Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 33 Bretland: Kinnock gefur sig hvergi Ungrú Moskva Þessi mynd er tekin eftir að krýningarathöfninni lauk í fegurðarsamkeppninni um titilinn „ungfrú Moskva". Hlutskörpust varð 17 ára gömul stúlka, Marina Kalinina, og sést hún hér á milli þeirra tveggja, sem næst komust, Oxönu Fanderu (til hægri) og Elenu Peredreevu. Bandaríkin: Rækta kóka-plönt- ur í tilraunaskyni New York, Reuter. BANDARISKIR visindamenn raekta leynilega kóka-plöntur, sem kókaín er unnið úr, til að reyna að finna leið til þess að eyða upp- skeru á kóka í Suður-Ameríku, að sögn dagblaðsins The New York Times á sunnudag. Blaðamaður frá The New York Times fékk að heimsækja gróður- húsið þar sem rannsóknimar fara fram. Að sögn starfsmanna voru nokkur hundruð kóka-runnar rækt- aðir úr fræjum sem flutt voru í far- angri sendiráðsmanna frá Suður- Ameríku. Vísindamennimir vonast til að geta fundið efni eða lífverur sem uppræta kóka-plöntumar á ekr- um í Suður-Ameríku. Það sem hefur gefið bestan árangur til þessa er ill- gresiseyðir sem kallaður er „gadd- ur“. Að sögn blaðsins gera Banda- ríkjamenn ráð fyrir að illgresiseyðin- um verði sprautað yfir kóka-ekmr í löndum sem vilja taka þátt í sam- starfi um að uppræta kóka-rækt. Stjómvöld í Perú hafa þegar sýnt þessu samstarfí áhuga. Opinber starfsmaður sagði í sam- tali við blaðamann að þessar tilraun- ir hefðu staðið í tvö ár. Þeim hefði verið haldið leyndum af ótta við eitur- lyfjasala, sem gætu reynt að komast yfir plönturnar. „Aðaláhyggjuefni okkar er þó hversu öflugur „gaddur inn“ hefur reynst,“ sagði starfsmað- urinn. Hann bætti við að það væri á annarra höndum að kanna hver umhverfisáhrif efnisins væru. Um- hverfisvemdarsinnar segja að „gadd- ur“ geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki. „Gaddurinn" drepur aðr- ar plöntur og getur jafnvel ógnað dýralífí og verið hættulegur mönn- um. Bandarísk stjórnvöld hafa úðað illgresiseyði yfir maríjúana- og valmúa-ekrur með góðum árangri. Vínarfundur OPEC: St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Miklar deilur um framleiðslukvóta Vín, Reuter. OLÍURÁÐHERRA Saudi-Arabíu, NEIL Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, gaf hvergi eftir í baráttunni um breytta stefnu flokksins í ræðu, sem hann hélt á laugardag. Samband flutninga- verkamanna frestaði að taka ákvörðun um stuðning við Kinnock og Roy Hattersley í leið- togakjörinu, sem fram fer í haust. Denis Healey varaði Kinnock við því að láta verka- lýðshreyfinguna hafa of mikil áhrif á stefnu flokksins. Svíþjóð: Ný bók um Palme-morðið Stokkhólmi, frá ClSs von Hofsten, frétta- ritara Morgunblaðsins. SJÖUNDA bókin um morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar, var gefin út i gær. Bókin ber nafnið „Ég og Palme-morðið“ og er eftir mann sem grunaður var um aðild að morðinu og var settur í gæslu- varðhald. Bókin er skrifuð sem varnarræða og höfundurinn greinir meðal annars frá því hvar hann hafi veríð þegar morðið var framið, 28. febrúar 1986. Hann segist hafa verið í kaffihúsi og síðan farið á kvikmyndasýningu um kvöldið nálægt morðstaðnum. Höfundurinn skýrir einnig frá því að honum sé ekki vært lengur í Svíþjóð vegna morðmálsins og hann hafí í hyggju að flytjast brott, ef til vill til Brasilíu. Síðastliðinn laugardag hélt Neil Kinnock ræðu í County Durham og svaraði af hörku allri gagnrýni á endurskoðun stefnumála flokksins. Hann sagðist vera reiðubúinn til að mæta „hvaða gagnrýnanda sem er, hvaða keppinaut sem er og hvaða andstæðingi sem er til að rökstyðja endurskoðunina, heiðar- legt mat og breytingu". Kinnock sagði, að það færi ekki verst með flokkinn, ef hann tapaði kosningum í fjórða sinn í röð, heldur gamal- mennin í landinu, sjúklingana, fá- tæklingana og atvinnuleysingjana. „Þeir mega ekki tapa aftur, þess vegna vil ég fá stefnu og stjórna með stefnu, sem miðast við raun- veruleikann á tíunda áratugnum. Þetta. er munurinn á að eiga sér draum og vilja leggja eitthvað á sig fyrir hann og að vera draumlyndur sveimhugi." Sveimhugarnir eru stuðnings- menn Tony Benn. Síðar um daginn hélt Kinnock til Wembley-leik- vangsins og dansaði ákaft á miklum tónleikum, sem haldnir voru til stuðnings Nelson Mandela. Á miðvikudag í síðustu viku átti framkvæmdastjórn Sambands flutningaverkamanna að ákveða, hvort hún vildi styðja Kinnock og Hattersley í kosningunum um leið- togaembættin í Verkamanna- flokknum í haust. Framkvæmda- stjórnin frestaði ákvörðuninni, fyrst fram á fimmtudag og þá fram á haust. Þetta er nokkur hnekkir fyr- ir Kinnock. Vinstrimenn innan stjórnarinnar vilja fá stuðning Kinnocks við þjóðnýtingu og ein- hliða afvopnun gegn stuðningi við hann í leiðtogakjörinu. Þeir eru þar í meirihluta. Denis Healey, sem var utanríkis- ráðherra í skuggaráðuneyti Kinnocks á síðasta kjörtímabili, sagði í sjónvarpsþætti nú um helg- ina, að það væri Kinnock nauðsyn- legt að gefa sig hvergi við Samband flutningaverkamanna. Höfuðvandi flokksins væri, hvernig verkalýðs- hreyfingin stjórnaði innanflokks- málum og kjósendur væru því mjög mótfallnir. Hisham Nazer, sagði í gær að sam- tök olíuframleiðsluríkja, OPEC, myndu áreiðanlega ná samkomu- lagi um framleiðslukvóta og fram- leiðsluhámark fyrir seinni hluta ársins. Á hinn bóginn hafa kröfur íraka um aukinn framleiðslukvóta sér til handa hafa vakið reiði ír- ana sem hóta að draga sig út úr samstarfinu. Fundur OPEC-ríkjanna 13 hófst á laugardag. Iranar hafa lengi fram- leitt meira af olíu en Irakar og eru auk þess mun fjölmennari þjóð. í krafti þessa hafa þeir haft hærri framleiðslukvóta en Irakar sem halda því fram að aukin útgjöld þeirra vegna Persaflóastríðsins veiti þeim rétt á hærri kvóta en ella. Þeir hafa því neitað að sætta sig við kvótaút- hlutun OPEC-samtakanna. Á sunnudaginn yfirgaf fulltrúi Sameinuðu furstadæmanna fundinn vegna ósamkomulags um fram- leiðslukvóta furstadæmanna. Þrátt fyrir bjartsýni Saudi-Araba féll olíu- og gullverð enn í gær þar sem stjómmálaskýrendur töldu ólík- legt að samtökin næðu árangri í við- leitni sinni til að halda olíuframboði niðri og verði þar með háu. Sem stendur er offramboð á alþjóðlegum olíumörkuðum. Átta ríki vilja minnka heildarframleiðsluna en olíuríki við Persaflóa vilja auka framleiðsluna og segja að notkun muni aukast á Vesturlöndum næsta vetur. Þau telja að miklar framleiðslutakmarkanir gætu þvingað verðið um of upp á við. Reuter Heittí Fursta- dæmun- um Þessi fjögurra ára gamli kven- kyns úlfaldi, sem hægt er að fá keyptan á 1650 dollara á markaði í Sam- einuðu arabísku furstadæmun- um, lætur sér fátt finnast um hitana þar (45 gráður á Cel- cíus) og nuddar einungis höfð- inu við girðing- arstaur. Skóverksmiðjan Iðunn: LOKAÚTSALA í Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1. Stórfelld verðlækkun. Opiðvirkadagafrá II J _ ■| a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.