Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 26

Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 Gengi doll- arshækkar London. Reuter. GENGI Bandaríkjadollars hækkaði í gær eftir að birtar voru hagtölur frá Bandaríkjun- um sem þykja gefa til kynna að búast megi við áframhald- andi vaxtahækkunum til að stemma stigu við aukinni verð- bólgu. Háir vextir í Bandaríkjunum hafa gert það að verkum að fjár- málasérfræðingar hafa fjárfest í dollurum undanfarinn mánuð. Þá voru í gær birtar tölur sem gefa til kynna að atvinnutækifærum fari ört fjölgandi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að atvinnuleysi hafí aukist um 0,1 prósent í júlí frá því í júní. Að auki hafði meðalvinnu- vikan lengst um 0,2 klukkustundir frá því í júní og þykir það einnig benda til þess að efnahagslíf í Bandaríkjunum standi traustum fótum. Þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk í London í gær fengust 1,8920 vestur-þýsk mörk fyrir dollarann og 133,65 japösnk jen. Á fimmtudag var gengi hans skráð á 1,8765 mörk og 132,97 jen. Gengi dollarans lækkaði hins veg- ar gagnvart bresku sterlingspundi og kostaði það 1,6995 dollara í London í gær. Nicaragua: Júgóslavía: Færri hömlur gætu leyst efnahagsvanda -segir í tillögum opinberrar nefndar í innflyijendabúðum Reuter Snáðinn á myndinni sefur rólegur þar sem hann er staddur í innflytjendabúðum í Friedland í Vestur-Þýskalandi. Freidland- búðirnar taka við innflytjendum af þýskum ættum frá Sovétrílg- unum. Talið er að i Sovétríkjunum búi um 3,5 miUjónir manna af þýskum ættum, sem flúið hafa frá heimalandi sinu á styrjald- artímum. Talið er að stór hluti þessa fólks vilja flytja til Vestur- Þýskalands. Undanfarin tvö ár hafa sovésk yfirvöld heimilað aÚmörgum sovétborgurum af þýskum uppruna að flytja úr landi. I fyrra komu 86.000 sovéskir innflytjendur af þýskum ættum til Vestur-Þýskalands, það sem af er þessu ári eru þeir orðnir yfír 60.000. Frá því árið 1950 hefur 1,4 miUjónir manna af þýskum uppruna flust frá Sovétríkunum til Vestur-Þýska- lands. Innflytjendastraumurinn hefur sett vestur-þýsk stjórn- völd í mikinn vanda og í ljós hefur komið að Vestur-Þjóðveijar eru ekki í stakk búnir til að taka við öllum þeim fjölda fólks sem flytjast vill til landsins. Belg7*að. Reuter. OPINBER nefnd vinnur nú að nýrri löggjöf sem gæti stuðlað að lausn efnahagsvandans i Júgóslavíu. Hún leggur til að hömlum verði aflétt af einka- eignarrétti og að verkföll verði leyfð með lögum. Nefndin leggur til að aflétt verði takmörkunum á einkaeignarréttin- um og að öllum þegnum verði lejrft að hafa tekjur af eignum sínum. Eignarrétturinn sætir miklum hömlum en það hefur leitt til þess að viðskipti manna á milli eru oft hvergi gefín upp. Landeign yrði þó ekki gefín fijáls en hverjum ein- staklingi væri heimilt að eiga um 30 hektara lands, samkvæmt tillög- um nefndarinnar. Einnig vill hún að verkföll verði leyfð með lögum en hingað til hafa þau þó hvorki verið leyfð né bönnuð. Bensínverð hækkaði um 40% í Júgóslavíu í gær. Verðhækkanir þar i landi eru nær daglegur viðburður og verðbólgan nálgast nú annað hundraðið. Sá sjálfsstjómarsósíalismi sem er við lýði í Júgóslavíu er sköpunar- verk fyrrum leiðtoga lands- ins.Josips Titos, en hann lést árið 1980. Eftir hans dag hefur landið verið leiðtogalaust og ekki hefur tekist að hafa stjóm á uppsöfnun erlendra skulda og óðaverðbólgu. Ortega varar við sendingn hergagna við kontra-liða Hótar refsiaðgerðum gegn stjórnarand- stöðunni og hernaði gegn skæruliðum Managua, Waahington. Reuter. DANIEL Ortega, forseti Nicaragua, sagði á fimmtudag að tækju Bandaríkjamenn á ný að senda vopn til kontra-skæruliða, sem beij- ast gegn vinstrisinnaðri sandinistastjórn landsins, yrðu settar höml- ur gegn starfsemi sljórnarandstæðinga í Nicaragua. Einnig myndi her landsins á ný ráðast á skæruliða en vopnahlé hefur að mestu ríkt í landinu síðustu fjóra mánuði. Ortega sagði að vopnasendingar myndu eyðileggja að fullu friðarviðræður þær sem stríðsaðilar áttu með sér en þær hafa legið niðri að undanförnu. Reagan Banda- rílgaforseti hefur nýlega hvatt bandaríska þingið til að hefja hemað- araðstoð að nýju við kontra-skæruliða. Fyrir skömmu rak sandinista- stjómin bandaríska sendiherrann úr landi og sakaði hann um andróð- ur gegn stjómvöldum landsins. Einnig var kaþólskri útvarpsstöð lokað. Bandaríkjastjóm brást hart við og sagði að ljóst væri að sandin- istar hygðust ekki standa við fyrri loforð um að leyfa stjómarandstæð- ingum að starfa með eðlilegum hætti. Ortega var harðorður í ræðu sem hann flutti á fimmtudag. Hann sagði að þeim Nicaragua-mönnum, sem hefðu samráð við árásarseggi, er nytu stuðnings Bandaríkja- manna, yrði refsað og andróður þeirra kæfður. „Reagan er ekki með réttu ráði ef hann heldur að honum muni takast að kúga sandinista," sagði Ortega. Sandinistar saka nær alla pólitíska andstæðinga sína í landinu um að ganga erinda Banda- rílgamanna, sem stutt hafa baráttu kontranna gegn sandinistum síðan 1981. Kontra-skæmliðar hafa vísað á bug ásökunum sandinista um að kontramir hafí staðið að árás á farþegaskip á fljótinu Escondido á fímmtudag. Að sögn yfírvalda fór- ust tveir og 27 særðust, þ.á m. bandarískur prestur. Talsmenn kontra-skæruliða segja að sandin- istar hafí gert árásina til að koma óorði á kontrana og reyna þannig að hindra að vopnasendingar verði teknar upp á ný. Hjá Alþjóðadómstólnum í Haag ráða dómarar nú ráðum sínum um hversu miklar skaðabætur Banda- sandinista eða að þeir taki slíkt al- varlega," sagði forsetinn í upphafi fundar með fjölmiðlafólki í Hvíta húsinu, þar sem skýrt var frá ástandinu í Mið-Ameríku. Þegar hann var spurður hvort hann vildi meiri hemaðaraðstoð fyrir kontrana, sagði forsetinn: „Já ... eins og alltaf." Hann vildi ekki segja hvort hann styddi tillögu Roberts Dole um 47 milljón dala hemaðaraðstoð við kontrana en ftrekaði að byija mætti á að senda kontrunum hemaðar- I birgðir sem beðið hefðu í geymslum frá því í febrúar. Demókratar, sem hafa meirihluta í þinginu, vilja flestir að aðstoðin verði takmörkuð við matvæli, fatn- að og lyf þar sem vopnasendingar myndu gera út um friðarvonir í borgarastríði Nicaragua-manna. Talsmaður Bandaríkjaforseta, Marlin Fitzwater, sagði fyrir skömmu að stjómin gæti hugsan- lega sætt sig við slíka málamiðlun um hríð ef tryggt yrði að aðstoðin kæmist í hendur skæmliðanna. Með skæri ímaganum í níu vikur Osló. Reuter. NORSKRI bóndakonu hafa verið greiddar 680.000 ísl. kr. vegna mistaka læknis sem skar hana upp. Níu vikum eftir aðgerðina reyndist nauðsynlegt að skera konuna upp aftur vegna þess að læknirinn skildi eftir skæri í maga hennar. Áslaug Veslum, sem er 66 ára að aldri, hafði liðið vítis- kvalir f heilar níu vikur eftir aðgerðina. Loks var hún skor- inn upp að nýju og fjarlægðu læknar þá 18 sentimetra löng skæri úr maga hennar. Áslaug fór í mál við lækninn og krafðist miskabóta en ekki þótti sannað að hann hefði gerst sekur um vanrækslu f starfí. Hins vegar ákvað stjóm sjúkrahússins að greiða henni 680.000 krónur í bætur gegn því að málið yrði látið niður falla. ERLENT Reuter Daniel Ortega ríkjunum beri að greiða sandínista- stjóminni fyrir að hafa stutt kontr- ana á undanfömum ámm. Hver sem niðurstaðan verður em Banda- ríkin þó ekki bundin af henni og hefur Bandaríkjastjóm litlar áhyggjur af dómsniðurstöðu. Reagan forseti hvatti bandaríska þingmenn á miðvikudag til þess að leyfa vopnasendingar að nýju. Taldi hann best af stað farið með því að heimila sendingar fyrir 18 milljónir Bandaríkjadala, sem vom stöðvaðar er þingið frysti alla hemaðaraðstoð við kontrana í febrúar. „Veiti þingið andspymuhreyfíng- unni ekki aðstoð að nýju fæ ég ekki séð hvemig sú stofnun getur vænst lýðræðislegra úrbóta af hálfu Sovétríkin: Gyðingahatur og ný- fasismi skióta rótum Réttarhöld að hefjast í máli manna sem svívirtu gyðingagrafir í Moskvu Moskvu, Reuter og Der Spiegel. UPP A síðkastið hefur borið á öfgahópum í Sovétríkjunum sem hatast við gyðinga og boða nýfasisma. Rettarhöld eru að hefjast í Moskvu yfir tveimur mönnum sem sakaðir eru um að hafa svívirt grafir í gyðingagrafreit í borginni. Borið hefur á því að unglingar skreyti sig með hakakrossinum og hrópi hreinræktuð nazistaslag- orð. í Moskvu, Leníngrad, Kíev og írkútsk hafa verið stofnuð sam- tök nýfasista. Mennimir tveir sem dregnir verða fyrir rétt á mánudaginn era frá bænum Shaktíj í Suður-Rúss- landi. Þeim er gefíð að sök að hafa svívirt 40 legstaði gyðinga í graf- reit í Moskvu í maímánuði. Opin- berir embættismenn segja að frá- sagnir í vestrænum fjölmiðlum um að hinir ákærðu séu úr öfgahópi frá Moskvu séu rangar. Sovéskir fjölmiðlar hafa flutt af því fréttir í sumar að gyðingar í Moskvu og nýtt samvinnufélag gyð- inga í borginni hafí fengið nafn- lausar upphringingar þar sem þeim var hótað öllu illu. í lesendabréfí í Moskvufréttum sem undirritað er af Valeríj Vos- kobojníkov segir frá því að þjóðem- issinnar í Leníngrad sem tilheyra samtökum sem heita Pamjat (Minn- ing) hafí hist vikulega í borginni frá júnílokum. Sumir era íklæddir svörtum skyrtum og hafa þeir í hótunum við fólk sem yrðir á þá, segir í bréfínu. Höfundur krefst þess að slík fundahöld verði bönnuð vegna þess að þau veki upp hatur. Tafarlaus brott- flutningur gyðinga „Þeir sögðust boða þjóðemis- stefnu og sjálfsvitund rússnesku þjóðarinnar en aðferðir talsmann- anna minntu mig á Svarta hundrað- ið,“ heldur bréfritari áfram með tilvísan til andgyðinglegra samtaka sem voru við lýði í Rússlandi um aldamótin. Einn ræðumanna Pamj- at krafðist „tafarlauss brottflutn- ings gyðinga og annarra framandi kynþátta til heimaslóða". ítölsk kona, Daniela Steila, sem heimsótti Leníngrad í júlí í sumar hefur svipaða sögu að segja í les- endabréfi t.il Moskvufrétta. „Vika er liðin frá því ég veirð vitni að fundi Pamjat og ég er enn skelfíngu lostin," segir Steila. „Mér leið eins og á fasistafundi á fjórða áratugn- um. Ræðumenn lýstu hatri sínu á gyðingum og kennduþeim um glöt- un Sovétríkjanna." Hun segir einnig að það hafí vakið furðu sína að sjá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.