Morgunblaðið - 06.08.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 06.08.1988, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 Tilsögn í veiðimennsku og golfi í Hvammsvík Á útivistarsvæði Laxalóns í Hvammsvík í Hvalfirði hefur fólki frá 1. ágúst verið boðin tilsögn í golfi og veiðimennsku. Veiðikennslan er í höndum Þrastar Elliðasonar, en John Drummond annast golfkennsl- una. Að sögn Ólafs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Laxalóns, hef- ur þess orðið vart í Hvammsvík að fólk á öllum aldri hefur vantað leiðbeiningar um veiðimennsku og hefur Þröstur verið fenginn til að . bæta úr því. Kennslan er bæði hugsuð fyrir byijendur og þá sem lengra eru komnir, t.d. áhuga- menn um fluguveiði. Bókun í veiðikennsluna annast verslunin Veiðivon á Langholtsvegi. Sú nýbreytni verður höfð við golfkennsluna að eingöngu verður um leikkennslu að ræða. Hún fer þannig fram að John Drummond, sem er atvinnukennari í golfí, leik- ur 9 holur ásamt 1-3 meðspilurum og að leik loknum verður hvert högg fyrir sig rætt og hvort kylf- ingurinn hafí tekið rétta ákvörðun hveiju sinni. Bókun í golfkennsl- una er í Grafarholti. Mikil aðsókn hefur verið að útivistarsvæðinu í Hvammsvík í Þeir Þröstur Elliðason og John Drummond segja Fyrstu keppendurnir í golfmótinu, sem nú stendur yfir í Hvammsvík, frá vinstri: fólki til um veiðimennsku og golf í Hvammsvík. Helgi Ólafsson, Kjartan L. Pálsson, Hilmar Karlsson, Peter Salmon, Sigurður Péturs- son, Ragnar Ólafsson og Björgvin Þorsteinsson. sumar og gjarnan verið biðlistar eftir að komast í veiði þar. Á golfvellinum stendur nú yfír golf- mót þar sem keppt er um vegleg verðlaun. Mótið er kallað „Anglo Icelandic Masters". Það hófst 12. júlf og lýkur 18. september. Leikn- ar eru 36 holur og ákveða kylfíng- ar sjálfír hvenær á fyrmefndu tímabili þeir leika, 18 eða 36 hol- ur í senn. Fyrir holu í höggi á fyrstu braut eru verðlaunin bifreið frá Sveini Egilssyni og hnattreisa með Úrval fyrir sama afrek á síðustu braut vallarins. Þeim sex kylfíngum sem leika best í mót- inu, með og án forgjafar, verður boðið með Flugleiðum til London. Efstir í mótinu 1. ágúst voru Sig- urður Hafsteinsson, John Drumm- ond og Viggó Viggósson án for- gjafar, en Gunnlaugur Axelsson, Helgi Ólafsson, Peter Salmon og Ágúst Húbertsson með forgjöf. Þröstur í flæðarmálinu ásamt nokkrum ungum veiðimönnum. GENGISSKRÁNING Nr. 145. 5. ágúst 1988 Kr. Kr. Toll- Eln. Kl. 09.16 Kaup Sala gangl Dollari 46,51000 46.63000 46,10000 Sterlp. 79,34800 79,55300 79,82200 Kan. dollari 38,58200 38,68100 38.17800 Dönskkr. 6,49350 6,51030 6,56460 Norsk kr. 6,81320 6,83070 6,85960 Sœnsk kr.* 7,21310 7,23170 7,25410 Fi. mark 10,46110 10,48810 10,51790 Fr. franki 7,31690 7,33580 7,37750 Belg. franki 1,17910 1,18220 1,18940 Sv. franki 29,58650 29.66290 29,87690 Holl. gyllini 21,85620 21,91260 22,04950 V-þ. mark 24,68030 24.74400 24,88190 ít. lira 0,03345 0,03354 0,03367 Austurr. sch. 3,51280 3,52190 3,54270 Port. escudo 0,30450 0,30530 0,30620 Sp. peseti 0,37640 0.37630 0,37660 Jap. yen 0,34906 0,34996 0,34858 Irskt pund 66,42300 66,59500 66,83300 SDR (Sérst.) 60,23700 60,39240 60,24530 ECU, evr.m. 51,46800 51.60080 51,80720 Tollaengi fyrir júlí er sölugengi 28. júlí Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Samkomulag Verðlagsstofnunar og gosdrykkjaframleiðenda: Sanitas skrifar ekki undir SANITAS hf sktífaði ekki undir samkomulag sem Verðlagsstofn- un freistaði að ná milli gos- drykkjaframleiðenda. Reynt var að ná samkomulagi um að fram- leiðendurnir birtu ekki auglýs- ingar sem fela í sér tilboð um happdrættisvinninga, varning eða fríðindi og brjóta í bága við verðlagslög. Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas hf segir að þeg- ar samkomulagið var upphaflega kynnt, hafi Sanitas hf lýst sig reiðubúið til að ganga að þvi. Komið hafi hins vegar í ljós að þegar átti að fara að skrifa und- Fiskverð á uppboðsmörkuðum 5. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verö (lestir) verð (kr.) Þorskur 39,00 39,00 39,00 2,080 81.120 Ýsa 97,00 60,00 89,83 4,987 447.993 Ufsi 15,00 13,00 14,97 4,343 65.035 Karfi 19,00 18,00 18,54 0,876 16.231 Steinbítur 28,00 28,00 28,00 0,105 2.940 Hlýri 23,00 20,00 22,68 0,846 19.185 Langa 21,00 21,00 21,00 0,092 1.933 Lúöa 185,00 160,00 165,66 0,152 25.263 Koli 43,00 25,00 40,96 1,375 56.319 Skötuselssk. 200,00 200,00 200,00 0,101 20.200 Samtals 49,22 14,957 736.217 Selt var aöallega úr Auðbjörgu SH. Nk. mánudag veröur aö öllum líkindum seldur fiskur úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 39,00 15,00 37,48 20,673 774.792 Lúða 145,00 50,00 78,89 0,148 11.675 Karfi 20,00 20,00 20,00 0,150 3.000 Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,173 2.595 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,343 8.575 Samtals 37,26 21,487 800.637 Selt var úr Jóni Baldvinssyni RE. Nk. mánudag verða m.a. seld 20 tonn af þorski, 6 tonn af ýsu og 4 tonn af ufsa úr Krossvík AK og frá Hraöfrystihúsi Grundarfjaröar. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 49,00 45,00 47,05. 1,729 81.325 Ýsa 76,50 35,00 71,94 5,846 420.587 Ufsi 17,00 7,00 15,71 12,152 190.949 Karfi 15,00 12,00 14,61 8,465 123.669 Steinbítur 26,50 11,00 18,91 0,665 12.578 Langa 15,00 10,00 14,76 1,023 15.095 Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,122 1.830 Koli 26,00 26,00 26,00 0,030 780 Sólkoli 44,00 30,00 36,94 0,558 20.610 Lúöa 158,00 80,00 137,14 1,462 200.497 Grálúöa 10,00 10,00 10,00 0,131 13.010 Öfugkjafta 8,00 8,00 8,00 0,900 7.200 Skata 66,00 53,00 57,80 0,046 2.659 Skötuselur 221,00 221,00 221,00 0,011 2.431 Samtals 32,64 33,141 1 .081.550 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK, Blika ÞH, Guðfinni KE og Gnúpi GK. Nk. mánudag veröa m.a. seld 70 til 80 tonn af þorski, 8 tonn af ýsu og 2 til 3 tijnn af öðrum tegundum úr Aöalvík KE. ir, hafi atriðum verið bætt inn í, sem fyrirtækið getur ekki skrifað undir. Sól hf og Vífilfell hf undirrituðu samkomulagið. Verðlagsstofnun mun íhuga að falla frá kærum á hendur þeim sem undirrituðu og koma til með að standa við samkomulagið. Að mati Verðlagsstofnunar hafa framangreind fyrirtæki gripið til ólöglegra auglýsinga. í frétt frá stofnuninni segir m.a.: „Verðlags- stofnun getur lögum samkvæmt kært þessar ólöglegu auglýsingar, en ákvað að fara þá leið að freista þess heldur að binda endi á þær með samkomulagi við gosdrykkja- framleiðendur." Ennfremur segir að Verðlagsstofnun ætlaði á móti að falla frá kærum á hendur þeim, sem hefðu að mati stofnunarinnar brotið af sér með auglýsingum. Komi til þess að verðlagsstofnun kæri einhveija gosdrykkjaframleið- endur er það mál um leið farið úr höndum stofnunarinnar og verður þá eftirleiðis í höndum ríkissak- sóknara og dómstóla. Mál þetta er til komið m.a. vegna verðlaunaveit- inga fyrir að safna flipum af gos- dósum og að finna merktar dósir. Ekki hafa enn verið sendar nein- ar kærur að sögn Gísla ísleifssonar lögfræðings Verðlagsstofnunar. Upphaflega var samkomulagið bundið við að allir þrír aðilamir skrifuðu undir, en að sögn Gísla verður athugað hvort tilefni gefst til að ákæra. Hugsanlegt er að þeir aðilar sem skrifuðu undir vilji standa við það. „Það er þeim til hagsbóta og líka auðvitað neytend- um sem við erum náttúrulega mikið að hugsa um. Þetta er það dýrt fyrirbæri að vera með þessar aug- lýsingaaðferðir sem þeir eru með og hveijir borga það aðrir en neyt- endur?“ Gísli sagði að ef ekkert breyttist í þessum auglýsingaað- ferðum gosdrykkjaframleiðend- anna, yrði næsta skref að kæra. Ragnar Birgisson forstjóri Sanit- as hf segir að ekki hafí verið boðið upp á að skrifa undir sama sam- komulag og upphaflega hafí verið kynnt. „Við vorum beðnir um að hætta, eins og stendur í fréttatil- kynningu Verðlagsstofnunar, „...að birta auglýsingar um framleiðslu- vörur sínar sem fela í sér tilboð um happdrættisvinninga, varning eða fríðindi sem bijóta í bága við...“ þessi lög. Við samþykktum það og vorum tilbúnir að skrifa undir það. Síðan var talað við hina aðilana og mér skilst að þeir hafí verið sam- mála. Síðan þegar við fengum sam- komulagið þá er búið að bæta inn í það punktum sem við erum ekki sáttir við. Annar er að við lofum að forðast hæsta stigs auglýsingar og auglýsingar sem fela í sér ósann- gjaman samanburð. Það er erfítt að fá það fram hvað felst í þessu og við töldum að þetta væri ekki það sem talað var um. Það hefur aldrei verið dæmdur einn eða neinn fyrir þessar sakir, það hefur allt verið fyrir verðlaun og fríðindi. Hitt atriðið var um hvemig ætti að standa að því ef samkomulagið yrði brotið. Ef Verðlagsstofnun teldi að um brot væri að ræða myndi hún birta það í fjölmiðlum. Það emm við ekki tilbúnir að samþykkja. Ef þú ert kærður þá er ekki þar með sagt að þú sért sekur,“ sagði Ragn- ar Birgisson. „Við höfum ekki feng- ið á okkur neina kæm og það sem við yrðum kærðir fyrir væri þá svo- kölluð markaðskönnun Pepsi. Sam- kvæmt okkar lögfræðingi brýtur hún ekki í bága við lög. Við emm tilbúnir til að skrifa undir sam- komulagið sem upphaflega var tal- að um.“ „Við hyggjumst ekki fara út í neitt slíkt af fyrra bragði ef aðrir halda að sér höndum,“ sagði Bær- ing Ólafsson sölustjóri Vífílfells hf aðspurður um hvort þetta sam- komulag þýddi, að söluherferðum væri lokið af þeirra hálfu. Hins vegar kvað hann ljóst að auglýs- ingar yrðu almennt með sama hætti og verið hefur, enda brytu þær á engan hátt í bága við lög. Flugmálastj órn: Nýtt upplýsinga- kerfi um veður fyr- ir innanlandsflug NÝLEGA hefur verið tekið í notkun tölvukerfi til söfnunar og miðlunar veðurupplýsinga fyrir flug. Flugmálastjórn og Veðurstofan hafa unnið sameig- inlega að uppsetningu kerfisins. Flugvellimir í Reykjavík, Vest- mannaeyjum, á Akureyri, Egils- stöðum, Isafirði og Homafirði ráða nú yfir tölvum sem tengdar em tölvukerfi Veðurstofunnar um gagnanet Pósts og síma. Aðgang- ur að kerfinu gerir miðlun upplýs- inga um veður og flugskilyrði auð- veldari og öruggari. Fyrirhugað er að þróa kerfið enn frekar, með- al annars með því að skrá í það upplýsingar um ástand flugvalla svo eitthvað sé nefnt. Ætlunin er að flytja miðstöð kerfísins til Flugmálastjómar, vegna mikils álags á tölvukerfi Veðurstofunnar, og veita almenn- um notendum aðgang að því. (Úr fréttatilkynningu). Leiðrétting í frétt í blaðinu á fimmtudag undir fyrirsögninni „Fjórir dósentar í prófessorsstöður" misritaðist föð- umafn eins þeirra. Gísli Már Gísla- son var sagður Gunnarsson. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.