Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 72
Mælingar
hafnar á
frjókorn-
" um í lofti
HAFNAR eru mælingar á frjó-
kornum í andrúmsloftinu í
Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti
sem það er gert hér á landi og
er vonast til þess að rannsóknin
geti auðveldað ofnæmissjúkling-
um mjög lífið í framtíðinni.
Mælingamar hófust í síðasta
mánuði og munu standa út sept-
ember, en komið hefur verið fyrir
tæki fyrir utan hús Veðurstofunnar
sem nemur þessi kom úr andrúms-
loftinu. Samhliða fijókomamæling-
unni em 30 ofnæmissjúklingar látn-
ir halda dagbók þar sem þeir skrá
öll einkenni sem þeir finna fyrir á
degi hveijum. Einnig em fengnar
upplýsingar frá Veðurstofunni um
veðráttu þetta tímabil. Þegar mæl-
ingum lýkur í haust verður hafist
handa við að vinna úr gögnunum
og reynt að finna út tengsl þessara
þriggja þátta.
Það em þrír aðilar sem sjá um
framkvæmd rannsóknarinnar.
Davíð Gíslason ofnæmislæknir fylg-
ist með sjúklingunum, Margrét
i Hallsdóttir hjá Rannsóknastofu há-
skólans sér um talningu og grein-
ingu frjókomanna og loks Veður-
stofan sem leigir tæki og fylgist
með veðurfari.
Að sögn Davíðs felst rannsóknin
einkum í tvennu, annars vegar að
fínna magn fíjókoma í andrúms-
loftinu og hins vegar að greina
hvaða tegundir er þar að finna.
Bein vitneskja um hvaða fijókom
em í andrúmsloftinu hér á landi
hefur ekki verið til staðar, heldur
hafa menn aðeins getið sér til um
það hingað til.
Að sögn Davíðs em um sjö
prósent þjóðarinnar með gróður-
ofnæmi og fá flestir fyrstu einkenni
— við sex til fimmtán ára aldur. Ef
árangur verður af rannsókninni er
vonast til að hægt verði að tengja
upplýsingar til ofnæmissjúklinga
við veðurfréttir, eins og gert er á
hinum Norðurlöndunum, að sögn
Davíðs. Þetta gerir sjúklingunum
kleift að taka inn lyf áður en ein-
kenna verður vart.
Syntu frá Patreks-
firði til Tálknafjarðar
FÉLAGAR í Björgnnarsveitinni Tálkna á Tálknafirði stóðu fyrir
svonefndu áheitasundi síðastliðinn sunnudag er þeir syntu frá
Patreksfirði til Tálknafjarðar. Sex félagar úr björgunarsveitinni
þreyttu sundið, og var ein kona þeirra á meðal.
Söfnuðust 150 þús. krónur sem varið verður til tækjakaupa. Sundið
hófst klukkan hálf sex aðfaranótt sunnudagsins og lauk klukkan átta
um kvöldið. Synt var út Patreksfjörð, fyrir Tálkna og inn Tálkna-
Qörð, eða alls 22 km vegalengd. Gekk sundið bærilega út Patreks-
fyrðinn, en sóttist seint inn Tálknafjörð vegna leiðindaveðurs.
Þriðja hvert íslenskt bam með
mótefni gegn hermannaveiki
Órfá þeirra veilgast
Hermannaveiki er útbreidd
meðal islenskra barna, án þess
að valda alvarlegum sýkingum
og virðast langflest barnanna
einkennalaus. Rúmlega 30%
íslenskra barna á aldrinum 4-12
ára eru með mótefni gegn her-
mannaveiki en það eyðist úr blóði
á nokkrum mánuðum nema ein-
staklingurinn verði fyrir endur-
teknu smiti. Af því má draga þá
ályktun að bakterian sé útbreidd
í umhverfinu og hafi verið lengi.
Þessar eru helstu niðurstöður
Jöklarannsóknarfélagið:
Borað eftir gufu í 1722
metra hæð á Vatnajökli
Grindavík.
ÞRJÁTÍU og þriggja manna leiðangur félaga úr Jöklarannsóknarfé-
lagi Islands hefur að undanförnu borað eftir heitri gufu á Svíahnjúk
eystri í Grímsfjalli sem er í 1722 metra hæð á Vatnajökli. Boraðar
voru þijár 34-38 metra djúpar holur sem gáfu 90 stiga heita gufu
og var lögð hitaveitulögn frá einni þeirra í skála félagsins sem flutt-
ur var þangað upp í fyrra.
Að sögn Jóns ísdals, eins leiðang-
ursmanna, var notaður bor frá Jarð-
borunum ríkisins sem venjulega
hefur verið notaður sem rannsókn-
arbor fyrir virkjunarframkvæmdir.
„Við lentum í erfiðleikum í upp-
hafi ferðarinnar vegna rigningar
og fengum vc.-stu færð sem hægt
er að fá á jökli. Aðal erfiðleikamir
voru að koma 5 tonna loftpressu
sem við fengum hjá Hagvirki og
átti að nota við borinn. Landsvirkj-
un hafði lánað okkur snjóbíl til far-
arinnar og brást nú við hart og
lánaði okkur annan þegar ljóst var
að einn bíll réð ekki við flutninginn.
Þetta tafði okkur um einn sólar-
hring, en allt gekk svo vel þegar
komið var á staðinn.
Ein af holunum þremur er í nánd
við gamla skálann sem orðinn er
31 árs gamall og verður lögð hita-
vatnsleiðsla í hann næsta sumar.
Holurnar eru jafnframt notaðar til
að knýja rafstöð sem sendir upplýs-
ingar frá ýmsum mælitækjum sem
Raunvísindastofnun háskólans og
Jöklarannsóknarfélagið hafa komið
fyrir á jöklinum og senda daglega
upplýsingar í móttakara hjá Raun-
vísindastofnun," sagði Jón fsdal og
bætti við að hann hefði verið að fá
fréttir af því að móttakarinn hefði
fengið boð um að hitinn á hitavatns-
rörinu í skálanum væri 73 stig.
„Hugsaðu þér 20 stig undir suðu-
marki í þessari hæð á Vatnajökli.
Það er góður árangur," sagði Jón.
Kr.Ben.
rannsóknar sem Ásgeir Haralds-
son, sem nú nemur barnalækn-
ingar í Hollandi, kynnti á þingi
norrænna barnalækna sem er
nýhafið í Reykjavík.
Rannsóknin var unnin í samvinnu
Landakotsspítala og Statens Serum
Institut við Ríkisspítalann í Kaup-
mannahöfn. Á hálfu ári, veturinn
1985-1986, voru 400 börn á aldrin-
um 1 mánaða til 12 ára mótefna-
mæld við innlögn á Landakotsspít-
ala og reyndust 22% þeirra með
mótefni gegn hermannaveiki. Sjald-
gæft er að böm innan 3ja ára ald-
urs sýkist en um þriðja hvert barn
á aldrinum 4-12 ára mældist með
mótefni. Sagði Ásgeir þessum nið-
urstöðum svipa til sambærilegra
rannsókna í öðrum löndum.
„Bömin höfðu orðið fyrir smiti
utan spítalans þar sem þau voru
ekki lögð inn vegna sýkingar í lung-
um. Af því drógum við þá ályktun
að bakterían væri útbreidd í reyk-
vísku umhverfí, t.d. í vatni og jarð-
vegi, og að börnin sýktust án þess
að veikjast," sagði Ásgeir. „Böm
em líklega ekki eins næm fyrir
bakteríunni eins og eldra fólk, t.d.
mældust böm með lungnasjúkdóma
á borð við astma og lungnabólgu
ekki oftar með mótefni við her-
mannaveiki en önnur böm.“
Ásgeir vildi taka það fram að
engin ástæða væri til að láta sér
bregða, bakterían væri útbreidd hér
og yrði það áfram. Böm væm vart
í hættu, það væm aldraðir og þeir
sem væm veikir fyrir, sem væm í
mestri hættu og þá væri bakterían
oft dropinn sem fyllti mælinn. í
slíkum tilfellum væri unnt að halda
bakteríunni í skefjum með lyfjum.
Vaxtahækk-
un hjá flest-
um bönkum
VEXTIR hækkuðu í gær hjá
fimm viðskiptabönkum en áður
höfðu sparisjóðirnir, Iðnaðar-
bankinn og Verzlunarbankinn
hækkað vexti. Eini bankinn sem
enn hefur ekki hækkað vexti er
Samvinnubankinn. Vaxtahækk-
unin er afar mismunandi milli
stofnana.
Vextir af almennum tékkareikn-
ingum og sértékkareikningum
hækkuðu í gær um 2-4%. Þá hækk-
uðu vextir af almennum sparisjóðs-
bókum um 4-6% en einna mest
varð hækkun vaxta af innlánum á
bundnum sérlq'arareikningum.
Þannig hækkuðu nafnvextir á Met-
bók Búnaðarbankans úr 28,5% í
38%. Nafnvextir af Gullbók bank-
ans hækkuðu um 9% og hið sama
gildir um Kjörbók Landsbankans.
Útlánsvextir hækkuðu mjög mis-
jafnlega mikið og má þar nefna að
vextir af almennum skuldabréfum
hækkuðu um 2-7%.