Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Þórhallur Ásgeirsson og Hermod Skánland. Hermod Skánland sæmd- ur stórriddarakrossi Stykkishólmur: Námskeið í hestamennsku Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, sæmdi nýlega Hermod Skánland, seðlabanka- stjóra í Noregi, stórriddarakrossi með stjörnu hinnar islensku fálkaorðu. Hermod Skánland fékk orðuna fyrir störf í þágu Norræna fjárfest- ingarbankans (NIB) og í þágu sam- skipta Noregs og íslands. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri afhenti Hermod Skánland orðuna á stjórnarfundi NIB í Hels- inki í maílok, þegar Skánland lét þar af störfum sem stjómarmaður. Hann hafði setið í stjóm NIB frá stofnun bankans árið 1976, síðustu tvö árin sem stjórnarformaður. (Fréttatilkynning) Stykkishólmi. ÞAÐ færist alltaf meira og meira í vöxt. hér í Stykkishólmi að ungt fólk kaupi sér hesta, sér til ánægju og skemmtunar. Það eitt að eiga hestinn að félaga finna menn og því má mikið hafa fyrir þeirri ánægju. Hesteigendafélag- ið hér hefir sjaldan verið blóm- legra. Sex stærðar lengjur hest- húsa hafa risið fyrir utan bæinn, vandaðar og vel til hafðar og er eigendum þeirra mikið kapp að þar fari sem best um hestana, þeim mun meiri ánægjan. Það munu nú vera um 140 hest- ar í eigu félaga í hesteigendafélag- inu. Ásetningarmaður kemur og athugar á hveiju hausti að nóg fóð- ur sé fyrir öll hrossin og gengur einnig úr skugga um aðbúnað all- an. „Fyrirhöfnin margborgar sig,“ sagði einn innan við fermingu þeg- ar fréttaritari hitti hann á fömum vegi, eiganda að fallegum hesti. Þetta er góð fjárfesting. Það var hann ekki í vafa um. „Við emm mikið saman, enda stunda ég lítið dans og útistöður um kvöld. Maður hefir ekkert upp úr því. Hesta- mennskan er hollt sport,“ sagði hann. I 8 daga dvaldi hér í Hólminum á vegum eigendafélagsins Trausti Þór Guðmundsson úr Mosfellssveit- inni og kenndi bæði ungum og gömlum meðferð hesta og reið- mennsku. „Þetta hefir gengið ágætlega," sagði Trausti, „fólkið hefir verið mjög áhugasamt. Það vom svo yfir 30 sem tóku í allt þátt í námskeið- inu og árangurinn hefur komið í ljós. Eg er mjög ánægður með ár- angurinn og vona að það verði nem- endurnir líka og haldi áfram, því þótt þetta námskeið sé búið, heldur þjálfunin áfram. Það er ótrúlegt hvað hægt er að fá út úr hestinum ef þar er lagt allt hið besta fram,“ sagði Trausti Þór Guðmundsson. - Árni Garðasmíðjan með umboð fyrir PACE GARÐASMIÐJAN sf. í Garðabæ hefur gerst umboðsaðili PACE International, en það er bandarískt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vörum til viðhalds og verndunar húsa og mann- virkja. í frétt frá Garðasmiðjunni segir að PACE International hafi verið leiðandi fyrirtæki á sínu sviði í Bandaríkjunum í yfir 30 ár og að vömr þess séu seldar í yfir 60 lönd- um. Sértu að hugleiða að bæta við eða endurnýja veiðibúnað þinn, skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara. Pað ætti að tryggja að þú finnir búnað sem hæfir þér. Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á sérlega sterkum en fisléttum efnum eins og t.d. grafiti í veiðihjól. Þetta, ásamtgóðri hönnun jSPAbu Garcia og útfærslu í smæstu atriðum gerir Abu Garcia að eftirsóttum veiðivör- um, enda einstaklega öruggar og þægilegar í notkun. Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800 Hefurðu tekið eftir því að pizzurnar okkar eru komnar í nýjar hringlaga umbúðir? Inní eru sömu gómsætu pizzurnar og áður - en núna fer bara miklu betur um þær! Óla partý pizza NÚ KYNNUM VIÐ TRÉ-X VÖRURNAR Á SÉRSTAKRISÝNINGU í IÐNVERKI, HÁTÚNI6A. ÞAR VEITUM VIÐ RÁÐGJÖF, GERUM VERÐTILBOÐ OG KYNNUM NÝJA LÍNU í HURÐUM. LOFTKLÆÐNINGUM OG PARKETI. INNIHURÐIR, 15 TEGUNDIR LOFTKLÆÐNINGAR ný úna SPÓNPARKET, MILLIVEGGIR, SÓLBEKKIR OG MARGT FLEIRA. IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK, SÍMI: 92-14700. IÐNVERK, HÁTÚNI 6A, SÍMAR: 25945 og 25930.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.