Morgunblaðið - 06.08.1988, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
Morgunblaðið/Einar Falur
Oryggishjálmur er talinn hafa forðað ökumanni vélhjólsins frá alvarlegum meiðslum.
14 ára ökumaður vélhjóls slasaðist
UMFERÐARSLYS varð á mótum
Hofsvallagötu og Sólvallagötu á
tíunda tímanum í gærmorgun
þegar sendibíll og vélhjól rákust
þar saman.
Ökumaður vélhjólsins, 14 ára og
réttindalaus, ók vestur Sólvallagötu
og lenti á sendibílnum sem ekið var
norður Hofsvallagötu, sem er aðal-
braut. Pilturinn fékk opið beinbrot
á fæti og var gerð á honum aðgerð
á slysadeild Borgarspítalans í gær.
Að sögn lögreglu er talið víst að
öryggishjálmur hafi forðað honum
frá enn alvarlegri meiðslum.
VEÐURHORFUR íDAG, 6. ÁGÚST1988
YFIRLIT í GÆR: Um 600 km suöaustur af Reykjanesi er 983 mb.
lægð, sem þokast norðaustur. Hiti breytist fremur lítið.
SPÁ: í dag lítur út fyrir suð- og suöaustan átt með skúrum á Suð-
ur- og Vesturlandi en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti
þar 14—20 stig en 9—13 stig suðvestantil.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðaustlæg átt og úrkomulítiö norðan-
lands en rigning eða súld í öðrum landshlutum.
HORFUR Á MÁNUDAG: Þurrt og bjart veður norðantil á landinu
en skúrir syðra. Hiti 8—12 stig sunnanlands en 13—20 fyrir norðan.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y. Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
1 o Hitastig:
10 gráður á Celsíus
\J Skúrir. 4
*
V E'
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
# * *
’, ’ Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
Akureyri Reykjavik hiti 12 9 veAur skýiaft úrkoma
Bergen 12 skýjað
Helsinki 1S skýjaft
Kaupmannah. 13 skýjaft
Narssarssuaq 8 skýjaft
Nuuk 8 súld
Ósló 14 iéttskýjaft
Stokkhólmur 14 hálfskýjaft
Þórshöfn 10 súld
Algarve 21 þokumóða
Amsterdam 15 þokumóða
Barcelona 18 þokumóða
Chlcago 28 mistur
Feneyjar 17 helðskfrt
Frankfurt 1S skýjaft
Glasgow 15 mistur
Hamborg 14 léttskýjaft
Las Palmas vantar
London 15 skýjað
Los Angeles 19 léttskýjað
Lúxemborg 14 léttskýjaft
Madríd 14 heiðskfrt
Malaga 22 lóttskýjað
Mallorca 20 léttskýjaft
Montreal vantar
New York 26 heiðskfrt
Parfs 14 skýjað
Róm 24 þokumóða
San Dlego 20 skýjað
Wínnipeg 18 skýjað
Bandaríkjaferð Þorsteins Pálssonar:
Ræðir við Ronald
Reagan í Hvíta hús-
inu á miðvikudag
FORSÆTISRÁÐHERRA Þor-
steinn Pálsson hefur þegið boð
Ronaids Reagans, forseta Banda-
rikjanna að koma til Washington
til viðræðna í næstu viku. Auk
forsetans ræðir Þorsteinn Páls-
son við Frank L. Carlucci, vama-
málaráðaherra og utanríkis-
málanefnd öldungadeildarþings-
ins.
Þorsteinn Pálsson heldur til New
York á morgun, en heimsókn hans
til Washington hefst þriðjudaginn
9. ágúst og stendur fram á laugar-
dag. Jónína Mikaelsdóttir, aðstoð-
armaður forsætisráðherra og Geir
Haarde, alþingismaður héldu til
Washington á fimmtudag til að
undirbúa viðræðumar. Aðrir í
fylgdarliði ráðherrans eru eigin-
kona hans, Ingibjörg Rafnar, Guð-
mundur Benediktsson, ráðuneytis-
stjóri og Helgi Ágústsson og Þor-
steinn Ingólfsson frá Utanríkisr-
áðuneytinu.
Forsætisráðherra og fylgdarlið
hans byrja á því að fara til Andrews
herflugvallarins á þriðjudag, en
þaðan verður flogið til Washington
þar sem John C. Whitehead, varaut-
anríkisráðherra tekur á móti þeim.
Fundur Ronalds Reagans og Þor-
steins Pálssonar fer fram í Hvíta
húsinu fyrir hádegi á miðvikudag
og á eftir býður forsetinn til hádeg-
isverðar til heiðurs Þorsteini Páls-
syni. Síðar um daginn verður fund-
ur forsætisráðherra og utanríkis-
málanefndar öldungardeildar
Bandaríkjaþings í þinghúsinu. Þor-
steinn hittir Frank L. Carlucci,
vamamálaráðherra í Pentagon á
fimmtudag þar sem fundur þeirra
verður haldinn.
Forsætisráðherra fer einnig í
skoðunarferð í Bandarísku heil-
brigðisstofnunina og leggur blóm-
sveig á leiði óþekkta hermannsins
í kirkjugarðinum í Arlington. Ingvi
Ingvason, sendiherra og frú Hólm-
fríður Jónsdóttir halda móttöku til
heiðurs Þorsteini á föstudag.
Sérstök dagskrá verður fyrir frú
Ingibjörgu Rafnar í ferðinni. For-
setafrú Nancy Reagan bíður henni
til tedrykkju í einkaíbúð forseta-
hjónanna í Hvíta húsinu á miðviku-
dag og eiginkona vamamálaráð-
herra bíður til hádegisverðar á
fimmtudag. Þá mun Ingibjörg m.a.
skoða Kennedy listamiðstöðina,
National Gallery of Art og National
Museum of Women in the Arts.
Brottför forsætisráðherra, eigin-
konu hans og fylgdarliðs frá Was-
hington verður laugardagsmorgun-
inn 13. ágúst.
Hvammstangi:
Erfitt fyrir nýja að-
ila að fá sláturleyfi
- segir Niels Árni Lund
BÆNDUR í Vestur-Húnavatns-
sýslu, sem vilja taka við rekstri
sláturhúss þrotabús Verslunar
Sigurðar Pálmasonar á Hvamms-
tanga, hafa ekki sótt um slátur-
leyfi enn sem komið er. Sam-
kvæmt upplýsingum frá land-
búnaðarráðuneytinu verður nýj-
um aðilum ekki veitt sláturleyfi
á hús sem ekki hafa löggildingu.
Framfylgt verður lögum frá Al-
þingi um að ólöggildum slátur-
húsum verði lokað og er slátur-
höfum veittur aðlögunartími til
tveggja ára til að lagfæra sín
hús. Að sögn Egils Gunnlaugs-
sonar, héraðsdýralæknis á
Hvammstanga, vilja bændur
reka sláturhúsið á undanþágu til
nokkurra mánuða áður en þeir
ákveða að ráðast í fjárfrekar
breytingar á sláturhúsinu, en það
skortir talsvert upp á að það sé
lögum samkvæmt.
Að sögn Níels Áma Lund hjá
landbúnaðarráðuneytinu verður er-
fitt fyrir nýja aðila að fá slátur-
leyfí. Stefnt er að því að fækka
sláturhúsum á landinu og verið er
að móta reglur um úreldingarsjóð
til að fækka sláturhúsum svo kom-
ið verði betri rekstrarstöðu á slátur-
húsin því þau standa nánast öll
höllum fæti. Meðan unnið er að því
að fækka þessum húsum er illveij-
anlegt að veita nýjum aðilum slátur-
leyfi, að sögn Níels Lund. Hann
sagði ennfremur að forsenda fyrir
nýjum leyfum væri sú að viðkom-
andi hús séu löggild. Það verður
ekki veitt undanþága til nýrra að-
ila. Hins vegar verður þeim aðilum
sem reka sláturhús á undanþágu
gefinn kostur á aðlögun til tveggja
ára til að koma húsunum í löggilt
ástand.
Að sögn Egils Gunnlaugssonar
héraðsdýralæknis á Hvammstanga
eru stóru sláturhúsin sem byggð
hafa verið hentug til haustslátrunar
en þau eru ónothæf í minni slátrun.
Hann sagði ennfremur að hvað sem
bollaleggingum hagfræðinga liði þá
væra lítil sláturhús nauðsynleg til
að sinna kröfum neytandans um
ferskt kjöt. Um þá stefnu stjóm-
valda að fækka sláturhúsum og
hafa þau stærri, sagði Egill, að það
stangaðist á við kröfur neytenda.
Leifur kominn á leiðarenda
GÖNGUGARPURINN Leifur
Leópoldsson hefur nú um það
bil lokið göngu sinni eftir hálend-
inu endilöngu. Hann hefur þá
gengið 620 kflómetra á 36 dög-
um. Göngunni lýkur formlega á
Amarstapa á Snæfellsnesi, kl.
12 á hádegi í dag, þar sem full-
trúar frá stjóm Krýsuvíkursam-
takanna mimu taka á móti Leifi.
Tilgangurinn með göngu Leifs
er sem kunnugt er að safna áheitum
til styrktar Krýsuvíkursamtökun-
um, en markmið þeirra er að koma
á fót meðferðarstöfnun í Krýsuvík
fyrir unglinga í vímuefnavanda.
Að sögn Snorra Welding hjá
Krýsuvíkursamtökunum hafa nú
safnast um 3 milljónir króna, en til
þess að hægt verði að ljúka við
fyrsta áfanga skólahússins og
tengja í það hitaveitu, þarf aðrar
þijár milljónir. Söfnuninni er því
síður en svo lokið þó Leifur sé kom-
inn á leiðarenda. Krýsuvíkursam-
tökin hafa sent út fjögur þúsund
bréf t.il fyrirtækja og einstaklinga
til að minna á söfnunina og á næstu
dögum verður hringt í þá aðila og
beðið um stuðning þeirra. Kvaðst
Snorri vongóður um að takast
mynda að ná settu marki og taka
á móti fyrstu unglingunum í
Krýsuvfk nú í vetur.