Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 51
MORGUNRKSÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 —Ji- 51 Seðlabankinn og peningamalin eftirFriðrik Eysteinsson í vetur hefur komið fram tölu- verð gagnrýni á Seðlabankann. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að vilja leggja bankann niður. Gagnrýnin hefur að mér virðist aðallega beinst að vangetu Seðlabankans í að stjórna pen- ingamagni í umferð og ónógri gagnaöflun. Það er náttúrulega ekkert skrítið þó Seðlabankinn sé gagn- rýndur. Val á seðlabankastjórum eftir flokkspólitískum línum er nú ekki beinlínis til þess fallið að auka traust almennings á stofnun- inni hvað þá sú fullyrðing Jóhann- esar Nordal að nýi Seðlabankinn væri byggður fyrir peninga sem ekki væru teknir frá neinum! En er hægt að taka peningamál- stjómunina úr höndum Seðlabank- ans og stjómmálamannanna? Ein hugmynd sem vert er að skoða er að einkaaðilar geti gefið út „pen- inga“ sem tryggðir væm með ríkisskuldabréfum „Peningarn- ir“ bæm vexti og væm með sam- svarandi gjalddögum og ríkis- skuldabréfin sem þeir væm tryggðir með. Við þetta myndi annað af tvennu gerast. 1. Pening- ar sem Seðlabankinn gefur út myndu hverfa úr umferð (þeir bera jú ekki vexti og em því ekki jafngóð „fjárfesting") eða 2. Ríkis- skuldabréf myndu bera 0% nafn- vexti. Það myndi ekki skipta máli hvort yrði upp á teningnum áhrif- in á stjórnin peningamagns, að gefnum ákveðnum forsendum yrðu þau sömu. Ef Seðlabankinn hygðist auka peningamagn í um- ferð með því t.d. að kaupa ríkis- skuldabréf þá myndi „peningaút- gáfa“ einkaaðila dragast saman sem því næmi (þ.e. færri ríkis- skuldabréf væri hægt að nota sem tryggingu) og áhrifin á peninga- magn yrðu engin því sama pen- ingamagn yrði í umferð og áður. Áhrifin á verðlag yrðu þá einnig engin. Áhrif Seðlabankans á pen- ingamagn og jafnframt verðlag Fríðrik Eysteinsson „Sú hugmynd sem ég hef reifað hér er vel þess virði að hún sé skoðuð. Eitt aðalvanda- málð í hagstjórn á Is- landi, þ.e. stjórn pen- ingamála, væri úr sög- unni.“ yrðu því akkúrat engin. Þeir sem hlynntir væru valda- eða áhrifa- leysi Seðlabankans hefðu því haft sitt fram. Sú hugmynd sem ég hef reifað hér er vel þess virði að hún sé skoðuð. Ejtt aðalvandamálð í hag- stjórn á íslandi, þ.e. stjórn pen- ingamála, væri úr sögunni og stjórnmálamenn gætu snúið sér að því að leysa merkilegri mál eins og t.d. hvort taka ætti upp gamla bílnúmerakerfið aftur eða að gera nýja breytingu á breyttu bráða- birgðalögunum frá um daginn. !) Byggt á grein Neil Wallace MA Legal Restrictions Theory of the Demand for „Money“ and the Role of Monetary Policy“. Höfimdur er rekstrarhagfræðingur. LibbyV Stórgóöa tómatsósan Framsýnir fjármálast jórar stunda f ramvirk gjaldeyrisviðskipti Framvirk gjaldeyrisviðskipti er einn liður í margþættri þjónustu Alþjóðasviðs Landsbankans við íslensk fyrirtæki sem kaupa eða selja vörur og þjónustu í erlendum gjaldeyri. Framvirk viðskipti felast í því að viðkomandi fyrirtæki semur við Landsbankann um að tryggja fast gengi milli tveggja erlendra gjaldmiðla, á ákveðnum tíma eða tímabili. Nánari upplýsingar um notagildi slíkra samninga, tryggingar og kostnað, veita starfsmenn Alþjóðasviðs Landsbankans í Aðalbankanum, Austurstræti 11. Einnig sérfræðingar Hagdeildar, Laugavegi 7. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.