Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 Kór Öldutúnsskóla að loknum tónleikum í Uniting Church í Canberra. Performers given the chance to sparkle Again on Tucsday night, but this timc in Mclville Hall. onc of thc most delightful groups yet heard at thc conferencc. thc Grangetown Rccorder Ensemblc. from Clcvcland County, England, charmcd thc audicncc with its prcscntation. Drcsscd in Elizabcthan costumes, thc 10 young instrumentalists, aecd bctwccn ninc and 11 ycars, introducea thcir own pro- gram and playcd without conductor a sc- lection of Elizabcthan airs and an 18lh<cntury suitc. Thcy condudcd thcir program with somelhing quitc difTcrent — a calypso, Yellow Bird, and a Simple Samba. 0 MUSIC W. L. Hoffmann Ave María by Kodaly. and thc spirítual Decp River. Also indudcd wcrc works by lcclandic composers spccially wríttcn for thcm and displaying unusual vocal dcviccs which dcmandcd virtuosic vocal control. Thcy werc quitc brilliaritly pcrformcd. Úrklippa úr The Canberra Time8 þar sem far- ið er lofsamlegum orðum um kór Öldutúns- skóla. Á sauðskinnsskóm í Hong Kong- og Canberra Rætt við Egil Friðleifsson stjórnanda kórs Oldutúnsskóla KÓR Öidutúnsskóla er nýkominn heim úr tónleikaf erðalagi til Austurlanda fjær og Ástralíu. Kórinn samanstendur af 20 stúlk- um á aldrinum 10-17 ára sem all- ar utan tvær eru nemendur í Öld- utúnsskóla i Hafnarfirði. Kórinn hefur getið sér gott orð í gegnum tíðina og hefur Egill Friðleifsson stjórnandi verið driffjöðurin í starfi kórsins. Þetta var tólfta utanferð kórsins og fimmta heim- sálfan sem kórinn heimsækir. Haldið var til Hong Kong þann 8. júlí og dvalist þar í nokkra daga. Þá var flogið til Canberra í Astralíu og þaðan haldið til Sid- ney. Loks hafði kórinn viðkomu í Tælandi í þrjá daga en haldið var heim föstudaginn 29. júlí. Morgunblaðið náði tali af Agli Friðleifssyni stjórnanda og innti hann fregna af ferðinni. Tónleikar í Hong Kong „Við flugum til London og skipt- um þar um vél og flugum þá rakleið- is til Hong Kong. Við vorum heilan sólarhring á ferð. Næsta dag hvíldumst við en þar næsti dagur var erfíðasti dagur ferðarinnar. Þá héldum við tvenna tónleika sama daginn og álagið var næstum ómanneskjulegt. Samt gekk allt prýðilega. Það var vel að okkur búið og tónleikahallimar voru mjög góð- ar. Á kóramótinu í Hong Kong voru fímmtán kórar frá fjórum heimsálf- um. Þarna héldum við samtals ferna tónleika auk lokatónleika þar sem allir kóramir sungu saman. Þar komu saman böm og unglingar af öllum þjóðemum sem sameinuðust í einum allsherjarkór og sungu um frið og frelsi. Við höfðum æft fjögur lög hvert í sínu heimshomi og síðan small þetta saman eins og hjá vel samæfðum kór. Þessir lokatónleikar voru alveg ógleymanlegir. Kór Öld- utúnsskóla kom fram í batikbúningi sem Katrin Ágústsdóttir batiklista- kona hannaði, en einnig í íslenskum þjóðbúningi sem hann hefur ekki klæðst áður og tvær stúlknanna voru meira að segja í íslenskum sauðskinns- skóm. Við hlutum góðar undirtektir í Hong Kong og vorum á forsíðu eins_ stærsta dagblaðsins þar. The Canberra Times Frá Hong Kong fórum við til Ástralíu, í veturinn sem þar ríkir. Mótið í Canberra er haldið af sam- tökum sem nefnast Alþjóðasamtök tónlistaruppalenda og þau em deiid innan UNESCO hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þessi mót, sem eru þau stærstu sinnar tegundar, eru ákaf- lega vel skipulögð. Aðstæður voru allar mjög góðar í Canberra þar sem 42 hópar allstaðar að úr heiminum tóku þátt. Þar voru einnig á annað þúsund tónlistaruppalendur, kennar- ar úr öllum skólastigum. Ég var dálítið smeykur um að aðsóknin að tónleikum okkar yrði ekki góð þar sem þeir voru haldnir í hádeginu og á sama tíma voru sex tónleikar aðr- ir í gangi í borginni. Ég var því ekki lítið undrandi þegar við gengum inn í kirkjuna þar sem við sungum og sá að hún var troðfull út úr dyr- um. Seinni tónleikamir í Canberra voru strax daginn eftir og voru það ef til vill mikilvægustu tónleikar í allri ferðinni. Þeir voru haldnir í aðalsal Tónlistarskólans í Canberra. Þar voru samankomnir margir menn sem gerst hafa vit á þessum málum og ég tel þessa tónleika vera há- punktinn á okkar ferð. Við fengum slíkt lof að ég man ekki annað eins. Strax daginn eftir birtist í dagblað- inu The Canberra Times mikið lof eftir virtan gagnrýnenda William Hoffmann. Þar segir í lauslegri þýð- ingu: „Kór Öldutúnsskóla frá ís- landi, sem Egill Friðleifsson stjóm- ar, samanstendur af 20 stúlkum. Á efnisskrá kórsins voru hrífandi íslenskir þjóðsöngvar, Ave Maria eftir Kodaly og trúarsöngurinn Deep River. Á efnisskránni voru einnig verk eftir íslensk tónskáld sérstak- lega skrifuð fyrir kórinn. I þeim verkum sýndi kórinn óvenjulega röddun sem útheimti snilldarlega raddbeitingu. Þessi verk voru flutt Gerð mósaíkmyndar af heilögnm Frans erfitt viðfangsefni en skemmtilegt - segirSjöfn Haraldsdóttir, myndlistarmaður STÓR mósaíkmynd verður sett upp við inngang nýrrar við- byggingar St. Fransiskusspítal- ans i Stykkishólmi seint i haust. Höfundur verksins er Sjöfn Har- aldsdóttir en hún er nýflutt heim eftir langa dvöl í Danmörku. Blaðamaður ræddi við Sjöfn á vinnustofu hennar í Reykjavík um feril hennar og gerð myndar- innar. Sjöfn er fædd árið 1953 og uppal- in í Stykkishólmi. Hún er dóttir hjónanna Haraldar S. Gíslasonar og Guðrúnar Ó. Gunnarsdóttur. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðan við Konunglegu dönsku listaka- demíuna. Þar lagði hún áherslu á veggmyndagerð hjá prófessor Ro- bert Jakobsen. Sjöfn lauk cand. phil. prófí í myndlist frá kennara- deild Listakademíunnar árið 1984. Þrisvar unnið samkeppni SDS Sjöfn hefur tekið þátt í fjölda sýninga og samkeppna. Hún hefur til að mynda unnið þrisvar sinnum í samkeppni um veggskreytingar fyrir höfuðstöðvar Sameinuðu dönsku sparisjóðanna (SDS) við Kóngsins nýjatorg. Síðastliðin átta ár hefur Sjöfn búið og starfað í Danmörku. Síðasta vetur kenndi hún veggmyndagerð hjá prófessor Paul Gemes í keramikdeild Listakademíunnar. Sjöfn Haraldsdóttir við mynd af hólmi. Árið 1983 gaf hún systrunum í Stykkishólmi keramískt málverk sem er 2,10 x 3,60 metrar að stærð til minningar um ömmu sína Krist- ensu V. Jónsdóttur. Myndin fékk á sínum tíma verðlaun í samkeppni á vegum SDS og heitir „Hugsað heim“. Á myndinni eru nítján bláir fuglar og var hún sett upp í sumar á vegg viðbyggingar spítalans í Stykkishólmi. Fyrsti listaskólinn hjá systrunum Jes Einar Þorsteinsson arkitekt Morgunblaðið/KGA verkinu sem setja á upp við inngang viðbyggingar spítalans i Stykkis- teiknaði viðbyggingu spítalans. Hann fór þess á leit við Sjöfn að hún gerði veggmynd við aðalinn- gang spítalans. Sankti Fransiskus systumar óskuðu eftir því að mynd- in yrði af heilögum Frans. „Hjá systrunum í Stykkishólmi hafði ég sem barn greiðan aðgang að teikniáhöldum, litum og öðru slíku, þannig að hjá þeim var eiginlega minn fyrsti listaskóli," segir Sjöfn. „Þegar ég hafði fengið þetta verkefni í hendur byijaði ég á því að teikna fjölmargar skissur. Síðan fór ég til Italíu og dvaldi í Assisi um tíma. Þar reyndi ég að rekja slóðir heilags Frans og hafði mér til aðstoðar bók um hann sem systumar gáfu mér. Ég var líka svo heppin að systir Renée frá Stykkis- hólmi var stödd á Italíu og hún dvaldi með mér eina helgi í Assisi ásamt systur frá Madeira. Þær fræddu mig mikið um heilagan Frans.“ Sjöfn ferðaðist einnig til borgar mósaíkurinnar, Ravenna á Ítalíu, og skoðaði mikið af gömlum mósaíkverkum á söfnum og í kirkj- Dvölin á Ítalíu áhrifamikil Sjöfn sagði að áhrifín frá Ítalíu hefðu breytt hugmyndum sínum um verkið nokkuð. „í byrjun hafði ég hugsað mér myndina af heilögum Frans „figúratíva“ og hafði hann m.a. í brúnum kufli,“ sagði hún. „Myndin varð síðan einfaldari og stílfærðari. Heilagur Frans myndar kross á miðjum fletinum og teygir hendumar mót himni. Línur liggja meðfram halla veggjarins eins og straumur, í gegnum sólina og út í óendanleikann. „Elipsan" kringum höfuð hans og axlir streymir frá honum eins og gárur sem breiðast út þegar steini er kastað í lygnt vatn. Ég hugsaði mér „elipsuna" sem boðskap hans og straumlínurn- ar eiga að tákna orku og kraft. Fuglarnir fljúga upp að honum í einfaldleika sínum en heilagur Frans frá Assisi er verndari fugl- anna og dýranna. Litimir eru tákn- rænir og kufl hans er gulur með fjólublárri línu. Guli liturinn túlkar innri gleði hans og birtu." Fyrirtækið Dr. Oidtmann í Linnich í Þýskalandi útfærir mynd Sjafnar í mósaík undir stjóm henn- ar. Hjá fyrirtækinu hafa fjölmörg listaverk verið útfærð, bæði mósaík og steindir gluggar, fyrir íslenska listamenn, m.a. Gerði Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Sjöfn er nýkomin frá Þýskalandi þar sem hún valdi liti og ákvað steinalagn- ingu. Mósaíkin er úr gleri sem er frá eyjunni Murano rétt fyrir utan Feneyjar. Mósaíkin er fyrst steypt í þunnar plötur sem síðan eru til dæmis höggnar í höndunum í mis- munandi stór stykki. Verkið er fest upp í einingum og síðan er það múrað í vegginn. „Ég vann skissur að verkinu á vinnustofu minni í Kaupmanna- höfn. Fyrst fór ég til Stykkishólms og ræddi við systurnar og arkitekt- inn. Endanlegar tillögur mínar voru svo samþykktar af arkitektinum og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.