Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 36

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Forseta- kjörið ______________________ Leiðangur að Kolbeinslaugum: „Þetta var < veröld, eng Kynjaveröld uppgötvuð í brennisteinsm egar lýðveldi var stofnað á íslandi 1944 hafði stjórn ríkisins í raun verið í höndum Alþingis, eða frá 1918 þegar Islendingar hlutu fullveldi og raunar sjálfstæði að fullu í persónutengslum við konung. Eftir 1918 urðu áhrif danskra stjórnmála- manna á séríslenzk málefni nánast engin en þjóðhöfðing- inn var enn útlendur og minn- isstæðir atburðir í þjóðfélag- inu þegar honum þóknaðist að sækja heim þetta fjarlæga land sitt. Þetta var eins konar fleinn í holdi íslenzku þjóðar- innar og minnti ónotalega á það útlenda vald sem hún hafði átt í höggi við öldum saman. Þótt Danakonungar væru hinir mætustu menn og nú væri svo komið að tekið væri fram að konungur Dan- merkur væri jafnframt kon- ungur Islands þótti fæstum íslendingum konungdæmið viðunandi kostur og litu raun- ar á það sem táknlega yfirlýs- ingu um að enn værum við ekki sjálfstæð þjóð að fullu og öllu. Langþráður draumur var því að losna úr konungs- sambandinu og stofna alís- lenzkt lýðveldi með alinn- lendri stjórn — og helzt sem líkastri því sem tíðkaðist á þjóðveldistímanum. Þó varð stjórnin að vera styrkari en þá og kröftugra miðstjómar- afl enda var það orðið með innlendri ríkisstjórn og fram- kvæmdavaldi hennar. Skort- ur á miðstjórnarvaldi og sundrung sem af því leiddi hafði ekki sízt leitt okkur í náðarfaðm norskra konunga á 13. öld. Löggjafarvald Alþingis var í senn framhald af fomu stolti sögualdar og fullnæg- ing samtímakrafna um lýð- réttindi en stofnun Hæsta- réttar í samræmi við kröfuna um þrískipt stjómvald. Með endurreisn Alþingis á síðustu öld, síðar flutningi fram- kvæmdavaldsins inn í landið, fyrst að nokkm leyti 1904 og svo að fullu og öllu 1918 þegar engum datt í hug leng- ur að bera íslenzk málefni upp fyrir konung í danska ríkisráðinu, og loks með stofnun Hæstaréttar, var því fyrirkomulagi í stjómháttum komið á sem þjóðin undi við að mestu. Þá var það eitt eftir að stíga lokasporið. Það var gert með stofnun forseta- embættis við lýðveldistökuna 1944. Þá var lokið margra alda konungssambandi við Danmörku og langþráðu tak- marki náð. Það er því engin furða þótt forsetaembættið sé í senn viðkvæmt embætti og mikilvægt í hugum íslend- inga og táknrænt að því leyti að það er einskonar innsigli á langvarandi baráttu þjóðar- innar fyrir því að öll stjóm ríkisins sé á innlendum hönd- um og í landinu sjálfu. Og ef rétt er að sjálfstæðisbar- átta lítillar þjóðar sé ævar- andi þá hljótum við ávallt að vera með hugann við þetta táknræna embætti þó að ekki hafi þótt ástæða til að hlaða á forsetann miklum völdum og stjórnsýslu utan afskipta af stjómarmyndun og undir- skrift laga. Að vísu em þó nokkuð skiptar skoðanir um hvert vald forsetaembættisins skuli vera og sitt sýnist hveijum. En við höfum markað því svið með stjórnarskrá og lög- um og meðan því fyrirkomu- lagi er ekki breytt skulum við halda okkur við þá takmörk- un og þá hefð sem við þekkj- um. Formið hefur fallið vel að lýðræðishugmyndum okk- ar og árekstrar litlir sem eng- ir. Það er í senn mikilvægt og dýrmætt. Allir forsetar lýðveldisins hafa haldið sig við þá takmörkun sem hefur verið á valdi þeirra og engum dottið í hug að efna til óvina- fagnaðar með því að seilast til meiri valda en ætlað er eða láta til skarar skríða annars vegar gegn löggjafarvaldinu en hins vegar gegn fram- kvæmdavaldinu með því að neita að samþykkja lög sem réttkjörnir fulltrúar fólksins samkvæmt lýðræðishefðinni hafa samþykkt og ráðherrar eiga að framkvæma eftir stj órnarskránni. Það er því misvísandi þeg- ar nú er fullyrt að það yrði einhver bót á lýðréttindum fólksins í landinu að bijóta þessa hefð og skjóta við- kvæmum málum til þjóðar- innar einsog forseti hefur að vísu nokkurt vald til. En allir gera sér grein fyrir hver úlfúð fylgdi slíku stjórnarfari, sífelld átök og illindi. Það er því ástæða til að vara við slíkum hugsunarhætti og lýsa yfir fullu trausti á þann skiln- ing sem núverandi forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur haft á þessum viðkvæmu grundvallaratriðum í stjórn- kerfi landsins. Hún hefur sýnt mikla ábyrgðartilfinningu og stjórnlagni í embætti sínu og haldið því að hefðbundnum hætti utan við illindi og dæg- urþras. Það getur varla verið hlutverk forseta íslands að ala á óánægju og sundrung með þjóð sem á allt undir því að hún standi saman um grundvallaratriði stjórnsýsl- unnar. Þeir sem una ekki slíku stjórnarfari verða að snúa sér að því að koma fram breyt- ingum á stjórnskipun lands- ins og forsetaembættinu sjálfu með breytingum á stjórnarskránni en ekki með því að efna til óvinafagnaðar og sundra þjóð sem er nógu sundurlynd fyrir. Þeir sem vilja taka upp velvirkt og lýð- ræðislegt svissneskt kerfi og skjóta velflestum málum til þjóðarinnar eiga að vinna að fyrrnefndum breytingum án þess að efla til illinda og átaka um forsetaembættið sjálft. Það þyldi engin átök um viðkvæm dægurmál eins- og nú háttar. Og þeir sem helzt hafa hug á því að auka völd forseta, t.a.m. þann veg að hann yrði oddviti fram- kvæmdavaldsins einsog í einu helzta lýðræðisríki veraldar, Bandaríkjunum, eiga að beij- ast fyrir þeim hugmyndum sínum og koma þeim í fram- kvæmd með lýðræðislegum hætti en krefjast þess ekki að forseti reyni að taka sér slíkt vald sem honum væri óheimilt og ekki til þess ætlazt að forseti standi í slíku stímabraki. Hvorki svissneska né bandaríska kerfið er það stjórnform sem við höfum valið lýðveldi okkar, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, heldur það erfiða ein- stigi milli þessara kerfa sem raun ber vitni. Forsetar ís- lands hafa fallið vel að þessu stjómkerfi, hvað sem verður, og innan þess hafa sérstæðir hæfileikar frú Vigdísar til að lægja öldur innanlands og auka álit lands og þjóðar er- lendis notið sín svo vel að full ástæða er til að gleðjast yfir því og bera traust til hennar sem þjóðhöfðingja. Sá sem varðveitir í blóði sínu jafnmikla ást á íslenzkri sögu menningu og tungu og frú Vigdís og sýnir hana í verki með markvissum áminning- um og af jafnmiklum metnaði og hún er vel nestaður í því volki sem veröldin er. LEIÐANGRI vitaskipsins Ár- vakurs að Kolbeinsey lauk jafn óvænt og hann hófst. Þegar Hans Fricke stjórnandi og eig- andi Geo kom úr kafi á laugar- dag ásamt félaga sínum Jiirgen Schauer var hann sárþjáður. Hryggjarliður hafði gengið til, þrýsti á taug og olli Fricke óbærilegum kvölum í fæti. Skipinu var snúið til hafnar, þremur dögum á undan áætlun. En ferðin hafði borið árangur, í lestinni stóðu vísindamenn fram á rauða nótt yfir tilrauna- glösum með fjórum lítrum af ómetanlegu hveravatni. I fyrsta skipti höfðu menn litið berum augum jarðhitasvæðið við Kol- beinsey og uppgötvað fjöl- breyttara lífríki en nokkurn óraði fyrir. Guðni Alfreðsson og Jakob Kristjánsson leiðang- ursstjórar voru ánægðir með sinn feng. Geo kafaði tvisvar sinnum niður á lítinn neðansjávarhrygg um 3Ú2 sjómílu sunnan við Kolbeinsey, á stað sem hlotið hefur nafnið Kol- beinslaugar. Fyrri ferðin stóð í sjö klukkustundir og tuttugu mínútur og fyrstu fjóra tímana sigldu þeir Fricke og Schauer um í þreifandi myrkri án þess að finna staðinn. Loks höfðu þeir árangur sem erf- iði, römbuðu á geysiöflugt jarð- hitasvæði þar sem báturinn skalf undan útstreymi frá hverunum. Fricke, sem kafað hefur 700 sinnum i öllum heimshöfunum, kvaðst hafa verið steini lostinn yfir þeirri kynjaveröld sem hann uppgötvaði. „Eg hef aldrei séð jafn fjölskrúðugt plöntu og dýralíf í undirdjúpum. Þetta var önnur veröld, ólík nokkru á jarðríki. Is- lendingar eru svo sannarlega auð- ug þjóð, því við sigldum í gegnum hvetja fískatorfuna á fætur ann- arri,“ sagði Fricke þegar hann steig úr bátnum. I seinni ferðinni fundu Schauer og Fricke annað jarðhitasvæði og tókst að soga vatn úr hveraopun- um eins og stefnt var að. Þá náðu þeir upp gijóti, plöntum og dýrum. Á steinunum fannst smáger gróð- ur, líkastur hvítum hárum, sem myndaður er af fágætri tegund örvera. Eiginleikar þeirra eru vísindamönnum að mestu lokuð bók og gætu rannsóknir á sýnun- um frá Geo aukið þekkingu á þeim til muna. Fjölskrúðugt lífríki í eitruðu umhverfi Leiðangurinn á Árvakri brýtur blað í sögu íslenskra rannsókna. Mannaður kafbátur hefur ekki fyrr verið notaður til könnunar hér við land. Kolbeinslaugar eru eina þekkta hverasvæðið á land- grunninu en voru lítt rannsakaðar. Markmið leiðangursmanna var að safna sem gleggstum upplýs- ingum um jarðfræði svæðisins, eiginleika jarðhitans, örverugróð- ur í hverunum og lífríkið í kringum þá. Þá var ætlunin að renna stoð- um undir þá kenningu að í hverun- um þrífíst örverur við suðumark vatns á þessu dýpi, 180 gráður. Reynist það rétt hafa efstu mörk lífsins, sem nú eru dregin við 110 gráðu hita, verið hækkuð. Biðin í brúnni á Árvakri meðan Geo Frumstæðri rannsóknaraðstöðu he áhugaverðu sýni. Við rannsóknir á Kolbeinslaug- um kom upp úr kafinu að þar búa örverur sem geta nýtt sér brenni- steinssambönd til svonefndrar efnatillífunar. Þegar brennisteinn úr hveravatninu gengur í sam- band við súrefni losnar úr læðingi orka sem örverurnar nýta, líkt og plöntur sólarorku við ljóstillífun. Örverumar em síðan fæða planta og dýra sem þrífast á jarðhita- svæðinu. Þannig leggja þær grundvöll að fjölskrúðugu dýralífi í myrku og baneitruðu umhverfi. Leiðangur Árvakurs átti sér nokkra forsögu. I lok síðasta mánaðar sigldi ísbijóturinn Pol- arstem að Kolbeinsey með kaf- bátinn Geo og á fjórða tug íslenskra og þýskra vísindamanna innanborðs. Þýsk yfírvöld bönn- uðu notkun kafbátsins í leiðangr- inum öllum að óvörum, sem gerði það að verkum að rannsóknirnar sem höfðu verið þijú ár í undir- búningi fóru að mestu út um þúf- ur. Jakob Kristjánsson og Guðni Alfreðsson lífeðlisfræðingar vom ekki á því að gefast upp fyrr en

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.