Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
15
Birkimel, þannig að hlaupið taldist
löglegt sem Meistaramót íslands.
Tólf hlauparar hófu keppni, allt
karlmenn og komust sjö þeirra í
mark. Islandsmet var sett eins og
að framan greinir. Veður var skap-
legt fyrir langhlaupara, 6-10 stiga
hiti, nánast alskýjað, sólskin með
köflum og hæg norðangola. Ég
minnist þess að hafa hlaupið í stutt-
buxum og langerma bol á meðan
áhorfendur voru klæddir peysum
og úlpum. Hlaupnir voru fimm
hringir eftir götum í Vesturbænum
og út á Seltjamames, en það var
heldur leiðigjamt að fara svo oft
sömu leiðina.
Árið 1982 var maraþonhlaupið
svo haldið í Hafnarfirði á vegum
FH. Þá var hlaupið frá Lækjar-
skóla, tvisvar út á Álftanes og einu
sinni út á Garðaholt, en endamark
var ið hliðina á pósthúsinu milli
Fjarðargötu og Strandgötu. Nítján
vaskir hlauparar hófu keppnina,
eingöngu karlmenn og níu þeirra
komust í mark. Veður var gott, um
10 stiga hiti, sólskin og suðaustan-
gola. Mig minnir að ég hafi léttst
um 3 kg meðan á hlaupinu stóð.
Sighvatur Dýri Guðmundsson úr ÍR
sigraði á 2 klst. og 44 mín. Sigurð-
ur P. stjómaði hlaupinu að þessu
sinni en Sigfús Jónsson lét sér
nægja að hlaupa 25 km. Þess má
geta að 10 km. götuhlaup kvenna
fór fram samtímis maraþonhlaup-
inu og voru sumar kvennanna óán-
ægðar með að fá ekki tækifæri til
að keppa í maraþonhlaupi eins og
karlmennimir. Það er ótrúlega stutt
síðan að menn töldu að maraþon-
Margir erlendir hlauparar koma til landsins til að keppa í Reykjavík-
urmaraþoninu í ár. Meðal þeirra er Daniela Pavarini, þrítug kona
frá héraðinu Reggio Emilia á Ítalíu. Besti timi hennar til þessa í
fullu maraþoni er 2:59.15, sem er frábær tími.
hlaup væri beinlínis hættulegt fyrir
konur.
Árið 1983 var Meistaramót ís-
lands í maraþonhlaupi aftur haldið
í Hafnarfirði og vom hláupaleiðin
og veður svipuð og árið áður. Aftur
bar Sighvatur Dýri sigur úr býtum
og nú á enn betri tíma en áður, 2
klst. og 32 mín.
Reykjavíkurmaraþon var svo
haldið í fyrsta sinn 26, ágúst 1984
og hlupu þá 5 konur og 51 karl
fulla maraþonvegalengd, 42,2 km.
Síðan hefur Reykjavíkurmaraþon
verið haldið á hveiju ári. Þátttaka
og vinsældir þess hafa vaxið stöð-
ugt, enda var valin sú leið að bjóða
almenningi að taka þátt og hafa
jafnframt hálft maraþon, 21.1 km.
og 7 km. skemmtiskokk. Reykjavík-
urmaraþon er jafnframt Meistara-
mót íslands í maraþonhlaupi og
árið 1987 var það Sighvatur Dýri
sem enn varð fyrstur íslendinga,
en engin íslensk kona tók þátt þá.“
Það sem hefur einkennt
Reykjavíkurmaraþonið síðustu ár
er vaxandi fyöldi útlendinga og er
sannarlega fengui* að fá þessa af-
reksmenn og konur sem komin eru
út í hreina atvinnumennsku í hlaup-
unum. Samkvæmt upplýsingum frá
Ferðaskrifstofunni Urvali, sem sér
um undirbúning að Reykjavíkurm-
araþoninu nú sem áður, taka um
140 útlendingar þátt að þessu sinni,
en til samanburðar má geta þess
að þeir rétt fylltu hundraðið í fyrra.
Síðustu ár hafa útlendingamir haft
yfirhöndina í fullu maraþoni en það
væri óneitanlega gaman að fá ís-
lending í fyrsta sætið í þetta sinn.
ítreka skal að frestur til að skrá
sig í Reykjavíkurmaraþonið rennur
út 15. ágúst og verður ekki tekið
við umsóknum eftir það. Skráning
í keppnina fer fram hjá Ferðaskrif-
stofimni Úrval, Pósthússtræti 13.
Afrekaskrá Islands
í maraþonhlaupi
KARLAR
1. Sigurður P. Sigmundsson FH,
2:19.46 í Berlín, 1985.
2. Ágúst Þorsteinsson UMSB,
2:29.07 í Manchester, 1983.
3. Sighvatur D. Guðmundsson ÍR,
2:32.37 í Hafnarfirði, 1983.
4. Steinar Friðgeirsson ÍR, 2:30.44
í Reykjavík, 1986.
5. Sigfús Jónsson ÍR, 2:38.29 í
Windsor, 1978.
6. Jóhann H. Jóhannsson ÍR,
2:41.24 í Hafnarfirði, 1983.
7. Jakob B. Hannesson UÍA,
2:44.34 í Reykjavík, 1987.
8. Högni Óskarsson KR, 2:49.14 í
New York, 1976.
9. Bragi Þ. Sigurðsson UMSK,
2:49.44 í Hafnarfirði, 1983.
10. Guðmundur Gíslason Á, 2:50.19
í Hafnarfirði, 1982.
KONUR
1. Anna Kristjánsdóttir, KR 3:24.25
í Washington, 1981.
2. Fríða Bjamadóttir, UBK 3:25.00
í Boston, 1984.
3. Lillý Viðarsdóttir, KR 3:53.00 í
New York, 1979.
og okkur ber heilög skylda að
halda honum í góðu lagi. Sá sem
tekur þátt í maraþonhlaupi sér
ekki eftir því. Stundum þegar þarf
að taka á í vinnunni hugsar maður
til maraþonhlaupsins og þá er eins
og allt verði auðveldara viðfangs."
•
Ráðleggingar til
maraþonhlaupara
Að síðustu var Hafsteinn spurð-
ur að því hvaða ráð hann gæfí
þeim sem stunda eða hyggja á
langhlaup.
Hann kvað það mikilvægast að
ástunda reglusemi, alls ekki að
reykja og drekka áfengi í hófi. •
Ef menn stefndu að ákveðnu
marki yrðu menn að setja sér
ströng skilyrði, annars næðist
aldrei árangur. Það ætti við um
maraþon eins og allt annað. Agi
væri nauðsynlegur og skyldu
menn borða hollan mat og stunda
þrotlausar og reglubundnar æfing-
ar. Heilsubótarskokk væri mjög
gott fyrir þá sem vildu halda sér
í góðu formi en ef menn stefndu
á fullt maraþon yrði að hlaupa af
fullum krafti flésta daga vikunn-
ar. Hafsteinn lagði áherslu á'að
hér á íslandi yrði að hita sig vel
upp áður en lagt væri í hann, og
um fram allt að reyna að klæða
sig vel til þess að orkan fari ekki
til spillis.
Varast skyldi að fara of geyst
í byijun, fylgjast ætti vel með því
hvað líkaminn þyldi og láta álagið
vaxa stig af stigi. „Það er nauð-
synlegt að æfa af kappi ef ná á
góðum árangri. Þó skal varast að
ganga fram af sér, því slæm
meiðsl geta hæglega eyðilagt
keppnisferil efnilegra íþrótta-
manna", sagði Hafsteinn að lok-
um.
Þegar stigið er frá borði getur
maður ekki varist þeirri hugsun
að nýji Viðeyjarbáturinn hljóti að
vera í góðum höndum hjá þessum
mikla íþróttamanni. Báturinn er
með tvær vélar innanborðs og
kemst 25 sjómílur á klukkustund.
Hafsteinn hljóp 42.2 kílómetra á
þremur klukkustundum og einni
mínútu betur. Þá ætti ekki að
bresta þolið.
texti: Jóhannes Kári Kristins-
son.
SAAB
CITROÉN
Globusi
Lágmúla 5