Morgunblaðið - 06.08.1988, Page 13

Morgunblaðið - 06.08.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 13 LÚPÍNUR Lúpínur hafa löngum verið tald- ar meðal okkar státnustu og sterk- ustu garðjurta og allir kannast við gömlu góðu bláu, hvítu og bleiku lúpínumar sem virtust ódrepandi. Að vísu eru þær dálítið gisnar í blómskipaninni miðað við hin nýju og kynbættu afbrigði, en sterkar eru þær samt og standa fyrir sínu. Erlendis hafa ýmsar lúpínuteg- undir (en af þeim munu finnast um 300 tegundir) verið notaðar sem jarðbætandi gróður í magra og sendna jörð, sáð að vori og plægðar niður að hausti. Þær hafa líka löngum verið frægar fyrir að geta spjarað sig og vaxið vel á ótrúlega magurri jörð og af þess- ari „græðgi“ þeirra mun latneska nafnið runnið: Lupinus af lupus = úlfur, þ.e.a.s. gráðugur eins og úlfur. Að vísu er til önnur skemmti- leg skýring á nafninu en hún er sú það sé dregið af gríska orðinu „lupe“ = sorg, og þá rökstutt þann- ig, að fræin, sem stundum voru notuð til matar, eru mjög beisk á bragðið nema þau hafi verið soðin margsinnis, — svo beisk að andlit þess sem á þeim bragðaði fékk á sig sorgar- eða hörmungarsvip! Þessi seigla lúpínunnar að bjarga sér stafar af því að á rótum hennar, sem eru stórar og sterk- legar, lifa bakteríur, sem binda köfnunarefnið sem finnst í jarð- vegsloftinu. Þama er um samvinnu og samlíf jurtanna og bakteríanna að ræða, sem báðum aðilum kemur að gagni (symbiosa). Séu rætumar skoðaðar má greinilega sjá þessa bakteríuhnúða og þekkist þetta fyrirbæri hjá fjölda annarra plantna af ertublómaætt. Þær lúpínutegundir sem helst hafa ver- ið notaðar til þessara ,jarðabóta“ em einærar tegundir frá Mið- og Suður-Evrópu. Lúpínumar eru sem sagt stútfullar af köfnunarefni en hafa þó ekki verið taldar heppi- legt grænfóður því þær innihalda efni (alkaloid) sem valdið getur eitmn í búpeningi. En það vom hinar fjölæm garð- lúpínur sem við ætluðum að fjalla um hér. Heimkynni þeirra er N- Ameríka og þaðan bámst snemma tvær tegundir til Evrópu: Lup. ar- boreum - TRJÁLÚPÍNA — mnni með gulum blómum (stundum þó einnig bláum eða hvítum) og Lup. perenne — REFABAUNIR — oft- ast með bláum blómum. Síðar, árið 1826, komu svo ÚLFABAUN- IR (Lup. polyphyllus) frá Bresku- Kólumbíu, hinar gamaldags harð- gerðu lúpínur sem áður var minnst á em einkum komnar út af tveim þeim síðastnefndu. Það em einnig þær (ásamt tijálúpínunni og nokkmm einærum tegundum) sem em foreldrar þeirra kynbættu garðlúpína sem á síðari ámm hafa náð svo mikilli útbreiðslu og sívax- andi vinsældum þó ekki séu þær jafn harðgerðar og þær „gömlu góðu“. T.d. má heita að allur sá skari þurrkaðist út á sunnanverðu landinu í vorhretinu fræga 1963, þó „gamlingjamir" stæðu af sér veðrið stórslysalítið. En sagan um það hvemig þessum hálfvilltu teg- undum — þessum öskubuskum, sem löngum höfðu verið litnar hálfgerðu homauga — var breytt í eitt vinsælasta garðblóm veráldar er ævintýri líkust. Til þess þurfti meira en meðallag af bjartsýni, þolinmæði, þrautseigju og snilli, en auk þess líka vænan skammt af hreinni þtjósku. En það ævintýri skulum við geyma okkur til næsta þáttar. Ó.B.G. MYNDIR OG MYNDANIR Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er alveg rétt, sem hinn komungi myndlistarmaður, Hlyn- ur Helgason, sagði í viðtali í menningarblaðinu á laugardag, að listamenn ættu að vera forvitn- ir. Það eru engin ný sannindi né heldur það, að listakennslan í MHÍ sé einhvern veginn allt út um allt, og að það þurfi langan tíma til að vinna úr henni. Svo verður þar til annir verða aflagðar og nem- endur gangi til sama aðalkennara allan veturinn í stað þess að verða að melta ný viðhorf mánaðarlega, svo sem verið hefur. Hins vegar verður þess ekki vart í myndum Hlyns, sem hann sýnir í Ásmundarsal fram til sunnudagskvölds, að hann sé tvístígandi í list sinni því að hann hefur valið henni ákveðinn ljóð- rænan farveg. Hann sýnir þar 10 akrýlmyndir ásamt 22 litlum filt- pennamyndum og eru þær allar unnar á pappír. í það heila virka myndimar eins og samstæð hljómkviða í litum, formum og línum. í akrýlmyndunum ber mest á þýðum og mildum litum, sem mjúklega og skynrænt eru yfir- færðir frá pentskúfnum á mynd- flötinn. Bláir, fjólubláir litir ásamt jarðlitum mynda sér andstæðu við hvíta litatóna, sem leika líkast upphöfnu ljósi um myndflötinn. Svipuð vinnubrögð viðhefur Hlynur á teikningunni en þar em það mjúkir grátónar, sem leika aðalhlutverkið frá ljósi í skugga ásamt skynrænum tilfinningum gerandans. Þetta er allt vel gert og sýning- in ber vott um ágæta hæfileika gerandans og telst hin þokkaleg- asta frumraun. En einhvem veg- inn gerir maður meiri kröfur til Hlyns Helgasonar og því vil ég árétta hér orð eins af meisturum málaralistarinnar: „Þegar mynd er fullgerð, og enginn minnsti efi ( manni að henni sé lokið, þá er tími kominn til að byija á henni." Gallerí Birgis Andréssonar með sýning á verkum Gerhard Amman ÞÝSKI listamaðurinn Gerhard Amman opnaði sýningu á verk- um sínum í Galleríi Birgis Andr- éssonar við Vesturgötu í Reylgavík, í gær, föstudag. Sýning Gerhards stendur til loka ágúst og verður opin á kvöldin og eftir samkomulagi. Þeir listamenn sem áður hafa sýnt í Galleríi Birgis eru Halldór Ásgeirsson, Ámi Ing- ólfsson, Bjami H. Þórarinsson, Kees Visser og Ragna Róbertsdóttir. BRAUTARHOLTI 20 - SÍMI 29098 Láttu metnaðinn ráða þínu vali OPNUNARTIMI: Miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 19.00 - 01.00 Föstudaga og laugardaga kl. 19.00 - 03.00. Pantið borð tímanlega hjá veitingastjóra í síma 29098.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.