Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 31

Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 31 Sumarfatnaður IjWwJ FYRIR DÖMUR OG HERRA Lcurél Tískuverslunin Enn veruleg þensla á vinnumarkaði Meira atvinmileysi hjá konum en körlum ÞJÓÐHAGSSTOFNUN og Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneyt- isins hafa kannað atvinnuástand og horfur á vinnmnarkaði, en það hefur verið gert reglulega vor og haust undanfarin þrjú ár. I ljós kom að enn er veruleg þensla á vinnumarkaði og má ætla að um 2900 stöður séu ófylltar en það samsvarar um 3,2% af heildarmann- afla þeirra greina sem könnunin náði til. Mestur skortur er á verka- fólki og vantar einkum fólk í fiskvinnslu á landsbyggðinni. Könnunin náði til allra atvinnu- greina nema landbúnaðar, fískveiða og opinberrar þjónustu annarrar en sjúkrahúsanna. Meðal þess sem fram kom var að mestur skortur er á verkafólki og vantar fólk í um 1300 verka- mannastörf. Um fjórðungur þeirra er á höfuðborgarsvæðinu en í síðustu könnun.í október í fyrra, var tæpur helmingur þessara starfa á höfuðborgarsvæðinu og liggur munurinn einkum í því að færra fólk vantar nú í byggingarvinnu en þá. Einnig hefur verulega drégið úr manneklu í fiskvinnslu á höfuð- borgarsvæðinu. Mikill skortur er enn á sérhæfðu starfsfólki, einkum á sjúkrahúsun- um þar sem mikið vantar af hjúkr- unarfólki og öðru sérmenntuðu fólki. Eftirspurn eftir vinnuafli eykst jafnan jrfir sumarmánuðina en dregur aftur úr henni á haustin. Mat fyrirtækja er að velta aukist um rúm 2% að meðaltali frá fyrra ári. Er sú aukning heldur meiri en Þjóðahgasstofnun hefur reiknað með. Tæplega 12 þúsund atvinnuleys- isdagar voru skráðir á landinu öllu í maímánuði sl. og svarar það til þess að 544 hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, eða 0,4% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði um 15% frá í apríl. Mest dró úr atvinnuleysi hjá körlum eða um 27% en konum á skrá fækkaði aðeins um 7% og var 65% af skráðu atvinnuleysi hjá konum. Á öllu landinu voru atvinnuleysis- dagar 3 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Mest óx atvinnuleysið á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Suðurlandi, en þessi svæði hafa öll orðið fyrir því að sauma- og prjónastofum hefur verið lokað í vetur og skýrir það einnig óvenju hátt hlutfall kvenna á atvinnuleysis- skrá. Enda þótt skráðum atvinnuleys- isdögum hafi fjölgað frá í fyrra voru þeir færri nú en í nokkrum öðrum maímánuði sl. 4 ár þar á undan, en að meðaltali voru þá skráðir 17 þúsund atvinnuleysis- dagar. Þetta gefur til kynna að mun minna hafi dregið úr þenslu á vinnu- markaði en gért hafði verið ráð fyrir. -----------1 fyrír mm m jt ar 17. jum Morgunblaðið/Einar Falur Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, bauð fundarmönnum ásamt eiginkonum til móttöku að Bessastöð- um siðastliðinn föstudag. tímarit.“ Hverju kemur árið 1992 til með að breyta fyrir prentiðnaðinn, þegar aðildarlönd Efnahagsbandalags Evrópu verða einn markaður? Poulsen: „Danir eru aðilar að Efnahagsbandalaginu og við teljum að þetta verði gott fyrir iðnaðinn. Upplýsingastreymi kemur til með að aukast verulega, sem mun leiða til fleiri starfa í þessari grein.“ Gálmark: „Forsvarsmenn iðnaðar- ins vilja að að Svíþjóð gangi í banda- lagið. Ríkisstjórnin og verkalýðs- félögin eru hikandi í því máli, en þau vilja halda sig í nándinni." Stavik: „Það er viðkæm pólitísk spuming í Noregi hvort ganga eigi til liðs við bandalagið, en ég er þess fullviss að það gerist á næstu ámm, vonandi strax árið 1992. Það er ljóst að fyrr verður það ekki þar sem aðildarríkin hafa öðmm hnöpp- um að hneppa þessa dagana, en að fjalla um inntöku nýrra aðildar- landa.“ Sutinen: „Það er ómögulegt, pólitískt séð , fyrir Finna að ganga í bandalagið, eins og gefur að skilja. En það verður að hafa það í huga, að þau lönd sem standa utan banda- lagsins eiga öll í samningaviðræð- um við það um ýmis konar sam- starf, þannig að önnur lönd verða að aðlaga sig þessum breyttu að- stæðum.“ Poulsen: „Mesti vandinn verður á sviði skattamála. Óbeinir skattar em mismiklir eftir löndum og í mismunandi formi. í Danmörku er flatur 22,5% virðisaukaskattur á allar vömr og þjónustu. En í Eng- landi em dagblöð og bækur undan- þegnar skatti, svo dæmi sé tekið. Þetta vandamál verður að leysa og það er lögð mikil vinna í það á vett- vangi Efnahagsbandalagsins." Nisell: „Ef skattaheimta verður ekki samræmd þá er ljóst, að fyrir- taéki flytja sig yfir landamæri, þangað sem skattar em lægri.“ Að lokum. Hvert er markmiðið með ráðstefnu eins og þessari? Gálmark: Við bemm saman bæk- ur okkar um mál eins og menntun, tækni, skatta og fleira þess háttar, sem er mjög gagnlegt fyrir okkur. Poulsen: „Þar sem Norðurlöndin em lík efnahagslega og pólitískt þá liggur samvinna nokkuð beint við og við þurfum aðeins að leysa úr smávægilegum hagsmunaá- rekstmm. Nisell: „Verkalyðsfélög á Norð- urlöndum hafa náið samstarf sín á milli og það er því nauðsynlegt fyr- ir okkur líka.“ Stavik: „Og með þessa ráðstefnu þá gefur það henni aukið gildi að fæstir okkar hafa komið til íslands áður og fáum því að kynnast að- stæðum hér“. Við fáum falleg og góð föt á góðu verði í Laugavegi 118 105 Reykjavik simi 28980 við Eiðistorg 611811. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.