Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Vinningstölurnar 11. júní 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.061.189,- 1. vinningur var kr. 2.033.628,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 677.876,- á mann. 2. vinningur var kr. 608.612,- og skiptist hann á milli 142 vinningshafa, kr. 4.286,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.418.949,- og skiptist hann á milli 4.683 vinningshafa, sem fá 303 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegil Upplýsingarsími: 685111 Söíustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags °g loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Orðsending frá forsetum Alþingis Morgunblaðinu hefur bonzt eft- irfarandi orðsending frá forset- um Alþingis: Að gefnu tilefni vilja forsetar Al- þingis taka eftirfarandi fram: Samkvæmt reglum um grenndar- rétt gaf byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar Alþingi kost á, sem eiganda húsanna Vonarstrætis 12 og Tjarnargötu 5a og lóðanna nr. 10 (hluti) og lOb við Vonar- stræti, að tjá sig um framkvæmd ráðhúsbyggingar á lóðinni Tjarnar- götu 11. Byggingarfulltrúa var sent svo- fellt bréf: 24. mars 1988. Alþingi hefur borist bréf yðar dags. 25. febrúar sl., þar sem því er gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugað ráðhús á lóðinni nr. 11 við Tjarnargötu. Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram: Alþingishúsið er nú of lítið fyrir Alþingi. Úr þessu er nú bætt með því að koma starfsemi þingsins fyrir í sex húsum, auk Alþingishússins. Eru hús þessi bæði ófullnægjandi og óhentug. Jafnframt er búið við þrengsli í sjálfu Alþingishúsinu. Gert er ráð fyrir að núverandi Alþingishús verði notað til frambúð- ar. En til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að byggja hús í ná- lægð Alþingishússins fyrir þá starf- semi sem rúmast ekki þar. Þeim húsum er ætlaður staður á landspil- dunni sem Alþingi hefur til umráða, annars vegar milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis og hins vegar milli Templarasunds og Tjai'nargötu. Alþingi leggur áherslu á að tekið verði fullt tillit til þarfa þess við ráðstöfun byggingalóða í næsta ná- grenni Alþingishússins Framangreint bréf yðar hefir ver- ið fengið Garðari Halldórssyni hú- sameistara ríkisins til umsagnar, en embætti hans hefir umsjón með hús- eignum Atþingis, og Sigurði Einars- syni arkitekt, sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um nýbyggingu Al- þingis. Umsagnir þessara manna eru yður hér með sendar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs Alþingis. Karl Steinar Guðnason forseti efri deildar. Jón Kristjánsson forseti neðri deildar. Hjálagt fylgir: 1. Úmsögn Garðars Halldórssonar húsameistara rikisins. 2. Umsögn Sigurðar Einarssonar arkitekts. Til hr. byggingarfulltrúa Gunnars Sigurðssonar, Skrifstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3. Umsögn Varðar: Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar byggingar ráðhúss Reykjavíkurborgar við Vonarstræti. Skv. sérstakri ósk forseta samein- aðs Alþingis, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, hefur undirritaður tekið saman eftirfarandi álit á þeim þáttum, er varða hagsmuni Alþingis. , Með staðfestingu aðalskipulags Reykjavíkur frá 1967 er stigið það skref, að ákveða staðsetningu ráð- húss við norðurenda Tjarnarinnar í Reykjavík, þ.e. sunnan Vonarstræt- is. í því deiliskipulagi, af miðborg Reykjavíkur, sem staðfest var af félagsmálaráðherra nú nýverið, er hin nákvæma staðsetning ráðhúss endanlega ákveðin. Á grundvelli þeirrar staðsetningar, þ.e. við norð- vesturhorn Tjamarinnar, var haldin samkeppni meðal arkitekta um lausn á ráðhúsi. Nú hefur verið ákveðið að byggja eftir þeirri tillögu, sem hlaut fyrstu verðlaun, og er leitað álits Alþingis á þeim fyrirhuguðu framkvæmdum. Sjúkraþjálfun Reykjavíkur: Þjálfunar- stöð opnuð SJÚKRAÞJÁLFUN Reykjavíkur opnaði þann 3.júní þjálfunarstöð á annarri hæð Héðinshússins, Seljavegi 2. Samkvæmt upplýsingum eigenda stöðvarinnar starfa þar fjórir sjúkra- þjálfarar og þarf tilvísun frá lækni til að komast í endurhæfingu. Stöðin er opin frá 8 til 16 virka daga. Fyrirtækið heldur fundi á vinnu- stöðum um rétta líkamsbeitingu við vinnu og hyggur á forvamarstarf í skólum. Morgunblaðið/KGA Eigendur stöðvarinnar, f.v.: Þorleifur Stefánsson, Ingólfur Ingólfs- son, Gauti Grétarsson og Þorgeir Oskarsson sjúkraþjálfarar. KLM Royal Dutch Airlines Hollendingamir eru komnir Með því að Arnarflug er nú farið að fljúga daglega fil Amsferdam aukast möguleikar þeirra sem ferðast í viðskiptaerindum til að hagnýta sér tengiflug KLM til yfir 130 borga í 76 löndum. ■ Framhaldsflug er hvergi þœgilegra en frá Schiphol flugvelli sem ár eftir ár er kjörinn besti flugvöllur íheimi. ■ 77/ oð sinna auknum markaði hafa Arnarflug og KLM opnað nýja upplýsinga- og söluskrifstofu að Ausfursfrœti 22, sími 62 30 60. - Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.