Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 27 GÖNGUFERÐ TIL SELVOGS Þegar við göngum til Selvogs, gömlu þjóðleiðina um Grindaskörð, liggur beinast við að hefja gönguna frá nýja Bláfjallaveginum þar sem hann sker gömlu Selvogsgötuna neð- an Grindaskarða, en þar er gamla gatan mjög greinileg og vel vörðuð. Við skulum horfa til Grindaskarða og sjáum þá nokkra hnúka, á milli þeirra eru skörð, sem nefnast Grindaskörð. Austasti hnúkurinn er Stóri Bolli en vestan hans eru tveir hnúkar saman og voru þeir ýmist kallaðir Miðbollar eða Tvíbollar og hefir Tvíbollanafnið meira verið not- að í seinni tíð. Vestan við Tvíbolla er Kerlingarskarð, en vestan þess eru Syðstu Bollar sem einnig eru nefndir Þríbollar. Við fylgjum gömlu götunni og stefnum í Kerlingar- skarð, leiðin er nokkuð á fótinn og síðasta spölinn upp i skarðið allbr- ött, en þegar upp er komið blasir við mikið útsýni til norðurs. I björtu veðri er sjálfsagt að staldra við og njóta útsýnisins um leið og mæðinni er kastað. Eftir góða hvíld höldum við ferðinni áfram og fylgjum göt- unni í gegnum hlið á gamalli girð- ingu, verða þá fljótlega á vegi okkar tvær vörður og þar eru gatnamót. Hér greinist leiðin til Selvogs, vest- ari leiðin liggur milli Austurása og Vesturása og greinist þar í tvær leið- ir, Hlíðarveg og Stakkahlíðarveg. Þessar leiðir eru vel varðaðar og voru einkum farnar af fótgangandi mönnum því að erfitt var að fara með hesta um brött skörðin af fjalls- brún og niður í Selvog. Við förum hinsvegar austari leiðina, þá sem farin var með lestir, og liggur leið okkar hjá myndarlegum gig sem er við mikla misgengissprungu sem heitir Stórkonugjá.Gígur þessi er á sýslumörkum Ámessýslu og Grindavíkurkaupstaðar og er merkt- ur sem Litla Kóngsfell á kortum. Við förum vestan undir gígnum að heiðardrögum Heiðarinnar Há og göngum milli hrauns og hlíðar, kall- ast þar Grafningur, en eftir nokkum spöl komum við í grösugan hvamm sem heitir Stóri Leirdalur. í Stóra Leirdal var áningarstaður þeirra sem áður fyrr vom hér í lestarferðum, og við skulum halda þeim sið, enda kjörinn staður til þess að setjast nið- ur og taka til matar síns. Eftir hæfi- lega hvíld höldum við ferðinni áfram og úr Stóra Leirdal liggur leiðin upp allbrattan háls sem er á milli Hval- hnúks og Hvalhnúks vestari, kallast þetta Hvalskarð. Sunnanvert við - 94 -.«. ■■ffyri -.'Spr‘% jqp&' '> skarðið komum við á hraun úr Heið- inni Há, þar er allbrött brekka eða brún í hrauninu og heita þar Hval- skarðsbrekkur. Þar er gata með hlíðinni sem tekur örlítið austlæga stefnu á kafla, síðan tekur gatan stefnu nær suðri og þá er brátt kom- ið í Litla Leirdal sem er slakki í hrauninu með nokkmm gróðri. Þá er farið að halla suðuraf og Urðar- fell blasir við, en leið okkar liggur um Strandadal og Katlabrekkur, sem em vestan þess, og emm við þá komin ofan af fjallinu. Hér úr brekkunum horfum við yfir byggðina í Selvogi, sem er nú fámenn og lætur lítið yfir sér en er einkar vinaleg. Fyrr á öldum, áður en uppblástur og sandfok eyddu gróðri, bjuggu hér stórhöfðingjar, svo sem Erlendur lögmaður Þor- valdsson, sem var einhver mesti höfðingi íslendinga á sextándu öld. Þá má nefna þann merka klerk, séra Eirík Magnússon í Vogsósum, sem var uppi 1638—1716. Honum var svo lýst af samtíðarmanni: „Eiríkur Áð á leiðinni. var fom í skapi og fjölkunnugur og gekk hann mjög í hóla og gerði marga hluti undarlega." Af fjöl- kynngi Eiríks em til margar sögur. Ekki má gleyma að nefna séra Eg- gert Sigfússon, sem var prestur í Selvogi frá 1884 til 1908. Séra Eg- gert þótti nokkuð undarlegur í hátt- um og em margar bráðskemmtilegar sögur til af honum. Héðan úr brekkunum er stutt leið að eyðibýlinu Hlíð við Hlíðarvatn, en þar ljúkum við göngunni. í ferða- lok er rétt að minnast séra Jóns Vestmanns sem var prestur í Sel- vogi um 1840, en fluttist síðan á Kjalames. Hann orti svo um Selvog: Sakna ég úr Selvogi sauðagöngu og ánna, silungsafla og selveiði, en sárast allra tijánna. Ferðafélag íslands efnir til göngu um þessar slóðir sunnudaginn 19. júní nk. og tekur gangan um sjö klukkustundir, með góðum hvíldum. Ólafur Sigurgeirsson ÞAÐ SEM SKIPTIR MA' GÆÐI, ÚTLIT, V Það er... þægilegt, stílhreint, ódýrt, endingargott Það er .—■— Tegund: BALI 3+2+1 ...fyrir þá sem vilja gæði REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.