Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1988
23
Að sjálfsögðu hefði verið æskilegt
fyrir Alþingi,sem á nánast allar lóð-
ir milli Vonarstrætis og Kirkjustræt-
is, að engin bygging hefði risið milli
lóða Alþingis og Tjarnarinnar. Þá
hefðu byggingar Alþingis í reynd
staðið áfram á Tjarnarbakkanum,
svo sem Alþingishúsið gerði, þegar
það var reist.
Síðan fyrrnefnt aðalskipulag var
staðfest hefur mátt búast við bygg-
ingu ráðhúss á þessu svæði, þótt sú
ákvörðun hafi í gegnum árin átt
misjafnlega miklu fylgi að fagna.
Sé horfst í augu við þá staðreynd,
að ráðhús gæti risið við Tjörnina,
sem í reynd var gert í samkeppni
Alþingis um nýbyggingu fyrir starf-
semi Alþingis, á árinu 1986, þá
ætti Alþingi eftir átvikum að geta
vel unað við fyrirliggjandi tillögu að
ráðhúsi.
Reykjavíkurborg hefur við gerð
deiliskipulags af miðborginni lagt
þá tillögu, er fékk fyrstu verðlaun í
samkeppni Alþingis, til grundvallar
við skipulag á lóðum Alþingis. Það
þýðir, að í hinu nýja deiliskipulagi
er bæði gert ráð fyrir nýbyggingu
fýrir Alþingi svo og nýbyggingu ráð-
húss á svæðinu. Slík uppbygging
tveggja veigamikilla stjórnsýslu-
stofnana í miðbænum mun að sjálf-
sögðu draga að verulega umferð. í
deiliskipulagi miðborgarinnar er
horfst í augu við það og ráðstafanir
gerðar til þess að mæta því um-
ferðarálagi.
Skv. deiliskipulagi miðborgarinn-
ar verður ekki annað séð, en megin
hagsmurium Alþingis sé til skila
haldið, þótt formleg afgreiðsla á
byggingarmöguleikum Alþingis sé
enn eftir. Ekkert bendir til þess, að
hugmyndir Alþingis geti ekki fallið
að öðru leyti innan ramma deili-
skipulagsins.
Niðurstaða:
Ekki verður því annað séð, en að
hagsmunir Alþingis á lóðum þess á
reitnum milli Vonarstrætis, Tjarnar-
götu, Kirkjustrætis og Templara-
sunds séu tryggðir og bygging ráð-
húss á nágrannalóð sunnan Vonar-
strætis hafi engin veruleg áhrif á
hugmyndir Alþingis um nýtingu
sinna lóða. Núverandi tillaga að ráð-
húsi er öllu hagstæðari fyrir hags-
muni Alþingis en vænta mátti eftir
staðfestingu aðalskipulags
Reykjavíkur frá 1967. Undirritaður
telur því ekki, að Alþingi hafi sér-
staka ástæðu til þess nú, að gera
athugasemd við byggingu nýs ráð-
húss við norðurenda Tjarnarinnar í
Reykjavík.
Reykjavík, 23. mars 1988.
Garðar Halldórsson.
Umsögn vegna grenndar-
kynningar á ráðhúsi
Reykjavíkur
Ráðhúsið og umhverfi þess eru í
samræmi við skipulag Alþingisreits-
ins og í gegn um hann eru eðlileg
göngutengsl á milli ráðhússins og
miðbæjarins.
Hvað varðar fyrirhugaða nýbygg-
ingu Alþingis, er mjög jákvætt það
rými og sú litla tjörn sem ráðhúsið
myndar á horni Vonarstrætis og
Tjarnargötu. Hönnun nýbyggingar
Alþingis hefur miðast við að nýta
sér það umhverfi sem þetta skapar,
og er nú fyrirhugað að Tjarnargötu-
álma nýbyggingarinnar opnist út að
þessu „vatnstorgi" með inngangi.
Athuga þarf nánar götulínu á
horni Vonarstrætis og Tjarnargötu
sem á afstöðumynd ráðhússins er
sýnd ganga inn fyrir lóðarmörk
Tjarnargötu 5b.
Sigurður Einarsson
Hraðamet 1 kapp
flugi bréfdúfna
ÞRJU brefdufnafélög ínnan vé-
banda Dúfnaræktarsambands ís-
lands héldu sín fyrstu mót á ár-
inu dagana 14. og 28. maí.
A fýrra mótinu náði dúfa Omars
Bjarnasonar mesta hraða sem bréf-
dúfa hefur náð í kappflugi á ís-
landi, 104 km/klst. Að sögn Hall-
dórs Guðbjörnssonar hjá Dúfna-
ræktarsambandinu flugu þær frá
Hrauneyjarfossi til Reykjavíkur, um
130 km leið.
Keppt hefur verið í flugi bréf-
dúfna síðan 1982 og er stefnt að
því að keppa um hveija helgi í sum-
ar.
Ræktun bréfdúfna nýtur sr
andi vinsælda hér á la
Askriflarsíminn er 83033
VINSÆLUSTU TOL VURIEVROPUIDAG
IBM-PC SAMHÆFÐAR ÁSAMT FJÖLDA FORRITA OG AUKAHLUTA
STÓRKOSTLEG ÚTSALA!
síðustu AMSTRAD tölvurnar
Á GAMLA VERÐIIMU og AUKAAFSLÆTTI
Næsta sending á nýju veröi
TAKMARKAÐUR FJÖLDI
PC 1512 2 drif 14“litaskjár
Afsláttarverð Næsta sending
kr. 69.900,- kr. 89.900,-
PC1640 MD HARÐUR DISKUR 20 MB
14“ sv/hv hágæðaskjár
EGA, HERCULESOG CGAkort
Afsláttarverð Næsta sending
kr. 99.000,- kr. 121.800,-
PC1640 ECD harður diskur 20 MB
14“ hágæða litaskjár EGA,
HERCULESog CGAkort
Afsláttarverð Næsta sending
kr. 129.000,- kr. 156.000,-
AMSTRAD DMP PRENTARI
Breiður vals A3, PC staðall
hraði 200 stafir pr. sek. NLQ gæðaletur.
Afsláttarverð
kr. 27.900,-
Næsta sending
kr. 37.900,-
Greidslukjör 12 mán. raðgreiðslur VISA - EURO.
Öllum AMSTRAD PC tölvum fylgir: íslensk handbók, MÚS - íslenskuðu GEM
valmyndaforritin: Graphic, Desktopog Paintteikniforrit.
ABILITY forritin: Ritvinnsla, súlu- og kökurit, Reiknivangur, Gagnasafn og Samskiptaforrit.
4 leikir: Bruce Lee, Dambuster, Wrestling og PSI 5 T.C. - o.fl.
TÖUÍULAND
LAUGAVEG1116-118 V/HLEMM. S. 621122.
Öll verð miðast við staðgr.
VERSLUN V/ HLEMM/S. 621122,
m
n
GISLI J. JOHNSEN
NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222