Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Merki bvropukeppmnnar öllum JVC spolum lengdi 180 120 195 210 240 nun JVC spólur fdst í Hagkaups- verslunum i Reykjavík og úti á landi. Skoraðu af öryggi Takt'uppá JVC sS> Dreifingar\A aðili furir JVC spólur og snældur: Faco, Laugavegi 89. sími 91-27840. MYNDBOND & KASETTUR £^^ópukeppr" Vandaðu valið og notaðu spólur sem hafa gæði, úthald og öryggi. Stykkishólmur: Iþróttavertíðin hafin Stykkishólmi. „ÍÞRÓTTAVERTÍÐIN" er liafin í Stykkishólmi. Allt sumarið framundan og allskonar keppni bæði í fótbolta og frjálsum kom- in á fulla ferð. Þjálfari hefir verið ráðinn Hinrik Þórhallsson og nú er æft af kappi. Keppt er í mörgum flokkum og þegar hafa kappleikir farið fram og mikill hugur í unga fólkinu. Iþróttavöllurinn hefur verið yfir- farinn, lagfært það sem hefir farið úr skorðum og allur völlurinn hreinsaður eftir vetrarvolkið. Þegar fréttaritara bar að einn morguninn stóð ýmislegt til. Tveir íslenskir fánar blöktu í góða veðrinu hátt á stórum stöngum og boðuðu vor í lofti og að nú væri leikur í kvöld. Gjaldkeri ungmennafélags- ins, Ásgeir Þór Ólafsson rafveitu- stjóri, var þarna í nálægð og upp- lýsti fréttaritara um hvað til stæði í sumar. Hann var ekki í vafa um að aldrei hefði verið rneiri hugur í fólki en nú og um leið var horft til íþróttamiðstöðvarinnar, þeirrar veglegu byggingar sem nú rís við hlið íþróttavallarins. — Árni VIÐLEGUBÚNAÐUR í ÚRVALI: OG SOLBAÐIÐ Fellitjöld og göngutjöld, m.a. Tjaldborgartjöldin vlnsælu, sérhönnuð fyrir Islenskar aðstæður. Sólbekkir.stólar og borð I sumarbústaðinn.tjaldið ogá svalirnar. Vandaðir svefnpokar.dýnur vindsængur og bakpokar i útileguna. Hagstætt verð. Morgunblaðið/Silli Knattleikskappar: Gunnólfur Sveinsson, Sigurður Gunnarsson, Heim- ir Eiríksson og Þormóður Aðalbjörnsson. Páll Ríkharðsson umsjónarmað- ur segir hér engin unglinga- vandamál. Iag, golfklúbbur, harmonikkufélag, gömlu dansaklúbbur, hestamanna- félag, kvenfélag, leikfélag, kvenna- deild Slysavarnafélagsins og Völs- ungur svo nokkur séu nefnd, en auk þess starfa ýmsir klúbbar. Hér er starfandi Tómstundaráð Húsavíkur og yfirumsjón með öllu æskulýðs- starfi hefur Pálmi Pálmason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. - Fréttaritari Oflugt félags- starf á Húsavík Húsavík. FÉLAGSSTARF var öflugt á Húsavik siðastliðinn vetur og upp á ýmislegt boðið til starfa í tóm- stundum. Á vegum bæjarins hef- ur yngstu kynslóðinni verið sköp- uð aðstaða í kjallara Félags- heimilisins og þó húsakostur þar sé ekki heppilegastur og allt of lítill, hefur starfsaðstaðan þar mikið verið notuð og þótt áhuga- verð. Kvöldum vikunnar var skipt milli aldurshópa. Þau yngri höfðu fyrri- hluta vikunnar frá kl. 19.30 til 22 en þau eldri voru frá kl. 20—23 nema í vikulokin, þá voru oft diskó- tek frá kl. 21 til 1. Hin hefðbundnu kvöld var spilað á spil og ýmis önnur leiktæki, horft á sjónvarp og rabbað saman. Æskulýðsfélag Húsavíkurkirkju starfaði með auknum áhuga og krafti. Það hafði aðstöðu í hátíðasal Bamaskólans en vöntun á húsnæði er sögð standa þessari sem sumri annarri félagsstarfsemi fyrir þrif- um. Með tilkomu íþróttahallarinnar hafa svo ungmennin, sem aðrir, fengið glæsilega aðstöðu til að fá hreyfiþörf sinni fullnægt og var Höllin ávallt fullnýtt frá morgni til kvölds, hvem dag vikunnar. Samtímis mátti þar t.d. sjá 6 lið leika blak, því húsakostur er svo rúmgóður og glæsilegur. Auk fim- leikakennslu var æfður handbolti, knattspyrna, badminton, blak, borðtennis og frjálsar íþróttir, auk þrekæfinga hinna ýmsu flokka. Þrátt fyrir snjóléttan vetur var skíðasnjór í Qallinu með meira móti og mikið notaður. Skíðagöngur eru meira famar en áður og er vaxandi áhugi á þeirri íþrótt. Félagsstarf á Húsavík er allfjöl- þætt og starfa félögin með misjöfn- um áhuga en nefna má þessi: AA- samtökin, Björgunarsveitin Garðar, bréfdúfnafélag, bridsfélag, taflfé- lag, frímerkjaklúbbur, garðyrkjufé- Húsakynnin máluðu og skreyttu unglingarnir sjálfir. Björn Frið- rik keppir i borðtennis. Morgunblaðið/Albert Kemp Hallgrímur Bergsson formaður skólanefndar tekur við ljósmyndinni úr hendi Sigrúnar Sigurðardóttur. Ljósmyndasýning Fáskrúðsfirði. Ljósmyndasýning á vegum Sögufélags Fáskrúðsfjarðar var opnuð sunnudaginn 5. júní. Sýn- ingin er haldin í Grunnskólahús- inu og var hún opnuð af Nönnu Þórðardóttur. I máli Nönnu kom fram að sýn- ing þessi tengdist mjög mannlífi á Fáskrúðsfirði á fyrri hluta aldarinn- ar, það er að segja franska tíman- um. Auk þess minntist hún skóla- stjórahjónanna, Guðríðar Sveins- dóttur, sem lengi var organisti í Fáskrúðsfjarðarkirkju, og Eiðs Albertssonar, sem hér var skóla- stjóri um þriggja áratuga skeið, auk þess að gegna oddvitastörfum um langan tíma. Við þetta tækifæri afhenti Sigrún Sigurðardóttir Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar ljós- mynd af þeim hjónum og við henni tók Hallgrímur Bergsson formaður skólanefndar. Myndin er gefín til að heiðra minningu þessara hjóna en þau eru bæði látin. Á ljósmyndasýningunni eru 53 myndir og eru þær allar til sölu. - Albert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.