Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 18

Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 18
SVOXA CERUM VIÐ HLUTAFÍLAC SÍA 18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Trilene Nemendur Tónlistarskóla ísafjarðar á samæfingu. Fer inn á lang flest heimili landsins! þ ftttfYgpisstMitfrife MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst í nœstu sportvöruverslun. Tónlistarskóla ísafjarðar slitið: 40 ára afmælis Tón- listarfélagsins minnst Myllu Grillbrauö eru Ijúffeng smábrauð, sem þú grillar í fáeinar mínútur, - og grillmaturinn bragðast betur en nokkru sinni fyrr. Grillbrauð eru kjörin til að taka með í útilegu eóa sumarbústað. Myllu Grillbrauð er úrvals meðlæti með hvaða grillmat sem er, - alveg grillandi góð. BRAUÐ HF. - SlMI 83277 TÓNLISTARSKÓLA ísafjarðar var slitið í hátíðarsal Grunn- skólans á ísafirði þann 21. maí s.l. Við sama tækifæri var 40 ára afmæli Tónlistarfélags ísa- fjarðar minnst en það var stofn- að 20. maí 1948. Við skólaslitin flutti Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri ávarp þar sem hún rifjaði upp skólastarf- ið í vetur. 170 nemendur stunduðu reglulegt nám við skólann en kennarar voru 16. Kennt var á öll algengustu hljóðfæri: píanó, strengjahljóðfæri, tréblásturs- hljóðfæri og málmblásturshljóð- færi. Tónfræði var kennd í mörg- um deildum auk hljómfræði og tónmenntar fyrir fullorðna byij- endur. Fjölmargir tónleikar voru haldnir á vegum skólans, bæði ein- stakra nemenda, lúðrasveitar og bamakórs. Aðrir sem fluttu ávörp voru Bára Einarsdóttir, formaður Tón- listarfélags ísafjarðar, Sigurður Jónsson einnig frá Tónlistarfélag- inu og Kristján K. Jónasson for- seti bæjarstjórnar ísafjarðar. Aðal uppistaða hátíðahaldanna var hljóðfæraleikur nemenda skólans auk þess sem barnakórinn söng. Stofnandi Tónlistarskóla ísa- fjarðar var Ragnar H. Ragnar og stjómaði hann skólanum frá upp- hafí til ársins 1983 og kenndi við skólann til haustsins 1987. Þá tók við stjóm Sigríður Ragnarsdóttir, núverandi skólastjóri. Tónlistarfélag ísafjarðar var stofnað 20. maí 1948 og er til- gangur þess m.a. að vinna að því að jafnan sé völ á sem fujlkomn- astri tónlistarkennslu á ísafirði, að halda uppi almennri tónlistar- starfsemi og gangast fyrir heim- sóknum þekktra listamanna, inn- lendra og erlendra. Félagið heldur fema áskriftartónleika á hveiju starfsári en gengst einnig fyrir öðrum tónleikum eftir því sem tækifæri gefast. Ragnar H. Ragnar var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins árið 1963 og gegndi því starfí til 1983. Núverandi framkvæmdastjóri Tónlistarfélags ísaQarðar er Jónas Tómasson tónskáld. \Ivi li Grillbrald Grillamb Gód

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.