Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 31 Sumarfatnaður IjWwJ FYRIR DÖMUR OG HERRA Lcurél Tískuverslunin Enn veruleg þensla á vinnumarkaði Meira atvinmileysi hjá konum en körlum ÞJÓÐHAGSSTOFNUN og Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneyt- isins hafa kannað atvinnuástand og horfur á vinnmnarkaði, en það hefur verið gert reglulega vor og haust undanfarin þrjú ár. I ljós kom að enn er veruleg þensla á vinnumarkaði og má ætla að um 2900 stöður séu ófylltar en það samsvarar um 3,2% af heildarmann- afla þeirra greina sem könnunin náði til. Mestur skortur er á verka- fólki og vantar einkum fólk í fiskvinnslu á landsbyggðinni. Könnunin náði til allra atvinnu- greina nema landbúnaðar, fískveiða og opinberrar þjónustu annarrar en sjúkrahúsanna. Meðal þess sem fram kom var að mestur skortur er á verkafólki og vantar fólk í um 1300 verka- mannastörf. Um fjórðungur þeirra er á höfuðborgarsvæðinu en í síðustu könnun.í október í fyrra, var tæpur helmingur þessara starfa á höfuðborgarsvæðinu og liggur munurinn einkum í því að færra fólk vantar nú í byggingarvinnu en þá. Einnig hefur verulega drégið úr manneklu í fiskvinnslu á höfuð- borgarsvæðinu. Mikill skortur er enn á sérhæfðu starfsfólki, einkum á sjúkrahúsun- um þar sem mikið vantar af hjúkr- unarfólki og öðru sérmenntuðu fólki. Eftirspurn eftir vinnuafli eykst jafnan jrfir sumarmánuðina en dregur aftur úr henni á haustin. Mat fyrirtækja er að velta aukist um rúm 2% að meðaltali frá fyrra ári. Er sú aukning heldur meiri en Þjóðahgasstofnun hefur reiknað með. Tæplega 12 þúsund atvinnuleys- isdagar voru skráðir á landinu öllu í maímánuði sl. og svarar það til þess að 544 hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, eða 0,4% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði um 15% frá í apríl. Mest dró úr atvinnuleysi hjá körlum eða um 27% en konum á skrá fækkaði aðeins um 7% og var 65% af skráðu atvinnuleysi hjá konum. Á öllu landinu voru atvinnuleysis- dagar 3 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Mest óx atvinnuleysið á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Suðurlandi, en þessi svæði hafa öll orðið fyrir því að sauma- og prjónastofum hefur verið lokað í vetur og skýrir það einnig óvenju hátt hlutfall kvenna á atvinnuleysis- skrá. Enda þótt skráðum atvinnuleys- isdögum hafi fjölgað frá í fyrra voru þeir færri nú en í nokkrum öðrum maímánuði sl. 4 ár þar á undan, en að meðaltali voru þá skráðir 17 þúsund atvinnuleysis- dagar. Þetta gefur til kynna að mun minna hafi dregið úr þenslu á vinnu- markaði en gért hafði verið ráð fyrir. -----------1 fyrír mm m jt ar 17. jum Morgunblaðið/Einar Falur Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, bauð fundarmönnum ásamt eiginkonum til móttöku að Bessastöð- um siðastliðinn föstudag. tímarit.“ Hverju kemur árið 1992 til með að breyta fyrir prentiðnaðinn, þegar aðildarlönd Efnahagsbandalags Evrópu verða einn markaður? Poulsen: „Danir eru aðilar að Efnahagsbandalaginu og við teljum að þetta verði gott fyrir iðnaðinn. Upplýsingastreymi kemur til með að aukast verulega, sem mun leiða til fleiri starfa í þessari grein.“ Gálmark: „Forsvarsmenn iðnaðar- ins vilja að að Svíþjóð gangi í banda- lagið. Ríkisstjórnin og verkalýðs- félögin eru hikandi í því máli, en þau vilja halda sig í nándinni." Stavik: „Það er viðkæm pólitísk spuming í Noregi hvort ganga eigi til liðs við bandalagið, en ég er þess fullviss að það gerist á næstu ámm, vonandi strax árið 1992. Það er ljóst að fyrr verður það ekki þar sem aðildarríkin hafa öðmm hnöpp- um að hneppa þessa dagana, en að fjalla um inntöku nýrra aðildar- landa.“ Sutinen: „Það er ómögulegt, pólitískt séð , fyrir Finna að ganga í bandalagið, eins og gefur að skilja. En það verður að hafa það í huga, að þau lönd sem standa utan banda- lagsins eiga öll í samningaviðræð- um við það um ýmis konar sam- starf, þannig að önnur lönd verða að aðlaga sig þessum breyttu að- stæðum.“ Poulsen: „Mesti vandinn verður á sviði skattamála. Óbeinir skattar em mismiklir eftir löndum og í mismunandi formi. í Danmörku er flatur 22,5% virðisaukaskattur á allar vömr og þjónustu. En í Eng- landi em dagblöð og bækur undan- þegnar skatti, svo dæmi sé tekið. Þetta vandamál verður að leysa og það er lögð mikil vinna í það á vett- vangi Efnahagsbandalagsins." Nisell: „Ef skattaheimta verður ekki samræmd þá er ljóst, að fyrir- taéki flytja sig yfir landamæri, þangað sem skattar em lægri.“ Að lokum. Hvert er markmiðið með ráðstefnu eins og þessari? Gálmark: Við bemm saman bæk- ur okkar um mál eins og menntun, tækni, skatta og fleira þess háttar, sem er mjög gagnlegt fyrir okkur. Poulsen: „Þar sem Norðurlöndin em lík efnahagslega og pólitískt þá liggur samvinna nokkuð beint við og við þurfum aðeins að leysa úr smávægilegum hagsmunaá- rekstmm. Nisell: „Verkalyðsfélög á Norð- urlöndum hafa náið samstarf sín á milli og það er því nauðsynlegt fyr- ir okkur líka.“ Stavik: „Og með þessa ráðstefnu þá gefur það henni aukið gildi að fæstir okkar hafa komið til íslands áður og fáum því að kynnast að- stæðum hér“. Við fáum falleg og góð föt á góðu verði í Laugavegi 118 105 Reykjavik simi 28980 við Eiðistorg 611811. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.