Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
íslenskt . ,
grænmeti a
markaðinn
Kuldarnir í júní töfðu fyrir sprettu,
segja garðyrkjubændur
Helga Teitsdóttir á Högnastöðum að senda frá sér á markað
fallegar gulrófur og spergilkál.
Sigurður Tómasson á Hvera-
bakka i garði sínum.
núna, það gerði kuldinn í vor,"
sagði Lilja Olversdóttir á Grafar-
bakka en hún var að taka upp
skínandi fallegar rófur ásamt
manni sínum, Emil Kristófers-
syni, og syninum, Óskari, þegar
að var komið. „Við breiðum
akrýldúk yfír allt, það er allt ann-
að að hafa hann," bætti Lilja enn-
fremur við. „Gulrófur hljóta að
verða seinar til hjá þeim sem nota
dúkinn ekki og eru að auki með
köld garðlönd."
Þá hafði fréttaritari einnig tal
af kartöflubændum en þeir kváð-
ust litið vilja segja um uppskeru-
horfur. Spretta hefði verið léleg
vegna kuldanna og úrkomunnar
í júnímánuði. Þó væri góð sprett-
utíð eins og er og ef ágústmánuð-
ur og fyrrihluti september yrðu
góðir ætti að nást meðaluppskera.
- Sig. Sigm. ■
Syðra-Langholti.
ÞEGAR fréttarritari Morgun-
blaðsins leit til nokkurra garð-
yrkjubænda á Flúðum og í ná-
grenni til að f orvitnast um upp-
skeruhorfur voru þeir i óða önn
að undirbúa sendingar á græn-
meti á markað í Reykjavík.
Fyrst var rennt til Guðjóns
Birgissonar á garðyrkjustöðinni á
Melum. Hann sagði að nú upp á
síðkastið hefði hlýnað og lagast
mjög með uppskeruhorfur. Hann
væri núna seinni að senda á mark-
aðinn en í fyrra. Mest væri það
kuldunum í júnímánuði að kenna.
Af útigrænmeti er Guðjón aðal-
lega með blómkál, hvítkál og
kfnakál sem nýlega er farið að
rækta og er vinsæl káltegund.
Byijað var að senda héðan af
svæðinu um 20. júlí. Það liti út
fyrir meðaluppskeru. Þá ræktar
Guðjón tómata í 900 fermetra
gróðurhúsum. Uppskera á þeim
hefði verið alveg í meðallagi en
verðið hefði verið lágt, lægra en
í fyrra. Þar að auki yrðu garð-
yrkjubændur nú að bera hluta af
söluskattinum. Þetta er allt of
lágt verð, það er eina vonin að
það lagist það sem eftir er af
sumrinu ef þetta á að teljast þol-
anlegt ár.
Þau Jón Hermannsson og
Heiga Teitsdóttir á Högnastöðum
voru að ganga frá sendingu á
gulrófum og spergilkáli en þau
eru með sitt lítið að hveiju, eins
og þau orðuðu það við fréttaritar-
ann. Kuldinn f júnf hefði seinkað
uppskerunni en nú væri vöxturinn
að taka virkilega við sér.
Sigurður Tómasson á Hvera-
bakka tók í sama streng þar sem
hann var að skera kál í garði
sfnum. „Það eru vissar tegundir
sem hafa dafnað vel núna með
því að hafa akrýldúk yfír þeim,“
sagði Sigurður. Þetta verður allt
boðið upp á grænmetismarkaðin-
Þorleifur Jóhannsson á Laxárbakka við uppskerustörf.
Lilja Ölversdóttir og Emil Kristófersson á Grafarbakka og Óskar sonur þeirra skera af gulrófum.
um, við óttumst að verðið lækki.
Það er erfítt með þessa ræktun
hjá okkur, að hafa uppúr henni.
Allur tilkostnaður hefur aukist
mikið,. vinnulaun, áburður, um-
búðir o.fl.“
Þorleifur Jóhannsson á Laxár-
bakka var einnig í garði sínum
ásamt sínu fólki við uppskeru-
störf. Hann sagðist vonast til að
þetta yrði meðalár í grænmetis-
ræktuninni. „Júní var erfíður, það
var bæði rok og kalt en mikils
virði er að hafa garðlöndin heit
en það er ylur í garðlöndunum
nær alstaðar á þessu svæði,“ sagði
Þorleifur.
„Við sáðum með seinasta móti
Moigunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Guðjón Birgisson og Helga Karlsdóttir á Melum að taka blómkálshöfuð í hús. Á gömlu dráttarvél-
inni sitja Sigrún, Arnar og Aldís.