Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 10

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 LISTAHÁTÍÐ í REÝKJAVÍK Norræni kvartettínn Norræni kvartettinn er sér- kennilega samsettur hljóðfæra- hópur, þar sem eru klarinettleik- ari, gítaristi og tveir slagverks- menn. Trúlega er ekki mikið til fyrir þessa samskipan hljóðfæra, nema það þá sem tónskáldin í hópnum hafa sérstaklega samið, en það eru Áskell Másson og Jos- eph Fung. Auk þeirra leika Einar Jóhannesson á klarinett og Roger Carlsson, frá Gautaborg, á slag- verk. Tónleikamir hófust á fantasíu um kínverskt ljóð eftir Áskel Másson. Einar Jóhannesson og höfundurinn léku þetta fallega ljóð mjög vel en Áskell á sérlega gott með að tjá af ótrúlegri næmi ýmis konar hughrif á trommuna sína eins og kom mjög sterkt fram í þriðja verki tónleikanna, Imp- romtu einnig eftir Áskel, er hann flutti einn. Annað verk tónleik- anna var Tokkata eftir eftir Þor- steinn Hauksson fyrir sólógítar. Tokkatan er stutt og fremur sviplítil tónsmíð en áferðafalleg. Einar Jóhannesson flutti ein- leiksverk eftir Paavo Heininen, sem nefnist Discantus 11 og þó verkið sé ekki sérlega frumlegt er það nokkuð krefjandi um leik- tækni. Einar Jóhannesson lék verkið af hreinni snilld og sterkri tilfínningu fyrir tónvefnaði verks- ins. Síðasta einleiksverkið var svo Waves fyrir slagverk, eftir Per Nörgaard en flytjandi var Roger Carlsson. Verkið er að formi til ekkert annað en stöðug tilfærsla frá einu slaghljóðfæri yfir á ann- að, nær alveg á samspils og endar á gúmmíboltaieik á pákur. Divertimento eftir Áskel Más- son er fyrir allan hópinn og þar mátti heyra stórfallegt samspil tónrænna hugmynda, einkum í sónötu þættinum og þeim síðasta, Rondóinu. í miðþáttunum er leikið með hvert hljóðfæri fyrir sig. Verkið var ekki aðeins vel leikið heldur hefur Áskell einstakt vald á samskipan slagverkshljóðfæra við lagferlishljóðfæri, svo að úr varð að þessu sinni kammertónlist eins og hún gerist best. Síðasta verkið var Choreograp- hic poems eftir Joseph Fung, ág- ætt verk, einskonar ljóðadans sem að nokkru fjallar um Amlóða danaprins og ráðleysi hans. í verki Fung eru tónhugmyndimar oftast útfærðar með „heterófónískum" aðferðum, sérstaklega í síðasta þættinum, þar sem tónverkið er í raun einraddað. Þarna er Fung trúr uppruna sínum en austur- lensk tónlist hefur fram að þessu að mestu verið heterófónísk, eins og Plató skilgreindi hana vera hjá þjóðum þeim er á hans tíma byggðu Austurlönd nær. Ljóða- dansinn eftir Fung er skemmtileg tónsmíð og var, eins og reyndar allt á þessum tónleikum, vel leikið. Lágfiðluleikur Tónlist á Listahátíð JónÁsgeirsson Svava Bemharðsdóttir lágfíðlu- leikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari gerðu sitt til að halda uppi merki íslenskrar tónlistar á yfírstand- andi listahátíð og frumfluttu með- al annars þijú tónverk, eftir jafn- marga höfunda, Þorkel Sigur- bjömsson, Mist Þorkelsdóttur og Hilmar Þórðarson. Tónleikamir hófust á Sex íslensk þjóðlög, eftir Þorkel Sigurbjömsson en þessar áferðafallegu hugleiðingar fluttu Svava og Anna Guðný með þokka. Þjóðlaga raddsetningar þessar em nærri tuttugu ára gamlar en elsta verkið í tónleikunum var Sónata eftir Jón Þórarinsson. Klarinettu- sónötuna samdi Jon 1947 en um- ritaði verkið síðan fyrir lágfíðlu árið 1964 og er það í fyrsta sinn sem undirritaður heyrir lágfiðlu- gerðina, sem hljómaði einkar vel í samspili við píanóið. Þijú einleiksverk vom á efnis- skránni, Cadenza (1984) eftir Áskel Másson, Step-by-Step (1986) eftir Þorkel Sigurbjöms- son og Líf í tuskunni (1987) eftir Mist Þorkelsdóttur. Þetta vom hefðbundin nútímaverk, þar sem þó mátti merkja ákveðið aftur- hvarf til eldri hefða. Öll vom verk- in vel flutt af Svövu. Dimma eftir Kjartan Ólafsson (verðlaunaverk frá 1985) er fyrir lágfíðlu og píanó og var það viðburðaríkasta verkið á þessum tónleikum og mjög vel flutt. Það verk sem beiðið var eftir með mestri eftirvæntingu var Tölvuspil (1988) eftir Hilmar Þórðarson, er stundar nú tónsmíðanám í Bandaríkjunum. Verkið er samið fyrir lágfiðlu, píanó og tölvu, sem í raun vinnur svipað hlutverk og píanó. Á móti hörðum leik tölvunnar flutti lágf- iðlan- hægferðugar tónhendingar og eftir að píanóið hefur færst nær í samspili við hraðan leik tölvunnar verður tónmál lágfíðl- unnar viðameira. Þrátt fyrir að margt skemmtilegt mætti heyra í þessu verki var það einum og einlitt í gerð og endurtekningar tónhugmynda verkuðu eins og þráhyggja, frekar en upp byggðist spenna eða átök um tónhugmynd- ir. Hvað um það. Hér var ungur og efnilegur tónhöfundur að kanna sér leið til að brúa það bil sem er í millum hefðbundinnar hljóðfæratónlistar og tölvutækn- innar. Ófullkomleiki tölvunnar bygg- ist á fullkominni nákvæmni henn- ar en fullkomleiki mannsins á ófullkomleika hans, því í fullkom- leika tölvunnar er hvergi undan- komuleið, þar sem maðurinn hefur aftur á móti óendanlega víddir til undankomu, fyrir kringilegan skáldskap og sköpun. Þegar stillt er saman hljóðfæraleik og tölvu- tónlist er maðurinn í raun rændur öllum sveigjanleik og hann verður að gjöra svo vel að elta dauða maskínuna. Það getur hann og gerir á svo mörgum sviðum mann- legra umsvifa, sem því miður á ekki eins vel við í lifandi tónlist og á öðrum sviðum mannlegra umsvifa. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ Blaðið kemur ekki út næstkomandi laugardag vegna þjóðhátíðarföstudaginn 17. júní. Auglýsingar í sunnudasblað, 19. júní, þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16. fimmtudaginn 16.júní. JWtrgiiwMtalrtfc GIMLIGIMLI Þorsgata 26 2 hæð Simi 25099 fp Porsgata26 2 hæj Sinn 25099 j.i . S* 25099 Ámi Stefáns. viðskfr. Bárður Tryggvason Elfar Ólason Haukur Sigurðarson Raðhús og einbýli SÆBRAUT - SELTJ. Glæsil. ca 160 fm nýl. einb. ásamt 56 fm tvöf. bílsk. 1150 fm lóð. Mjög ákv. sala. Skipti mögul. á minni eign. VANTAR - EINB. - VESTURBÆ Höfum mjög fjárst. kaupanda aö góðu einbýtis-, raft- eöa parhúsi I Vesturbæ. SKÓLAGERÐI - LAUST Fallegt ca 130 fm steypt parhús. 4 svefn- herb. Fallegur garður. 50 fm bilsk. Laust strax. Verö 6,5 mlllj. SELTJARNARNES Fallegt ca 220 fm einb. Innb. bílsk. Falleg ræktuí .úð. Parket. Skiptl mögul. á mlnni eign. Mögul. á 60% útb. Laust I ágúst. Mjög ákv. sulo. Verö 11 mlllj. FANNAFOLD Stórgl. 180 fm nýtt timbureinb., hæð og ris, ásamt innb. bílsk. Mjög vandaðar innr. Skemmtil. staösetn. Áhv. nýtt húsnæðis- lán. Teikn. á skrifst. SEIÐAKVÍSL Stórgl. ca 180 fm einb. á einni hæð ásamt ca 40 fm bflsk. Húsið er að mestu fullkl. með óvenju glæsil. innr. Skemmtil. skipu- lagt. Frábær staösetn. Áhv. nýtt hús- næðislán ca 2,8 millj. Verð 12 mlllj. 5-7 herb. íbúðir NORÐURAS Stórgl. 4ra-5 herb. íb. a 1. hæð ásamt ca 20 fm aukaherb. og 35 fm fullb. innb. bflsk. Mögul. á að hafa innangengt i bílsk. og aukaherb. Ákv. sala. Verð 6,5 mlllj. TÓMASARHAGI Falleg 140 fm sérhæö á 1. hæð í fjórb. Sérinng. Tvennar svalir. Tvöf. verksmgler. Laus strax. Verð 7,3-7,6 millj. ÁLFTAMÝRI Glæsil. ce 120 fm fb. á 4. hæö. Sérpvh. 3-4 svefnherb. Góöur bilsk. Fráb. útsýni. Endurn. innr. Mjög ákv. sala. Verð 5,8-6,9 mlltj. ENGIHJALLI - TVÆR ÍBÚÐIR Glæsilegar ca 100 fht íb. é 2. og 3. hæð í góðu lyftuhúsi. 2 rúmgóð svefnherb. Tvennar svalir. Fallegt útsýni. Ljósar innr. Ákv. sala. LAUGARNESVEGUR Ca 60 fm 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð ásamt 30 fm bílsk. Arinn í stofu, endurn. bað. Ákv. sala. Verð 3950 þús. EYJABAKKI Glæsil. 3ja herb. íb. á jaröhæö með sér- garöi. íb. er meö sérþv. Glæsil. nýstand- sett baöherb. Ákv. sala. Verð 4,4 mlllj. STELKSHÓLAR Falleg 85 fm íb. á 1. hæö I litlu fjölbhúsl. Góöar innr. Áhv. ca 1200 þús. langtíma- lán. Verð 4,3 millj. VESTURBÆR - LAUS Til sölu falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð ásamt stóru aukaherb. í kj. íb. er ný máíum og með nýjum teppum. Verð 2950 þúe. KAMBASEL - BÍLSK. Glæsil. 3ja herb. sérhæö á jarðhæö ásamt góöum fullb. bflsk. Mjög vandaðar innr. Sórþvhús. SérgarÖur. Áhv. ca 1400 þús. FLYÐRUGRANDI Glæsil. 70 fm íb. 2ja-3ja herb. ó jaröhæö í vönduöu stigahúsi. íb. er öll endurn. meö nýju parketi. Verð 4,2 millj. HÁALEITISBRAUT Falleg 3ja herb. íb. á jarðh. Endurn. eld- hús og bað. (b. er velstaösett uppí botnl. Góöur garðijr. Ákv. sala. 2ja herb. KEILUGRANDI Glæsil. 2ja herb. Ib. á 3. heeö I vönduöu fjölbhúsi. Góöar innr. Áhv. ca 1100 þús. frá veödeild. Verö 3,7 millj. SPÓAHÓLAR Falleg 71 fm Ib. á jaröhæð með sér suðurgaröi. Góöar innr. Áhv. ca 800 þús. viö veödeild. Verð 3,6 m. ARAHÓLAR Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæö í vönduðu lyftuhúsi. Suöursv. Verð 3,5 millj. ENGIHJALLI - KÓP. Falleg ca 60 fm íb. á jaröhæð í lítilli blokk. Fallegt útsýni. Góður sórgarður. Áhv. ca 1 millj. langtímalán. Verð 3,3 millj. GNOÐARVOGUR Falleg 2ja herb. íb. á 4. hæö. Góöar innr. Ákv. sala. Verð 3,4 millj. BJARNARSTÍGUR Gullfalleg 55 fm íb. ó jarðhæó í góöu þrfbhúsi. íb. er mikiö endum. Parket. Góöur bakgaróur. Ákv. sala. Verö aðeins 2950 þús. ÁLFHEIMAR Glæsil. 135 fm endaíb. (b. er öll endurn. Parket ó gólfum. Suöursv. Nýtt gler. Stór- kostl. útsýni. Verð 4950 þús. 4ra herb. íbúðir SKOLAVORÐUSTIGUR Góö ca 110 fm íb. á 2. hæð í steinhúsi. Ib. er meö nýjum ofna- og raflögnum. Nýtt parket. Suöursv. Hagst. áhv. lén. Verö 4,3 millj. HÁALEITISBRAUT Falleg 117 fm íb. á 3. hæö í vönduöu stiga- húsi. Stórgi. útsýni. Nýtt gler. Laus fljótl. Verð 5,5 mlllj. BLÖNDUBAKKI Falleg 110 fm ib. á 2. hæö ásamt 12 fm aukaherb. i kj. Sérþvhús. Mjög ákv. sala. Verö 4,8 mlllj. ÁLFTAHÓLAR Falleg 117 fm íb. á 5. hæð I lyftuhúsi ásamt stórum bilsk. Glæsil. útsýni. ESKIHLÍÐ Falleg 110 fm (b. á 4. hæö. Nýtt gler. Glæsil. baöherb. Fráb. útsýni. Verö 4,8 m. 3ja herb. íbúðir FELLSMULI Falleg 3ja endaherb. íb. á 2. hæö. íb. er ný máluö. Suö-vestursv. Danfoss. Ákv. sala. Húsvöröur. FURUGRUND Falleg 85 fm ib. í lyftuhúsi. Fráb. útsýni. Suöursv. Vandaðar innr. ÁSVALLAGATA Góö ca 88 fm (nettó) íb. ó 2. hæö. íb. er mjög sérstök. Laus 1. júli. Ákv. sala. Verð 3950 þús. FURUGRUND - LAUS Glæsil. 65 fm íb. á 2. hæö i vönd- uðu stigahúsi. Fallegt útsýni. Góöar innr. Ib. er I mjög ékv. sölu. NJÁLSGATA Stórgl. 70 fm efri hæð i tvib. (b. er öll ný meö glæsil. innr. Verö 3,6 millj. SKÚLAGATA Falleg 50 fm risib. Góöar innr. Verö 2,4 m. GAUKSHÓLAR Falleg 2ja herb. íb. á 6. hæð. Fráb. útsýni yfir bæinn. Mjög ákv. sala. TRYGGVAGATA Stórgl. rúml. 90 fm 2ja-3ja herb. Ib. á 4. hæö. Ib. er eérstakl. vönduö og vel innr. Suðursv. Glæsil. útsýni yfir höfnine. Eign i sérfl. KJARTANSGATA Glæsil. 70 fm lítiö niöurgr. kjíb. Parket i gólfum. öll endum. Verð 3,6 mlllj. ÁLFTAMÝRI Góö ca 54 fm einstaklib. í kj. (b. er samþykkt. Ákv. sala. Verð 2650 þ. FLYÐRUGRANDI Falleg ca 65 fm íb. í vönduöu stigahúsi. 20 fm suö-vestursv. Fallegt útsýni. Sauna í sameign. Verö 3950 þús. SÖRLASKJÓL - LAUS Falieg 60 fm íb. í fallegu steinhúsi. Sér- inng. Laus strax. Verö 3,2 millj. ÁLFHÓLSVEGUR Góð 60 fm íb. á 1. hæö. Sórinng. Verð 2,9 millj. LAUFÁSVEGUR Falleg 80 fm ib. á jaröhæö. Nýtt gler og teppi. Góöur garöur. Verö 3,3 mlllj. SKIPASUND Falleg 65 fm íb. i kj. Verö 3,2 mlllj. fltofgpsiiltitofcifr Metsölublað á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.