Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 57

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 57 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fyrsta stjórn Fiugklúbbs Suðurnesja talið frá vinstri: Viðar Péturs- son varaformaður, Hrafn Ásgeirsson ritari, Einar Dagbjartsson formaður, Einar Guðmundsson gjaldkeri og Páll Árnason meðstjórn- andi. Flugklúbbur Suð- urnesja stofnaður Frá aðalfundi Flugklúbbs Grindavíkur þar sem hann var lagður niður og Flugklúbbur Suðurnesja stofnaður. Grindavík. Á AÐALFUNDI Flugklúbbs Grindavíkur fyrir nokkru var samþykkt að leggja klúbbinn nið- ur og stofna Flugklúbb Suður- nesja FKSN með þátttöku áhuga- manna um flugmál af öllum Suð- urnesjum. Einar Dagbjartsson flugmaður frá Grindavík var kosinn formaður hins nýja klúbbs, en hann var einn- ig formaður Flugklúbbs Grindavík- ur. Einar sagði að stærsta verkefni hins nýja klúbbs væri að eignast flugbraut og hillir undir að fá leyfi fyrir hana í hrauninu norðan Grindavíkurvegarins við Gíghæð- ina, þó hægt gangi. „Landeigendur eru mjög jákvæð- ir og er stjóm félags þeirra búin að samþykkja að láta okkur hafa svæðið en það þarf að fara fyrir aðalfund til endanlegrar samþykkt- ar. Þá er einungis eftir að fá leyfi frá Flugmálastjórn en þar stendur hnífurinn í kúnni þó okkur finnist mjakast í rétta átt,“ sagði Einar. I stjóm voru kosnir auk Einars, Hrafn Ásgeirsson ritari frá Grindavík, Einar Guðmundsson gjaldkeri frá Njarðvík, Páll Ámason meðstjómandi frá Keflavík og Viðar Pétursson varaformaður frá Vog- um. Stofnskrá klúbbsins verður opin fram eftir sumri fyrir þá sem vilja gerast stofnfélagar. - Kr.Ben. Morgunblaðið/Krístinn Benodiktsson Árbók Ferðafélagsins komin út ÁRBÓK Ferðafélags íslands 1988 er komin út; nefnist hún Vörður á vegi og flytur landiýsingar og náttúrufræðilegt efni með sögulegu ívafi. í bókinni eru átta þættir um svæði á miðhálendinu og jöðrum þess til suðurs og vesturs. Þessi árbók er tileinkuð dr. Haraidi Matt- híassyni á 80 ára afmælisári hans fyrir „iandkönnun. iandiýsingar og leiðsögn.“ í fréttatilkynningu Ferðafélags- ins segir um efni bókarinnar: Bókin hefst á greininni Skagfírð- ingavegur um Stórasand eftir Guð- mund heitinn Jósafatsson frá Brandsstöðum; Skagfirðingavegur hefír mjög fallið í gleymsku hina síðari áratugi og fáfömlt orðið um Stórasand sem fyrrum var einn §öl- famasti fjallvegur milli landsíjórð- unga. Muna má að á Sandi kvað Kristján fjallaskáld vísuna _ Yfír kaldan eyðisand og þar em Ólafs- vörður, eitt elsta mannvirki lands- ins. — Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli á þáttinn Húsafell, Geit- land, Kalmanstunga, Hallmundar- hraun, og er þar eins konar fram- hald lýsingar hans á upplandi Borg- arfjarðar í árbók 1962, en þá ritaði hann um Eiríksjökul og Arnar- vatnsheiði. Hér era nákvæmar lýs- ingar á heimalöndum Kalmans- tungu og Húsafells, en þar er nú einn fjölsóttasti orlofsstaður lands- ins með fjölda fagurra náttúm- menja. Um þessar mundir em heimamenn og Náttúmverndarráð að ganga frá því að Geitland verði friðland að lögum; mun þá enn aukast straumur ferðamanna sem þurfa að fá leiðsögn um svæðið og ætti því lýsing Þorsteins á Geit- landinu að koma í góðar þarfir. — Haraldur Matthíasson ritar Fjall- vegaferðir á Sturlungaöld og fjallar þar ekki síst um langleiðimir um miðhálendið milli Norðurlands og Suðurlands, yfir Kjöl og Sprengi- sand, en einnig segir hann margt um fjallvegi að Borgarfírði úr austri, vestri og norðri. Haraldur er árbókarlesendum að góðu kunn- ur fyrir bækur sem hann hefir rit- að, svo sem um byggðir Suðurlands og um hálendisleiðir. Fyrir land- könnun, landlýsingar og leiðsögn er Haraldur nú heiðraður á 80. af- mælisári sínu með því að stjóm Ferðafélagsins tileinkar honum þessa árbók. — Þóra Ellen Þórhalls- dóttir grasafræðingur ritar um Þjórsárver, sögu þeirra, rústanátt- úm, gróðursæld oggæsafar, en hún hefir um árabil stundað þar vist- fræðirannsóknir. Hætt er við að bílakandi almenningur hafi fremur lítil kynni af þessu yfirskyggða landi, þar sem tveir jafnfljótir em besta samgöngutækið, en hér er einkar góður leiðarvísir og ekki spillir litfagur landsuppdráttur af vemm, vötnum og jöklum. — Har- aldur Sigurðsson fyrmm bókavörð- ur ritar um land og sögu Veiði- vatna, en hann er þar manna kunn- ugastur, og svæðið kemur á skemmtilegan hátt við kortasögu íslands sem Haraldur er sérfræð- ingur í. Hér er Vötnunum og leiðum um þau lýst í máli, myndum og uppdráttum á miklu ýtarlegri hátt en áður hefir verið gert. Guðrún Larsen jarðfræðingur ritar um gos- sögu Veiðivatnasvæðisins, einkum um stórgosið sem varð í kringum árið 1480 og gerbreytti ásýnd allra vatnanna. Gos þetta gleymdist í íslandssögunni, en Guðrún hefir, með rökum jarðfræðinnar, fært sönnur á tilvist þess, og er það nú kynnt almenningi í fyrsta sinn. — Kristján Sæmundsson jarðfræðing- ur ritar Jarðfræðiþátt um Torfajök- r - Íotaíífi^ Ferðafeiag *s,d,,u Árbók 1988 Vörður á vegi ulsöræfi og segir þar (að nokkm í samvinnu við starfsbróður sinn Grétar ívarsson) frá jarðsögu Land- mannalauga og svæðisins þar um- hverfis og suðuraf. Veiðivatnaspmngan nær inn á þetta svæði, en Torfajökulsaskjan er sem sjálfstætt ríki. Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur ritar greinina Fold og vötn að Fjalla- baki, um afréttarlönd Rangæinga suður af Torfajökulsöræfum, og einnig fer hann um Mælifellssand og gægist austur fyrir Mýrdalsjök- ul. Þættir Kristjáns og Freysteins gera grein fyrir ásýnd og mótun landsins; „greiða götuna að jarð- gleði" eins og Freysteinn kemst að orði, en hér em einnig almennar landlýsingar til leiðsagnar ferða- fólki á þessum fjölfömu sumarslóð- um. Grænafjalli og Emstmm, þar með Markarfljótsgljúfri, hafa ekki vérið gerð skil áður í árbókum Ferðafélagsins. Þættir árbókarinnar em rúmlega 200 blaðsíður að lengd, um 20 kort og uppdrættir skýra staðhætti, jarð- fræði og náttúmfar, yfir 40 Ijós- myndir skreyta bókina og teikning- ar bregða upp svip af umhverfí ýmissa staða. Guðmundur Ó. Ingvarsson hefir teiknað almenna staðfræðiupp- drætti sem bæta miklu efni við landsuppdrætti Landmælinga. Hann hefir einnig gengið frá jarð- fræðiuppdráttum í bókinni. Gunnar Hjaltason teiknaði svipmyndir yfir fyrirsagnir kafla og mynd aftan á kápusíðu. Grétar Eiríksson á Ijós- mynd af regnboga á reginfjöllum sem piýðir forsíðu bókarinnar og hann á einnig yfír helming ljós- mynda inni í bókinni." Breyttur afgreiðslutími Viðskiptavinir athugið, að frá og með 20. júní næstkomandi verða afgreiðslur okkar opnar sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga kl. 8.00-17.00. Föstudaga kl. 8.00-16.00. Opið í hádeginu. VÖRULEIÐIR Skútuvogi 13, sími 83700. Vöruflutningamiðstöðin h.f. BORGARTIJNI 21-105 REYKJAVl* - SlMl 10440 Viljirðu eitthvaö vandlegafest rertu á föstu med ■uKESmEC® Thorsmans þan-múrboltinn: Festing fyrir þunga hluti í steypu. Örugg festing. Thorsmans naglatappinn: Plast- tappi með skrúfunagla. (Það nýjasta i dag...) Örugg festing í vikurplötur og steinsteypu. Thorsmans sjökrækjan. Upp- hengja fyrir lampa, rör o.fl. í stein og plötur. Þægilegt — hentugt. Thorsmans múrtappinn með þanvængjum. Betra toggildi. Til festingar fyrir þunga hluti. Örugg festing. Thorsmans-monomax: Festing fyrir plötur 3-26 mm. Ath. aörar gerðir fyrir þykkri plötur. JM' RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/ SÍMI (91)84000 Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.