Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 2

Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Samdrátt- ur í sölu á nær öllum mörkuðum 29% samdráttur á Asíumarkaði SAMDRÁTTUR hefur orðið á sölu afurða Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á öllum mörkuðum ef Rússland er und- anskilið fyrstu sex mánuði þessa árs. Mestur er samdrátturinn á sölunni til Asíu eða 29%. Banda- ríkin fylgja fast á eftir en þar var samdrátturinn 25,5%. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfí SH. Þar segir að sam- drátturinn á markaði í Asíu sé að magni til 4.177 tonn miðað við sama tíma í fyrra. Á markaði í Bandaríkjunum hefur magnið minnkað á þessu tímabili um 3.489 tonn. Á heildina litið er samdrátt- urinn í útflutningnum tæp 8.000 tonn milli fyrstu sex mánuða þessa árs og sama tíma í fyrra, eða 17,5%. I framleiðslu SH húsanna hefur hinsvegar orðið aukning í nær öll- um bolfísktegundum. Á móti kem- ur að loðnuvertíðin brást að þessu sinni og er því heildarframleiðslan í tonnum 6,8% minni nú en hún var fyrstu sex mánuðina í fyrra. Verulegur samdráttur hefur orðið í framleiðslu á hörpuskel og humri og 10% minna magn af rækju hefur verið fryst nú miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er aukningin í framleiðsl- unni á karfa eða 29% en af öðrum algengum botnfísktegundum má nefna að þorskframleiðslan hefur aukist um 15,5%, ýsa um 12,6% og ufsi um 13%. Heildarverðmæti útflutningsins fyrstu sex mánuði þessa árs nam 4,6 milljörðum króna sem er um 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Framkvæmdir eru hafnar við umferðarmannvirkin við Miklatorg. Bústaðavegur verður brúaður og tengdur Snorrabraut yfir Miklubraut sem liggja mun í sveig neðan við Tannlæknadeild Háskóla íslands og tengjast Hringbraut við Hljómskálagarðinn. Miklatorg: Grafið fyrir umferðarmannvirlgum FYRSTI áfangi framkvæmda við umferðarmannvirki þau sem fela í sér framlengingu Bústaðavegar i Öskjuhlíð og umferðarslaufu við Miklatorg er nú langt á veg kominn. Að sögn Þórðar Þ. Þor- bjamarsonar, borgarverkfræð- ings, vonast menn til að geta opnað þessa tengingu haustið '89, en framkvæmdir hófust nú í vor. Verið er að ganga frá kaupum á húsum við Vatnsmýrarveg, þar sem nú eru m.a. bflasölur, en þar sem þau hús standa mun Miklabrautin sveigja í átt að flugvellinum, suður fyrir hús Tannlæknadeildar Há- skóla íslands og Umferðarmiðstöð- ina og tengjast Hringbrautinni á móts við Hljómskálagarðinn. Fram- hald Bústaðavegar, í Öskjuhlíðinni, mun liggja neðan Slökkvistöðvar- innar og síðan verður byggð brú yfír nýju Miklubrautina, rétt sunnan við Miklatorg, og hringtorginu breytt f venjuleg gatnamót með ljós- um. Bústaðavegurinn, nýji, samein- ast svo Snorrabrautinni handan brúarinnar. Auk þeirra húsa sem þurfa að víkja fyrir umferðarmannvirkjunum sagði Þórður að þyrfti að umleggja hitaveitustokkana sem liggja frá Miklatorgi að Bústaðavegi, en stokkamir í hlíðunum yrðu kyrrir á sínum stað. Landhelgisgæslan: Engimi flugstjóri Gæslu- þyrlunnar er á vaktinni Fyrst og fremst íslenskur flokkur segir Þorsteinn Pálsson „Sjálfstæðisflokkurinn á fyrst og fremst íslenskar rætur. Er- lendar skirskotanir til pólitískra hugtaka eiga þvi ógjaraa við hann. Þess vegna höfum við ekki notað þetta „hægra“ hug- tak,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann var inntur álits á fréttum af þvi að sjálfstæðiskonur hefðu fundað með „öðrum hægrikonum" á norræna kvennaþinginu í Ósló. „Sjálfstæðisflokkurinn er og hef- ur alltaf verið séríslensk borgaraleg breiðfylking. Það er mjög óvfða sem fijálslyndir flokkar erlendis hafa náð þeirri stöðu,“ sagði Þor- steinn. „Það stafar einkum af þvf að Sjálfstæðisflokkurinn er sprott- inn úr miðri islenskri þjóðfélags- gerð. Hins vegar höfum við hvorki látið uppruna okkar né pólitísk lítt skilgreind hugtök hindra okkur í því að taka þátt í alþjóðlegri stjóm- málaumræðu og eiga fundi með. erlendum stjómmálasamtökum sem næst okkur standa. Slíkt er eðlilegur hlutur í heimi aukinna alþjóðlegra samskipta." Áðspurður sagði Þorsteinn að þótt sjálfstæðismenn hefðu löngum talið sig andstæðinga „vinstri- flokka" þýddi það ekki að flokkur- inn væri hægriflokkur, heldur Þorsteinn Pálsson stæði valið einfaldlega milli þeirra flokka, sem kysu að telja sig til vinstri annars vegar og Sjálfstæðis- flokksins hins vegar. „Við setjvun okkur ekki einu sinni á pall frönsku byltingarinnar," sagði Þorsteinn. Eins og kunnugt er af mannkyns- sögunni urðu stjómmálahugtökin vinstri og hægri fyrst til á franska þjóðþinginu fyrir um tveimur öld- um, þar sem íhaldsmenn sátu hægra megin í salnum en róttækir vinstra megin. Fundur um samninga þyrluflugmanna eftir helgi FLUGSTJÓRI á þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem að sögn Gunnars Bergsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar átti að mæta á vakt á miðvikudagskvöld, hafði ekki enn mætt til starfa í gær. Ekkert útkall hafði verið á þessu tímabili, þannig að ekki var vitað hvort þyrlan væri kyrrsett af þessum sökum. Flugstjórinn sem um ræðir, Páll Halldórsson, segist vera í sumarleyfi og því hafi hann ekki mætt til starfa. Að sögn Asmundar Vilhjálmssonar hjá fjármálaráðumeytinu mun fulltrúi fjármálaráðuneytisins funda ásamt fulltrúum þyrluflug- manna og Landhelgisgæslunnar um samninga þyrluflugmanna eftir helgi. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í samtali við Morgunblaðið á fimmtudag að flugstjórinn hefði ekki talið sig fær- an um að fljúga eins og væri, en ekki væri um að ræða neina stöðvun hjá flugmönnum Landhelgisgæsl- unnar, þar sem aðrir flugmenn hefðu mætt til starfa. Þegar Gunnar var inntur eftir því hvaða áhrif fjarvera flugstjórans hefði ef neyðartilvik kæmi upp sagði hann að á það yrði að reyna ef að því kæmi. „Það starfa þrír flugstjórar á þyrl- unni, einn þeirra lauk sinni vakt á þriðjudagskvöld og er því í þriggja daga fríi, annar er í sumarleyfí og sá þriðyi átti að mæta á vakt á mið- vikudag, en hann hefur sem sagt ekki séð sér fært að mæta til starfa." Aðspurður sagðist Gunnar ekki geta sagt neitt um hvort fjarvera flugstjórans stæði í tengslum við launamál. „Það hefiir ekki verið gengið frá samkomulagi við flug- menn Landhelgisgæslunnar á sama hátt og gert hefur verið á milli Flug- leiða og Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, en hvort það er ástæðan fyrir fjarveru flugstjórans get ég ekkert sagt um.“ Morgunblaðið hafði samband við Pál Halldórssoh flugstjóra og spurði hann um ástæðuna fyrir því að hann hefur ekki mætt til starfa. „Þegar menn fá ekki launin sín greidd þá mæta menn ekki til starfa, í það minnsta geri ég það ekki. Annars er ég að klára mitt sumarfrí sem lýkur um næstu mánaðamót, en þá fer ég í launalaust frí í eitt ár. Það er raunverulega engin launa- deila uppi þar sem búið er að semja, heldur er um að ræða hreina vald- níðslu, þvf við fáum ekki greiddar umsamdar kjarabætur og á það við alla flugmenn Landhelgisgæslunnar. Við erum í Félagi íslenskra atvinnu- flugmanna og aðalkjarasamningur FÍA við Flugleiðir hefur gilt fyrir flugmenn Landhelgisgæslunnar frá upphafí. Samningamir sem gerðir voru milli Flugleiða og FÍA nú í sumar eru innan þess ramma sem gildandi bráðabirgðalög segja til um og eru því fullkomlega löglegir, en við höfum ennþá ekki fengið greitt samkvæmt þeim. Það er því kominn hnútur í þetta eina ferðina enn því miður," sagði Páll Halldórsson. Flugslysið við Rey kj aví kur flugvöll: Talið er líklegl að hreyfill hafi stöðvast hvað það er sem gerist. Ég veit að svipað slys gerðist í Bandaríkjunum, en ég hef ekki fengið nánari upplýs- ingar um það,“ sagði Skúli. Rann- sókn slyssins heldur áfram. í gær fóru rannsóknarmenn til Keflavíkur að yfirfara gögn í flugturninum þar. Þar er um að ræða upptökur af sam- tölum við áhöfn vélarinnar og út- skrift af flugratsjá. Að sögn annars fulltrúa kanadíska fyrirtækisins Geoterrex, eiganda vélarinnar, voru allir þeir sem fórust mjög reyndir starfsmenn með langan starfsaldur að baki og flugmennimir þaulvanir. „ATHYGLIN beinist nú einkum að hreyflunum. Það bendir allt til þess að annar hreyfillinn hafi verið stopp,“ sagði Skúli Jón Sig- urðarson hjá Loftferðaeftirlitinu í gær, aðspurður um orsakir slyss- ins. Hann hefur unnið að rann- sókn á flaki kanadisku Casa 212- flugvélarinnar sem fórst við Reykjavíkurflugvöll þann 2. ágúst síðastliðinn. Sérfræðingar frá framleiðendum og frá kanadíska loftferðaeftirlitinu hafa einnig verið við rannsóknina, ásamt full- trúum eigenda vélarinnar. „Það er ekki svo gott að segja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.