Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Vinningstölurnar 11. júní 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.061.189,- 1. vinningur var kr. 2.033.628,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 677.876,- á mann. 2. vinningur var kr. 608.612,- og skiptist hann á milli 142 vinningshafa, kr. 4.286,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.418.949,- og skiptist hann á milli 4.683 vinningshafa, sem fá 303 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegil Upplýsingarsími: 685111 Söíustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags °g loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Orðsending frá forsetum Alþingis Morgunblaðinu hefur bonzt eft- irfarandi orðsending frá forset- um Alþingis: Að gefnu tilefni vilja forsetar Al- þingis taka eftirfarandi fram: Samkvæmt reglum um grenndar- rétt gaf byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar Alþingi kost á, sem eiganda húsanna Vonarstrætis 12 og Tjarnargötu 5a og lóðanna nr. 10 (hluti) og lOb við Vonar- stræti, að tjá sig um framkvæmd ráðhúsbyggingar á lóðinni Tjarnar- götu 11. Byggingarfulltrúa var sent svo- fellt bréf: 24. mars 1988. Alþingi hefur borist bréf yðar dags. 25. febrúar sl., þar sem því er gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugað ráðhús á lóðinni nr. 11 við Tjarnargötu. Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram: Alþingishúsið er nú of lítið fyrir Alþingi. Úr þessu er nú bætt með því að koma starfsemi þingsins fyrir í sex húsum, auk Alþingishússins. Eru hús þessi bæði ófullnægjandi og óhentug. Jafnframt er búið við þrengsli í sjálfu Alþingishúsinu. Gert er ráð fyrir að núverandi Alþingishús verði notað til frambúð- ar. En til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að byggja hús í ná- lægð Alþingishússins fyrir þá starf- semi sem rúmast ekki þar. Þeim húsum er ætlaður staður á landspil- dunni sem Alþingi hefur til umráða, annars vegar milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis og hins vegar milli Templarasunds og Tjai'nargötu. Alþingi leggur áherslu á að tekið verði fullt tillit til þarfa þess við ráðstöfun byggingalóða í næsta ná- grenni Alþingishússins Framangreint bréf yðar hefir ver- ið fengið Garðari Halldórssyni hú- sameistara ríkisins til umsagnar, en embætti hans hefir umsjón með hús- eignum Atþingis, og Sigurði Einars- syni arkitekt, sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um nýbyggingu Al- þingis. Umsagnir þessara manna eru yður hér með sendar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs Alþingis. Karl Steinar Guðnason forseti efri deildar. Jón Kristjánsson forseti neðri deildar. Hjálagt fylgir: 1. Úmsögn Garðars Halldórssonar húsameistara rikisins. 2. Umsögn Sigurðar Einarssonar arkitekts. Til hr. byggingarfulltrúa Gunnars Sigurðssonar, Skrifstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3. Umsögn Varðar: Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar byggingar ráðhúss Reykjavíkurborgar við Vonarstræti. Skv. sérstakri ósk forseta samein- aðs Alþingis, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, hefur undirritaður tekið saman eftirfarandi álit á þeim þáttum, er varða hagsmuni Alþingis. , Með staðfestingu aðalskipulags Reykjavíkur frá 1967 er stigið það skref, að ákveða staðsetningu ráð- húss við norðurenda Tjarnarinnar í Reykjavík, þ.e. sunnan Vonarstræt- is. í því deiliskipulagi, af miðborg Reykjavíkur, sem staðfest var af félagsmálaráðherra nú nýverið, er hin nákvæma staðsetning ráðhúss endanlega ákveðin. Á grundvelli þeirrar staðsetningar, þ.e. við norð- vesturhorn Tjamarinnar, var haldin samkeppni meðal arkitekta um lausn á ráðhúsi. Nú hefur verið ákveðið að byggja eftir þeirri tillögu, sem hlaut fyrstu verðlaun, og er leitað álits Alþingis á þeim fyrirhuguðu framkvæmdum. Sjúkraþjálfun Reykjavíkur: Þjálfunar- stöð opnuð SJÚKRAÞJÁLFUN Reykjavíkur opnaði þann 3.júní þjálfunarstöð á annarri hæð Héðinshússins, Seljavegi 2. Samkvæmt upplýsingum eigenda stöðvarinnar starfa þar fjórir sjúkra- þjálfarar og þarf tilvísun frá lækni til að komast í endurhæfingu. Stöðin er opin frá 8 til 16 virka daga. Fyrirtækið heldur fundi á vinnu- stöðum um rétta líkamsbeitingu við vinnu og hyggur á forvamarstarf í skólum. Morgunblaðið/KGA Eigendur stöðvarinnar, f.v.: Þorleifur Stefánsson, Ingólfur Ingólfs- son, Gauti Grétarsson og Þorgeir Oskarsson sjúkraþjálfarar. KLM Royal Dutch Airlines Hollendingamir eru komnir Með því að Arnarflug er nú farið að fljúga daglega fil Amsferdam aukast möguleikar þeirra sem ferðast í viðskiptaerindum til að hagnýta sér tengiflug KLM til yfir 130 borga í 76 löndum. ■ Framhaldsflug er hvergi þœgilegra en frá Schiphol flugvelli sem ár eftir ár er kjörinn besti flugvöllur íheimi. ■ 77/ oð sinna auknum markaði hafa Arnarflug og KLM opnað nýja upplýsinga- og söluskrifstofu að Ausfursfrœti 22, sími 62 30 60. - Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.