Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 43 ÆVINTYRIÐ UM HELEN OG ÖLL HIN Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Fay Weldon: The Hearts and Lives of Men. Útg. Fontana/Collins 1988 Fay Weldon er afkastamikill höf- undur og hefur síðustu árin sent frá sér hverja bókina af annarri. Flestar vekja umtal og athygli, fá frábæra dóma, einstaka hafa fengið neikvæð- ar viðtökur, en þó held ég að Fay Weldon sé kannski að nálgast hóp hinna ósnertanlegu. Því að hún er „inni“, hún leggur fram skerf sinn til umræðunnar, eins og frösungar myndu segja. Jafnvel þótt hún vilji ekki gangast við því að vera að skrifa kvennabókmenntir og segi að þvílík skrif séu tímaskekkja. Ég hef sjálf haft ákaflega mis- jafnlega mikla skemmt- un/gagn/gaman af bókum Fay. Sumar hafa ekki náð til mín, steril- týpurnar orðið leiðigjamar, óper- sónuleg afstaða höfundar til sögu- persónanna hefur mér oft þótt ákaf- lega fráhrindandi. Stundum hafa skoðanir hennar verið settar fram á þann hátt að ógerningur er að ætla að henni sé alvara og hún hefur ekki náð valdi á stælunum, því að þeir verða að mínum dómi bæði að þjóna ákveðnum tilgangi og lúta lög- málum til að þeir skili þeim áhrifum sem að er stefnt. Um rithæfni Fay Weldon og leikni hef ég aldrei efast. í þessari nýjustu bók Fay segir frá Helen, dóttur Lallys listmálara. Hún kynnist Clifford listaverkasala og þau verða mjög ástfangin og gifta sig. Ríkisstúlkan Angie frá Suður- Afríku á eftir að revnast örlagavald- Vélsmiðjur Renni- og fræsiverkfæri íúrrali G.J. Fossberg vélaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Símar 18560-13027 ur í lífí þeirra og kemur við sögu öðm hvetju. Clifford og Helen eign- ast dótturina Nell, en sambúðin er að gliðna á saumunum, þó að ástin sé heit. Þau skilja og upphefst nú mikil og hatrömm deila um forrræði yfír telpunni. Þegar Clifford fær það ekki - en hann er sem ekta karl- remba vanur að fá það sem hann vill - gerir hann sér lítið fyrir og fær mann til að ræna telpunni. Á leiðinni til Sviss, hvar Clifford er þá stund- ina, ferst flugvélin, en sæti ræningj- ans og Nell losna frá stélinu og svífa til jarðar og sleppa þau heil á húfilÓ- borganlega lýst. Síðan hrökklast Nell milli ýmissa fósturforeldra og ævintýrafólks næstu 16 árin, en for- f THE HEARTS ANDLIVESOFMEN Kápumynd eldrar hennar telja hana látna, þó svo að móðir hennar tregðist við að trúa því. Helen er gift aftur, maðurinn er blaðamaður og er öðmm meira ljúf- menni en mjög leiðinlegur. Ekkert í fari lians sem er skylt hefðbundnum og spennandi lýsingum á blaðamönn- um. Góð tilbreyting það. Þau eignast son saman. En ástin milli þeirra Clif- fords og Helen er alltaf við lýði og það endar með því að þau ná nú saman enn á ný og gifta sig og eign- ast senn tvíbura. Angie ríkisstúlka er ekki af baki dottin og það endar með því að hún sannfærir Clifford um að Helen hafi alltaf verið honum ótrú og þau ákveða að skilja öðru sinni. Síðan snýr Helen sér að fata- hönnun og nær þar von bráðar mikl- um árangri enda á hún ekki langt að sækja að vera listfeng. Clifford verður að giftast Angie leiðinlegu og þau eignast dóttur sem Angie er svona nokkum veginn sama um. Hún fer að fást við svartagaldur og svínarí, en allt fer vel að lokum, hún verður fyrir bíl og deyr og það er eins og við manninn mælt, Helen og Clifford ákveða að gifta sig í þriðja sinn! Um svipað leyti er dóttirin Nell farin að vinna hjá Helen, en það er ekki fýrr en á síðustu síðunum sem upplýsist að þarna er dóttirin sem þau héldu dána komin í leitirnar. Og lýkur þar með öllu í kæti og gleði. Bókin er framúrskarandi skemmtileg, þurrlegur og írónískur stíll Fay Weldons nýtur sín til fulln- ustu. Ævintýralegar uppákomur sögunnar verða að lesast, því að það er ekki hálft gaman að endursögn- inni. Þó að nákvæmlega sé skrifað verður frásögnin hröð og heldur at- hygli og vel það. Mér þykir trúlegt að menn gætu dundað sér við að fínna boðskap í þessari bók, svo sem eins og samskiptavandann, mann- eskjulega fírringu og ýmislegt fleira gómsætt. Á hinn bóginn fékk ég á tilfínninguna, að Fay Weldon væri fyrst og fremst að segja fáránlega sögu og leyfa ímyndunarafli sínu að- leika lausum hala. Það tekst líka mætavel og mætti hún gera meira af slíku. Ertu tryggður gegn verðbólgu? Liggur þú með fé á lausu? íslendingar ættu að vita manna best um áhrif og afleiðingar gengisfellinga. Fylgi ekki nægilegar hliðarráðstafanir í kjölfarið, er stórfeld hætta á hækkandi verðbólgu. Sérfræðingar spá umtalsverðri hækkun á lánskjaravísitölu á næstu misserum. Almennt er talað um hækkun á bilinu 4%. Slík hækkun milli mánaða gæti þýtt allt að 65 % verðbólgu á ársgrundvelli, eða um 33% miðað við síðustu 3 mánuði. Við ráðleggjum sparifjáreigendum því að tryggja sparifé sitt gegn verðbólgu og leita arðsemi í góðum verðbréfum. ÁVÖXTUNARBRÉF eða REKSTRARBRÉF eru góð vörn gegn verðbólgu. ÁVÖXTUNARBRÉF eru óbundin og hægt að öllu jöfnu, að innleysa hvenær sem er án alls aukakostnaðar. ÁVÖXTUNARBRÉF VEXTIR UMJ FRAM VERÐBÓLGU: SÍÐUSTU 3 6 12 MÁNUÐI 14,7% 15,4% 14,9% REKSTRARBRÉF - MEÐ 6 MÁN. UPPSAGNARFR. VEX" riRUM FRAM VERÐBÓLGU: SÍÐUSTU 3 19,1% MÁNUÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.