Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
fltargi Útgefandi UlfrlfKMfr Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: '
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið.
Að lokinni
verslunarmannahelgi
Bandaríkin;
Efnahagslífið stendui
um, en Bush á undir l
Dukakis hefur mikla yfirburði í skoðanakönnunum, en rey
verið fljótur að skipta um skoðun
eftir ÓLA BJÖRN
KÁRASON
Verslunarmannahelgin hefur
skipað sér ótvíræðan sess
sem mesta ferðahelgi ársins.
Upphaflega átti þessi helgi að
vera fríhelgi verslunarfólks en
hún hefur þróast í nokkurs kon-
ar fríhelgi allra vinnandi manna
sem tilvalin er að nota til ferða-
laga og útivistar. Fyrst og
fremst hefur unga fólkið nýtt
sér þessa helgi í þeim tilgangi.
Síðasta helgi var þar engin und-
antekning. Þúsundir íslendinga
voru þá á faraldsfæti. 10 til 12
þúsund ferðalangar fóru um
Umferðarmiðstöðina í
Reykjavík, 4.700 flugu með
Flugleiðum innanlands og tug-
þúsundir til viðbótar ferðuðust
með einkabifreiðum.
Sem betur fer gekk umferðin
stórslysalaust fyrir sig að þessu
sinni um sjálfa verslunarmanna-
helgina. Tvö banaslys fímmtu-
daginn fyrir helgina skyggðu
þó verulega á.
Það verður að teljast einskær
heppni að ekki fór verr en raun
varð á. Hátt á annað hundrað
ökumenn voru gripnir af lög-
reglu ölvaðir við akstur og stoftí-
uðu þar með lífí sínu og annarra
í hættu. Þetta er veruleg aukn-
ing frá því á síðasta ári en þá
voru 58 ökumenn teknir fyrir
ölvunarakstur um verslunar-
mannahelgina. Þessi gífurlega
fjölgun er verulegt áhyggjuefni,
ekki síst í ljósi þess mikla áróð-
urs sem rekinn hefur verið gegn
ölvunarakstri að undanfömu í
kjölfar hörmulegra slysa af hans
völdum.
í fréttum Morgunblaðsins af
samkomuhaldi verslunarmanna-
helgarinnar er sagt frá atvikum
sem vel hefðu jjetað endað á
hrikalegan átt. A Melgerðismel-
um ók til dæmis ölvaður fimmt-
án ára piltur bíl með stolnum
númeraplötum um tjaldsvæðið.
Hafði pilturinn ekið utan í tvö
tjöld áður en lögreglan náði að
skakka leikinn. Þama og í öðr-
um tilvikum mátti litlu muna
að stórslys hefði orðið og vekja
atburðir af þessu tagi upp
spumingar um hvers konar far-
veg skemmtanahald um verslun-
armannahelgina er komið í.
Eins og venja er vom haldnar
fjölmargar skipulagðar útihátíð-
ir víða um land. Mesta fjölmenn-
ið var á Þjóðhátíðinni í Vest-
mannaeyjum um 8.000 manns.
Á bindindismótinu í Galtalæk
vom um 5.000,4.000 á Melgerð-
ismelum þegar mest var, 2.000
í Atlavík, 1500 í Vík í Mýrdal,
1100-1200 á Kirkjubæjar-
klaustri og 4-500 í Bjarkar-
lundi. Þúsundir manna vom
síðan samankomnir á ýmsum
stöðum víðs vegar um landið þó
þar hafí ekki verið neitt skipu-
lagt samkomuhald.
Margar þessar samkomur
virðast því miður þjóna þeim til-
gangi að leyfa unglingum, allt
niður í gagnfræðiskólaaldur, að
flykkjast saman í þúsundatali
og drekka frá sér vit og rænu
eina helgi á ári víðs fjarri föður-
húsum.
Á þessu em þó sem betur fer
undantekningar og má í því
sambandi nefna bindindismótið
í Galtalæk, sem nú var haldið í
tuttugasta og fyrsta sinn, og
ýmsar aðrar fjölskyldusamkom-
ur.
Umgengni ferðamanna um
landið er einnig vemlegt
áhyggjuefni ekki síst um þessa
miklu ferðahelgi. Hún er ljót
lýsingin sem birtist í frétt í
Morgunblaðinu á miðvikudag
um viðskilnað samkomugesta á
Laugarvatni. Þar söfnuðust
saman þúsundir ungmenna um
vérslunarmannahelgina, þó ekki
hafí verið skipulegt samkomu-
hald á staðnum, með þeim af-
leiðingum að tjaldstæðið var
líkast sorphaug þegar gestimir
vom á brott. I fyrmefndri frétt
Morgunblaðsins segir: „Að sögn
Jónu Gísladóttur, sem rekur
tjaldmiðstöðina á Laugarvatni,
var engu líkara en ekið hefði
verið yfír allar mslatunnur á
svæðinu eða hoppað á þeim og
raslinu úr þeim síðan dreift út
um allt.“ Þurfti tuttugu manna
hóp til að þrífa eftir tjaldgestina
og lauk því verki ekki fyrr en
seint á mánudagskvöld. Sú fyrir-
litning á landinu og náttúm
þess sem framkoma af þessu
tagi ber með sér er hreint ótrú-
leg en því miður ekkert eins-
dæmi. Hvemig ætli ástandið
hafí verið á stöðum þar sem
stærri hópar vom samankomnir
eða þar sem enginn var til stað-
ar að tína upp að loknum gleð-
skapnum?
Það er vissulega íhugunarefni
hvort ekki sé ástæða fyrir þá
aðila sem standa að skipulagn-
ingu útihátíða um verslunar-
mannahelgina að endurmeta
þær í ljósi reynslu síðustu ára.
Oft em það ungmenna- eða
íþróttafélög sem standa að há-
tíðunum og ætti það að vera
kappsmál slíkra félaga, er leggja
áherslu á heilsusamlegt líferni,
að reyna að beina hátíðahöldun-
um í annan farveg.
Atvinnuleysi hefur ekki verið
minna í 14 ár, verðbólga ekki
lægri í liðlega 8 ár, viðskipta-
hallinn fer minnkandi og svo
mætti lengi telja. Efnahagslífið
í Bandaríkjunum virðist standa
traustum fótum, þó ýmsir hag-
fræðingar bendi á að samdrátt-
ur sé óhjákvæmilegur á næsta
ári. Þetta ætti að vera góður
jarðvegur fyrir repúblikana og
George Bush, varaforseta, í for-
setakosningunum í nóvember
næstkomandi. En skoðanakann-
anir benda tíl að Michael Duk-
akis, frambjóðandi demókrata,
njóti meiri stuðnings en vara-
forsetinn. Hvers vegna eru
fleiri hlynntir Dukakis en Bush
á sama tíma og fleiri hafa at-
vinnu en í einn og hálfan áratug
og verðlag er stöðugara en áð-
ur? Ástæðumar era margar,
sumar flóknar aðrar liggja í
augum uppi.
George Bush, varaforseti, hefur
fengið að gjalda þess umróts og
álitshnekkis sem Bandaríkjastjóm
hefur orðið fyrir á undanfömum
mánuðum og missemm. Það kann
að vera að það sé af sem áður var
þegar Bush naut þess að standa
næstur Ronald Reagan og hlaut
umbun fyrir það hversu hollur
hanii var forsetanum. Nú virðist
varaforsetinn líða fyrir
árangursleysi stjómarinnar að
koma Noriega frá völdum í Pan-
ama og þau vandamál sem Edwin
Meese, dómsmálaráðherra hefur
skapað. íran-kontra hneykslið get-
ur einnig orðið Bush dýrt, eins og
slagorð demókrata „Hvar var
George?“ getur til kynna.
Bók Donalds Regans, fyrrver-
andi starfsmannastjóra Hvíta
hússins, olli miklum úlfaþyt í
Washington, en þar kemur fram
að Nancy Reagan, forsetafrú, hef-
ur mikla trú á stjömuspámönnum
og samkvæmt Regan hafa ráð
stjömuspámanns haft áhrif á störf
forsetans. Allt þetta hefur haft
neikvæð áhrif á framboð varafor-
setans og komið demókrötum vel.
Dukakis næsti forseti?
Skoðanakannanir benda til þess
að Dukakis yrði næsti forseti
Bandaríkjanna ef kosningar fæm
fram nú. Tímaritið Newsweek,
birti í síðustu viku niðurstöður í
skoðanakönnun sem gerð var eftir
að landsfundi demókrata lauk. Þar
kom fram að Dukakis nýtur fylgis
55% kjósenda, en Bush aðeins
38%. Sameiginleg könnun stór-
blaðsins The Wall Street Joumal
og M?C-sjónvarpsstöðvarinnar er
heldur ekki fagnaðarefni fyrir
repúblikana. Samkvæmt henni em
51% kjósenda hlynntir Dukakis en
aðeins 34% fylgja Bush að málum.
En það em ekki þessar tölur
sem þurfa að valda varaforsetan-
um og fylgismönnum hans mest-
um áhyggjum, heldur hversu
margir kjósendur hafa neikvæðar
hugmyndir um Bush. Síðamefnda
könnunin bendir til að 46% kjós-
enda séu neikvæðir í hans garð,
en aðeins 44% jákvæðir. í byijun
júlí vom þessar tölur 42% á móti
49%. Um 62% em hins vegar já-
kvæðir í garð Dukakis og 18%
hafa neikvæðar hugmyndir um
hann. í könnun Joumal/NBC sem
gerð var fyrir landsfund demó-
krata vom sambærilegar tölur
58% og 25%. Dukakis tókst greini-
lega að breyta ímynd sinni í hug-
um margra kjósenda. Þessar tölur
benda til að það verði erfitt fyrir
Bush að vinna upp það forskot sem
ríkisstjórinn frá MasSa-
chusetts hefur í kapphlaupinu að
Hvíta húsinu.
Og það er fleira sem veldur
repúblikönum áhyggjum en beinar
óvinsældir varaforsetans. Skoð-
anakönnun Joumal/NBC bendir
til að 56% kvenna styðji Dukakis
en aðeins 26% séu fylgjandi Bush.
Áðumefnd könnun Newsweek
rennir stöðum undir þetta, þar
vom tölurnar 58% á móti 33%,
Dukakis í vil. Stuðningur kvenna
er mjög mikilvægur þar sem
líklega kjósa allt að 10 milljónum
fleiri konur en karlar í kosningun-
um í nóvember næstkomandi.
Stuðningur við Bush er hverf-
andi meðal blökkumanna. Aðeins
10% segjast styðja hann en 81%
ætla að kjósa Dukakis, samkvæmt
könnun Newsweek. Flokkur Abra-
hams Lincolns hefur á síðustu ára-
tugum þurft að horfa upp á minnk-
andi fylgi meðal blökkumanna.
(Skoðanakannanir benda þó til
þess að stuðningur ungra blökku-
manna við Repúblikanaflokkinn
fari vaxandi. Það em einkum ung-
ir háskólamenntaðir blökkumenn
sem greiða repúblikönum at-
kvæði.) Fyrir seinni heimsstyijöld
fylgdi meirihluti þeirra repúblikön-
um að málum, en það hefur gjör-
breyst. Bush hefur gert sér grein
fyrir þessu og lagt áherslu á að
ná til blökkumanna. Hann batt
vonir við það að útnefning Lloyd
Bentsens, sem varaforsetaefnis
demókrata, yrði til að margir
blökkumenn gerðust fráhverfir
demókrötum þar sem gengið hefði
verið fram hjá Jesse Jackson. Þær
vonir virðast hafa bmgðist.
Á brattann að sækja
George Bush er ekki óvanur að
hafa vindinn í fangið og hann seg-
ist reyndar kunna vel við það.
Bush tapaði fyrstu forkosningum
repúblikana í Iowa og var spáð
ósigri í New Hampshire. Ósigri
sem hefði getað gert út um vonir
hans að verða næsti forseti Banda-
ríkjanna. En á nokkmm dögum
sneri Bush dæminu við og vann
mjög sannfærandi sigur í New
Hampshire og þaðan var leiðin
greið. Bush vonast til að sama
verði upp á teningnum í nóvember.
Og almenningur er fljótur að
skipta um skoðun. Um miðjan
mars síðastliðinn naut Bush mun
meira fylgis en Dukakis, eða 52%
á móti 40%. Um miðjan apríl var
hlutfallið 45% á móti 43% Bush í
vil og um miðjan maí snerist dæm-
ið við, þá studdu 54% kjósenda
Dukakis en aðeins 38% fylgdu
varaforsetanum. Flestir stjóm-
málaskýrendur em sammála um
að Bush eigi eftir að sækja á og
að kosningamar verði mjög jafnar
og úrslitin ráðist jafnvel á innan
við 100 þúsund atkvæðum, sem
hefur ekki gerst frá því að Ric-
hard Nixon var kjörinn forseti
árið 1968.
Reynslan sýnir að Dukakis
verður að halda vel á spilunum ef
hann á að bera sigur úr býtum í
nóvember. Fyrir landsfund demó-
krata árið 1976 var fylgi Jimmy
Carters, frambjóðanda demókrata,
17%-stigum meira en Fords, þá-
verandi forseta. Eftir landsfundinn
sýndu skoðanakannanir að 33%-
stigum fleiri kjósendur fylgdu
Carter að máli en Ford. í kosning-
unum vann Carter hins vegar Ford
með aðeins 2,1%-stiga mun.
Reynsla Ronald Reagans var svip-
uð árið 1980, þegar hann bauð sig
fram gegn Carter. Fyrir landsfund
repúblikana var Reagan með um
3%-stiga fomstu, en eftir lands-
fundinn var munurinn 16%, sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Reag-
an hafði sigur í sjálfum kosningun-
um með 9,7%-stiga mun.
Þegar Reagan sóttist eftir end-
urkjöri árið 1984 hafði hann mikla
yfírburði yfir andstæðing sinn,
Walter Mondale. Fyrir landsfund
demókrata var munurinn 14%-
stig, en Mondale tókst að vinna
forskot Reagans upp og kannanir
bentu til að aðeins 2%-stig skildu
þá að, stuttu eftir landsfund demó-
krata. Reagan vann hins vegar
sannfærandi sigur í kosningunum.
Liðlega 18%-stig skildu keppinaut-
ana að.
Varaforsetaefnið
skiptir miklu
Fréttaskýrendur henda stund-
um gaman að því hve mikil áhersla
George Bush, varaforseti Bandarl
í haust, ávarpar kjósendur.