nú gefið út í 10-11 þúsund eintök- um. Ritstjórar Æskunnar eru Karl Helgason og Eðvarð Ingólfsson. Hilmar sagði að í ljósi bættrar íjár- hagsstöðu yrði ráðinn launaður er- indreki sem eingöngu myndi sinna unglingastarfinu. Svið hans yrði að hjálpa til við rekstur bamastúkna og hafa samband við skóla í sam- vinnu við landlækni og áfengisvam- arráð. ' Efnt var til umræðna um nýsam- þykkt bjórfmmvarp þar sem al- þingismennimir Jóhann Einvarðs- son og Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra töluðu með bjóm- um, en á móti töluðu Ólafur Ólafs- son landlæknir og Rúnar Guðbjarts- son flugstjóri. Um 60 manns fylgd- ust með umræðunum sem vom hin- ar líflegustu og beindu menn spjót- um sínum aðallega að Guðmundi Bjarnasyni sem yfirmanni heil- brigðismála. Síðari þingdaginn heiðraði Stór- stúkan 9 einstaklinga fyrir baráttu þeirra að bindindismálum. Enginn þeirra er í IOGT og er það nýmæli að einstaklingum utan hreyfíngar- innar séu veittar viðurkenningar af þessu tagi. Þetta vom læknamir Tómas Helgason, Þórarinn Tyrf- ingsson, Jóhannes Bergsveinsson og Guðsteinn Þengilsson. Helgi Seljan og Vilhjálmur Hjálmarsso» fyrrverandi alþingismenn, Pétur Sigurgeirsson biskup og Sigurbjörn Einarsson biskup og Einar J. Gísla- son forstöðumaður hvítasunnusafn- aðarins í Reykjavík. Stjóm Stórstúkunnar er .skipuð 12 mönnum, og var hún endurkjör- in að Jónínu Steinþórsdóttur undan- skilinni sem ekki gaf kost á sér og var Sigurlaug Ingólfsdóttir frá Ak- ureyri kosin í hennar stað. Með helstu embætti fara Hilmar Jónsson stórtemplar, séra Bjöm Jónsson kanslari og Kristján Vilhelmsson stórgæslumaður. Að lokum samþykkti þingið ályktun þar sem það harmar það slys sem varð þegar bjórfmmvarpið var samþykkt og skorar á íslenska góðtemplara og þá sem em bindind- issinnaðir að taka saman höndum í öflugri og virkari baráttu gegn áfengisbölinu. . BB Leikferð Þjóðleikhússins Prófessor Hanne-Lore Kuhse með nemanda sínum Súsönnu Borow- sky frá Póllandi. Hanne-Lore Kuhse með söngtónleika TÓNLEIKAR í tilefni söngnám- skeiðs Hanne-Lore Kuhse verða LEIKFERÐ Þjóðleikhússins um landsbyggðina með Bílaverk- stæði Badda eftir Olaf Hauk Símonarson hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. Leikferðin átti að hefjast með sýningu í Vestmannaeyjum í kvöld, HLJÓMSVEITIN Bleiku bastarnir halda tónleika i veit- ingahúsinu Duus í Fischers- sundi á miðvikudaginn. Auk þeirra koma fram hljómsveit- irnar Leiksvið fáránleikans og Geirsbúðingarnir. Bleiku bastamir hafa ekki kom- ið fram opinberlega síðan í byijun apríl. Á þeim tíma hafa orðið þriðjudagskvöld, og átti síðan að leika á ellefu stöðum á Norður- og Austurlandi út júnímánuð. Ekki getur orðið af ferðinni í sumar, en vonir standa til að farið verði síðar, segir í fréttatilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu. mannabreytingar í hljómsveitinni, en í Bleiku böstunum eru nú ívar Árnason gítarleikari, Magnús Þor- steinsson trommuleikari, Björn Baldvinsson söngvari, Gunnar Ell- ertsson bassaleikari og Victor Sveinsson gítarleikari. Hljómsveit- in mun að mestu flytja nýtt efni í Duus, í bland við eldri lög sveitar- innar. Tónleikarnir heíjast kl. 22.00. haldnir í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi miðvikudaginn 15. júní kl. 20.30. Sautján söngv- arar af námskeiðinu koma fram. Hanne-Lore Kuhse er prófessor í Berlín og Wagnersöngkona. Þátt- takendur á námskeiði hennar hafa verið á þriðja tug talsins en á söng- tónleikunum koma fram: Kristján Elís Jónasson barítón, Gunnar Guð- björnsson tenór, Ólafur Árni Bjarnason tenór, Dúfa Einarsdóttir alt, Halla Margrét Árnadóttir mezzósópran, Gréta Jónsdóttir mezzósópran, Margrét Ponzi sópr- an, Andrea Gylfadóttir sópran, Margrét Óðinsdóttir mezzósópran, Ragnhildur Theódórsdóttir sópran, Erla Gígja Garðarsdóttir sópran, Björn Björnsson barítón, María Guðmundsdóttir sópran, Kristín Lára Friðjónsdóttir sópran, Sigur- björg Magnúsdóttir sópran, Svava Ingólfsdóttir mezzósópran og Hlíf Káradóttir sópran. Píanóleikarar á tónleikunum eru Agnes Löve, Guð- björg Siguijónsdóttir og Gunnar Björnsson. Dagskráin verður fjöl- breytt og á henni eru bæði ljóðalög og óperuaríur. Ágústa Ágústsdóttir söngkona sá um undirbúning og stýrði nám- skeiðinu. (Úr fréttatilkynningu) Bandaríkin: Lítið fjaJlað. um aðgerð- ir Græn- friðunga Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttarit- ara Morgunbiaðsins. FJÖLMIÐLAR i Bandarikjunum virðast hafa fjallað lítið sem ekk- ert um aðgerðir Grænfriðunga við Jökulfellið í hafnarbænum Gloucester i Massachussettes siðastliðinn föstudag. Ekkert var sagt frá aðförinni að Jökulfellinu i þremur stærstu sjónvarpsstöðv- unum i Boston. Aðeins eitt dagblað í Boston, Boston Globe, sagði frá því þegar átta Grænfriðungar fóru um borð í Jökulfellið. Engar myndir frá at- burðinum voru birtar í blaðinu. Blaðið greindi frá því í stuttu máli að átta menn hefðu farið um borð í íslenskt skip og fest upp borða með áletrunum um að íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Hefði lögregla gripið í taumana og fært mennina á brott. Blaðið vitnaði í forsvarsmann Grænfriðunga, sem sagði að þeir vildu með aðgerðum sínum aðallega hvetja Burger King og Long John Silver veitingahúsakeðjurnar til þess að hætta að kaupa fisk af ís- lendingum. Greindi blaðið frá því að Islendingar hefðu að mestu hætt hvalveiðum en veiddu enn 100 hvalf árlega í vísindaskyni. Morgunblaðid/Börkur Bleiku bastarnir, f.v.. Björn Baldvinsson, Magnús Þorsteinsson, ívar Árnason og Victor Sveinsson. Á myndina vantar Gunnar Ellertsson. Tónleikar Bleiku bastanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.